Vísir


Vísir - 06.07.1971, Qupperneq 2

Vísir - 06.07.1971, Qupperneq 2
Ekki matarögn síðan 24. apríl Suma daga hleypur hann 5 mílur á 35 mínútum, svo koma dagar þegar hann hleypur 10 mfl ur á 80 mínútum. Ekkert merki legt viö það — heldur hitt, að hlaupari þessi er Diok Gregory, 38 ára gamali maður, sem hefur getað viðhaldið kröftum sfnum, þrátt fyrir það aö hann hefur ekki borðað matarbita síðan 24. apríl í vor í þessari síðustu af mótmælaföstum sínum hefur þessi svarti skemmtikraftur og grínfugl ekki næ>3rt á öðru en blávatni, stundum að vísu blönd uðu með appelsínusafa. Þessi fasta á að standa þar til Banda- rfkjamenn hafa kallað alla her- menn sína heim frá Víetnam. Venjulega vegur Gregory 79 kg en nú hefur þyngd hans hrap að niður f 58 kg. Um daginn kom hann fram í næturklúbbi í New York og sagði þar, að hann byggist við aö verða kominn nið ur í 35 kg í september n. k. „1 sérhvert sinn sem ég sé mat á diski, þá kemur mér striðið í hug,‘‘ sagði hann, „kúfaður mat ardiskur vekur enga hungurtil- ímningu hjá mér lengur, heldur sé ég fyrir mér Víetnam. Ég hugsa um aumingjana báðum meg in víglínunnar veinandi af hungri“. Dick Gregory Regnhlíf fyrir þriggja manna fjölskyldu. Tannbursti fyrir efri og neðri góm. Reiðhjól, sem notist þegar menn fara upp stiga Kíkir fyrir „gluggagægja“, sem oft þurfa að horfa inn um skráargöt. Hann hannar nytsama hluti ar tfmann. Sandkomin ®r renna á milii g:asanna, eru svo stór að þau komast ekki niður. Þar með hefur maður ekki frekari áhyggj- ur af þvf. Finnst þér leiðinlegt þegar þú ert úti á göngu í ausandi slag- veðrj og regnhlffin verður renn- andi vot, og bleytir f kringum sig? Carelman sá við þvf. Hann fann upp regnhlíf sem sett er ofan á regnhlífina. Stundið þér viðkvæmar smfð- ar? Þá er ráð að fá sér hamar sem er gerður úr gleri. Handa húsmæðrum sem eru þreyttar á að lyfta og ýta þungu straujámi fann hann upp strau jám á hjólum. Og fyrir kæru- lausa rithöfunda fann hann upp vél til að slá „Ég“-in. Það virðist ekkert sem Carel- man kann ekkj ráð við. Nema eitt — að þvf er virðist. Hann hefur nú setið vikum saman og hugsað upp ráð til að smíða blaðlausan hníf með týndu hand fangi“. Jacques Carelman er málari, myndhöggvari leikmyndateiknari og myndasagnahöfundur sem virð ist af meðfylgjandi myndum að dæma, einnig hafa til að bera nokkuð af hæfileikum Edisons, Marcónís og Gui'llotins. Hann hefur fundið upp fjöld- ann allan af „hentugum" hlut- um svo sem þeim sem sjást hér á síðunni. Finnst þér tíminn líða of hratt? Bf svo er, þá hefur Carelman fundið upp stundaglas sem stöðv- Borgar sig ekki að skilja — erð minnsta kosti ekki ef maður er karlkyns Danskir karlmenn kvarta undan því, að dönsku skilnaðarlögin séu þeim svo algerlega í óhag, að venjulegur maður hafi alls ekki efni á því að skilja við konu sína. Eftir skilnaðinn plokki hún af honum hvem eyri í meðlögum og bamalíf- eyri allt til æviloka. Eitthvað svipað höfum við reyndar heyrt hér á íslandi líka — en hér fylg ir á eftir saga af eigin- manni nokkrum, sem hlaut þá fantalegustu með ferð af konu sinni fyrr- verandi, sem um getur á þessu veðurblíða vori. Þau bjuggu f Lyngby við Kaup mannahöfn hjónin og áttu sam- an 3 böm. Hjónabandið var hvonki verra né betra en gengur og gerist, þar til sá vondi sjálfur skaut upp koliinum í Ifki elsk- huga konunnar. Hún stakk af með honum og skildi eftir mann sinn og hjá honum börnin þrjú. Og það var eiginlega það eina sem hún skildi eftir hjá honum, þvf að hún hafði á brott með sér sérstök vöruúttektarkort sem hann átti, og giltu til vöruúttekt- ar í mörgum stórverzlunum í Kaupmannahöfn. Þann tíma sem þau hjónin voru skilin að borði og sæng, bjó kon an með elskhuganum f nýju húsi hans. Þau vantaði tilfinnanlega húsgögn og fleiri nytsama hluti, og notuðu til innkaupanna inn- leggskort mannsins fyrrverandi. Húsgögn fyrir 600.000 krónur. Konan keypti sér frystikistu, stóla og borð, bækur og eldhús tryllitæki, alls fyrir 600.000 ísl. kr. Maðurinn fyrrverandi fékk alla reikninga í hausinn, nákvæm- lega sundurliðaða, þannig að hann veit gerla hvílíku kóngalífi konan hans fyrrverandi lifir nú á kostnað hans. „Konan mín keypti þetta allt saman út á mín úttektarkort og ég hef staðið í ströngu sl. 2 ár með að borga afborganir af þessu“, segir sá rúði eiginmaður. Þessi risavöxnu innkaup áttu sér stað fyrstu mánuðina eftir skiln aðinn“. Bar sig upp við lögin. „Ég hef kvartað við skiptarétt inn yfir þessum rosainnkaupum konunnar á minn kostnað. en 'þeir vísuðu mér frá og f dóms- málaráðuneytinu svara þeir mér engu. Það er eins og að gamga á vegg að tala við þá þar, þegar ég kvarta yfir úrslitum skilnaðar málsins í undirrétti. Konan mín hljópst á brott og , hvarf mér gersamlega í 3 mán- uði. Ég sat eftir með börnin þrjú. Við heyrðum ekkert frá henni, en samt dæmdi héraðsrétturinn svo, að ég skyldi greiða henni meðlag meö bömunum þremur fyrir þá þrjá mánuði sem ég sjálfur gætti bús og barna. Þetta hlýtur nú að vera gagnstætt öllum lögum, svona dómur. Ég varð að borga liðlega 2000 kT. fsl. með hverju barnanna mí",''ðina þrjá, sem ég hafði þau hjá mér — hún kom ekki einu sinni f heimsókn til þeirra allan þann tíma. Þrátt fyrir það aö ég geti fært fram vitni máli mínu til sönnunar, þá vísar dómsmálaráðuneytið mér á bug. Þeir benda bara á úrskurð héraðsdómsins, og enginn þeirra málafærslumanna sem ég hef sett mig f sambandi við, vfll fara í mál við héraðið".

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.