Vísir - 25.05.1971, Side 6
6
V i SIR. Þriðjudagur io. maí i971,
Hreinsitæki verSa sett
upp viS Snorralaugarnar
Ýmsar nýjungar \ sundlaugum borgarinnar
iM Eins og stendur hafa sund-
laugaverðir Laugardalslaugarinn
ar ekki aðra aðstöðu til varð-
mannsstarfa en þá, að geta
gengið um sundlaugarbakkana
og skimað í kringum sig þaðan.
Þeir geta svo sem brugðið sér
bak við glerrúðu á einum stað,
en hvergi hafa þeir nógu góða
yfirsýn yfir sundlaugarnar. Úr
því verður bætt nú í sumar. Þá
verður reistur fyrir miðri stóru
lauginni fimm metra hár varð-
turn, sem á engan sinn Iíka, ekki
einu sinni varðskýlið við Vestur
bæjarlaugina kemst tii jafns við
hann. Verður tekið tii við smíði
turnsins um næstu mánaðamót.
Aðrar ekki síður merkar fram-
kvæmdir standa fyrir dyrum f
Laugardalslauginni og raunar öll-
um öðrum sundlaugum borgarinn-
ar, sem hafa setlaugar eða með
öðrum orðum heita polla. Þar á
að setja sérstök hreinsitæki við
setlaugarnar.
Til þessa hefur verið sama
hringrás á poilavatninu og lauga-
vatninu, þannig aö sex sinnum á
sólarhring er skipt um vatn. Það
er feikinóg fvrir laugarnar, en í
hinum litiu set’augum hefur vatn-
inu hætt við aö óhreinkast úr hófi
á undan laugunum, enda eru þar
ætfð fleiri um hvern vatnsdreitil
en í laugunum Þess ber líka að
gæta, að um 10 stiga hitamismunur
er á vatninu í laugunum og pollun-
um.
Nýju hreinsitækin, sem senn
verður komið 'i gagnið munu vinna
það verk, að skipta mun oftar um
vatn í setlaugunum en hringrás
stóru lauganna og þar að auki
blanda sjálf klórinu í setlauga-
vatnið.
„Það Iiggja margar ástæður til
þess, að fyrstu skokkbrautinni var
valinn staður f Laugardalnum,“
sagði Stefán Kristjánsson íþrótta-
fulltrúi í viðtali við Vísi í gær.
„Laugardalurinn," sagði hann, „er
jú fyrst og fremst xþróttavangur
almennings. Þar hefur I'ika flestra
skokkaranna orðið vart, njargir
þeirra hafa lfka fengið að fækka
klæðum í vallarskýlinu, höllinni eöa
lauginni. Ástundunarsamastur hef-
ur verið hópur kvenna, sem fengið
hefur að klæðast æfingabúningum
sínum í Laugarda'shöllinni og
skokka síðan um Laugardalinn. Nú
og svo var Kaskó stofnað f laug-
unum“
Skokkbrautin, sem kemur f
Laugardalnum verður lögð á milli
sundlauganna og fþróttavallarins
verða gerðar við brautina tvær eða
þrjár stoppstöðvar, þar sem skokk-
ararnir geta staldrað, viö og gert
ýmsar æfingar.
Ekki er í ráði að leggja fleiri
skokkbrautir en þá f Laugardaln-
um f sumar, aö sögn Stefáns, en
njóti hún vinsælda ætti ekkert að
vera því til fyrirstöðu að gera þær
fleiri og kæmi sú næsta þá senni-
lega við Vesturbæjarlaugina. - ÞJM
ÞRJÚ ÞAU FYRSTU. Þessi þrjú iuku prófi sem leikarar frá Þjóðleikhússkólanum fyrir 20 árum.
Þau voru fyrstu nemendurnir, sem útskrifaðir voru frá skólanum. Lengst til vinstri er Margrét
Ólafsdóttir, eiginkona Steindórs Hjörleifssonar, þá Valdimar Lárusson og Gerður Hjörleifsdóttir.
Tilkynning
frá Landskjörstjóm um listabókstafi í kjör-
dæmum.
Yfirkjörstjóm Norðurlandskjördæmis vestra
hefur tilkynnt, að þar hafi orðið sú breyting á
framboðslistum, að F-listinn hafi verið dreg-
inn til baka.
Samkvæmt tilkynningum yfirkjörstjórna með
þessari leiðréttingu verða eftirtaldir listar í
kjöri við alþingiskosningamar 13. júní n.k.
I öllum kjördæmum:
A. — Listi Alþýðuflokksins
B. — Listi Framsóknarflokksins
D.— Listi Sjálfstæðisflokksins
G.— Listi Alþýðúbandalagsins
í öðrum kjördæmum en Norðurlandi vestra:
F. — Listi Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna
í þremur kjördæmum, Reykjavík, Reykjanes-
kjördæmi og Suðurlandskjördæmi verður auk
þess í kjöri — Listi Framboðsflokksins, sem
merktur hefur verið bókstafnum O.
