Vísir - 25.06.1971, Side 2

Vísir - 25.06.1971, Side 2
r Kímnigáfa er ekki séreign Vest urlandabúa, þvl að austan við járntjald geta menn víst líka hlegið, og það sem meira er, hleg- ið að sjálfum sér. Hér fara á eftir nokkrar sögur, sem sagðar eru upprunnar í Sovét ríkjunum: • - Bftir að afstaðin voru réttar- höld yfir Gyðingunum níu, sem reyndu að ræna flugvél i Lenin- grad til að flýja á til ísrael, hringdi Alexei Kósygin í innan- rfkisráðherra sinn og spurði hann: „Hvað eru margir Gyðingar í Sovétríkjunum?" „Um það bil þrjár milljónir," var svarið. „Og hvaö heldurðu að við fengj um margar umsóknir, ef við veitt- um þeim burtfararleyfi?" ,,Um þaö bil 15 milljónir.“ • - Rússi nokkur var að rauj>a af afrekum rússnesks íþróttamanns við amerískan fenðamann: „Hann hefur sett met I 200 metra spretthlaupi, fimm kíló- metra hlaupi og 100 kílómetra ( göngu. Hann hefur brotizt langar leiðir í manndrápsbyljum, klifiö hæstu fjöll o. s. frv., o. s. frv.“ „Honum hlýtur að líka lífið," sagði ferðamaðurinn. ,,Onei,“ sagði Rússinn. „Þeir náðu honum og komu með hann aftur til Rússlands." • - Ein sagan segir frá því, þegar háttsettur rússneskur embættis- maður var oröinn svo kalkaður, að félagar hans sáu ekki annað ráð til bjargar en fara meö hann til Bandaríkjanna til að láta skipta um heila í honum. Þegar maðurinn ásamt fjöl- mennri sendinefnd kom loksins til sjúkrahússins, benti heilaskurð læknirinn þeim á, að mikið heila- val væri á boðstólum, heilar úr mönnum úr öllum stéttum og at- vinnugreinum. „Hér hef ég til dæmis heila úr auðugum kaupsýslumanni af Gyð ingaættum," sagði skurðlæknir- inn. „Hann kostar 700 dali.“ ,,Tja,“ sögðu Rússarnir. „Það var nú eiginlega annars konar heili, sem við vorum að svipast um. GetUf verið að til sé heili úr amerískum kommúnista?“ „Ég er nú hræddur um það,“ sagði læknirinn. „En hann kostar 7000 dali.“ „Hvers vegna er hann tfu sinn- / um dýrari en heilinn úr kaup- sýslumanninum." spurðu sendi- nefndarmennirnir. ,,Vegna þess,“ sagði læknirinn, „að hann hefur aldrei verið not- aður.“ • - Velgengni Bandaríkjamanna og annarra þjóða á sviði lifíæraflutn inga fór í taugarnar á æðstu mönnum Sovétríkjanna, sem skip- uðu sínum vfsindamönnum að herða sig, og spara. hvorki fé né fyrirhöfn í því skyni. Og erfiðið bar árangur, þvi að dag einn voru vísindamennimir svo langt komnir,, að þeir gátu reist dána upp frá dauðum. Og auðvitað vita allir, hver varð fyrst ur fyrir valinu ... Þegar Vladimir Iljits Lenin kom út úT grafhýsi sínu, leit hann yfir Rauða torgið, og teygði sig og sagði: „Ég verð víst að lesa mér til um eitt og annað til þess að geta fylgzt með því, sem hefur gerzt þessi 47 ár, sem ég hef verið fjarverandi, Komið með alla þessa árganga a-f Pravda. Ég verð á skrifstofunni minni." Honum voru færð blöðin og hann lokaði sig inni á skrifstof- unni. Þaðan heyrðist hvorki hósti né stuna í heilan sólarhring, og sovétleiðtogarnir voru orðnir ó- rólegir að bíða. Þegar annar dag- ur var liðinn létu þeir brjóta upp dyrnar. Skrifstofan var mannlaus, en Lenín hafði skilið eftir sig miða, sem á stóð: „Ég er farinn til Sviss, Verðum að byrja upp á nýtt.