Vísir - 15.06.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 15.06.1971, Blaðsíða 8
8 V 1 S IR . Þriðjudagur 15. júni 1971, VISIR Otgefandt: Keytclaprenr nl FramKvæmdastlón Svemn R EyjóWsson Ritstjóri • Jónas Knstjánssoo Fréttastjón Jón Birgir PéturssoD Ritstiórnarfulltrúi Valdimar H lohannessoo Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugdtu 3b Slmat 15610 11660 Afgreiðsrta Bröttugötu 3b Símr 11660 Ritstiórn ■ Laugavegi 178 Slmi 11660 t5 llnur) Askriftarg.iald kr 195.00 á mánuöi mnanlands I lausasölu kr. 12.00 eintaklö Prentsmiöla Vlsrs - Eddr» tti Óvissan tekin við l .okið er tólf ára velgengniskeiði íslenðku þjóðar- innar, tímabili stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokks, valdatíma viðreisnarstjómarinnar. Fylg- ishrun Alþýðuflokksins veldur því, að þessi stjóm hefur ekki lengur þingmeirihluta að baki sér og sagði hún því af sér í gær. Á þessum tólf árum hefur ríkt mun meiri festa í stjórnmálum landsins en venja hefur verið. And- rúmsloftið hefur verið hagstætt framförum og efna- hagslegri grósku. Þessi velgengni lýsir sér í tölum, sem staðfesta, að efnahagur þjóðarinnar efldist mun hraðar á sjöunda áratugnum en hinum sjötta. íslend- ingar náðu á áratugnum samfylgd við nágrannaþjóð- irnar í efnahagsþróun og lífskjörum. Enginn veit á þessum tímamótum. hvað framtíðii' ber í skauti sér. Enginn veit. hvaða menn munu axla þyngstu ábyrgðina á næstu árum. Og enginn veit hvaða sjónarmið og stefnur munu ráða leiðum þeim. sem þjóðin mun feta á næstu árum. Stjórnarkreppan. sem nú stendur yfir, er svo alger, að engin lausn virðist öðrum líklegri. Aðeins tveir möguleikar eru á tveggja flokka stjórn, þeir, að Sjálfstæðisflokkurinn starfi annag hvort með Framsóknarflokknum eða Alþýðubandalaginu. Fyrra samstarfið mundi hafa traustan þingmeirihluta að baki ér en veika aðstöðu í málefnum vinnumarkaðs- ins, sem verða til að byrja með erfiðustu vandamál væntanlegrar stjórnar. Síðara samstarfið mundi hafa sterka aðstöðu í vinnumálunum en ákaflega veikan þingmeirihluta. Möguleikarnir eru líklega meiri á samstarfi fleiri flokka, þótt hætt sé við, að slíkar ríkisstjómir verði lausar í reipunum og skammlífar. Mörgum mun finn- ast eðlilegt, að slík margra flokka stjórn yrði mynduð á einhverjum grundvelli vinstra samstarfs. Hún yrði þá arftaki vinstri stjómarinnar alræmdu, sem hrelldi íslendinga fyrir hálfum öðrum áratug. Ný vinstri stjóm yrði í samræmi við þá staðreynd, að stjórnar- andstöðuflokkarnir hafa nú starfhæfan meirihluta á þingi. Öllum má þó ljóst vera, að enginn hægðarleikur er að berja slíka stjóm saman. Og líklegast er, að sam starfið mundi rofna, þegar veruleg vandamál bæri að garði. Stjórnin yrði vafalaust ekki langlíf og sú stjómarkreppa mundi geta leitt til nýrra þingkosn- ínga tyrr en nokkurn gmnar. Allir stjómmálaflokkarnir halda nú eins og fyrir kosningar opnum öllum möguleikum á nýju stjórn- arsamstarfi. Framundan eru langvinnar viðræður milli stjórnmálaforingja. Það