Vísir - 28.07.1971, Side 5

Vísir - 28.07.1971, Side 5
1TÍSIR . Miðvikudagur 28. júlí 1971. Keflvíkingar til — vandamál, sem verður að leysa, kom fram / gær / sambandi við Laugardalsvöllinn — Eins og málin standa nú eru litlar líkur á því, að hið fræga lið Totten- ham leiki hér á landi gegn Keflavík í Evrópu- keppninni, sagði Haf- steinn Guðmundsson, formaður íþróttabanda- lags Keflavíkur, þegar Íþróttasíðan náði tali af honum rétt eftir mið- nætti í nótt, en Haf- steinn var þá nýkominn af stjórnarfundi banda- lagsins. — Viö sendum fþróttabanda- lagi Reykjavíkur fyrir nokkru bréf og óskuðum eftir þvi að fá Laugardalsvöllinn leigðan hinn 15. ^eptember fyrir Evr- ópuleikinn, en fengum í gær svarbréf frá ÍBR, þar sem okkur var tilkynnt, að völlurinn væri ekk; til reiðu fyrir annan Evr- ópuleik í vikunni 13. —19 sept- ember ef Fram kemst áfram i •Evrópukeppni bikarhafa, sem félagið tekur þátt í. Jafnframt benti stjórn ÍBR okkur á að reyna að fá leikinn við Tottenham hér heima hinn Tottenham erlendis? 22. september þar sem Totten- ham væri þá ekki í keppni. Viö hringdum strax út ,í gær og ræddum við forráðamenn Tott- enham en þá kom í ljós, að lið- ið leikur þann dag gegn Italska liðinu Bologna í árlegri keppni enskra og ítalskra liða og þar sem Tottenham sigraði í deilda- bikarnum enska tekur það þátt í keppninni ÍBK þarf að vera búið að til- kynna leikdag og leikstað til Evrópusambandsins þann 31. júlí — eða eftir þrjá daga — og eins og málin standa nú sjá- um við ekki fram á annað en að semja við Tottenham um að leika báða leikina í Lundúnum. Ef við verðum ekki búnir að tilkynna leikdag fyrir 31. júli mun Evrópusambandið sjálft á- kveða leikdag og leikstað. Það var rætt um það á stjórn- arfundinum í gærkvöldi, hélt Hafsteinn áfram, að hafa leik- inn í Kefiavík, en greinilegt að það er útilokað. Aðeins l’itið brot þess áhorfendaifjöida, sem ’íiéf- ur áhuga á að sjá leikinn, gaéti komizt fyrir á áhorfendaséasð- inu í Keflavík og þar mundi allt fara í eina endaleysu og yrði misheppnað fyrir áhorfend- ur og leikmenn. Ef við getum ekki fengið leikinn á Laugar- dalsvellinum einhvern tima í vikunni 13.—19. september verð um við að leika úti. Þetta sagði Hafsteinn Guð- mundsson meðal annars í nótt, en íþröttasíðan fær ekki betur séð en þessi neitun ÍBR á af- notum af vellinum sé vægast sagt mjög hæpin — og gætir þar mikillar þröngsýni, að leyfa Keflvíkingum ekki að reyna að semja um leikinn við Tottenham mánudaginn 13. sept. eða þriðju daginn 14. eða þá jafnvel fimmtudaginn 16 sept. Að þv’i ska! nú vikið. 1. Fram mun leika báða leiki sína í undankeppni Evrópukeppnj bikarhafa á Möltu og fara þeir sennilega fram 28. ágúst og 1. sept- ember. Komist Fram ekki á- fram hefur liöið ekkert að gera við Laugardalsvöllinn hinn 15. september og það verður að segjast eins og er, að mun minni líkur eru á því en hinu, aö Fram verði sigursælt í þessum leikjum á Möltu. Erlend lið hafa sjaldan náð þar árangri, og fyrst Real Madrid og Manch. Utd. hafa ekkj getað sigrað þar, eru varla miklar líkur á því að Fram takist bað. 2. Nú, ef svo ólíklegt tekst til, að Fram sigrar á Möltu og kemst í 1. umferð keppn- innar á það fyrir höndum leiki við Steaua frá Búkarest og ekki mundi það lið draga að marga áhorfendur hér á landi. Og hvaða tryggingu hefur ÍBR fyrir því, að Fram velji ekki sama kost og gegn Möltu-liðinu. að leika báða leikina við Búkarest-liðið i Rúmeníu? — Það væri kald- hæðni örlaganna ef ÍBK yrði neitað um Laugardalsvöllinn og svo/ef Fram kemst áfram léki það báða leikina erlendis. 