Vísir - 03.06.1971, Síða 4

Vísir - 03.06.1971, Síða 4
4 V1SIR. Fimmtudagur 3. júní 1971. GLASSO - GLASSOMAX Tveir erlendir þjóðdansa flokkar væntanlegir Fimmtíu manna hópur þjóð- dansara frá Austurríkj er vænt- anlegur til Reykjavíkur 12. júlí. Þjóðdansafélag Reykjavíkur mun taka á móti hópnum og skipuleggja sýningarferðir fyrir hann víða um land. Tæpri viku síðar eru svo 20 Svíar væntan- legir hingað sömu erinda og Þjóðdansafélagið mun einnig sjá um móttökuna. Slást 20 íslend- ingar með í hópinn og taka þátt í sýningunum. Um miðjan ágúst fer svo 20 manna hópur frá Þjóðdansafélaginu ti] Gauta- borgar í tilefni af 350 ára af- mæli borgarinnar. Þrjú hæstu húsin í Vestmannaeyjum Þrjú hæstu frystihúsin i framleiðslu á fiski á síðasta ári, þ.e innan Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, voru öll ’i Eyjum. Sagt hefur verið frá Fiskiðjunni, sem framleiddi 4253 lestir. Næst komu Hraðfrystistöð Vestmarnaeyja með 3631 lest, Vinnslustöðin 3393 lestir og Útgerðarfélag Akureyringa með 3268 lestir, aðeins 43 lestum meira en ísfélag Vestmannaeyja. Stórgjafir til Hallgrímskirkju Ónafngreind, eldri hjón S ReykjaVik hafa afhent biskupi íslands eitf hundrað þúsund króna gjöf til Hallgrímskirkju í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góða handleiðslu í lífinu. Þá hefur íslandsvinurinn sr. Harald Hope í Noregi lofað einni milljón frá Noregi. Mun þv*i fé verða varið til kaupa á bygg- ingarefni í Noregi og einkum efni tii að ljúka við kirkjuna að utan. Ver doktorsritgerð um holgóm og skarð í vör Láugardaginn 5. júni n.k. fer fram doktorsvörn við lækna- deild Háskóla íslands. Pálmi Möller prófessor við tannlækna- 'skólann við Alabamaháskóla í Bandarfkjunum, mun verja rit sitt „Cleft Lip and Cleft Palate“ fyrir doktorsnafnbót í tannlækn- isfræði. Ritgerðin fjallar um faraldsfræðilegar og erfðafræði- legar rannsóknir á skarði í vör og holgóm meðal íslendinga. Prófessor, dr. Sigurður Samú- elsson, varaforseti læknadeild- ar, stýrir- athöfninni, en and- mælendur af hálfu deildarinnar vérða dr. Paul Fogh-Andersen frá Kauprpannahöfn og Ólafur Jenssón, Tæknir. Doktorsvörnin fer fram í há- tíðasal Háskólans og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimill aðgangur. Mörg skátamót í sumar Mörg-Skátamót verða haldin á þessu sumri og er bæði um opin mót og félagsmót að ræða. Eftirtalin opin mót verða á sumrinu: Mót Birkibeina í Mos- fellssveit 7.—8. ágúst; mót Landnema um miðjan júh', en það mót verður sennilega hald- ið í Viðey; loks halda skátar á Akureyri mót í Vaglaskógi helgina 3.-4. júlí. — Botns- mótið fellur piður í ár. Nokkrir skátar fara utan í boðsferðir og á skátamót á þessu sumri. Væntanlega fara 8—10 stúlkur til Englands, 2 til Bandarílg- anna og 2 tii Kanada. Einrfig fara 3 pil.tar á alheimsmótið, sem haldið verður í Japan**á þessu ári Mót Hamrabúa verö- ur í Innstadal 3.—4. júlí, en um síöustu helgi var haldið mót Hraunbúa í Krýsuvík. Það var 31. mótið, sem þeir halda af þessu tagi. Enginn skortur á skurð læknum í augnablikinu Um 300 skurðlæknar víöa af ^Noijpurlöndunum s^jkja 3g; iþing tlor^enákskurðiæknaféla^ ins,' sení hér stenJúr yfir í Reykjavík. Þessi mynd var tek- in í gær, þegar lækha'rnir streymdu aö Þjóðleikhúsinu til að vera viðstaddir setningu þingsins. Prófessor Snorri Hall- grímsson, forseti . Norræna skurðlæknafélagsins, setti þingið að viðstöddum forseta íslánds. Þinginu lýkur á föstudag. Hvert nú ? Dregið mánudaginn 7. júní r ■ Jeep Wagoneer Custom bifreiðin, sem verður dregin út núna, er til sýnis í sýningarsal Egils Vilhjálmssonar. Aðeins þeir sem endurnýja eiga von á vinningi. Síðustu forvöð til hádegis á dráttardag. HAPPDRÆTTI SÍBS 1971. irjT- rtrr-.' GRUNNUR— FYLLIR — SPARTL-ALGRUNNUR Stondard litir fyrir Ford, Volkswagen, Opel ofl. BAKKI HF. VONARSTRÆTI 12 simi 13849 ívændum Nýkomið ódýrt þakjárn aðeins kr. 26.40 auk söluskatts, enntremur kambstál, pípur, spónaplötur, saumur, mótavír, múrhúðunarnet. Verzlanasambandið ht. Skipholti 37, sími 38560 !

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.