Vísir - 22.05.1971, Page 4
4
V1SIR . Laugardagur 22. maí 1971
Úrval úr dagskrá næstu viku
SJÐNVARP •
Mámidagur 24. maí.
20.30 Steinaldarmennimir. Sjón-'
varpsþátturinn „Að óvörum“.
Þýðandi Sólveig Eggertsdóttir.
20.55 Kona er nefnd. Hulda Stef-
ánsdóttir. Sigurlaug Bjama-
dóttir ræðir við hana.
21.25 Saga úr smábæ. Nýr fram
haldsmyndaflokkur frá BBC,
byggður á skáldsögunni Middle
march eftir George Eliot um líf
ið f ensku þorpi á fyrri hluta
19. aldar.
1. þáttur. Dorothea.
Leikstjóri Joan Craft. Aðalhlut
verk Michele Dotrice, Miohael
Pennington, Phrlip Latham og
Derek Francis.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
22.15 Zúlúland. Kvikmynd frá
austanverðri Suður-Afríku, þar
sem fjaliað er um gamla og
nýja þjóðhætti Zúlúsvertingja,
en þeir voru áður herskáasti
þjóðflokkur Afríku.
Þýðandi og þulur Karl Guð-
mundsson.
Þriðjudagur 25. maí
20.30 Flokkakynning. Fyrri hluti
Fulitrúar þriggja stjómmála-
flokka kynna stefnu þeirra og
sjónarmið. Hver flokkur hefur
ÚTVARP •
Mánudagur 24. maí.
19.30 Um daginn og veginn.
Hulda Á. Stefánsdóttir fyrrver-
andi skólastýra talar.
19.50 Stundarbil.
Freyr Þórarinsson kynnir popp-
tónlist.
20.20 Frá íslenzka lækninum í
Gidole. Benedikt Amkelsson
cand. theol. flytur erindi, byggt
á frásögn Jóhannesar Ólafsson
ar læknis í Eþíópfu.
21.25 íþróttir.
Jón Ásgeirsson sér um þáttinn.
Þriðiudagur 25. maí
19.30 Frá útlöndum.
Umsjónarmenn: Magnús Þórðar
son, Magnús Sigurðsson og
Elías Jónsson.
20.15 Lög unga fólksins.
Gerður Guðmundsdóttir Bjark-
lind kynn:r.
21.05 íbróttalff.
Öm Eiðsson segir frá.
Hinn árlegi kirkjudagur Bú-
staðasóknar er á sunnudaginn.
Slíkur dagur hefur árlega verið
haldinn hátíðlegur síðan 1964.
Með þessari hátíð gefst fólki
tækifærj til að njóta samvist-
anna. sækja guðsþjónustu, hlýða
á ýmislegt skemmtilegt og fróð
legt. njóta kræsinganna og um
leið að leggja sitt fram til þess,
að Bústaðakirkja fari senn að
þjóna þeim tilgangi, sem henni
er ætlaður. Vonir standa til aö
kirkjan verðj vígð í haust.
Dagskrá kirkjudagsins er á
þessa leið:
K1 10.30 barnasamkoma (for-
eldrar velkomnir með börnum
sinum), Ki. 2 e h. guðsþjónusta
20 mínútur til umráða, en dreg
ið verður um röö þeirra, þegar
að útsendingu kemur.
21.30 Kildare læknir. Með báli
og brandi. Þýöandi Jón Thor
Haraldsson.
22.20 Zubin Mehta. í mynd þess
ari er lýst Tífi og störfum hins
kunna hljómsveitarstjóra, sem
kallaður hefur veriö annar
Toscanini. Þulur Ásgeir Ing-
ólfsson.
Miðvikudagur 26. maí
18.00 Ævintýri Tvistils. Mynda-
flokkur um brúöustrákinn Tvist
il og félaga hans.
18.10 Teiknimyndir.
18.25 Skreppur seiökarl. Töfra-
þrautin. Þetta er fyrsta myndin
í nýjum myndaflokki um
Skrepp, sem nú er aftur kominn
í heimsókn í umhverfi 2Ó. aldar.
20.30 Flokkakynning, Síðari hluti.
Fulltrúar þriggja stjórnmála-
flokka kynna stefnu þeirra og
siónarmið. Hver flokkur hefur
20 mínútur til umráða, en dreg-
ið verður um röð þeirra, þegar
að útsendingu kemur.
21.30 Fuglarnir okkar. Kvikmynd
um fslenzka fugla, gerð af
Magnúsi Jóhannssyni.
°2 00 Mil'li tveggja elda. Banda-
rísk bíómynd. Aðalhlutverk
Ginger Rogers og Edward G.
Robinson. Þýöandi Bríet Héðins
dóttir.
22 35 Harmonikulög.
Cari og Eberhard Jularbo leika
vinsæl lög.
Miðvikudagur 26. maí
19.30 Landnámsmaður á 20. öld.
Jökull Jakobsson talar við Sör-
en Bögeskov.
20.15 Maðurinn sem efnaverk-
smiðja. Erindi eftir Niels A.
