Vísir - 22.05.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 22.05.1971, Blaðsíða 9
 V í SIR . Laugardagur 22. maí 1971. \ Hundruð b'ilhl'óss flutt á hauga, og samt sést varla skaró Eitt sinn voru þeir stolt eigenda sinna. Gljáandi. bónfægðir, svo að vegfarendur spegluðu sig í lakk- inu á þeim, drógu þeir að sér aðdáunaraugnaráð annarra, sem dreymdi um að eignast slíka. Þá báru þeir vitni velgengni eigenda sinna. Með þeim eignuðust margar fjölskyldur ógleymáþlégar stundir á sumarferðum um vegi landsins. MÖrguöi ungum manninum voru þeir áhrifaríkasta meðalið til að ná hylli ungra kvenna. En nú eru þeir hræ — bíl- hræ, sem eru aöeins til vand- ræöa. Rusl, sem erfitt er að losna við. Úrgangsefni neyzluþjóðfélags ins eru manninum sívaxandi vandamál Maðurinn er að kafna f eigin rusli og úrgangi, sem mölur og ryö hafa ekki undan að granda. — Og fyrir- ferðarmest af því rusli eru bíl- flökin, sem í þúsundatali hrann- ast upp í bílakirkjugöröunum — staflast jafnvel upp í tvöra'da eSa þrefalda hæð. Gamali Dodge, sem útgeröar- maðurinn eigandi hans var eitt sinn svo mikiö öfundaöur af, stendur við hliöina vötubíls- fiaki, sem lagði grundvöllinn að velmegun forstjórans, er átti Plymouth-hræið, sem liggur innar í haugnum. Þegar eigendur þeirra keyptu þá spunkunýja, fannst þeim öllum, sem þessir bílar gætu aldrei verið of sterk'ega gerðir. Allt kapp var lagt á, að ending þeirra mætti verða sem mest. Og nú kemur það okkur í koll. — Þegar svo er komið fyrir þeim, að al'ir væru þv’i fegnastir áð þeir grotnuðu niður, þá Standa þeir af sér öll veður. . .„.Og ..núna . undanfarnar..yikur hafa þeir borizt svo ört hingað, að við verðum að fara að grynnka héma á geymslusvæð- inu enn einu sinni,“ sagði H.ialti Stefánsson, forstjóri björgunar- félagsins Vöku, þegar blaðamann og Ijósmyndara Vísis bar aö bílakirkjugarðinum uppi á Ár- túnshöfða í gær. „Þaö gerir velmegunin núna. Menn, sem hafa efni á því aö fá sér nýja bíla, hirða ekki um gömlu drusluna, fleygja henni bara. En fari maður um borg- ina, sér maður víða slík hræ, sem bíða bara flutnings á rusla- haugana," sagði Hjalti. Verkamenn frá hreinsunar- deild borgarinnar unnu að þVi meö aðstoð krana og vörubíla að rífa upp næstum jarðgróin bílflökin og flytja þau á burt. „Mig minnir, að þessi 9 ár, sem ég hef verið hérna, séum við þrisvar búnir að grynna hér á haugunum. Þaö voru tekin svona þrjú eða fjögur hundruð flök Qg,#ut,t þurt,‘!;sagöi ftjaltj. ,« Á annað hundraö bíihrEejum voru þeir búnir áö aka upp á öskuhaugana i Gufunesi, en geilamar tvær, sem við það höfðu myndazt á geymslu-svæö- inu uppi á Ártúnshöföa. voru ekki stærri en svo, að sex manna fólksbíl! hefði ekki getað snúið við á blettunum. „Ykkur finnst sem hér sjái ekki högg á vatni, en það má þó orðiö sjá glitta í fósturjörð- ina hérna, og þá hefur talsvert verið að gert, trúið mér bara,“ sagði Hjalti -við blaðamanninn og Ijósmyndarann. „Við búumst við því að það verið okkur svona hálfsmánað- arlangt verk, að fjarlægia af svæðinu í kringum fjögur hundruö bílhræ,“ sagöi Pétur Hannesson, verkstjóri hjá borg- arverkfræðingi. „Þetta er sein- legt verk.