Vísir - 03.06.1971, Page 16
VISIR
Fimmtudagíir 3. júní 1971.
_______ Eru
Strandamenn að
búast á síld?
Þrátt fyrir aö kosningar standi fyrir dyrum virðist bjart-
sýnin ekki alveg útdauð með þjóðinni, enda þurfa menn að
vera ákaflega svartsýnir og alvörugefnir til að hressast ekki
vitund á vorin í sólskininu. Ljósmyndari blaðsins sá þennan
bíl bruna gegnum bæinn í gær. Bíllinn er úr Strandasýslu, og
eins og sjá má, hefur síldartunnum verið staflað á toppgrind-
ina. Þrjátíu og sex tunnum, segir Ijósmyndarinn, og með
reikningskúnstinni má leiða rök að því, að það sé rétt, enda
þátt aðeins sjáist í tólf tunnur. Og nú spyr maður: „Eru
Strandamenn að búast á síld?“
Valt við
áreksfurinn
Harður árekstur varð við vega
mót Reykjanesbrautar og Sjávar
götu í Innri-Njarðvík í gær og
þótti með ólíkindum að ekki
skyldi hljótast af meiriháttar
slys.
Bifreið var ekið eftir Sjávargötu
og inn á Reykjanesbrautina í veg
fyrri aðra bifreið, sem ekið var
eítir Reykjanesbraut. Áreksturinn
varð svo harður, að sú, sem ekið
■ar frá Sjávargötunni, valt.
Hvorugan ökumanninn sakaði en
túlka í annarri bifreiðinni skarst
'ítilsháttar í andliti. —GP
átvinn&Éleysið
í fyrra 1#3%
Atvinnuleysið var helmingi
ninna í fyrra en árið áður. Að
neðaltali voru 1105 menn á at-
innuieysisskrá, sem er 1,3% af
aannaflanum samkvæmt reikning-
m kjararannsðknarnefndar.
Árið 1969 voru atvinnuleysingj-
u' að meðaltali hins vegar 1952,
',em var 2,4% af heildarmanngfl-
anum.
Atvinnuleysið í fyrra var mest
31. janúar, 2608 menn eða 3,2%,
og minnst 31. september, en þá
voru á skránni 290 menn, sem var
aðeins 0,4% af mannaflanum.
— HH
Spáir stóraukningu ferða-
mannastraums á þessu ári
„Aukið hótelrými þýðir aukinn ferðamanna-
straum", segir Lúðvik Hjálmtýrsson
„Fjölgun ferðamanna
sem til íslands koma,
hefur numið 15—20% ár
lega; og ég spái því að
hún fari fram úr þessum
20 prósentum í ár, þar
sem ferðamannafjöld-
inn eykst í réttu hlutfalli
við hótelrými sem til er
í landinu“, sagði Lúðvíg
Hjálmtýsson, formaður
Ferðamálaráðs, Vísi í
morgun.
Hótelrými í Reykjavík hefur
aukizt mjög með tilkomu nýrr-
ar álmu við Loftleiðahótelið og
svo tilkomu Hótel Esju. Bæði
þessj hótel stækkuðu um 100%
V vor, Loftleiðahótelið úr 108
herbergjum (flest 2ja manna) í
218 herbergi og Esja úr 67 í
134.
„Þannig tná segja, aö ástandið
í hótelmálum sé gott orðið í
Reykjavík,“ sagði Lúövík, „hér
voru í fyrra 554 hótelherbergi,
en eru nú oröin 732. Á öllu land
inu voru 1. maí í ár 1766 hótel-
herbergi. Á landinu eru nú alls
4052 hótelrúm yfir sumarið.
Okkar höfuðverkur er auðvit
að landsbyggðin, en þar hafa
þó skólarnir, bætt mjög um,
og ’i sumar kemur til nýtt sum
arhótel, það er heimavist Hús-
mæöraskólans á Laugarvatni, og
svo nýju heimavistirnar við
menntaskólann þar.“
Sagði Lúðvíg, að í fyrra hefðu
komið til íslands alls 63.408
ferðamenn, og væru þá allir
meðtaldir, einnig þeir sem komu
með skemmtiferðaskipum. Af
þessum fjölda komu 51.752 meö
flugvélum og bjóst Lúðvíg viö,
að þessi síðasta tala ætti eftir
að hækka í 60.000 eða þar um.
