Vísir - 25.06.1971, Side 8

Vísir - 25.06.1971, Side 8
'I V í SIR . Föstudagur 25. júní 1971, VÍSIR Otgefandi Reykjaprenr bt. Framkvæmdastlóri: Sveinn R Eyjöifsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri; Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi • Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Sfmai 15610 H660 Afgreiösla Bröttugötu 3b Slmi 11660 Ritstjór.') • Laugavegi 178. Sími 11660 f5 línur) Askriftargjald kr. 195.00 ð mðnuöi innanlands f lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöja Vtsis — Edda hf. Aukið öryggi Útlendingur, sem var hér á landi fyrir nokkrum ár- um, sagði, að sér fyndist Reykjavík vera ein alls- herjar byggingalóð. Um alla borg væri verið að grafa grunna, reisa hús, leggja götur og ganga frá lóðum. Annað eins athafnalíf hafði hann ekki séð í erlendum borgum. Reykjavík er alltaf að þenjast út og nema land á nýjum svæðum. Ný hverfi skjóta upp kollinum á einu sumri. Þar, sem skipt var um jarðveg í götunum í fyrra, eru íbúðarhúsin nú að rísa og á næsta ári verð- ur malbikið lagt og þar næst ganga menn frá lóðum sínum og görðum. Byggingaframkvæmdimar hafa lengi verið og eru enn einkennistákn Reykjavíkur, borgarsamfélags í örum vexti. Framförunum fylgja alltaf einhver vandamál. Slysa- hætta er eitt þeirra vandamála, sem fylgir öllum fram- kvæmdum, ekki sí£t byggingaframkvæmdum. Ýmist eru það starfsmerih'við framkvæmdimar, sem verða fyrir slysum, eða þá böm, sem hætta sér inn á at- hafnasvæðin. Þessi slys gerast vissulega ekki oft í Reykjavík, en em alltaf jafnhörmuleg, þegar þau gerast. Eftir eitt síðasta stórslysið á reykvískum börnum var stungið upp á því að stórauka eftirlit og aðhald með öryggi á byggingavinnustöðum. Borgaryfirvöld bmgðu við skjótt og réðu tvo reynda verkstjóra borg- arinnar til að annast þetta aðhald. Þeir aka nú dag hvern um borgina og fylgjast með því, að verktakar og aðrir framkvæmdaaðilar hafi öryggismál sín í lagi. Eftirlitsmennimir leggja mikla áherzlu á, að menn girði grunna og gryfjur, svo að böm komist ekki þangað. Einnig, að sléttað sé úr moldarhaugum, þar sem annars væri hætta á hruni. Helzt vilja þeir, að byggingalóðir séu girtar mannheldum girðingum, svo að óviðkomandi komist ekki þangað inn, eins og gert hefur verið kringum stórbyggingu Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Suðurlandsbraut og hjá fleiri aðilum. Blaðamenn Vísis hafa ekið með öryggisvörðunum um borgina og sannfærzt um, að veruleg breyting hef- ur orðið til batnaðar í þessum efnum á hinum stutta tíma, sem öryggisgæzlan hefur starfað. Hér er á ferð- inni ákaflega nauðsynleg þjónusta, sem er borgaryfír- völdum til sóma. Önnur sveitarfélög eiga að taka sér þetta fmm- kvæði til fyrirmyndar. Þau hafa náttúrlega ekki ráð á að leggja í jafnmikinn kostnað í þessu skyni og Reykjavíkurborg gerir. En framkvæmdimar em held- ur ekki eins umfangsmiklar. í flestum tilvikum mundi nægja, að verkstjóri eða annar starfsmaður sveitar- félagsins hefði það sem hluta úr starfi að aka um sveitarfélagið og annast hliðstætt eftirlit og aðhald og öryggisverðimir gera í Reykjavík. :es vietnam Archive: Pentagon Study íraces l&Jj p Decades of Growmg U. S. InvolvemdriB|| V/ ih ý _ ;LL \; i ■,, - , , ’ ;■ ■’i+x+mwsw. * y/ ■■■■** ?***##****. *** ;■ ■■■• ■ ' ' ***.*. fe V £■+ <x> fc*** «'*■>* Xí ■<*, **>"**■ <+■ ««, X •■< VKÚ v«í 'yjr/. V, +x<i N* Vtor-y,*' * «<•/* *r‘*»+ *** ***> '#.