Vísir - 03.06.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 03.06.1971, Blaðsíða 6
6 V1SIR. Fimmtudagur 3. júní 1971, Hannes Kr. Dav'iðsson arlfitekt: SJÁ ÞEIR EKKI. (iMatt. 13. 130 | Hér fyrir helgina hitti ég á íiörnum vegi einn af þeim arkitekt- um, sem sitja í Skipulagsnefnd Reykjavxkur. Ég innti hann eftir því hvort skipulagsnefnd hefði um- fjallað flutning styttanna fyrir framan Stjórnarráðshúsið og kvað hann já við. Sagði, að þetta hefði verið samþykkt fyrir 5 árum, þ. e. að segja breikkun götunnar, nú og hitt gæfj auga leiö, að þá færð ust stytturnar bara nær húsinu. Tseknikratar og skipulag Það er bágt ef allt viömót borg- arinnar á að mótast af bílateljur- um og tæknikrötum. Vondur er sá aimenni biirokrat, en miklu hættu- legri er þó tæknikratinn ef hann fær að leika iausum hala og verð ur allsráðandi. Það virðist oft lögmál tækni- krata, að haft þeir gert eina vit- leysu, þá verður aö gera aðra. Tæknikratinn hefur ekki efni á áð viðurkenna, að hann geti gert villu, „errare humanum est“, en slíkt hendir ekki hinn tæknimenntaða sérfræðing. Mælikvarði tæknikratanna á götubreiddir er bílafjöldi, þess vegna geta þeir ekki horft á fyrri breikkun Lækjargötu án þess að halda henni áfram og áframhaldið skal réttlætast með því aö tæla einhverja umferð úr Skúlagötu inn í Lækjargötu jafnvel þó tollstöðvar brúin verði af einhverju, en koma tímar koma ráö. Svo má heldur ekki gleyma því að þessi umferð skapar tæknikrötunum nýtt vanda mál úti við Hringbraut, en vanda mál býr tæknikratinn til til þess að leysa þau. Tæcinikratar, gróður og líf í miðbænum Hvaöa áhrif þessi bílaumferð hef ur á lífið á Tjörninni og í kringum hana skiptir tæknikratana ekki svo miklu bara ef þeir geta sent til- bera sinn, bílinn, þangað sem þeinj1 hentar. Staður eins og Hljómskála garðurinn og samband fólks við ' hann og Tjörnina eru ekki vanda- mál tæknikratanna, fuglar verpa | ekki ’x bílum. Blindar ákvarðanir Því fylgir mikill vandi að hafa vald. Það væri mikil blessun ef þeir sem valdið hafa þekktu sfn takmörk og leituðu sér hæfra ráðu nauta í tíma, þ. e. áður en ógæfan er oröin. I þessu tilfelli liggur ljóst fyrir, að valdamenn eru ekki næm ir fyrir samskiptum húss og stytta og hafa ekki mjög skilið eöli þess lága húss og þá skemmtilegu fhiut un fjarlægðarinnar, sem átti sér stað á þessum bletti. í þessu til- feili held ég hefði verið gott fyrir skipulagsnefnd að leita álits góöra myndlistarmanna, já t. d. Ásmund ar Sveinssonar og Sigurjóns Ól- afssonar, en báðir hafa dálítið vit á höggmyndum og jafnvel hefði mátt leita til einstakra arkitekta, sem ekki væru orðnir augnþreyttir af bílatalningu. Listaverkum misþyrmt Skipulagsmenn verða að gerasér ijóst, að öllu eru takmörk sett, einnig því skiiningsleysi, sem þeir geta leyft sér að umgangast hlut- ina með, án þess aö leiði til ofarn aðar. Tæknikratar verða að horf- ast í augu við, að á þessum stað verður ekki gert hvorttveggja, að breikka götuna og halda styttun um. Ha’di þeir breikkun götunnar til streitu hljóta þeir að úthýsa á þessum stað þeim heiðursmönnum Krístjáni 'IX og Hannesi Hafstein, en vel má vera að þaö megi fá þeim dvalarstað annars staðar ’i borginni. En að fara þannig með 2 af örfáum myndastyttum miðbæjar- ins og eitt snotrasta húsiö, aö valdi meiðslum, er eiginlega ekki hægt að líða, jafnvel ekki tækni- krötum. Endurskoðun ákvarðana Leyfi