Vísir - 15.06.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 15.06.1971, Blaðsíða 6
V1 S IR . Þriðjudagur 15. júní 1971, 5 Skyndilega lærði maðurinn að gera sér kastspjót og boga. Er brotalöm á þróunar- kenningunni ? Og maðurinn „herra jarðarinnar" vegna slyss fyrir um 700.000 árum? í ritningunni segir, að guö hafi í árdaga sett manninn til að vera herra iarðarinnar og drottna yfir öMu þar, dýrum og gróðri, og kaliað hann kórónu sköpunarverksins. Heföi maðurinn æ sfðan tek'ð öll boð guðs jafnalvarlega og þetta, þá væri eflaust öllu frið legra á jöröunni nú en laun ber vitni. Því aö hvað sem ööru líð ur, og hvemig sem maöurinn not ar drottnunarvald sitt, verður því ekki móti mælt að maðurinn fer með drottnunarvald á jörð unni, tæknilega, félagslega og vísindafega. Maðurinn getur tor tímt þeim dýrategundum sem honum eru ekki til hæfis, eytt þeim jaröargróöri, sem veldur honum einhverjtim óþægindum, mvrt kynbræöur sína í milljóna- tali, jafnvel sprengt sjálfa jörð ina í smátætlur. En hvaöan kemur manninum það vald, til dæmis yfir öðrum dýrum? Hann er ekki allra dýra mestur vexti og sterkastur — því fer fjarri. Ekki heldur hug- aðastur þeirra eða dugmestur. Hann getur ekki hlaupið hraöast stokkið hæst, synt lengst af öll um skepnum. Hann getur ekki flogiö án tæknilegra bragða. — Eigi að síður hefur hann gerzt „yfirskepna" því að líffræði'lega séð er hann ekkert annað en skepna, og náskyldur öpunum. Ritningin segir, aö hann hafi þegið vald sitt af guöi. Vísindin segja að þar sé um að ræða sam fellda þróun f millíónir ára. En þeir eru einnig til, sem halda þvi fram að beir eiginleikar, sem standa undir þessu valdi manns ins séu hvorki þegnir af guði í bókstaflegri merkingu né á- unnir fyrir langvarandi þróun. Hann hafi I rauninni öðlazt þá- fyrir slys, sem henti hann fvrir 700.000 árum. Þessi kenning verður að vísu ekki sönnuð vís indalega, en þó er unnt að rök- styðja hana nokkuð með stað- reyndum, sem vart verða ve- fengdar. Þetta vald sitt á maöurinn líf fræðiiega séð því að þakka, að heili hans er mun stærri en í öðr um skepnum. Meðalstór manns heili vegur 1200—1300 grömm, og getur orðið allt að 2000 gr á þyngd. Heili ljónsins vegur 250 gr, en herli górilluapans sem einnig hvað b.eilastærðina Snertir er nánasti-í®ttingi manns ingu sem koma plánetunnar i gufuhvolfið olli á jörðunni þar, sem hún náði bezt tíl, er ekki einungis lík’egt, heldur og sann að að gífurteg stökkbreyting átti sér stað, varðandi ýmsar dýra- tegundir, til dæmis á vissum svæðum í Afríku. í söfnum í Nairóbí má líta steinrunnar leif- ar dýrategunda, sem sanna það, og eru einmitt frá því t’ima- bilj — leifar storka, sem hafa verið á stærð við strúta, strúta á stærð við gíraffa, tólf sinnum stærri en þeir gerast i dag og nauta, sem voru svo stór að um tiu metrar mældust á milli hornbroddanna. Þarna hefur því verið um að ræða stökkbreytingu, sem gerbrevtti erföavisum , þessara dýrateg- unda, sem ekki uröu þó lang- ins vegur ,5QQ,; gf^.^j^færð ; mannsins er því, samanborið' við samskepnur hns á iörðunni, f rauninni óeðlilegt frávik, eða með öðrum orðum — vansköp un. Margt mælir gegn því, aö þar geti verið um þróun að ræða. Steinrunnar leifar annarra núlifandi dýrategund'a sanna, að heilastærð þeirra hefur staðið í stað um tugbúsundir ára. Stein- runnar leifar forfeðra vorra sanna að þeir elztu þeirra, eða þeir, sem uppi voru fyrir um 14 mi'Míónum ára, höfðu viðlíka stóran heila og górilluapinn hef ur enn í dag, en hins vegar höfðu þeír sem uppi voru fyrir 350.000 árum nákvæmteea jafn stóran heila og við höfum nú. Væri um þróun að ræða — hvers vegna hefur heili góriMunnar þá ekki tekið neinum breytingum, og hvers vegna hefur mannsheil inn þá staðið í stað 350.000 ár? Og þá eru það staðreyndirn ar, sem áður var á minnzt. Jarð fræðingar og ýmsir aðrir vís- indam. telja sig nú vita með vissu að miklar náttúruhamfarir hafi orðið á jörðunni fyrir u.