Vísir - 25.06.1971, Síða 9
V1SIR . Föstudagur 25. júní
framfylgt eftir að bændaofsókn-
irnar miklu hófust í Noröur-
Víetnam.
4 nnaö atriði, sem tekiö er til
meðferðar er byltingin i
Suður-Víetnam, þegar Ngo
Dinh Diem var steypt af stóli.
Þann kafla hef ég ekki lesið, en
heyrt fréttir af honum, að
Kennedy forseti hafi samþykkt
að styöja þá byltingu. Því er
jafnvel haldið fram, að hann
hafi sjálfur samþykkt aö Diem
skyldi myrtur. Eftir þvi sem
maöur þekkti til Kennedys á
maður erfitt meö að trúa því,
að hann hafi fyrirskipað morð,
en hitt kemur ekki á óvart að
Bandaríkjamenn studdu bylting-
una. Þó er erlend afskipti séu
mjög varasöm, hef ég talið aö
þau afskipti hafi verið einhver
þau beztu sem Bandaríkin hafa
haft í frammi i Víetnam. Væri
betur að þeir hefðu haft sama
háttinn á gagnvart spilltri her-
foringjastjórn í Grikklandi.
Cíðan er það rakið, hve miklar
^ áhyggjur Kennedy forseti
hafði af þróun mála í Víetnam.
Hann byrjaði að fara krókaleiðir
út af erfiðri aðstöðu til þings-
ins. í staö þess að ganga beint
til verks og fylgja tillögum
herforingja um að senda 8 þús.
manna herlið til Víetnam, vildi
hann aöeins senda svokallaða
„sérfræðinga“, en þeir urðu
helmingi fleiri. Sérfræðingaheit-
ið var dulbúningur gagnvart
þjóðþinginu. Kennedy hafði og
miklar áhyggjur af liðsflutning-
um kommúnista eftir hinu hlut-
lausa landi Laos og snerist
mestöll hans pólittk um að
stöðva þessa flutninga ýmist
með samningsgerð eða hemað-
j araðgerðum. Þær tilr. báru þó
i engan árangur og þegar Kenne-
; dy féll snögglega frá og Johnson
tók við, var ástandið orðið mjög
alvarlegt. Nærri allt Suður-
Víetnam f hershöndum komm-
únista og fullt stríð að magnast,
svo nú varð ekki komizt hjá
. að hefja opna herflutninga.
Leiddar eru líkur að þvi i
skýrslunni, að Johnson hafi
reynt að egna N.-Víetnama og
átt þannig sinn þátt í Tongkin-
flóaárekstrinum. Síöast hafi
bandarísk herskip siglt inn á
flóann og Johnson beöið með
eftirvæntingu að Norður-Viet-
namar gerðu árás sína. Þá beið
flugliðið tilbúið að hefja loft-
árásir og stemning myndaðist
til þess að þjóðþingið sam-
þykki aðgerðir, á meöan John-
son hjalaði fagurt um ffiöar-
vilja o.s.frv.
T^ftir að síöasta föstudagsgrein
birtist um „að vera fIott“,
kallaðj framkvæmdastjóri Rann-
sóknaráðs mig á sinn fund og
bar það af sér, að hann hefði
lifað nokkuð flott. Raktj hann
fyrir mér í mörgum liðum, að
ásakanir Þorsteins Sæmunds-
■ sonar hefðu ekki við rök aö
styðjast. Um yfirvinnuna sagði
hann að ómælda yfirvinnan
hefði verið fyrir seinni hluta
árs 1969, en hin fyrir fyrri hluta
árs Þá bar hann af sér, aö hann
hefði sjálfur í nokkru notið
þeirra 198 þús. kr. sem fóru í
ósundurliðaöa risnu, nema hvað
hann heföi náttúrlega borðað
úti með gestum og sama kvað
hann að segja um hinn ósund-
urliðaða innlenda ferðakostnað,
hann hefði nær því allur farið
til jarðefnarannsókna á Suð-
austurlandi. Svo eftir hans sögn
voru þau kjör sem hann hafði
fjarri því að vera flott. Þetta
finnst mér rétt að komi fram
eftir beiðni hans, en í þessu
og ýmsu ööru eru ótal mats-
atriði, sem ég get ekki farið
’engra út i hér. Rétt að bíða úr-
slita þeirrar rannsóknar, sem
nú er hafin.
