Vísir - 06.07.1971, Síða 6

Vísir - 06.07.1971, Síða 6
6 VÍSIR . Þriðjudagur 6. júlí 1971. Já, það var heldur kalt .bað þetta, sem litla' stúlkan á myndinni fékk { skólagörðum Kópavogs einn daginn. Þar hafa hinir ungu nemendur undanfamar vikur heldur betur þurft að taka til hendinnl, — dag eftlr dag hefur þurft að vökva plönturnar vegna langvarandi þurrka. Þessar fáu nætur, scm rignt hefur, hafa verið vinsælar hjá unga garð- yrkjufólkinu, sem vakir yfir velferð plantnanna af einstakri kostgæfni og bíður spennt eftir að sjá, hvernig útkoma sumarsins verður. —^íroSmurbrauðstofan I BJÖRIMINIM Njálsgata 49 Sími 15105 | ÁVALLT I SÉRFLOKKl HF. OFNASMIÐJAN Einholti 10. — Sími 21220. Ódýrari en aórir! Shodh IBCAK AUÐBREKKU 44-46. | SiMl 42600. 0 Enn um Keflavíkur- sjónvarpið L. J. hringdi: Það sýnir bezt, hversu vin sælt Kefl'avíkursjónvarpið er, að þeir sem vilja banna það núna, pössuðu sig á því að minnast ekki á slíkt me&an ekki var bú- ið að kjósa. Nú er allt orðið vit- laust út af því. Það er nú meira, hvað menn eru öruggir um sig eftir kosningar. % Sumarfrí — sjón- varpsfrL Nú er hann enn einu sinni runninn upp sá yndislegi mán- uður, júlímánuður, þegar þjóðin fær algjört leyfi frá sjónvarp- inu. Mikil blessun. En hann er ekki fyrr runninn upp en öfga- mennimir eru komnir f hár sam- an út af Keflavíkursjónvarpinu, sem er að því leytinu verra en það íslenzka að útsendingartími þess er mun lengri. Margt ann- að hafa menn haft við banda- riska sjónvarpið að athuga: , „mengun hugarfarsins", „her- nám hugarins“ o.s.frv., sem að sjálfsögðu eru sjónarmið út af fyrir sig, en þó varla jafnstór hættuleg og menn vilja vera láta. Hins vegar er það rétt, að nokkuð hjákátlegt er, að erlent hermanna- og áróðurssjónvarp skuli fá aö flæða yfir landslýð- inn meðan hann hefur ekki um fleira að velja. Sterkasta röksemdin gegn Kanasjónvarpinu er hins vegar sú. að því minna sjónvarpsefni sem er I loftinu því betra fyrir landsmenn. Við getum öll verið þakklát hinu íslenzka sjónvarpi fyrir hvað það hefur afrekað að vera fádæma leiöinlegt og lélegt, svo að flestir eiga auðveldan leik við að ýta á takkann eftir fréttir. Fyrir flesta væri þá betra að þurfa ekki að leika „karakter“ til aö skrúfa ekki frá Kananum á eftir. Sjónvarpsandstæðingur. 9 Hvað heitir styttan — og eftir hverrr? Hvað er þetta? Hvaða maður er þetta? Hver geröi þetta? — Þetta spurningasuð hljómaði fyr ir eyrum mínum á sunnudags- morguninn, þegar ég tók mig til í góða veðrinu og hélt ásamt bömunum i einn af hinum fall- egu skrúðgörðum Reykjavíkur- borgar og var að skoða ýmis ágæt listaverk, sem þar standa öllum til mestu ánægju. En því miöur. Ég gat ekki svaraö þess um spumingum barnanna. Ég vissi ekki gjörla hverjir höfund- ar verkanna voru, þó má á sum- um þeirra finna höfundamafn, en hvað verkin heita eð'a eiga að túlka um þaö er hvergi staíkrók aö finna. Mér datt í hug í þessu sam- bandi hvort borgaryfirvöldunum hafi ekki dottið í hug að gera einhverja bragarbót á þessu. — Ég sá þama að það voru ekki einungis börnin, sem vildu fá fróðleik heldur og ferðamenn frá útlöndum, sem þama voru að glugga í verkin og leituðu skýringa, sem hvergi fundust. —JP % Hver vann f happ- drættinu? Kona skrifan „Hvernig var þetta meö happ drættið, sem staðið var að til á- góða fyrir byggingu barnaheim- ilis aö Tjaldanesi? Ég keypti i því miða á 300 kr. árið 1969, og á þeim miða stend ur að dráttur hafi átt að fara fram 23. des. það ár. Vmningar voru auglýstir 3ja herb. fbúð. flugferð til Miami og önnur flugferð til Mæjorku. Það hefur aldrei verið dregið í þessu happdrætti mér vitan- lega. Á miðanum er gefið upp sfmanúmerið 33009 og er ég hringdi { það, þá svaraði einhver kona, sem kvaðst löngu uppgef in á þessu happdrætti, en benti mér á að hringja í Friðfinn Ólafs son, forstjóra...“ HRINGID í SfMA 1-16-60 KL13-15 . • ' ,:V : Trésmiðjan Víðir auglýsir BORÐSTOFUHÚSGÖGN sem allir geta eignazt Greiðsluskilmálar: 2.000 kr. útborgun og 1.500 kr. á mánuði. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. Verzlið í Víði Laugavegi 166 — S'imi 22229

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.