Landskjörstjóm.
Nýtt!
Fairline
eldhúsið
Fairline eldhúsið er nýtt
og það er staðlað. Ein-
göngu notuð viðurkennd
smíðaefni og álímt harð-
plast í litaúrvali. KomifS
með málið af eldhúsinu
eða hústeikninguna og
við skipuleggjum eldhús-
ið og teiknum yður að
kostnaðarlausu. Gerum
fast verðtilboð. Greiðslu-
skilmálar. Fairline eld-
húsið er nýtt og það er
ódýrt.
Óðinstorg hf.
Skólavörðustíg 16
Sími 14275
*
Allt önnur Anna
Anna Agnarsdóttir frá Borgar-
nesi skrifar:
„Að gefnu tilefni vil ég biðja
» lesendur dagblaðsins Vísis að
• athuga eftirfarandi:
• Anna Agnarsdóttir sauma-
• kona, sem svaraði spumingu Vís
• is föstudaginn 21. maí — Finnst
• yður Reykjavík hreinleg borg?
2 — er ekki Anna Agnarsdóttir
® saumakona frá Borgarnesi til
• heimilis að Hjarðarhaga 38
• meö síma 22922.“
; Fræðsluþættir
Z í sjónvarpi
• Gussi skrifar
2 „Sjónvarpið er til margra
• hluta nytsamlegt. Frönsku-
2 kennslu er þar nýlokið, og hafði
• ég bæði gagn og gaman af. Bið
• ég ylckur að skila þakklæti til
2 sjónvarpsins og Vigdísar og Ger
• ards, og vona ég að sjá þau
• bæði að hausti ... en francais.
2 Vísir sagði nýlega frá nám-
skeiði handa þeim, sem vilja
leiðbeina erlendum ferðamönn-
um, er hingað koma. Hvernig
væri nú að flytja slíkt efni í
sjónvarpinu? Margir þurfa að
sinna erlendum gestum, og
finna þá títt til fáfræði sinnar,
en hafa ekki tækifæri til að
fara á slík námskeið, þótt þeir
vildu gjaman þiggja fróðleik og
leiðbeiningar. Mér skflst, ao
sumir bændur séu hvattir til
að opna heimili sín fyrir erlend
um ferðamönnum. Mundu þeir
ekki taka slíkri hjálp fegins
hendi? Ekki geta þeir farið frá
búskapnum til að sitja á skóla-
bekk.
I hvert skipti, sem blöðin
skýra frá námskeiðum Ferða-
skrifstofunnar, langar m;g til að
„vera með“. En ég hef alls enga
aðstööu til þess, og þykist vita
að svo sé um fleiri. En væm
slíkir fræöslubættir f siónvarp-
inu. gegndi allt öðru máli.
Gæti nú Vigdís — sú sem áð-
ur er nefnd og starfar einnig
að ferðamálum — ekki verið
tengiliðurinn hér og miðlað al-
menningi af reynslu sinni, og
fengið fróða menn í lið með
sér til að segja frá landi og lýð
— i sjónvarpinu?"
HRINGIÐ í
SÍMA1-16-60
KL13-15
Notaðir bílar
Skoda 110 L árg. 1970
Skoda 100 s árg. 1970
Skoda 1000 MB 1969—68—67—66
Skoda Combi árg. 1967—66—65—64
Skoda 1202 árg. 1966—65—64
Skoda Oktavía árg. 1965—61
Volkswagen 1200 árg. 1968.
Tékkneska bifreiðaumboðið
Auðbrekku 44-46
Sérfræðingur
Staða sérfræðings í geðsjúkdómum við geödeild Borg-
arspítalans er laus til umsóknar. Æskilegt er að um-
sækjandi hafi sérþekkingu á einhverju sérsviði. Geð-
fræðingar og þá helzt í geölækningum unglinga
(juvenile psychiatry) eða lífeðlisfræði (neurophy sio-
logy) geðsjúkra. Upplýsingar varðandi stöðuna veitir
yfirlæknir deildarinnar. Laun samkvæmt samningi
Læknafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg. Um-
sóknir ásamt upplýsingum um nám og starfsferil send-
ist Heilbrigöismálaráöi Reykjavíkurborgar fyrir
15. júlí n. k.
Reykjavík 24. maí ’71
Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar,
íbúð óskast leigð!
3ja he-bf'T-gja íbúð óskast leigð strax eða sem allra
fyrst. r nrframgreiðsla ef óskað er, góðri umgengni
og skilvlsri greiðslu heitið. Uppl. i sima 19016.