Þorsteinn Tliorarensen.
52 hæstu
skattgreiðendur
i Reykjavik
Vísir birtir hér lista yfir 52 hæstu skattgreiðend-
ur af einstaklingum í Reykjavík samkvæmt skatt-
skránni, sem kom fram í morgun. Þess ber að gæta,
að á listanum er aðeins miðað við summu af tekju-
útsvari, tekjuskatti og eignarútsvari, en önnur gjöld
ekki tekin með. Vegna aðferðarinnar, sem við urð-
um að hafa við úrtakið, kunna einhverjir að hafa
fallið út, sem ættu heima á þessari skrá, og munu
leiðréttingar birtar í blaðinu jafnóðum og þær ber-
ast.
Þorvaldur Guðmundsson Síld og fiskur
Pálmi Jónsson Hagkaup
(og síðan koma sbr. skýringar á forsíðu:)
1. Sigurgeir Svanbergson, bflaleigan Vegaleiöir
2. Rolf Johansen, stórkaupmaöur, Laugarásvegi 56
3. Margrét Dxmgal ekkja Baldvins Dungal, Miklubr. 20
4. Kristín Guðmundsdóttir arkitekt, Laugarásv 71
5. Guðmundur Albertsson, Miðtúni 4
6. Árni Gíslason, bflaverkstæði, Kvistalandi 3
7. Snorri G. Guðmundsson, verksmiðja, Rauöal. 35
8. Kristinn Bergþórsson, stórkaupm., Bjarmal. 1
9. Karl Lúðvíksson, Austurbæjarapótek
10. Ingibergur Stefánsson, blikksmiöja, Laugarásv. 9
11. Einar J. Skúlason, Skrifstofuvélar, Garðastr 38
12. Hannes R. Sigurjónsson, Bjarmal. 16 ,
13. Páll Pálmason, fyrrv. ráðuneytisstj.
14 Eymundur Magnússon, prentmyndagerö,,;Bóls$þl. 27
15 Olfar Jacobsen, feröaskrifstofa, Sólevjarg. 13
16 Guömundur M. Kristinsson, stýrim., Hringbr. 43
17 Hrafnkell Guðjónsson, stýrim., Kjalarl. 4
18. Óskar Th. Þorkelsson Garðastr. 45
19. Þórður Kristjánsson, húsasmíðam. Bjarmal. 8
20. John Emest Benedikz, Kleppsv. 140
21. Hörður Þorleifsson augnlæknir, Aragötu 16
22. Stefán Skaftason, hálslæknir, Grundarl. 4
23. Guðmundur Gíslason, Bifr. og landbúnaðarv. Starh. 8 750.000
24. Kristján Guðlaugsson, stjórnarform. Loftleiða 745.000
25. Baldvin Sveinbjörnsson Holtsapótek, Langholtsv. 84 728.000
26. Eínar Sigurösson, útgerðarm. Bárug. 2 728.000
27. Páll H. Pálsson, forstj. Happdrættis Hí Mávahl. 47 703.000
28. Friðrik A. Jónsson, Simrad, Garðastr. 11 676.000
29. Andrés Ásmundsson, skurðlæknir, Sjafnarg. 14 666.000
30. Hrólfur Gunnarsson, skipstj. Sæviöarundi 32 657.000
31. Ragnar Sigurðsson, gigtlæknir, Sporðagr. 17 654.000
32. Gísli Ingibergsson, rafvirkjameistari 651.000
33. Arnór J. Halldórsson, limasmiður Hvassal. 1 640.000
34. Ingvar Þórðarson, húsasm., Drafnarst. 2 634.000
35. Guðmundur Hannesson ljósm. Laugateigi 35 630.000
36. Ólafur Jóhannesson, geislalæknir, Hörgshl. 14 617.000
37. Óttarr Möller, forstj. Eimskip, Vesturbrún 24. 616.000
38. Gunnar A. Pálsson hrl. Blómvallagötu 13 612.000
39. Daníel Guðnason, hálslæknir, Sólheimum 9 610.000
40. Torfi Hjartarson, tollstj. Flókag. 18 607.000
41. Björgvin Schram, stórkaupm. Sörlaskjóli 1 592.000
42. Ríkarður Sigmundss., siglinga og fiskileitartæki 586.000
43. Björn Þorfinnsson, skipstjóri, Stóragerði 8 579.000