+*. «•<«<( +-«;#ys<-< +, V-"<+ +W '«*##■•■'"■'* V- '9<X'S> V '<*s ■.*<* -■■<«■■■'*+:«,'■:■ vsk-.'X,, '.<••./•>♦< -y, ■*,#*■*+& +x+»W, «> ***** Wu*-** *■**■■ ■****> ■>' ■#+',:*> *-v-.<«■■„> xx ■:'■>>:: .«,>:■ >,.■:■:■„,,, <■■:■„ V-V */. VHff*. X* pm **fó*í? +#. f* Þannig birti New York Times fyrsta út drátt sinn úr leyniskörslunnL LEYNISK ÝRSLAN TJirting á leynilegri skýrslu bandaríska landvarnar- ráðuneytisins um tildrögin að þátttöku Bandaríkjanna i Víet- nam-stríðinu er alveg einstæö- ur sögulegur viðburður. Blöðin sem staðið hafa fyrir birtingu á nokkrum æsivæn'.egustu köflum úr henni, vita fuilkom- lega, að þau voru að rjúfa trún- að og leynd, en gerðu það samt í þeim jákvæða tilgangi að upplýsa þjóöina um hluti, sem hún hafðj rétt til að vita. Og úr þVj aö nokkrir kaflar hafa verið birtir, verður þar með nauðsynlegt að birta skýrsluna í heild til þess að ekki hallist á og er því afar klúðurslegt og fáránlegt af Bandarikjastjórn að vera nú að reyna að hindra með dómsúrskurðum, að skjölin verði birt Enda er hún að hörfa frá því sjónarmiði. þar sem Nixon forseti hefur nú ákveðiö, að skýrslan í heild verði birt -öllurn þingmönnum, og • þar með er leyndinni í raun svipt af. Margt óvænt hefur komið í ljós í þessari Víetnamskýrslu, alvariegast er, að líkur eru leiddar að því, að æöstu for- ustumenn Bandarikjanna hafi beitt margvíslegum brögðum og blekkingum til að fá þjóðþingið til að samþykkja hernaðaríhlut- un í Víetnam. En undir niðri liggja meginstraumarnir svipað þvi sem menn höfðu ímyndað sér áöur. Það kemur kannski greinilegar fram en nokkru sinni áður, hve mikinn viðbúnað og herflutninga kommúnistar í Víetnam höfðu í frammi til að leggja undir sig Suður-Víetnam, og á hinn bóginn hver urðu andsvör Bandaríkjastjórnar ti! að hindra það, sem lyktaði með þVi að hún lét hefja loftárásir og senda landher þangað austur. Af skýrslunum koma sérkenni hins bandaríska stjórnkerfis mjög skýrt í ljós, hin miklu völd, sem forseti landsins hefur til að framkvæma bráðabirgðaráð- stafanir, en á hinn bóginn, hve þjóðþingið reynist honum oft steinn í götu tii framkvæmda, og að forseti gripur til óvæntra ráöa til að reyna að skapa stemningu og æsa hópinn upp. Minna þessir atburðir I sumu á gliimu Roosevelts við þjóð- þingið á sínum tíma, en hann þurfti að fara margskonar króka- ieiðir til að hjálpa Bretum á hættunnar stund og ekki trútt um að hann beitti bæði blekk- ingum og klækjum. Það hefur jafnvel verið um það hjalað, að honum muni hafa verið kunnugt fyrirfram af leyniskeytum um að Japanir ætluðu að ráöast á Pearl Harbour, og beðið þess með eftirvæntingu, af því að þar gæfist honum loks tækifærið til að koma stemningu í hið seinvirka þjóðþing. Camning leyniskýrslunnar um Víetnam á rót s’ina aö rekja til McNamara er hann var landvarnarráðherra Bandarlkj- anna. Hann ákvað að safnað skyldi í ráðuneyti hans heildar- upplýsingum um tildrög þess að Bandaríkin drógust inn í styrjöldina. Var það ætlunin að þetta skyld; einungis gert í sagnfræðiiegum tilgangi til þess að forðast hrærigraut í þeim dómadags hlöðum af skjölum sem safnazt höfðu um það. Unnu 30—40 starfsmenn í Pentagon að verkinu undir stjórn tveggja háttsettra ráðu- i\eytismanna og varð úr þessu geysilegt plagg eða bunki upp 1-’á‘>7'þúsúnd bls., sém Skipt var niður í 74 bindi. Síöan voru tekin 15 eintök af bókinni, er áttu að varðveitast á nokkrum stöðum sem sagnfræðileg