Vísir - 15.06.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 15.06.1971, Blaðsíða 3
VI S IR . Þriðjudagur 15. júní 1971. 3 ORGUNUTLOND É IVIORGUN UTLOND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason Nt-FASISTAR UNNU Þeir eru sigurvegarar i bæja- og sveitastjórnar- kosningunum — Stjórnin i hættu ítalski ný-fasistaflokkur inn naut góðs af almennri óánægju og vann mikið á í bæja- og sveitastjórnar- kosningunum á ftalíu. — Mest var fylgisaukning flokksins í kosningum til héraðsstjómar á Sikiley. Foringi fasista'hreyfingarinnar, Giorgio Almirante, sagði, þegar töl ur fóru að berast: „Við erum einu sigurvegarar kosninganna. Tölurn- ar sýna aö sigur okkar er greinileg ur.“ Ný-fasistar unnu mest af fvlgi sínu frá kristifega demókratafiokkn um, sem er forystuflokkur í ríkis- stjóm. Ný-fasistar gengu til kosninganna með stefnuskrá, þar sem aðaiá- herzlan var lögð á lög og reglu og andstöðu við kommúnisma. Þeir unnu sjö sæti á héraðsþinginu á Sikiley. Aðeins kristiiegir demó- kratar og kommúnistar eru stærri. Þá hafa þeir unnið mikið á í kosn ingunum í Róm, þar sem kosin var ný bæjarstjórn og héraðsstjóm. — Fylgi flokksins jókst í 15,8 af hundr aði úr 10.7. Á Ítalíu eru flokkar margir svo að 10—15 prósent er verulegt fylgj fyrir flokk fasista. Foring; flokksins var mikill aðdá- andi Mussolinis. Sigur flokksins byggist á alménnri óánægju þjóð- arinnar vegna efnahagserfiðleika, ólgu á vinnumarkaðnum, vaxandi glæpa og pólitískrar spil'lingár. — Stærsti flokkur Italíu, flokkur kristi legra demókrata, en sá, sem mest afhroð hefur goldið f kosningunum. Menn óttast að afleiðing kosning anna kunni að verða sú, að rikis- stjóm Colombos fal'li. Hún hefur setið í 10 mánuði. Sjá grein á bls. 8. Aðeins tvö lifa af ní- burunum Ný-fasistar á kröfugöngu FJérugeisfi forsætisróðherronn Flett ofan af sam- tökum hermdar- verkamanna í oviþjoo Forsætisráðherra Kanada, Pierre Irudeau, dansar villt, og heilbrigð ismálaráðherrann Munro hefur ekki við honum. Trudeau, nýkominn úr Moskvuferð, tók þátt f 125 ára af- mælisfagnaði bæjarins Hamilton f Ontario. Með í dansinum eru stúlk ur klæddar búningum, scm voru í tízku fyrir 125 árum. Um kvöldið birtist hin unga kona Trudeaus í Hamilton og kom það á óvart öllum. Að minnsta kosti var látið f veðri vaka, að jafnvel Trud- eau hefði ekki átt von á henni. Þau dönsuðu síðan langt fram á nótt. Tvö af Brodrickbörnunum dóu f nótt, svo að nú lifa aðeins tvö af níburunum, sem fæddust þar um helgina. Þau, sem létust f nótt, voru stúlkuböm. Bæði bömin, sem lifa drengur og stúlka eru í lífshættu. Fyrra bamið, sem lézt f nótt var það barnið sem fyrst hafði fæðzt. Þetta stúlkubarn var það stærsta af bömunum cg virtist það sterk- asta. Hún vó 950 grömm. Þrjú bamanna létust f fyrrinótt Tvö fæddust andvana. Liðan móð- urinnar er góð. nis. I FBI komið i spilið: Hvaðan kom leyni- skýrslanum Víetnam? Ríkislögregla Bandaríkj- anna FBI hefur byrjað rann sókn til að reyna að kom- ast að því, hvar bandaríska Maðið New York Times hef ur náð í leyniskýrsluna um þátttöku Bandaríkjanna i Víetnamstríðinu. í skýrsl- unni er Truman talinn hafa byrjað, en Johnson fyrrum forseti fer einna verst út úr því. I skýrslunni kemur fram, að John son hafi farið með blekkingar V for setakosningunum 1964. Þá réðist Johnson og demókratar á Goldwat- er frambjóðanda repúblíkana fyrir að vilja hefja sprengjuárásir á N- Víetnam, en á sama tfma á John- son sjálfur að hafa verið að undir- búa slíkar árásir, að því er í skýrsl unni segir. New York Times segir f morgun að blaðið muni ekki fara að tilmæl um John Mitchells dómsmálaráð- herra og hætta birtingu útdráttar úr leyniskýrslunni í blaðinu. Rannsókn sænsku lögreglunnar í sambandi við morðið á júgó- slavneska sendiherranum í Stokk- hólmi, Rolovic, hefur leitt tll þess, að komizt hefur upp um samtök júgóslavneskra hermdarverka- manna, að sögn sænsks blaðs í morgun. Samtökin, sem kalla sig „svörtu hersveitina", ætluðu að setja á fót eiginn „dómstóll“ í Svíþjóð, þar sem dæma átti þá Júgóslava, sem ekki hlýðnuðust samtökunum. Það var fólk úr „Svörtu her- 6veitmni‘‘ sem ruddist inn f sendi- ráðið 7. aprf] og skaut sendiherr- ann til bana. Hann lézt viku sfðar af sárunum. Einn þessara manna, sem er f fangelsi f sambandi við morðið, hefur sagt lögreglunni, hvemig samtökin ætluðu að berjast fyrir frjálsri Króatíu og neyða Júgó- slava í Sviþjóð til hlýðni. Króatía er nú hi»n júgóslavneska rfkisins. Samtökin ætluðu sér að ganga milli bo's og höfuðs á þeim, sem njósnuðu fyrir Tító um Júgóslava V Svíþjóð Lögreglan hefur fundlð skjöl frá 32 mönnum, sem höfðu óskað eftir því að verða félagar f þessum samtökum hermdarverkamanna. Laxveiði 1 einni af beztu ám Borgarfjarðar, er til leigu frá 1. júlí til 1. ágúst, sökum forfalla. Veiðisvæði er eitt af því bezta í ánni. Allar uppl. gefnar í Rauðagerði 14, jarðhæð I kvöld og næstu kvöld. Smurbrauðsdama óskast Uppl. á staðnum. Smurbrauðsstofan Björninn, Njálsg. 49

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.