Thom. Hjörtur Halldórsson flyt
ur þriðja og sfðasta hluta þýð-
ingar sinnar.
20.50 Landsleikur f knattspyrnu
mi'íli Norðmanna og Islendinga.
Útvarp frá Brann-leikvanginum
í Björgvin. Jón Ásgeirsson lýs
ir síðari hálfleik.
22.35 Á elleftu stund: Leifur Þór
arinsson kynnir tónlist úr ýms
um áttum.
Fimmtudagur 27. maí
19.30 Landslag og leiðir.
Hallgrímur Jónasson rithöfund
ur flytur erindi: Útsýn af Am-
arstapa í Skagafirði.
fyrir alla fjölskylduna. Eftir
messu bíður hlaðið veizluborð
kirkjugesta. Kl. 8.30 um kvöldið
almenn samkoma. 1. Stutt ávarp
formanns sóknarnefndar. 2. Org
elleikur organista safnaðarirjs. 3.
Árni Óla, hinn fjölvísi fræðimað
ur fræðir okkur um „hina horfnu
og hverfandi Reykjavík". 4. Bú-
staðakórinn syngur. 5. M'agnús
Jónsson óperusöngvari syngur. 6.
helgistund sem sóknarpresturinn
annast. — Kl. 9.30 að lokinni sam
komunni kvöldkaffi með veizlu-
kökum. Messurnar og samkom-
urnar verða haldnar f Réttarholts
skólanum. — Allir eru velkomnir
á kirkjudag Bústaðasóknar.
—■L------------------
Föstudagur 28. maí
20.30 Frá sjónarheimi. Að lesa
úr myndum. 1 þessum þætti er
fjallað um gildi myndtákna í
trúarbrögðwn, fomum og nýj-
um, og dulda merkingu mynda
af ýmsu tagi. Umsjónarmaður
Björn Th. Björnsson.
21.10 Mannix. Hrossaþjófamir.
Þýöandi Kristmann Eiðsson.
22.00 Eriend málefni. Umsjónar
maður Ásgeir Ingólfsson.
Laugardagur 29. maí
16.00 Endurtekið efni. Lyklar
Himnaríkis. Bandarísk bíómynd
frá árinu 1945, byggð á skáld-
sögu eftir A. J. Cronin.
17.30 íþróttir. M. a. myndir frá
alþjóðlegu sundmóti í Crystal
Palace í Lundúnum og lands-
leik í knattspyrnu milli Eng-
lendinga og Skota. Umsjónar-
maður Ómar Ragnarsson.
20.25 Dísa. Dísarafmæli, fyrri
hluti. Þýðandi Kristrún Þórðar
dóttir.
20.50 Þjóðlög frá ýmsum lönd-
um. Pólýfónkórinn syngur. —
Stjómandi og kynnir er Ingólf
ur Guðbrandsson.
31.15 Ævintýri Salavins. Frönsk
bíómynd, byggð á skáldsögunni
,,La Confessian de Minuit" eftir
George Duhamel.
Leikstjóri Pierre Granier-De-
ferre. Aðalhlutverk Maurice
Biraud og Christiane Minazzoli.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
20.10 Leikrit: „Gefið upp staðar
ákvörðun“, éftir Lars Björkmkn
Áður útv. í apríl 1969. Þýðandi
Jökull Jakebssom oavri ; ‘J..
Leikstjóri: Benedikt Ámason.
21.45 Ljóð eftir Eirík Einarsson.
Olga Sigurðardóttir les.
22.15 Veðurfregnir. Velferðarríkið
Ragnar Aðalsteinsson hrl. og
Jónatan Þórmundsson prófessor
tala um lögfræðiieg efni og
svara spurningum hlustenda.
Föstudagur 28. maí
19.30 ABC.
Ásdís Skúladóttir og Tnga Huld
Hákonardóttir sjá um þátt úr
dag'lega lífinu.
13.55 Kvöldvaka.
a. íslenzk einsöngslög. Ólafur
Magnússon frá Mosfelli syngur
lög eftir Karl O. Runólfsson.
b. „Það gekk mér ti'l. .“ Gunn
ar Benediktsson rithöfundur
talar um viðskipti skáldanna
Gunnlaugs ormstungu og
Hrafns önundarsonar
c. Vísnaþáttur. Sigurður Jóns-
son frá Haukagili flytur.
d. Hversdagsleg ferð fyrir
háifri öld. Guðmundur Þor-
steinsson frá Lundi segir frá.
e. Draumar Þorbjargar Guð-
mundsdóttur. Halldór Péturs-
son flytur frásöguþátt.
f. Þjóðfræðaspjail. Árni Björns
son cand. mag flytur.
g. Kórsö.ngur. Útvarpskórinn
syngur nokkur lög, dr. Röbert
A. Ottósson stjórnar.
T '’ugardagur 29, maí
19.30 Uppeldi og menntun
Hellena. Dr. Jón Gíslason skó'la
stjóri fh’tur fjórða og síðasta
erindi sitt.