heim- ild tij síðari t’ima. Ekki viröist hafa verið litið á hana sem hernaðarleyndarmál, heldur skjal sem gæti verið viðkvæmt mörgum núlifandi persónum og ætti því að geymast i leynd vissan lokunartíma eins og oft er gert með sagnfræðilegar frumheimildir Svo mikið efni er í þessu plaggi, aö það er vafalaust mjög merkileg heimild. En á hinn bóginn er líka auðséð, að ýmsir vankantar eru á því sem sagn- fræðilegri heimild, fyrst og fremst sá, að það er einungis samið eftir plöggum i landvarn- arráðuneytinu. Skýrslan má þannig vera tæmandi um hern- aðarlega hlið mála, en hitt er athyglisvert, að höfundarnir koma mjög mikiö inn á hina pólitísku hlið og draga marg- vlslegár ályktanir um hana, sem þeir hafa tæpast nógu víða útsýn yfir. Eftir þv*i sem ég hef séð gæti ég ímyndað mér, að tilgangur höfundanna sé undir niðri aö leysa herinn undan ábyrgð á mistökum og skella þeim á forsetana og ut- anríkisráðherrana. Með sama hætti væri hægt að hugsa sér að t.d. utanríkisráðuneytið léti semja samsvarandi skýrslu, sem fjallaði mest um lélega her- stjóm Westmoreland hershöfð- ingja. Þær skoðanir, sem hér koma fram eru að sjálfsögðu talsvert mikils virði, en ljóst er aö ýmislegt fleira blandast inn í, sem höfundar ekki vita um og verður t.d. mjög forvitnilegt að sjá, hvaö Lyndon Johnson hef- ur um þetta að segja í endur- minningum sínum, sem koma væntanlega út á næstunni. Hér skal nú rakið nokkuð, hvaða atriðj f skýrslunni hafa vakið mesta athygli, og er það mjög sláandi, að það eru allt pólitísk atriði, sem varða fyrr- verandi forseta og utanríkisráð- herra landsins. J fyrsta lagj eru það viðhorfin í kringum friðarráðstefnuna f Genf 1954, þegar Frakkar gáfust upp og kommúnistar fengu Norður-Vfetnam í sinn hlut. Því miður hef ég ekki séð í því sem út er komið neina skýringu á einu umdeildasta atriðinu, hvort það er rétt sem, Frakkar halda fram, að Banda- ; ríkjamenn hafi beinlfnis neytt. þá til uppgjafar með því að neita: þeim um flugaðstoð í orust- unnj um Dien Bien Phu. Á það virðist ekki vera minnzt og er! það þá einnikennileg glompa' í sagnfræðileg skjöl. Á hinn bóginn er mikið rætt um það, að Bandaríkjastjóm hafi verið treg á aö efna til frjálsra kosninga í öllu Vietnam af ótta við að vinsældir Ho Chi Minhs í sigrinum hafi verið orðn ar svo miklar, að hann hafj ver- ið viss um að vinna slíkar kosn- ingar. Það kemur nú greiniiega fram í þessum skjölum að Dulles utanríkisráðherra hafi verið smeykur við slíkar frjálsar kosningar og reynt að hindra að ákvæði um þau yrðu sett inn í friðarsamningana. En sú mótstaða bar þó ekki árangur. Hins vegar gefur skýrslan ekki til kynna að Bandaríkjastjórn hafi síðan reynt að hindra kosn- ingar. Þar kemur fram, að það er rangt, sem sumir halda fram, að Bandaríkjamenn hafi staðið á bak við tregðu Ngo Dinh Diems, þáverandi einræðisherra á að framkvæma kosningar. En þó Diem nyti ýmiskonar aöstoðar Bandarfkjanna var hann um leið mjög sjálfráður og Bandaríkjastjórn taldi sig ekki í aðstöðu til að þröngva honum, en upp af þessu spratt mikil miskl’ið milli þeirra. Úr hinu vandamálinu virðist skýrslan ekki leysa, hvernig átti að framkvæma slíka at- kvæðagreiðslu 1956 í landi sem var sundurtætt af innanlands- styrjöld, þar sem skæruliðar réöu yfir stórum héruöum. Hins vegar kemur það í ljós, að Bandaríkjamenn létu af kröf- um sínum, að kosningum yrði

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.