Vísir - 04.08.1971, Blaðsíða 1
Náttúmn skoöuö
gegnum
„Það er vissulega ánægjuleg lífs
reynsla fyrir þreytta ferðalanga
að koma yfir Hellisheiöi til
Reykjavíkur að aka á kaflan-
um frá Svínahrauni niður í Lækj
arbotna. Það er eins og öll
þreyta líði úr mönnum og þeir
taka upp léttara hjal. — Og
venjulega er helzta umræðuefn
ið, hvílíkur munur það væri
rykmökkinn
ef allir þjóðvegir væru eins og
þessi“. Þetta segir m. a. í for-
ustugrein Vísis í dag, Náttúru-
skoðun í ryki, en líklega þekkja
þeir fjöldamörgu, sem fóru út
fyrir þéttbýlissvæðin um helgina
við hvað er átt.
Sjá bls. 8
Hverfur einn stærsti foss
landsins á næstu öldum?
— vafnsmagn / Dettifossi minnkar við Jboð oð
vatnið grefur sér farveg i vesturenda fossins
Mun hinn tígulegi, og
jafnvel ógnvekjandi
Dettifoss hverfa á næstu
árhundruðum? Þetta er
spurning, sem menn
velta fyrir sér í fuliri al-
vöru. Menn er koma oft
að fossinum hafa tekið
eftir því, að vatnsmagn
hans virðist fara minnk
andi, það er vatnið, sem
fellur fram af bergstall-
inum en hins vegar
streymir hluti þess í gjá,
sem vatnsstraumurinn
er að grafa í jarðlögin
að vestanverðu.
Guðmundur Gunnarsson kenn
ari var á ferð við Dettifoss fyrir
skömmu. f viðtali við Vísi í
morgun sagði hann: „Fossinn
fel'.ur fram af bergstalli, sem
liggur frá norðaustri tii suð-
vesturs skáhallt á gljúfriö sem
vísar í norður og suður.
Við vesturbakkann myndast
þv’i þröngt horn og virðist sem
vatnið sæki á að grafa þar gjá
og faila í hana. Kunnugir menn
álíta, að vatnsmagnið, sem falli
í aðalfarveginn fari minnkandi
O’g vatnið sæki á að grafa sér gjá
alveg við vesturbakkann
Þetta þýðir það, að við get-
um hugsað okkur að eftir ein-
hver hundruð ára veröi fossinn
alveg horfinn, og vatnið í Jökuls
ánni falli þarna í streng en berg
stallurinn. sem fossinn fellur
fram af núna standj eftir auður“.
— Er minnkandi vatnsmagns
farið að gæta á útliti fossins?
„Ég hef heyrt eftir mönnum,
sem koma þarna oft að þess sé
farið að gæta á útlitj fossins".
- SB
Þær gefa
köilunum
ekkert eftir!
Hvers vegna skyldu konur
ekki vinna erfiðisvinnu eins
og karlar? Þannig spyrja hin
ar róttæku rauðsokkur vorra
tíma. Þær Hrafnhildur Krist-
insdóttir, 20 ára, og Bryndís
Aðalsteinsdóttir, 16 ára, segj
ast ekki vera rauðsokkur, síð
iW en svo, en þær vinna þó
þá tegund vinnu, sem hið
„sterka kyn“ hefur séð um
til þessa. Þær tilheyra vinnu
flokki, sem vinnur að frá-
gangi lóða við Hraunbæ ofan
verðan.
réttur
Þær Hrafnhildur og Bryndís
eru líklega vinsælastar allra 1
vinnuflokknum þeirra hjá Vél-
tækni hf„ en þama eru þær
taldar fullgildir verkamenn, —
og eru það, að því er félagar
þeirra sögðu okkur.
Bryndís kvaðst vera að safna
fyrir vetrarsetu í Verzlunarskól
anum, en Hrafnhildur var ekki
búin að ákveða neitt um fram-
tfðina. Fyrirtækið hefur ekki
gert neinn greinarmun á konum
og körlum og greiðir báðum
kynjum sömu laun, — stundum
komast þær í 7000 krónur 'd
viku.
