Vísir - 15.06.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 15.06.1971, Blaðsíða 13
VIS 1R . Priojuaagur ið. jum 1 tr/i. •sss 13 Þegar plönturnar kvefast — stafar það af rangri v'ókvun i sólskininu — morgnarnir betri Jil v'ókvunar en kv'óldin 17f einhverjum hefur orðið það á að starblína á nágrann- ann vökva grasflötina sína klukkan fjögur eða fimm að næturlagi skal sá hinn sami ekki vera of fljótur á sér að fara að hugsa um þessa sérvitringa og minnast með velþóknun, þeg ar hann sjálfur vökvaði garðinn í sólskininu síðdegis. Það hefur nefnilega komiö í ljós í erlend- um rannsókarstofnunum, að h'k- lega sé bezti tíminn til gras- og garðvökvunar einmitt að næt- urlagi eða í morgunsárinu. Yfirleitt þurfa garðeigendur hér sunnanlands ekki að kvarta undan því að sjá garðinn sinn skrælna upp vegna þurrka, en fyrir helgina kom þó þurrka- kafli, og margir hafa gripið til garðslöngunnar til að veita gróðrinum hina nauðsynlegu vætu. Ástæðan fyrir garðvökv- un liggur kannski ekki alltaf svona beint við. Það má finna sálfræðilega skýringu einnig. Góða veðrið heillar marga út í garðinn og þá er tilvalið að skemmta sér við að sprauta úr garðslöngunni svona til tilbreyt- ingar frá letilífi þess, sem ligg- ur marflatur í sólbaði og svo er höfuðið kannski búið að fá nokkuð mikið af sólskini. Einnig er miklu skemmtilegra að sjá fallega brúna litinn á moldinni, þegar búið er að vökva en þurr- an moldarlitinn eftir sólskins- dag eða þá grasgrænkuna eftir að úðað hefur verið á garðinn. Það eru ekki allir jafnhrifnir af vökvtmaráhuganum og telja hann jafnvel skaðlegan gróðri. Einn þeirra er Ólafur B. Guð- mundsson ritari í Garðyrkju- félagi íslands. J^jölskyldusíðan hafði samband við hann fyrir helgina og spurði hvað hann teldi að þyrfti að vökva garðinn oft. „Það hefur verið það þurrt lengi að e. t. v. er nauðsynlegt að úöa einhverju yfir garðinn, en annars þurfum við nú lítið á því að halda hér í Reykjavík og mér finnst fólk eiginlega vökva allt of mikið hérna. Ég held, að það þurfi bein- línis ekki að vökva nema þar sem, jarðvegur er sendinn og sáðsléttur, sem eru fljótar að þorna, en f flestum görðum hér í Reykjavík er leirjarðvegur. í samfoandi við vökvunina þarf endilega að taka það fram, að það er betra og áhrifameira að vökva sjaldnar og betur. Það er ekki nóg að bleyta bara nokkra sentimetra ofan í jörðina heldur þarf rakinn að komast niður eina eöa tvær skóflustungur. Þegar vökvað er mjög oft hefur það þau áforif á plönturnar að það kælir þær og þær verða gegnumkaldar og geta „hálfkvef azt“ eftir heitan dag. Það er helzt að vökva þurfi moldina uppi undir húsveggjum, þar er uppgufun meiri og þornar fyrst.“ — Hvenær sólarhringsins tel- urðu bezt að vökva? „I raun og veru er alltaf vökv að á kvöldin, en ég hef þá trú, að það sé betra að vökva á morgnana en á kvöldin og senni lega væri bezt að vökva milli 4 og 5 á næturnar. Það er betra að halda sólarhitanum á plönt- unum fram eftir kvöldinu heldur en að skella á þær ísköldu vatni þegar þær eru heitar af sól. Það er heldur ekki gott að vökva í mikilli sól, þá vill koma skorpa ofan á moldina. Svo er annað atriði, sem kemur þarna til greina og það er, að ef fólk þarf að vökva sínar viö- kvæmu dýru plöntur eins og t. d. dalíur og slíkar þá má þaö ekki nota ískalt vatn. í gróður- húsum tíðkast það að láta vatnið standa í tunnu úti í sólskininu og fá þá plönturnar vatnið hæfi- lega volgt. Yfirleitt er bezt aö nota vatn, sem hefur sama hita- stig og loft og jörð. En þetta er nú varla framkvæmanlegt nema með dekurbörnin". — Gildir þessi sama regia um matjurtagarða? ,,Já, það er sama reglan. Helzt á ekki að vökva ungjurt- ir úr ísköldu vatni, heldur vatni sem hefur verið látið standa í tunnu, ef um lítinn matjurtagarð &r að ræða en það er náttúr- lega ekki framkvæmanlegt þeg- ar garðarnir eru stórir.“ TTvað geturðu sagt méT fleira um það, sem garðeigendur þurfa að gera þessa dagana? „Það er úðunin. Nú fer allt að skriða í maðki. Ég ráðlegg fólki, sem er ekki með því stærri garða að úða sjálft. Það getur notað litla úðara og getur sett lítið á í einu, en stundum þarf ekki að úða nema eina plöntu. Það er sjálfsagt að fara varlega með úðunarefnin og skilja þau ekki eftiT á glámbekk.“ _ SB an og lje |>í i.............................. * *. Vöfcvunin héfúr áhrif á það hvemig garöurinn lítur út. Röng í VokVui?jfetur-orðið til þess, að plönturnar hálf kvefist. VISIR i VIKULOKÍN HANDBÓK HÚSMÆDRANNA VlSIR I VIKULOKIN er orðin 360 síðna litprentuð bók í fallegri möppu, sem inniheldur allt sem viðkemur konunni og heimilinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.