44. Ámundi Sigurðsson, málmsteypa 578.000
45. Helgi Kr. HaMdórsson, forstj. Rauðalæk 37 572.000
46. Eiríkur Helgason, stórkaupm. Laugarásv. 73 568.000
47. Jón Þórðarson, kaupmaður, Stigahlíð 67 560.000
48. Sigurgeir Jóhannesson, trésmiðja, Akurg. 9 553.000
49. Magnús Baldvinsson, múrarameistari, Grænuhl. 7. 552.000
50. Emanúel Morthens, forstjóri, Stigahl. 93 552.000
51. Ólafur Guðnason, stórkaupm, Hjarðarhaga 17 544.000
52. Geir HaMgrímsson, borgarstjóri, Dyngjuvegi 6 540.000
Við höfum stundum getið
þess,’ aö margir hina háístó búi
við ákveönar götur eða fféjfveðn
um hverfum. Laugarásvegurinn
kemur oft fyrir á lista þeirra
hæstu, og nú eru „löndin" farin
að láta meira til sín taka en
áður.
Nú eru konur f tveimur af
fjórum efstu sætunum.
Við lauslega athugun á stétta
skiptingu hæstu skattgreiðend-
anna virðast forstjórar halda
srvipuöu hlutfalli og vant er,
tæpur þriðjungur. Læknar eru
sex á þessum lista og lyfsalar
tveir, og hafa lyfsalar sett ofan
Mtið eitt síðan í fyrra, en þá
voru þeir fimm á lista 58 hæstu
skattgreiðenda. Nú eru á listan-
um að minnsta kosti fimm stór
kaupmenn, en í fyrra voru þeir
fjórir á listanum.
Tveir á listanum eru skipstjór
ar og tveir stýrimenn. Síðan eru
tveir húsasmíðameistarar, sem
er færra en f fyrra og auk þess
rafvirkjameistari, múrarameist
ari og verkstjóri.
Þá er einn hæstaréttarlögmaö
ur, einn ljósmyndari, einn arki-
tekt, limasmiöur, tollstjóri og
borgarstjóri.
Þetta er sama sagan og f fvrra
að aðeins einn starfandi lögfræð
ingur er á listanum.
Eins og menn hafa séð, þá
höfum við reynt að greina frá
atvinnu manna á listanum og
öðrum „einkennum", fyrirtækj
um þeirra o.s.frv. eftir föngum
og þvf, sem rúm leyfir í dálk-
um.
Rétt er aö leggja sérstaka á-
herzlu á, aö við höfum aðeins
getað tekið með í þessar skatta
tölur tekjuskatt, tekjuútsvar og
eignaútsvar þessara einstakl-
inga. Þarna koma til dæmis
ekki fram aöstöðugjöld þeirra,
sem eru stór liður hjá mörgum
og mundu breyta röðinni tals-
vert og flytja nýja menn í sæti
á listanum okkar, sem ekki eru
þar nú. —HH
Hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar hefur fólkið „lagt nótt við dag“ að undan
fömu til þess að skattskráin gæti komið út í dág.
2.535.009
2.360.0001
1.756.000
1.674.000
1.609.000
1.086.000
1.081.000
1.072.000
1.028.000
1.027.000
1.024.000
1.000.000
987.000
953.00°
9Ó1.ÖÖ0 "
889.000
885.000
825.000
795.000
791.000
774.000
766.000
752.000
■> Talsverð‘„bylting“ hefur orð-
ið á listaníim yfir hsestu skatt’-
greiðondurpa. • RpJfjvJobansen,
sem var 30. á listanum f fyrra,
kemur nú í annað sætið Mar-
grét Dungaj var í 19. sæti í
fyrra.
Mesta athygli vekur auðvitað
hækkunin. Nú eru níu með yfir
eina milljón f þessa skatta, en f
fyrra voru þrír yfir milljón. Um
sjötíu fara yfir hálfa milljón, en
f fyrra voru tuttugu og átta með
svo háa skatta.