þ.b. 700,000 árum, þegar ö.rsmá plán eta um þaö bil 300 m í þvermál barst inn f gufuhvrvlf jarðarinn- innar. Vegna viðnáms gufu- hvolfsins mvndaðist gíhirlegur hiti og plánetan sundraðist f ör- smáa parta, er féllu eins og stór haglkorn á vfirb. jarðarinnar og má enn finna bessf grjóthögl á svæðinu um Japan til Madagask ar. Fyrir þá gífurlegu hitabreyt- þar.eð þær stóðu í algerri mótsögn við umhverfi sitt. Eú- þaö er önnur saga, og verður ekki rakin hér. Áður en þessar náttúruham- farir gerðust; var maðurinn ekki annað en sæmilega vel gefin skepna, sem meðal annars gat lagt dýr að velli með barefl- um í návígi. Eftir að þær gerðust jókst honum svo greind, að hann kunni að gera sér kastspiót boga og örvar með tinnuoddi, og þurfti ekki lengur að hætta sér í návígi við dýrin, auk þess sem hann gat þá lagt að velli mun stærri dýr en áður. Sú stökk- breyting er sfcráö óvefengjanl. á hinum ævafornu hellamálverk- um. sem til urðu ekki ýkjalöngu sfðar — og eru en„ ein sönnun stökkbreytingar. Heili manns- ins stækkaöi sumsé í einu vet- fangi, og hugsun'hans og hæfi- Ieikar á öllum sviðum jukust að sama skapi. Eftir það er það ein ungis hugsun mannsins, sem hefur þróazt o,g þrosgazt, en heil inn hefur staðið f stað hvað stærð og þyngd snertir. Þetta er að vísu fullyrðing, eins og áður getur en harla sennileg samt, þegar á allt er litið. Og sé þetta allt satt og rétt þá er ekki úr vegi að taka nokk urt tillit til þess, að enn getur það skeð að einhver dverg- pláneta villist inn í gufuhvolf jarðarinnar. Og hvað getur þá orðið og gerzt — eða öllu heldur hvað getur þá ekki oröiö og gerzt? Vestfirðing næst í taln- inguna í Suðurlands- kjördæmi „Það var nú meiri seinagang- urinn á þeim blessuðum f Suð- urlandskjördæmi við talning- una,“ sagði einn, sem hringdi eftir að hafa beðið lengi í spenn- ingi eftir lokatölunum í kosn- ingunum. „Þeir ættu að taka Vestfirðingana sér til fyrir- myndar. Það ætti þó að vera ó- líkt erfiöara fyrir þá aö smala saman kjörkössunum úr fjörð- unum en fyrir hina að fá þá úr sveitunum. Ég var líka óánægð ur með hvaö þeir voru lengi að ljúka sér af f Vesturlandskjör- dæmi og á Austur’andi. Nei, Vestfirðingarnir standa sig bezt og ætti bara að fá menn þaðan til að sjá um talningu á Suður- landi og Vesturlandi í næstu kosningum.“ Kosningalög til að fylla í eyðuraar Á. Ó. kvartar einnig undan seinagangj kosninganóttina. „Sjónvarpið var reglulega leið- inlegt V þessum kosningum. Það var seinagangur á hlutunum og til þess að fylla upp i dag- skrána meðan beðið var eftir töl- unum voru þeir að lesa kosn- ingalög. Ég vonast til þess að þurfa ekki að sitja undir slíku oftar.“ HRINGID í SÍMA1-16-60 KL13-15 AÐEIHS 112 KRÓNUR Á 100 KÍLÓMETNA Hvcr Iiefur ekki þörf fyrir fiest heimilistæki þó a8 hann eigi bifreið? SKODA bifreiðar gera yður kleift frcmur öðrura að eignast livorttveggja. Miðað við aðra algenga 5 manna bifreið, sparið þér 16.000.00 krónur árlega f bénzíni ( miðað við 20.000 km árlcgan akstur), sem þér getið varið til kaupa á heimilistækjum eða öðru þvl, sem hugurinn gimist, t. d. sumarleyfisdvöl á Kanaríeyjum. SKODA 100 Glæsilegt dærai ura hagkvæmni og smekk. Innréttingar og frágangur £ sérflokki. Diskahemhr — Tvöfalt bremsukerfi — 4ra hraöa þurrkur — Barnalæsingar — Kadial hjólbarðar OG EYÐIR AÐEINS 7 LlTRUM Á 100 KM. VIÐGERÐAÞJ ÖNUSTA — VARAHLUTAÞJONUSTA _ 5 ÁRA RYÐKASKÖ. 0TÉKKNESKA BIFREIDAUMBOÐIÐ A ISLANDI H.F. AUÐBREKKU 44 - 46 KÓPAVOGI SlMI 42600 ^^^—————m Smurbrauðstofan | BJORIMIIMN Njálsgata 49 Sími 15105 | AUGMég hvili , með gleraugumfrá Austurstræti 20. Sími 14566. Glerísetning Tökum að okkur ísetningu á tvöföldu og ein- földu gleri, sjáum einnig um að útvega tvö- falt gler. innlent eða erlent Útvenum ennfrem ur allt annað efni. sem barf víð oiov-' 'tningar. Leitið tilboða. Sími 85884 eftir kl. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.