væri bjartsýni að ætla, að bær umleitanir muni taka skamman tíma. Stjómar- kreppan gæti hæglega orðið langvinn. Það væri raun- ar dæmigert fyrir þá staðreynd, að festan er að baki í stjómmálunum, óvissan er tekin við og glundroðinn leynist á næsta leiti. FASISTUM VEX FISKUR UM HRYGG 400 þúsund félagar i italska ný-fasista- - : 1 flokknum Umsjón: Haukur Helgason Þeir mega ekki kalla sig fasista, lofsyngja Mussolini í áróðri eða syngja gamlan „þjóð- söng“ fasista. En 26 ár um eftir að Mussolini gamli var drepinn og hengdur upp á löppun- um, eru félagar í ný-fas istaflokki Ítalíu orðnir 400 þúsund. Þeir nefna sig MSI, þjóðfélagshreyf inguna. Meðan Ítalía sekkur sí fellt dýpra í fen vinnu- deilna og uppþota, hefur flokkinum yzt til hægri vaxið fiskur um hrygg. Ríkisstjórnm sundruð og völt. Sjö milljónir ítala gengu til kosninga á sunnudaginn, þegar kosið var til sveitarstjórna, meðal annars í stórborgunum Róm, Genúa og á Sikiley. Búizt var við auknu fylgi ný-fasist- anna. Því fer fjarri, að þeir muni ’taka við bæjarstjóm nokkurs staðar á landinu. Frem- ur bundu þeir vonir sínar við að geta fellt ríkisstjórnina, sem er samsteypustjórn mið- og vinstri flokka, undir forystu kristilega demókrataflokksins. Ný-fasistar gera sér vonir um að neyða kristilega demókrata til að lfta til hægri eftir sam- starfsmönnum. Forystumenn kristilegra segjast aldrei munu rétta ný-fasistum litla fingurinn. Kristilegir demókratar hafa verið ríkjandi flokkur í ítölskum stjómmálum frá striðslokum. Til eru þeir í hægri armi flokks- ins, sem mundu fasna fa'ili nú- verandi ríkisstjórnar. Foringi lýðveldisflokksins, La Malfa, hefur sagt: „Ég Ht á þetta sem aðvörun. Kristiiegir demökratar hafa nú þegar skelfzt við. Þeir eru nú að reyna að koma einhverju skipulagi á stjórnina en það er í seinna lagi“. Verkfall grafara í kirkjugörðum I núverandi samsteypustjórn eiga kristilegir forsætisráðherr- ann, Þar sitja auk þeirra ráð- herrar frá vinstri og hægri sósialistum. Samstarfið hefur gengið báglega )i ríkisstjórn. ftalía er á valdj glundroðans. Allt logar i verkföllum. Það gerðist fyrir skömmu i sömu vikunni, að Rómverjar gátu ekki gengið í heilagt hjónaband í ráðhúsinu, ekki .grafið látna og ekki losnað við hauga af rusli. Þá var verkfall starfs- manna Rómaborgar, verkfall kirkjugrafara og verkfall starfs- manna við sorphreinsun. f vor vom vinnustöðvanir i póstþjón- ustu samgöngum, hjá verzlunar- fólkj í nýlenduvöruverzlunum, i veitingahúsum, börum, og heilbrigðisþjónustu og hjá flug- félögunum. Víst eru ftalir ró- lyndismenn og loftslagið dregur ekki úr því þjóðareinkenni. En nógur hiti er V vinnudeilum og pólitík. og nógu illt er ástandið fyrir framleiðslu og lífskjör fólks, f því landi, þar sem marg- ir búa enn. við mikinn skort. Sjöunda apríl voru sex milljón ítalir í allsherjarverkfani. Fólk segir, að aðeins prestar og vændiskonur hafi ekkj tekið bátt í verkfallaöldunni hingað til. Milliðnir leita vinnu ti! innarra InrHa Framleiðsla