Vísir - 04.08.1971, Síða 8

Vísir - 04.08.1971, Síða 8
VISIR . Miðvikudagur 4. ágúst 1971. Otgefandi: Keyktaprenr ní. Framkvaemdastjðri: Sveinn R Eyjðlfsson Ritstjðri: Jðnas Kristjðnsson Fréttastjóri: Jðn Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrtl: Valdimar H. Jöhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiðsla • Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjöra: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 iínur) Áskriftargjald kr. 195.00 ð mðnuöi Innanlands f lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöja Visis — Edda hf. Náttúruskoðun í ryki Farangursgrind með tjaldbúnaði er einkennistákn þjóðvega landsins á þessu sumri. Þeim fjölskyldum hefur greinilega fjölgað ört, sem fylla bíla sína af margvíslegum viðleguútbúnaði og eyða sumarfríi sínu á faraldsfæti um landið. Að kvöldi og morgni dags má ( hvarvetna í hvömmum og á lækjarbökkum sjá tjöld þessarar kynslóðar, sem vafalaust þekkir land sitt betur en nokkur fyrri kynslóð í landinu. Umræður um náttúrufegurð og verndun náttúrunn- ar eiga án efa nokkurn þátt f þessum almenna áhuga / Reykvíkinga og íbúa annarra þéttbýlisstaða á ferða- ) lögum um landið, útilegu og náttúruskoðun Og á- ) huginn er svo sannarlega ekki bundinn við þá, sem \ búa á mölinni. Bændur eru í vaxandi mæli farnir að ( bregða sér í slíkar ferðir eftir fyrri slátt. f Sumír eru með svo háþróaðan tæknibúnað í ferð- / um þessum, að viðkynnin við náttúruna eru mest að ) nafninu til. Tjöld þeirra eru tveggja til þriggja her- bergja íbúðir með stólum, borði, eldavél og ýmsum skondnum smábjutum, sem ferðamannaiðnaðurinn hefur fundið upp. Aðrir hafa fjárfestinguna heldur hóf (i legri. En allir hafa jafnmikla ánægju af ferðalaginu. /f Skuggahliðin á þessum ferðalögum er rykið á þjóð- )/ vegunum, sem dregur verulesa úr ferðggleðinni, þeg- j ar umferðin er mikil á sólheitum dögum. Það er \ kannski von, að nóbelsskáldið okkar spyrji í undrun, ( hvað íbúar lofthreinustu höfuðborgar í heimi séu að ( gera út á þjóðvegina, þar sem þeir verða að aka með / fullum Ijósum um hábjartan dag. ) En svo slæmt er ástandið aðeins á fjölförnustu leið- ) unum kringum Reykjavík um verzlu.narmannahelg- l ina og aðrar helztu ferðahelgar sumíj’*r,;*’s, Víðast / hvar er umferðin ekki meiri en svo, að æfðar hendur ) geta skrúfað og niður rúður í nægilega miklum ) flýti til ao halút. hrein’' í bílnum. Ryk- » skýin upp og út fvá veg' veróa þó áfram hvim- ( leiður þáttur náttúrunnar, unz varanlegt slitlag er ( komið á þjóðvegi landsins. / Það er vissulega ánægjuleg lífsreynsla fyrir þreytta / ferðalanga, sem koma yfir Hellisheiði til Reykjavíkur, ) að aka á kaflanum frá Svínahrauni niður í Lækjar- \ botna. Það er eins og öll þreyta líði úr mönnum og ( þeir taka upp léttara hjal. Og venjulega er helzta um- ( ræðuefnið, hvílíkur munur það væri, ef allir þjóðveg- / irnir væru eins og þessi. / Og menn geta verið bjartsýnir á framtíðina. Vega- ) gerðin austur yfir fjall