“ (Þess má geta, að Lenin dvaldi í Sviss, meðan hann skipu- lagði byltinguna, sem gerð var í Sovétrikjunum). * Amerískur ferðamaður var staddur í Prag, og sá þar mikið af einkennisklæddum mönnum, sem rápuðu um og höfðust ekki að. Hann fylgdist með þessum mönnum lengi dags, þangað til hann gat ekki stillt sig lengur fyrir forvitni, og hnippti í Tékka, sem var nærstaddur, og spurði hann: „Hvaða menn eru þetta eigin- lega?“ „Þetta eru sovézkir hermenn.*' „Hvað eru þeir að gera hér ennþá?“ „Þeir eru að leita að fólkinu, sem bað þá um að koma.“ • ~ Rússneskur verkamaður var dreginn fyrir rétt, því að hann þótti lifa um efni fram og berast grunsamlega mikið á. „Hvaðan kemur þér skotsilf- ur?“ spurði dómarinn. „Ég leyni ríkum flóttamanni.** „Leynir honum tii hvers?“ „Til að hann þurfi ekki að fara í stríðið.** „En striðinu lauk fyrir 26 ár- um.“ „Hann hefur ekki hugmynd um það.“ • - Sovézkur lögregluforingi var að yfirheyra Gyðing í Moskvu: Áttu ættingja erlendis? „Nei", svaraði Gyðingurinn. „En við vitum að þú átt bróð- ur í ísrael**, sagði foringinn hvass. „Rétt er nú það“, sagði Gyð- ingurinn. „Hvers vegna svaraðirðu þá spurningu minni með „nei““, hvæsti foringinn. „Ég segi aftur að ég eigi enga ættingja erlendis. Bróðir minn í Israel er heima. Það 6j- ég sem er erlendis". Tveir Rússar voru að ræða sín á milli um Gosplan (Áætlana nefnd rikisins), þá mjög svo valda miklu skrifstofu, sem heldur mátt ugri hendi yfir sovézkri efnahags- stefnu. „Hvort er máttugra, guð eða Gosplan?** „Gosplan. Guð skapaði heiminn úr kaos, en Gosplan myndaði kaos“. LEGGUR AF STAÐ UM- HVERFIS JÖRÐ INA MED . TANNPlNU Þessi maður er ekki geðbilaður, heldur aðeins fíkinn í ævintýri. Síðastliðinn laugardag mun hann hafa lagt upp í siglingu umhverf- is jörðina á vélknúnum kappsigl- ingabát. Hans Tholstrup, sem er 26 ára gamall, er ekki bjartsýnis- maður. Honum er vel ljóst, að ferðin verður hættuleg. Og hann er heldur ekki upp á sitt allra bezta, þegar hann leggur af stað í þessa ferð. Ég er kvefaðuj- og svo er ég að taka visdómstönn. Hana læt ég sennilega draga úr mér V Osló. Fyrsti áfanginn í leiðangrinum eru hinir nfu þúsund kílómetrar yfir Atlantshafið til New York. Þaðan heldur hann til Alaska yfir Beringssund til Japan, suður fyr- ir Indland og um Súesskurðinn aftur til Danmerkur. Hans Tholstrup segir: „I fyrstu atrennu einbeiti ég mér að þvi að komast til New York, og þegar ég er þangað kominn munar mig ekki um að halda áfram umhverf is jörðina. Ég hef góðar líkur til þess að halda iífi. Báturinn og vélin ættu að endast alla ferðina. Ef eitt- hvert ólán ber að höndum, er það mín sök. Meðan á allri ferðinni stendur verð ég festur við bát- inn með lfflínu, svo að ég hv«rf ekki í hafið stóra, þótt ég f«Ui fyrir borð.“

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.