Vísir - 15.06.1971, Blaðsíða 5
V1 S IR . Þriðjudagur 15. júní 1971.
Stefnum að sigri
Dvo//ð stundarkorn með 'islenzku lands-
liðsmónnunum i gærkvöldi
íslenzka landsliðið í
knattspyrau hélt utan í
morgun með flugvél til
P.orísar — með viðkomu
í. London — og annað
kvöld leikur liðið síðari
landsleikinn við Frakk-
Iand í undankeppni ÓI-
ympíuleikanna. Leikið
verður í flóðljósum í Par
ís. íslenzku landsliðs-
mennirnir og fararstjór-
ar komu saman í gær-
kvöldi, slöppuðu af í
saunabaði. mýktu
vöðva og létu fara vel
um sig. Blaðamaður Vís
is brá sér á staðinn og
ræddi við nokkra þeirra
og einnig framkvæmda-
stjóra KSÍ.
Árni Ágústsson var meö
liösskipan og þar var staðfest,
sem skýrt var frá hér á s’iðunni
í gær, að talsverð forföll eru í
liðinu frá þvi sem það var
upphaflega ákveðið. Þrir Skaga-
menn, Haraldur Sturlaugsson,
Matthías Hallgrimsson og Ey-
leifur Hafsteinsson, hafa for-
fallazt, Haraldur er veikur, en
Matthias meiddur. í þeirra stað
koma Skúli Ágústsson frá Ak-
ureyri og Kristinn Jörundsson,
Fram, og er það í fyrsta skipti,
sem Kristinn er V landsliðs-
hópnum.
Hafsteinn Guðmundsson,
landsliðseinvaidur, hafði einnig
samband við þá Jóhannes Eð-
valdsson, Val, og Sigurberg Sig-
steinsson, Fram, um að taka
þátt í förinni, en þeir gátu það
ekki — Jóhannes af ástæðum,
sem skýrt er frá hér á síðunni.
En þrátt fyrir, að gengið hafi
á ýmsu með að skipa liðiö lá
vel á mönnum þarna i sauna-
baðinu í gærkvöldi — strákarn-
ir voru léttir i skapi og þetta er
greinilega samstilltur hópur.
Við hittum fyrirliða liðsins,
Jóhannés Atlason og spurðum:
Hvað heldurðu um leikinn?
— Ég er bjartsýnn og höfum
ekkert síðri möguleika en
Frakkar. Þá - skoðun byggi ég
W
á leik okkar við Frakka í París
H fyrra. Reyndar sigruðu þeir
þá með 3—2, en það voru ekki
sanngjörn úrslit og við heföum
að minnsta kosti átt að ná jafn-
tefli. En hin miklu forföll í
liðinu gera ef til vill stöðu
okkar erfiðari nú — maður
veit ekki hvaða áhrif það hefur
fyrr en út í leikinn er komið.
En þeir menn, sem hafa verið
valdir, hafa flestir oft tekið
þátt í landsleikjum og því ekki
víst, að liðiö veikist að ráði við
þessar breytingar. Já, við hljót-
um að hafa talsverða mö'gyleika.
Friðjón Friðjónsson, gjald-
keri KSf, er í fararst,jórn og
við spurðum hann um ferða-
áætlunina. Hann sagði: — Við
leggjum af stað kl. 8.30 og
komum um 12-leytið til London.
Þar verður smá stanz eða til kl.
tvö og þá flogið til Parisar og
lent þar kl, 3. Hópurinn mun
búa á Hótel du Printemps,
meöan dvalið er þar. Leikurinn
verður á morgun (miðvikudag
kl. 8.30) á leikvanginum Stade
Jean Bouin og verður dómari
belgískur. Við verðum á Þjóð-
hátíðardaginn 1 París en flestir
halda svo heim á föstudag, enda
leikir í 1. deildarkeppninni um
næstu helgi.
Erlendur Magnússon, Fram, er
meðal þeirra, sem valdir eru í
landsliðið að nýju. Þú komst í
liðið gegn Frökkum hér heima
í fyrra? Já,, það var fyrsti
landsleikurinn tjiinn,,— ég kom
inn sem varamaður, en Frakkar
sigruöu þá meö 1—0. Hver
heldurðu að úrslitin verði? —
Það er erfitt að spá nokkru —
en ég vona að þau verði okkur
hagstæö. Og að lokum hittum
við formann KSÍ og aðalfarar-
stjóra. Hann sagði:
— Viö förum til aö sigra!
— hsím.
Knattspyrna eftir kosninganótt
Það var lítill glæsibragur á leik
Vikings og Þróttar, þegar Iiöin
mættust i 2. deild á Melavellinum
í gærkvöldi. Víkingur sigraði með
eina markinu, sem skorað var í
leiknum — varla verðskuldaður
sigur í leik, sem bar þess öll merki,
að leikmenn hefðu vakað lengi næt-
ur vcgna kosninganna.