3. Og ef Fram sigrar á Möltu er það þá víst — og hefur ÍBR kynnt sér það mái nið- ur í kjöiinn — að Fram eigi fyrri leikinn gegn Steaua á heimavelli hinn 15. sept- ember? Það skal að vísu viðurkennt, að ÍBR hefur vissar skyldur gagnvart Reykjavíkurliðunum, en hefur ÍBR ekki einnig siö- ferðilegar skyldur gagnvart reykvískum áhorfendum, sem borga milljónir króna í aðgangs- eyri á knattspyrnuleiki á Laug- ardalsvellinum á hverju sumri? Finnst stjórn ÍBR rétt að ræna þá þeirri ánægju að fá að sjá eitt frægasta knattspyrnulið heims í keppni á jafnhæpnum forsendum og neitun a afnot- um af Laugardalsvelli fyrir Keflvíkinga hinn 15. sept. byggist á? Hér hefur verið bent á ein- . faldar staðreyndir, og ég trúi því ekki að óreyndu, að ÍBR hliðri ekki til í þessu máli og leyfi Kerflvl'kingum afnot af Laugardalsvellinum til dæmis 13. september. Ef svo ólíklega vildj til, að Fram léki hér heima hinn 15. september gegn Steaua efast ég um, að það mundi draga mikið úr að- sókn þó Tottenham hefði leikíð tveim dögum áður. Stjórn ÍBR veit áreiðanlega, að það er margt svipað um knattspyrnu og til dæmis harðfisk. Ef maður byrjar á að éta harðfisk er erf- itt að hætta meöan eitthvað er til. Það er eins með knattspyrn- una. Ef menn byrja að fara á leiki, þá halda þeir því oftast áfram. Þannig gæt; Tottenham- leikur 13. sept. aðeins aukið aösókn að.leik Fram 15. sept. —: sem eins ög bezt er að viður- kenna að iitlar líkur eru á að verði nokkur. Það er ekk; oft, sem íslenzk- um áhorfendum gefst kostur á að sjá eitt bezta félagslið heims — en til þess er nú tækifæri vegna óvenjulegrar heppni Keflwíkinga Af þeim liðum, sem til islands hafa komið er aðeins Benfica. sem hefur sama aðdráttarafl og Tottenham, og man ég þá vei eftir liðum eins og Arsenal. Liverpool, Everton og Ferensvaros. Hvaða ís3. á- hugamaður hefur ekki hug á því, að sjá Mullery Peters, Chivers, Coates — fjóra meöal frægustu leikmanna enska landsliðsins, Jennings og Kinnear, I’rlandi, Alan Gilzeah, Skotlandi Mike England. Wales og Cyril Knowles, Englandi? — Níu ■landsliðsraenn býöur Tottenham upp á: Það geta liðið áratugir, þar til okkur gefst annað eins tækifæri. Og að siðustu: Á að ræna íslenzka áhorfendur þeirri ánægju? — Nei. það eru vin- samleg tilmæli til ÍBR að kippa þessu máli 'i liðinn. Til þess er tækifæri, en krefst aðgerða strax. — hsím. ÍSLANDSMET í SUNDI - ANNAÐ JAFNAÐ í GÆR Hinn ungi Akurnesingur, Guðjón Guðmundsson, setti mjög gott íslandsmet í 100 m bringusundi á sund Valur gegn landsliðinu Afmælisleikur - í tiiefni af 60 ára afmæli Vals fyrr á þessu ári — verður háður á Laugardalsvell- inum annað kvöld og leikur meist- araflokkur Vals þá við landslið, sem Hafsteinn Guðmundsson mun velja i dag. Eins og kunnugt er verður lands- ieikur við England eftir viku á Laugardalsvellinum — næsta mið- vikudag — og ætti þessi leikur annað kvöld því að vera góð asf- ing fyrir landsliðsmenn okkar. móti, sem haldið var í Sundlaug Hafnarfjarðar í gærkvöldi. Hann synti vegalengdina — og sigraði — á 1:10.4 sek. og bætti met Leiknis Jónssonar, sem var 1:10.6 mín. og var eitt bezta íslenzka sund- metið. Keppnin í sundinu var mjög skemmtileg. í öðru sæti varð Hilde- brandt, Þýzkalandi, á 1:11.1 mín. Guðmundur Gíslason sá fjölhæfi kappi, varð þriðji á 1:12.9 mín. og Leiknir varð fjórði á 1:13.2 mín. Á mótinu náði Guðmundur Gísla- son mjög góðum árangri í 100 m flugsundi og jafnaði íslandsmet sitt á vegalengdinni 1:01.6 mín. Hann sigraði einnig i 100 m skriðsundi á ágætum tíma 57.4 sek., en á bezt í 25 m laug 56.8 sek. Annar í því sundi varð Robert Teschner, Þýzkalandi, á 59.5 sek. Allir þýzku sundmennirnir, sem kepptu á sundmeistaramótinu, voru meðal keppenda í gærkvöldi og þar sigraði hin fræga sundkona, Heike Nagel í 100 m bringusundi á 1:21.7 m’in. Ingibjörg Haröar- dóttir var fyrst í 100 m flugsundi á 1:18.8 min. og Dagmar Lippert í 100 m baksundi kvenna á 1:20.4 mín. Þar varð Ingibjörg Ólafsdóttir frá Hornafirði i öðru sætj á 1:22.2 mín. Og í 100 m baksundi karla sigraðj Claus Schmidt á 1:05.1 mín. íslenzka sundfólkið lagði ekki mikla áherzlu á þetta sundmót. Nú ganga landsliðsæfingarnar fyrir öllu og því var æft á mánudags- kvöld og eins í gærmorgun — eins og ekkert mót væri framundan. Góður árangur náðist þó v’iöa eins og tímar Guðjóns og: Guömundar bera með sér. Þess má geta, aö keppt var í 25 m laug, en íslands- met eru bæði skráð í 25 m laug (innanhússmet) og i 50 m laug. Þessi mynd var tekin eftir 200 m bringusund á meistaramótinu, en þar sigraöi Leiknir Jónsson. — Til vínstri er Guöjón Guð- mundsson, sem setti ágætt íslandsmet í gærkvöldi. Ljósm. BB.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.