byggingayfirvalda til handa hinum almenna borgara rennur út eftir 1 ár hafi leyfishafi ekki haf- izt handa um framkvæmdina og skipulagsyfirvö'.d áskilja sér þá rétt til að endurskoða fyrri á- kvörðun, tii bóta. Væri nú ekki við hæfi, að þau endurskoðuðu þessa 5 ára gömlu ákvörðun sína, áður en lengra er haldið. Jafnvel þótt þau hafi ef til vill f huga að bjóða arkitektum til samkeppni um líkskreytinguna að giæpnum frömdum. En sú hugmynd birtist í einu dagblaðanna um daginn. —------------------ LANDSHAPPDRÆTTI SIÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Ekki allir gagnrýn- endur mannanna beztu börn B. skrifar: „Innilega var ég sammála framkvæmdastjóra Saltstokk- mótsins, þegar hann sagði í sjónvarpsviðtalinu í fyirakvöld, að við, þessir eldri, hefðum ekk ert verið betri, þegar viö vorum ung. Margur, sem í dag á ekki orð til að lýsa hneyksilun sinni jafnöldrum sínum, — en mikið varð ég fegin þegar hann birt- ist aftur heima klukkan 9 um kvöldi5.“ Húrra fyrir Saltvíkur prógramminu Stjáni skrifar: „Ég mundi bara vilja fá pláss fvrir þrjú orð í lesenda dálkinum þínum: Húrra fyrir Saltvíkur-hátíðinni! Ég viðurkenni, að fylliríið hafi verið óskaplegt, en pró- grammið, það var fyrsta flokks. Framkvæmdastarf rótara og þeirra, sem áttu að bera ábyrgð á því, að flutningur skemmti- atriðanna gengi snuröulaust fyr ir sig var raunar f lakara lagi, en þaö sem ég met svo mikils í sambandi við hátíðardagskrána er það, hve mörgum tókst að troða upp á senuna til að skemmta. Trúbrot eða aðrir fugiar, sem vit hafa á málunum ættu sem allra fyrst að standa fyrir svona hljómleikum aftur og helzt sem oftast, svo að maður g á atferli ungmennanna, hefur verið furðufljótur að gleyma sínum eigin æskubrekum. Sumir þeirra, sem hæst hafa í dag og eru hvað harðastir í gagnrýninni á unga fólikiö, gátu þvf ekki talizt til mannanna beztu bama, þegar þeir voni á þessu sama reki.“ Vantaði aga Móðir skrifar: ,„Viö fórum upp í Saltvík, öll fjöiskyldan, núna á laugardag- inn, og get ég varla orða bund- izt. Mér fannst það ægilegt að fólk skuli senda böirnin ein sfn liðs í svona slark eins og þama var mjög almennt á ung- lingum. Hvers vegna fara for- eldrarnir ekki með börnunum á svona staði? Treysta þeir al- gjörlega forsjá opinberra „barn fóstra", sem draga börnin af stað með gvlliboðum. Mér finnst þetta bera vott um furðulega blindu á staðreyndir. Ég veit að þetta hátíðahald í Saltvík' var heiðarleg tilraun, en ég gat ekki betur séð esn hún misheppn aðist, þarna vantaði aðhald og aga, nokkuð sem bömin eiga fvrir bað fvrsta að koma með sér heiman að. Sonur minn, 14 ára vildi ólmur verða eftir hjá geti á einum stað heyrt hvar skemmtikraftar okkar standa hverju sinni. — Og fyrir alla muni: bægið þá fyllibyttunum frá áheyrendasvæðunum. Víst er þeim treystandi Gunnlaugur Þórðarson skrifar: „Undirritaður vil'l hér með vekja athygii á óréttmætrj fyr- irsögn í blaði yðar þar sem seg- ir: UNGLINGUM EKKI TREYST ANDI. Ég tel að þarna hafi gerzt það, sem fullorðna fólkið hefur fyrir unglingunum. Þarf ekki annað en vitna til þjóð- hátíðarinnar í Vestmannaeyjum eða hestamannamótanna. — Treysti ég blaðinu til að harma þessa stóra yfirskrift. Ég veit það frá fyrstu hendi að ölvun hófst með komu fullorðna fólks ins a staöinn.“ HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 , KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.