Vísir - 15.06.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 15.06.1971, Blaðsíða 1
„Furðulegí sein taln- ing á Suðurlandi1 - sagði Ólafur W. Stefánsson, deildarstjóri, sem hafði yfirumsjón með kosningunum „Þetta eru víst ærið mismunandi dnnubrögð sem þeir hafa notað við :alningu atkvæðanna úti um land- ð“, sagði Ólafur W. Stefánsson, ieiidarstjóri í dómsmálaráöuneyt- inu, sem hafði yfirumsjón með framkvæmd kosninganna. ,,Þeir voru furðulega Iengi að telja í Suðurlandskjördæm.i, og tókst að verða síðastir eins og áður. Auðvitað getur það tafið þá, ef mik ið er af utankjörfundaratkvæðum. Ef við tökum dæmi: segjum að mað ur úr Vík kjósi í Reykjavík, þá er hægt að senda hans atkvæði austur til Hveragerðis, og þá fylgir þetta atkvæði með kjörkössunum ásamt fylgiskjali. Þetta fylgiskjal þurfa svo kjörstjórnarmenn að skoða og bera saman við gögn úr kjördeild mannsins. Það er víst mikið um utankjörstaðaTatkvæði í Suðurlandskjördæmi, en hitt er annað mál, að ég er ekki aiveg sáttur við þessar afsakanir þeirra á seinaganginum og sjálfsagt þarf að skipuleggja þetta betur. Þeir eru Ifka formlegri í talningunni úti á landi viða heldur en í Reykjavík, þar sem kominn er eins konar at- vinnumennskubragur á vinnubrögð in.“ — GG BALLETT í Tveir þriðju hlutar heiðagæsarinnar / Þjórsárverum: „ Tafningin sýnir em betar gildi Þjórsárvera" „Þessi talning styrkir þá skoðun, að Þjórsárverin séu aðalheimkynni heiðagæs- anna í heiminum og sýnir enn betur gildi þeirra,“ sagði Finnur Guðmundsson fugla- fræðingur í viðtali við Vísi í morgun, en fyrir helgina lauk talningu heiðagæsarinnar á fslandi. Þá voru heiöagæsirnar norðan jökla taidar úr þyrlu. „Þetta var mun minna en við bjuggumst við,“ sagði Finnur, „innan við 500 pör á öllu svæð- in. Á móts við þetta eru tíu þúsund pör í Þjórsárverum. Norðan jökla er talið allt svæðið frá Héraðsvötnum og austur úr, Skjálfandafljót, Jökulsá á Fjöll- um og Jökuisá á Brú, en heiða- gæsirnar verpa nær eingöngu meðfram ánum. Talningin sýnir enn betur hversu Þjórsárverin eru þýð- ingarmikil fyrir gæsastofninn. Það, sem er fyrir utan Þjórsár- ver er hverfandi, um þúsund pör. I fyrra voru gæsirnar tald- ar sunnan jökla og reyndust þar vera 585 pör. Þjórsárverin eru aðalheimkynni heiðagæsa- stofnsins í heiminum, tveir þriðju hlutar hans á tiltölulega litlu svæði. — SB segir dr. Finnur Guðmundsson Heiðagæsin á hreiðri. Tveir þriðju hlutar stofnsins eru í Þjórs- árverum aðalheimkynnum heiðagæsarinnar í heiminum. — Myndina tók Björn Björnsson frá Norðfirði. ÁRBÆJARSAFNI Trillukarlarnir veiða vel í Faxaflóabugtinni — Skiptar skoðanir um gildi friðunarinnar 700 manns, eða þar um bil, ikemmtu sér í góða veðrinu á kosn ngadaginn í Árbæjarsafni, en þar 'ór þá fram fyrsta útiskemmtun iumarsins. Félagar úr ballettflokki Þjóöleik- nússins riðu á vaöiö í vor með þvf að sýna dansa við mikla hrifn- ingu viðstaddra og undirleik Carls Billich. Árbæjarsafnið va,- opnað 1. júní og verður í sumar opið aila daga vikunnar nema mánudaga frá kl. 13 — 18. Umsjónarmaður safnsins er sem fyrr Ingólfur Axelsson, en Rannveig Tryggvadóttir og aðstoð- arfólk hennar mun sjá gestum fyrir kaffiveitingum og íslenzku bakkelsi í Dillonshúsi. — GG Trillukarlar eru kampakátir yf ir góðum afla úr Faxaflóabugt- inni, síðan hún var friðuð fyrir trollveiðum. Þeir hafa verið á línuveiðum og veitt vel af ýsu, þorski og smálúðu. Aflabrögð hafa verið ákaflega góð, og þess eru dæmi, að á einni trillu hafi menn farið með tvö bjóð. Einkum eru það eins til tveggja tonna trillur, sem þess ar veiðar stunda. Sem dæmi um afla i einni veiðiferð má nefna, að ein trilla landaði 500 kg af 1 ýsu, 300 kg af þorski, 100 kg af steinbít og 100 kg af smálúðu. Einnig stunda menn nú hand- færaveiöar af miklu kappi og geng- ur vel, en blaðið hefur fregnað af einum, sem dró 400 kg af fiski eina dagstund undan Gróttu. Jakob Jakobsson fiskifræöingur hjá Hafrannsóknastofnuninni sagði, að ekki væri hægt að segja ákveðið til um hvort þessi góðu aflabrögð væru að þakka friðuninni í vor. „Þótt mér finnist það heldur ólík- llegt, að áhrif friðunarinnar komi svona fijótt í ljós. Svo er einnig varasamt að draga af því nokkra ályktun, þótt vel fiskist um tíma. Það er einungis ársaflinn, sem get- ur gefiö vísbendingu." i Opnir skólnr hnlda innreið sína á Islandi — Sjá bls. 9 Jakob sagði, að jafnvel meöal fiskifræðinga væru skiptar skoð- anir um gildi þessarar friðunar. Ýsustofninn allt i kringum landið er nú í lægð. „Og ég held, sagöi Jakob, ,.að friðun á svona litlu svæði hafi iítið að segja fyrir stofn ;nn í heild. Annars var það venja að loka á þessum slóðum vegna síldar hrygningar í einn og hálfan mánuð á ári svo að ekki væri dregið troll yfir síldarhrognin á botninum. Nú þarf ekki lengur að snúast í þess- ari iokun, en það er kannsld fnll- mikið að loka svæðinu allt árið, þótt þörf sé á friðun I eirm og hálfan mánuð á ári, vegna síldar- innar.“ — ÞB Óformlegar við- ræður á næstunni um stjórnar- myndun • Á næstu dögum er þess að vænta, að forseti íslands eigi óformlega viðræður við stjómmálaforingja um nýtt stjómarsamstarf, en ekki er að vænta neinna frétta þar um fyrr en forseti felur einhverjum á- kveðnum aðila að gera tilraun til stjómarmyndunar. Á ríkisráðsfundi í morgun í ráðherrabú s t aðnum við Tjamar- götu var afsögn rikisstjómarinn ar tekin formlega fyrir. Þar mun forseti íslands, dr. Kristján Eld- jám biðja ríkisstjórnina að sitja áfram tii bráðabirgða. — VJ Nei, hvert þó í logandi, það er aldeilis að þær fara vel. Þau voru hjá P. Eyfeld þessi að máta nýju húfurnar sínar og útskrifast svo með sóma úr Kennaraskólanum í vikunni. Til hamingju!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.