Þróttur sem lék án síns bezta
manns, Axels Axelssonar, var
skárra liðið i fyrri hálfleiknum og
fékk þá nokkur góð tækifæri til að
Handbók
KSÍ
í dag kemur út Handbók og
.íótaskrá Knattspyrnusambands Is-
’ands og er þar að finna upplýs-
mgar um Ieiki í öllum landsmótum
— 1. deild, 2. deild og svo frani-
vegis. Þá eru 1 bókinnj margvís-
egar upplýsingar, sem þýðingar-
.íiklar eru fyrir knattspyrnumenn
7 knattspyrnuunnendur.
Það er í fyrsta skipti, sem KSÍ
-endir frá sér handbók i knatt-
spyrnu en fyrirhugaö er, aö slikt
veröj gert árlega framvegis og þá
reynt að endurbæta hana frá ári til
árs ef þurfa þykir.
skora — einkum þó á 10. mín.,
þegar vinstri innherji liðsins fékk
knöttinn frá Hafsteini Tómassyni,
bakveröi Víkings, og komst frir að
markinu, en spyrnti knettinum
beint á Diörik markvörð. Þar rann
gott tækifæri út í sandinn og ekki
að vita hver úrslit hefðu orðið ef
Þrótti hefði tekizt að skora svo
snemma Ieiks.
í síðari hálfleik sótti Víkingur
miklu meir og fékk þá góö tæki-
færi — einkum, þegar líða fór á
leikinn og úthald Þröttara að
bregðast. Og eina mark leiksins
var skorað á 32. m'in. Eirikur Þor-
steinsson áttj þá góða sendingu til
Kára Kaabers og hann komst frír
að markinu. Kári skoraði örugg-
lega og úrslit voru ráöin.
Þetta er einn lakasti leikur Vik-
I ingsliðsins í sumar og það verður
I aö sýna miklu betri leik ef það
jætlar sér sætj i 1. deild næsta
keppnistimabil. Óliklegt er, að
Þróttur — eftir tvo tapleiki —
blandi sér í baráttuna um efsta
sætið. En varla verður Þróttur
fallkandidat 1 deildinni, en æfmgu
flestra leikmanna liösins virðist
áfátt. Leikurinn í heild var svo
slakur, að við verðum að kenna
kosningunum um það.
Kári Kaaber sendir knöttinn í mark Þróttar í gærkvöldi.
Jóhannes Eðveldsson
Jóhannes
til Höfða-
borgar
Jóhannes Eðvaldsson, hinn
tvítugi knattspyrnumaður
í Val, hélt í morgun áleiðis
til Höfðaborgar í Suður-
Afríku og kann svo að fara
að hann verði þar í allt sum
ar og leiki með einu
stærsta knattspyrnufélagi
borgarinnar. Blaðið náði
tali af Jóhannesi í gær-
kvöldi og hann sagði:
— Þetta hefur verið i
deiglunni nokkuð lengj eins
og komið hefur fram i Vísi,
en örfáir dagar síðan ákveðið var
að ég færi. Félagið hefur sent mér
farmiða og tj) baka — og þeir
kosta 98 þúsund krónur — svo
einhver alvara hlýtur að vera bak
við þetta hjá því. En ég fer nú til
að kynna mér málin — það kann
að vera, að ég verði kannski 10
daga í ferðinni, en alveg eins í
allt sumar.
Ef mér líkar við allar aðstæður
verð ég til loka keppnistímabilsins
þar eða til septemberloka. Þetta er
mjög öflugt íþróttafélag og þar sem
ég er iþróttakennari að mennt ætti
þetta einnig að geta orðið mjög
lærdómsrík för. Ég mun ekki skrifa
undir neina bindandi samninga eöa
gerast atvinnumaður — að minnsta
kostj ekki fyrst um sinn.
— Faðir minn skrifaói eistnesk-
um vinum sínum í Höfðaborg og
spurðist fyrir um félagið og þeir
hafa hrósað þvi mjög. Kunnir leik-
menn úr ensku knattspyrnuliðun-
um leika með þvi í sumar og má
þar nefna enska landsliðsmanninn
Francis Lee frá Manch. City, sem
einnig annast þar þjálfun og PAer
Lorimer hjá Leeds Það verður á-
reiðanlega skemmtilegt að leika
með slíkum afreksmönnum.
En í stuttu máli þá er allt enn
óráðið hver niðurstaða þessa má’s
verður. Það fer allt eftir þvi hvern-
ig mér hkar dvölin i Suður-Afríku.
Loks má geta þess, að Jóhann-
es hefur tvívegis leikið í fslenzka
landsliðinu í sumar — hér heima
gcgn Frakklandi og í Noregi. Hann
er tvitugur að aldri og einn efni-
legasti knattspyrnumaður okkar i
dag. — hsím.