“ „Það er auðvitað hvergi pláss fyrir þetta rusl. Hvar sjá menn svo sem heppilegan stað fyrir rusl yfirleitt? — En það verður eitthvað að gera við þetta. og við neyðumst til að flytja fökin upp á öskuhaugana í Gufunesi. Þar er jarðýta látin böölast yfir „body“-in og mala þau niður. en s’iöan er því ýtt fram af og jarðvegi ýtt yfir Það er þrauta- ráðið. Þetta á eftir að fyllast fljótt aftur, það skarð, sem mvndast á svæðinu uppi á Ártúnshöfða. Sannast aö segja er f.iöldi ónýtra bíla hér oe hvar um borgina sem væri bara hreinsun að p'arlær>'a V'ð sjáum fram á bað að það veröi að taka eitthvað af beim ' sumar,“ sagði Pétur verkstjóri ' „Aö mínu mati eru bessar ,,eignir“. ef kalla má þetta dras! slíku nafni alltof mikils metnar. Það er alltof langur tínii látinn líða svo, að menn hræjum „eignarréttarins“vegna. — Á pappírum er einhver skráð ur eigandi að bí'flaki, sem stað- ið hefur úti á bersvæði hirðu- laust og allsendis ónothæft svo kannskj árum skiptir. En á þessari „eign“ hvíla veð og kröfur. svo að ekki má fleygja því á haugana, ef verðmæti skyldi leynast í brakinu. Þó sjá allir, að þetta er bara rusl í nið- urníöslu — blettur á umhverf- inu.“ „En það kemur að því, að borgin verður að láta fjar- lægja þessi „augnayndi" seint og um síðir?“ „Já, það hefur borgin oröiö að gera. f samvinnu við Vöku hefur þetta drasl veriö tekið, þegar þolinmæði manna er á þrotum, og flutt upp á geymslu- svæðið á..Ártúnshofða,“ sagði Pétur. „Hvaða kostnað ber borgin af þvi að flytja 400 bílflök upp á öskuhaugana, eins og þið eruð að gera núna?“ „Þaö verður áreiðanlega að minnsta kosti á þriðja hundrað þúsund krónur.“ „Liggja einhver verðmæti \ þessum bílflökum — efni f brotajám eöa eitthvað?" spurð- um við Hjalta Stefánsson í Vöku. „Það er sáralítils virði. Kannski eitt og eitt járnstykki úr öðru hverju flaki. Við getum kannski hirt smástykki úr vél, eða eitthvað slíkt,“ sagði Hjalti og benti á tvo aðstoðarmenn sína, sem unnu að því að log- skera úr bilskrjóðunum það, sem hugsan’ega mátti nýta, áð- ur en hreinsunarmennimir fluttu þá á burt. „Þaö er yfirleitt hreinsað allt nýtil. úr þessum skrjóðum, um leið og þeir berast hingað,“ bætt.i Hjalti við. „Má hver sem er fara hér inn á svæðið og hirða það sem hug- urinn girnist?“ „O, nei. En brögð eru samt að þVi, að ýmsir laumist til þess. Það er svo einkennilegt við bíla, sem standa án nokk- urrar sýnilecrar gæzlu, að það er eins og þeir veki einhverjar furðulegar bjófkenndir með mönnum, laöi fram i þeim það illa Og það bótt bara bílhræ séu.“ sagði Hialti. Þrátt fyrir aílt virðist þá ein- hverjum eftirsiá í því. sem öör- um er mest » mun að losna við úr nágrenninu. Þrátt fyrir að það er bara rusl. sem veldur bara kostnaöi — er eingönmj ti' vandræöa — GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.