— Verðið þið ekki vöðva-
stæltar af þessu stúlkur?
Svarið kom í þann mund, er
fréttamenn héldu af stað. Biíl
ljósmyndarans þvertók fyrir að
fara i gang. Það voru því stúlk-
urnar, sem ýttu honum í gang,
og fóru létt með það, en piltarn-
ir í vinnuflokknum fylgdust með
glottandi, þegar stúlkurnar
sýndu svo að ekki varð um
deilt, hverja krafta þær hafa
í kögglum eftir erfiðisvinnu sum
arsins, mokstur og steypuvinnu,
lagningu á rörum og annað því
um líkt. — JBP
Frjáls
Næsti leikur Bandarikjanna:
til tólf mílna
Bandaríkin lögðu til í gær, að
sérhvert ríki skuli hafa til þess
frjálsan rétt að ákveða landhelgi
allt að tólf sjómílum frá strönd.
John Stevenson ambassador bar
þessa tillögu fram á fundi ncfnd
ar Sameinuðu þjóðanna, sem nú
stendur f Genf um nýtingu hafs
botnsins.
í bandarísku ti'.lögunni er enn-
fremur grein, þar sem kveðið er á
um réttindi á sundum, sem séu á
siglingaleið skipa margra ríkja. Þar
er kveðið á um að öll skip og flug-
vélar skuli hafa sömu réttindi á
þessum sundum og þau hafa á
opnu hafi, ef sundin skilja að tvo
hluta alþjóðlegrar siglinga'.eiðar
eða liggja milli alþjóðlegrar siglinga
leiðar og landhe’.gi einhvers ríkis.
Stevenson sagði á blaðamanna-
fundi, að þetta muni ekki breyta
neinu um sund, þar sem nú eru
í gildi ákveðnar alþjóðasamþykktir.
Breytingin muni koma við sund,
sem séu milli 6 og 24 sjómílur, þar
á meöal Gíbraltarsund. — HH
Jackie krafin
skaðabóta
Jackie Kennedy Onassis hefur
oft sýnt mikla hörku f garð
! hinna harðskeyttu ljósmyndara
blaðanna, — og þeir reyndar
ekk; sýnt henni neina linkind
heldur. Grískur ljósmyndari i
Aþenu hefur nú höfðað mál á j
hendur frúnni og krefst stórkost |
legra skaðabóta — telur að líf- i
verðir frúarinnar hafi látið berja
á sér að hennar skipun.
Sjá bls. 2
Parísartízkan
Sjá bls. 13
Annaðhvort
sprautu eða
á sjúkrahús
Þessa tvo kosti fékk lesandi,
sem skrifar í dálkinn Lesendur
hafa orðið, þegar hann var að
söngla heima hjá sér að nætur
iagi meðan hann var aö dytta
aö vaski eftir að aðrir voru
gengnir til náða. Næturlæknir-
inn var óðar kominn í heim-
sókn og taldi þetta ekki eðlilegt.
Frá þessum furðulegu viðskipt
um segir á bls. 6.
Kjölur og
Sprengisand-
ur aftur í
bjóðbraut
Þessir tveir fornu fjallvegir eru
aftur í þjóðbraut, — a.m.k. um
hásumarið á góðum b’ilum. Heil
síða af fréttum af innlendum
vettvangi er inni í blaðinu i dag
og þar segir m.a. frá umferðinni
um hálendi um verzlunarmanna
helgina.
— sjá bls. 7
Það er hægt!
Margir mótshaldaranna voru
orðnir úrkula vonar um að hægt
yrði að ha'.da sumarmót um
verzlunarmannahelgi án þess að
meiri háttar hneyksli hlytist af.
Eftir sfðustu helgi hefur brúnin
lyfzt verulega á mönnum. Rætt
er við forstöðumenn mótanna
um ástæðurnar, sem þeir telja
að Iiggi að baki því að svo vel
heppnaðist nú.
Sjá bls. 9