'°55 Hljömplöturabb.
Guðmundur Jónsson bregður
piötum á fóninn.
45 .Smásaga vikunnar: „Burt
úr Paradís" eftir Johan Borgen
He'mir Pálsson cand. mag. les
þvðingu sína.
22.15 Veðurfregnir. Að kveldi
dags. Elfn Guðmundsdottir vel
ur þætti úr klassískum tónverk
um op kvnnir bá.
KIRKJUDAGUR
BÚSTAÐASÓKNAR
Guðlaugur Bergmann kaupmaður lítur yfir
sjónvarpsdagskrá næstu viku.
P*ETTH VILi
ún íz.iA
„Það er til lítils að spvrja mig
út úr um sjónvarpsdagskrána,
ég horfi svo óskaplega lítið á
sjónvarp“, svaraði Guðlaugur
Bergmann f Karnabæ þeirri
málaleitan Vísis, að hann liti yf-
ir sjónvarpsdagskrá næstu viku
fyrir blaðið. „Eina sjónvarpsefn-
ið, sem ég um langt skeið lagði
mig í líma við að sjá, var FFH.
Mikið var ég svekktur þegar sá
ágæti þáttur hætti.“
„Nú,“ hélt Guðlaugur áfram.
„Ég sé strax tvennt hér í dag-
skránni, sem vekur áhuga minn.
Það er enska knattspyrnan og
Mannix. — Já, Mannix, ég hef
ákaflega gaman af myndunum
með honum, eins og allir hinir“,
bætti hann við. „Flokkakynning-
una horfi ég sjálfsagt á Það
sem ég er þó spenntastur að
sjá og heyra eru hringborðs-
umræðurnar, þar má búast við
einhverjum skemmtilegheitum.
Sjónvarpsumræður á borð viö
þær, sem voru f þættinum „Á
öndverðum meiði“ þegar hann
var og hét hafa ætíð verið mér
að skapi. Mér hefur al'ltaf þótt
koma meira út úr þeim þáttum
en masþáttunum, þar sem þátt-
takendurnir hafa rétt náð að
komast að efninu þegar tími
þáttarins er útrunninn.“
„^„Fleira en það þrennt, sem ég
hef þegar nefnt horfi ég senni-
lega ekki á f sjónvarpinu í næstu
viku af ásettu ráði, ég er það
llítill sjónvarpsáhorfandi, eins og
ég sagði í upphafi. Það eru helzt
skemmtilegheit á borð við Mann
ix og Smart spæjara, sem ég hef
gaman af að sjá — þegar ég á
annað borð er í sjónmáli við
sjónvarpstækið.“
Ekki kvað Guðlaugur það hafa
komið að söik, hvað sig áhrærði,
að textaskortur var rikjandi við
erlendar sjónvarpsmyndir í síð-
ustu viku. „Aö minnsta kosti
ekki þegar um var að ræða
myndir með ensku taii,“ sagði
hann. „Öðru málj hefði gegnt
um franskar myndir og rúss-
neskar, en þó hefðu þær mátt
koma textalausar fyrir mér líka,
því ég horfi ekki á þeirra þjóða
myndir. Það sem Vslenzka sjón-
varpið hefur sýnt okkur til þessa
af fröns'kum og rússneskum
myndum hefur að minnsta
kosti ekki verið fýsileg
dægrastytting — ekki fyrir minn
smekk.
Það er annars alveg ótrúlegt
hvað sjónvarpinu hefur tekizt
að elta uppi lélegar myndir af
þvf þjóðerni. Ég fæ ekki með
nokkru móti trúað þvi, að Rúss-
ar og Frakkar hafi aldrei gert
betri kvikmyndir en þær sem
hér hafa verið sýndar í sjón-
varpinu," sagði kaupmaðurinn
að lokum. — ÞJM
Nauðungoruppboð
sem auglýst var í 34. 37. og 38 tölublaði Lögbirtingablaðsins
1970 á v.s. Guðbjörgu GK-6 þingl. eign Bátafélags Hafnar-
fjarðar fer fram eftir kröfu Fiskveiðasjóðs íslands, Fiski-
má'lasjóðs, Áma Gr. Finnssonar, hrl. og Innheimtu rikissjóðs
við eða í skipinu í Hafnarfjarðarhöfn þriðjudaginn 25/5
1971 kl. 2.00 é. h.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Frystikista óskast
Notuð fi-ystikista óskast til kaups fyrir verzlun. —
Tilboð sendist blaðinu fyrir kl. 5 þriðjud 25/5 merkt
„Frystikista 2328“.
Kappreiðarnar
á Kjóavöllum eru á morgun kl. 14.30. —
Margar nýjar keppnisgreinar, svo sem tölt-
keppni, hindranahlaup, víðavangshlaup og
3000 m þolhlaup.
Hestamannafélagið Gustur, Kópavogi.
Járnsmiðir —
Rafsuðumenn
Góður iðnaðarmaður, vanur rafsuðu óskast.
Sími 32032.