til Selfoss og upp í Kollafjörð \ er byrjunin á samfelldri varanlegri þjóðvegagerð á ( íslandi. Þessum vegum lýkur á næsta ári og þá taka ( aðrir við. Fráfarandi ríkisstjórn hafði tryggt Vega- / sjóði stórfelldar og árvissar tekjur, sem eiga að gera ) núverandi ríkisstjórn kleift að láta merkið á þessu ) sviði ekki niður falla. ) ( Ekkier sopið kálið... Bandar'ikjastjórn þarf að leysa mörg vanda- 1 "" . mál j sambandi við aðild Pekingstjórnarinnar að Sameinuðu þjóðunum Nixon Bandaríkjaforseti hefur enn einu sinni haft alger hamskipti í mikilvægu, gömlu rifrildis- máli. Bandaríkin hafa alltaf barizt með oddi og egg gegn aðild kínversku kommúnistastjómarinnar, sem ræður meginlandi Kína, að Sameinuðu þjóðun- um. Bandaríkjastjórn hafði til þessa tekizt að hindra samþykkt á aðild stjórnarinnar í Peking, en þess í stað hefur fulltrúi stjórnar Chiang Kai-Cheks á Formósu haldið sæti Kína, þótt rúm tuttugu ár séu liðin, síðan þjóðernissinnar Chiangs voru hrakt ir brott frá meginlandi Kína og út á eyjuna Formósu. imiiieiii! M) 0JÍMÖ ■■■■■■■■■■■■ (Jmsjðn: Haukur Helgason „Og þú bróðir minn, Brútus segja, ef hann mætti mæla. Fékk meirihluta en ekki tvo þríðju Fylgi Pekingstjórnarinnar hef- ur sífellt vaxið á þingum Sam- einuðu þjóöanna. Þaö gerðist síöastliðið haust í fyrsta sinn, að fleiri voru meö aöild hennar en móti. 51 rtki greiddi atkvæði með aðildinni, en 49 á móti. 25 sátu hjá, þeirra á meðal Is- land. Pekingstjórnin fékk þó ekki aðild I fyrrahaust. Áður hafði með sérstakrl atkvæöagreiðslu verið samþykkt að tvo þriðju atkvæða skyld þurfa til að að- ildin værj löglega samþykkt. Við atkvæðagrelösluna um að krefjast skyldí tveggja þriðju hluta atkvæða til samþykktar- innar, studdu ýmis rík; Banda- ríkin, sem e!la sátu hjá eða jafnvel greiddu atkvæði með aðildinni á eftir, svo sem Kan- ada. Mættj kalla þessa máls- meðferð nokkuð refslega. Hver tekur sætið í Öryggisráðinu? Með sinnaskiptum bandarisku ríkisstjórnarinnar nú ætti ekki að vera vafi um úrslitin. Þnnnig má telja fullvist, að meirihluti fulltrúa á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna i haust muni greiða aðild Pekingsstjórnarinn- ar atkvæði sitt. Þó eru flækjur í þessu máli, sem vafalaust munu koma betur I ljós á næst- unni- Kma hefur átt fastan fulltrúa “. Eitthvað sUkt mundi Dulles f Öryggisráöi Sameinuðu þjóö- anna frá upphafi. Þetta sæti hefur fulltrúi Chiang Kai-Cheks aö sjálfsögðu skipað, þar sem stjórn hans var eini viöur- kenndj fulltrúi Kina. Nú er ör- yggisráðið valdamikil stofnun, þar sem sérhver fastafulltrúi hefur neitunarvald I sérhverju máH Með beitingu neitunar- valdsins getur fastafulltrúian þvf hindrað, að samþykkt meiri- hluta fulltrúa nái fram að ganga, eins og fjölmörg dæmi eru um, og þá einkum aö full- trúi Sovétríkjanna hafi beitt neitunarvaildinu. Bandaríska stjómin hefur til þessa lýst yfir „hlutleysi“ um spuminguna um það, hvort Pekingsstjórnin skuli taka sætiö I öryggisráðinu eða Formósustjóm halda