Vísir hafði tal af 3 hótel-
mönnum i Reyk'tr-ík, og létu
þeir allir naésta vel af sínum
hag.
HI'in Baldvinsdóttir, hótelstj.
Esju var mjög ánægö með á-
sóknina í ráðstefnusalj hótels-
ins, „þessir ráðstefnusalir hafa
ekkert verið auglýstir, enda fáir
dagar síðan þeir voru tilbúnir.
Ef svo fer sem horfir, þá þarf
ég ekkert aö auglýsa,” sagði
Hlin. I maí hefur nýtingin hjá
Esju verið kringum 75% og er
vel bókað í júní og ágúst —
„en reynslan er yfirleitt sú að
fleiri koma en þeir sem fyrir
fram hafa pantað herbergi."
Móttökustjóri á Löftleiðum,
Emil GUðmundsson, tjáð; Vlsi
að óhætt væri aö segja nýting
uóa hjá Loftleiðum 95% í maí-
mánuði, „en ævinlega afpanta
einhverjir, þannig að fólk getur
reiknaö meö, að ævinlega sé
hægt að fá herbergi þótt full-
bókað sé.‘‘ í vetur mun nýt-
ing Loftleiða hafa verið um
60% og eftir þv) sem bókað er
fram ý sumarið, ætti nýting
að geta oröið 90% — eftir því
sem móttökustjórinn sagði.
Konráð Guðmundsson, hótel-
stjóri Sögu sagði nýtinguna á
rýmj Sögu hafa verið 60%
fyrstu 4 mánuði ársins, „og
var það ívið betra en í fyrra.
Og sumarið lítur bærilega út.
Annars er ekki vel gott að spá
því að eftir er að sjá, hvernig
ferðaskrifstofur standa við sín-
ar pantanir," sagði Konráð.
Á sögu eru 90 herbergi, og
sagði Konráð að hann áliti við-
skiptahorfur góðar, þrátt fyrir
það að hótelrými í Reykjavík
hefði aukizt svo mjög í vor.
—GG
Ruslið / borginni:
Lögreglan hótar framtaks-
litlum bjartsýnismönnum
Einni tegund athafnamanna til-
heyra þeir, sem kaupa sér gamlar
bíltíkur með það fyrir augum að
gera þær upp í tómstundum sínum
og dytta að þeim og selja þær
síðan til að hagnast drjúgan skild-
ing á viðskiptunum — að minnsta
kosti eru til sögur, sannar eöa
lognar, af mönnum, sem hafa leik
ið þennan leik.
Algengara mun þó, að menn
kaupi bílhræ fullir með góðan vilja
og fjárgróðahugmyndir, en siðan
verðj minna úr framkvæmdunum,
og bíldruslurnar standi síðan lon og
don öllum til leiðinda, jafnvel eig-
andanum, sem stöðugt er þannig
minntur á peningana, sem aldrei
græddust og verkið, sem aldrei
komst 1 framkvæmd.
Lögreglustjórinn í Reykjavik hef
ur nú skorið upp herör gegn fram-
takslitlum bjartsýnismönnum af
þessu tagi, því að meö auglýs-
ingu hefur hann boðað, aö drasl,
sem menn hafa skilið eftir á al-
mannafæri, verði fjarlægt á næst-
unni á kostnað og ábyrgð eigenda
án frekari viðvörunar.
Svo að nú er um tvo kosti að
velja fyrir þá, sem lengi hafa ætl
að sér að gera upp gamla bilinn
annaðhvort að lát.a hendur standa
fram úr ermum við viðgerðina ell-
egar þá að koma draslinu á haug
ana sem skjótast. Taki menn síð-
ari kostinn komast þeir hjá ó-
þægindum, og þótt þeir verði af
gróðanum, sem þá dreymdi um,
verða þeir þó altént reynslunni
rikari. —ÞB
Innbrot
i ibúðir
Brotizt var inn í íbúðir á tveimur
stöðum í borginni í gærkvöldi
Stolið var sambyggðu útvarps- og
segulbandstæki úr íbúð 1 Garða-
stræti, og úr kjallaraíbúð Gistiheim
ilisins að Snorrabraut 52 var stolið
ýmsum verömætum munum.
- GP