iðnfyrirtækia minnkaði um rúm tvö prósent fyrsta hluta þessa árs. Þetta er báglegt, ekki sfzt með tiíliti til bess. að verkamenn V þessum fvrirtækjum stefna einmitt að bví með aðgerðum sinum að ná starfsbræðrum sinum í rfkj- unum f Evrópu norðan ítalfu, en þangað hafa milljónir ítala farið til vinnu um lengri eða skemrari tíma. ítalskir verka- menn hafa Þyrpzt tll Vestur- Þýzkalands, Frakklands og allt til Norðurlanda til að fá haerra kaup. Flestir dveljast skamma hríð V þessum rfkjum og senda heim peninga til fjölskyldunnar, sem verður eftir. Straumur norður En meira skiptir hinn stöð- ugi straumur verkafólks frá suðurhlutum ítaliu sjálfrar til iðnaðarborganna á Norður- Ítalíu, þar sem kjörin eru betri. Bláfátækir Italir frá Suður- ítaKu halda, að þeir hafi hreppt hnossið, ef þeir komast til borga eins og Mílano. Oft lenda þeir í því að í borgunum er þeim þjappað saman í fátækrahverfi. þar sem húsnæðisskortur og armæða er fyrir, og ástandið versnar enn við aðstreymi nýs fólks. Samgöngur eru oft svo bágtoomar, að það getur tekið þrjár eða fjórar klukkustundir á dag fyrir mann að komast til og frá vinnu sinni. Kommúnistar hafa alltaf ver- ið sterkari í borgum Norður- ftalfu við þau skilyrði fátæktar, sem þar rikja. Kommar ekki í náð- inni í Moskvu Núverandi rfkisstjóm hefur á prjónunum margs konar um- bætur. Hún hefur flutt ógrynni mála. Oft dagar þessi mál uppi i endalausum flækjum og samn- ingamakki, en það fer ekki að- eins fram milli flokkanna, svo ólfkir, sem þeir era, heldur er ef til vill erfiðast að ná samkomulagi innan einstakra flokka. Þessi seinagangur hefur styrkt stjðmarandstöðuna. Hinir öfgafyllstu til vinstri hafa átt hægt um vik að valda upp- þotum og verkföllum. Komm- únistaflokkurinn sjálfur, sem ekki hefur verið i náðinni i Moskvu, talar hins vegar um ,lög og reglu i landinu". Hins vegar eru það kommúnistar og fasistar, sem græða á ástandinu. Kommúnistar vegna þess, að seint gengur að bæta kjör hinna snauðus'/a, fasistar vegna þess, að mörgum gremst upplausnar- aldan og verkföllin. Á slfkum tfmum eiga einræðissinnar leik- inn, Á upplausnartfmum eru menn sáttari við að fá „sterka stjórn og einn sterkan foringja" vfir landinu. Þessu ástandi svipar til þess. sem gerðist f Þýzkalandi á ttm- um heimskreppunnar. Þótt at- vinnuleysið sé mikið á Ítalíu, þá er þar ekki efnahagsleg kreppa. Þvert á móti hafa lífskjör farið batnandi. En völd kaþólskunnar og fastheldni ásamt fátækt og menntunarleysi skapar mörg vandamál Umbótamál sigla oft i strand á ítö’sku íhaldsseminni. Völd kirkjunnar minnka þó smátt og smátt, sem sjá má af sambvkkt Iaea sem leyfa hjóna- skilnað. fyrir skömmu, brátt fvrir andstöðu kirkjuvaldsins. Þeir. sem eru ðþrevjufulbr að bæta lífskjörin, hafa þess vegna uppi háværar kröfur, og aðstæður eru öfgamönnttm V vil. Skilnaðarlöggjöfin á Ítalíu sýndi minnkandi veldi kaþólsku kirkjunnar. wn.v'ffrfSlH1 *’»V'XV’ r f M ’

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.