þvf. Formósa hefur ekki verið talin sjálfstætt ríki Nixon fylgir nú „tveggja Kina stefnu“, það er kínversk ríki skuli talin tvö annað ríkið á meginlandinu sem stjórnað er frá Peking, hitt ríkið á For- mósu, sem Chiang Kai-Chek stýrir. Bæði þessi ríki, segir Bandaríkjastjóm, skuli hafa fulltrúa á þingum Sameinuðu þjóðanna, Þau skuli bæði eiga aðild að bandalaginu. Þegar tillögur hafa veriö fluttar fyrr á árum um, að Pek- ingsstjóroin skuli taka sæti Kma hjá Sameinuðu þjóðunum, hafa flutningsmenn gert ráð fyrir. að fulltrúi Formósustjórn- arinnar viki, hann verði „rek- inn“ Þaö er örðugra en virð- ast kann í fyrstu, að rikin við- urkenni Formósu sem slíka sem sjálfstætt ríki, sem skuli eiga aðild að Sameinuöfc_yóð- unum. Þetta hefur 'h'vorki stjóroin I Peking né stjórn Formósu getað sætt sig við. Chiang dreymir enn um meginlandið I fyrsta lagi telur stjörr.m í Peking, að Formósa sé hluti af kínverska ríkinu og þjóðernis- sinnar hafi þar einungis haldið völdum, af þv’i að þeir nutu verndar Bandaríkjamanna. Það yrðj því grundvallarbreyting á afstöðu Pekingstjórnar, ef hún væri nú tilbúin að viðurkenna, að Formósa skuli eiga aðild að Sameinuðu þjóöunum viö hliö sér. í öðru lagi hefur Chiang Kai-Chek og þjóðernissinnar á Formósu jafnan litið á sig sem „gesti“ þar sem hefðu þar stundardvöl, meðan þeir byggju í haginn fyrir innrás á megin- landið, og kollvörpuðu kín- verskum kommúnistum. Þótt tuttugu ár séu liðin, og ekki bóli á valdatöku Chiang Kai- Oheks á meginlandinu, hefur gamli maðurinn ekkj varpað þessum draumi frá sér. Það væri því grundvallarbreyting á afstöðu kínverskra þjóðernis- sinna á Formósu, ef þeir væru nú tilbúnir að líta á Formósu sem sérstakt riki og sitja á þingum Sameinuðu þjóðanna viö hlið Pekingmanna. Þjóðernissinnar á Pormósu brugðust ókvæða við fréttunum um væntanlega ferð Nixons til Kfna. Þeir voru ek.ki spurðir ráða, áður en sú för var afráö- in. Spurningin er, hvort Nixon leggur svo mikið upp úr bættri sambúð við klnverska komm- únista. aö hann vilji láta Formósu fyrir róða, Öryggisráðið talið „ólýðræðislegt“ Það verður býsna flókið að finna lausn, sem ekki leiöir til mikilla ýfinga. Mörgum Banda- rikjamönnum að minnsta kosti mun hrjósa hugur viö þvl, að Pekingstjórain setjist I öryggis- ráðið með neitunarvaldi. Mörgum finnst raunar, að Öryggisráöið eigi ekki rétt á sér I lýðræðislegum samtökum. í öryggisráðinu eru það hin hernaðarlegu stórveldi, sem hafa „föðurlega forsjá“ i banda- laginu. A Allsherjarþingi hafa öll ríkin jafnan atkvæðisrétt en <i hinu volduga Öryggisráði fer það eftir öðrum sjónarmiðum, herstyrk rlkjanna I lok annarrar heimsstyrjaldarinnar, Hvort unnt verður að tengja lausn deilunnar um aðild Kin- verja umbótum á kerfi Sam- einuðu þjóðanna, er alls övíst, en margar tillögur hafa verið á döfinni um endurbætur á skipu- lagi samtakanna, en ekki náð fraro að ganga vegna afstöðu stórveidanna á ýrosum titnum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.