Vísir - 04.08.1971, Síða 13

Vísir - 04.08.1971, Síða 13
VTSÍR. MiðvHcudagar 4. ágöst. 1871. 13 Þeir, sem staada að baki æðinu — segja okkur alfír eitthvað um okkur sjálf gmhveijir maaa spyrja sig hvers vegna er allur þessi styrr út af t'fzkusýningunum í París? Þangað eru sendir fulitrú ar fjöimiðla um aMan heim til að birta fregnir þaðan. Danskur blaðamaður veit svarið meðal amnarra og skrifar grein um það í danska blaðinu Politiken. — „Tízkusýningamar snúast alls ekki um föt“, segir hann „held ur er það verziun í víðtækasta skilningi, sem allt fjaliar um. Það er verzlun upp á milljónir, það er ilmvatnaiðnaðurinn, það eru bómullarmi'Mjónir og sér- staklega er um að ræða banda- rískt fjármagn. Það er um að gera að kom- ast í fjölmiðluana. Maður þarf að vera umtalaður aftur og aft- ur. Svo ganga viðskiptin sinn gang. Ekki meö fötin fyrst og fremst heldur með alla hina framleiðsluna, sem tízkuhúsin leggja nafn sitt við. Þar sló Ohanel öllu við. Henni stóð al- gjörlega á sama um fötin, en þau seldu ilmvatnið hennar. — Það, sem Marilyn Monroe svaf li. 1 hvert skipti sem tizkuhúsið Dior er nefnt hátíðlega á naifn og með öndina i hálsinum þá smýgur lítil aukaflaska af ilm vatni með.“ Blaðamaðurinn heldur áfram og segir tízkusýningamar vera fallegar og skemmtilegar þrátt fyrir það að athugendur muni segja fréttir heima um siðlevsið sem sé að baki öllu þessu. — „Tvískinnungurinn og hið and stæða í öllum tryllingnum kem ur sér vej á annan hátt Þau spegla nefnilega mest spennandi tímabil sögunnar. Timabil það, sem við lifum á.“ Hann segir að þess vegna séu „nöfnin" einnig spennandi pers- ónur þótt í raun og veru séu þau sem skjöldur fyrir steinharða peningamenn. Að athuga þess ar persónur sé nám í viðhorfi og tengslum. Og segi sína sögu um öll okkur hin, sem í vfðtækasta skilningi séum neytendurnir, sem allt þeta tizkustand bygg- ist á Tízkukóngarnir selji imynd sína — sumir séu „finir með sig“, aðrir framfarasinnar" eða „nútímasinnar". aðrir leiki hlut verk hirðfiflsins á alþjóðlegan mælikvarða. í raun og veru séu ekki svo mikill munur á gæðum fram- leiðslu þessarra manna. Að lok um séu einnig til þeir sem í raun og veru búj til nokkurn veginn nothæf föt. En allir segi þeir okkur óbeint eitthvað um okkur sjálf. Tjessi grem, sem var sfcrifuð fyrir tízkusýningamar hef ur ekki fallið eftir að þær ero nú yfirstaðnar. Ailt kemur beim og saman. Þó er ýmsum smá atriðum sleppt eins og það, að síðustu fimm ár hafa t'rzkuhúsin selt föt í fjöldaframleiðslu fyrir tæplega tvö þúsund milljónir króna. Bandaríska fjármagnið hefur einnig látið standa meira á sér nú en áður og er um kennt fjárhagserfiðleikum heima fyrir. Tízkuhúsin sáu leið til að ná meiri umsetningu með þvi að ná til fjöldans með fjölda- framleiðslu — hátizkan er að- eins rjóminn ofan af, sem hinir efnuðustu kaupa og agnið, sem lokkar viðskiptavinina að eins og áður er sagt. En víkjum aftur að því sem danski blaðamaðurinn hefur að segja um persónuleika „and- lita“ ttzkuhúsanna — nöfnin, sem eru hlíf peningamanna að baki Balmain — fínn með sig. • Balmain er „fínn með sig“. hefur tengsl við danskan markað. Hús hans er virt, veld ur ekki byltingu, en er alltaf umtalað. Það er einnig einn mát inn til að halda sig í fremstu röð. I ii Courreges tímasinni. alvarlegur nú- • Courreges er hinn alvarlega - hugsandi nútímasinni, Hann ætlaði að verða listmálarj en varð verkfræðingur Það kemur æ í ljós í verkum hans sem tízkuteiknara. Hann kom með geometríska stílinn inn f tizk- una. Hann á marga eftirfylgjend ur í tizkunni. Hann hefur m.a. Cardin — makalaus blanda skops Qg alvöru. tefknað fotin sem þýzka íþrótta liðið á að vera í við Ólympíu- leikana í Miinohen næsta ár. • Ruben Torres er Mexikani menntaður 'i New York og sló i gegn í París. Það var hann sem kom með samfestinginn handa karlmönnum undir áhrif um frá geimfarabúningum — Hann þjófstartaði tizkusýningun um nú með því að sýna nýju karlmannanærbuxurnar sínar á hnefaleikapalli. Aðeins kven- fólki var veitt innganga. Hann hefur sagt: „Það skortir rök rétta tiizku. I 50 ár hafa flestir vasar verið tómir. Þegar karl- maður ferðast til London til að klæða sig upp I sínum sígilda stil hefur hann 21 vasa á sér þegar hann er fullklæddur. Ef tfzkufólkið réði í bilaiðnaðinum myndu bílarnir ennþá hafa op ið fyrir startsveifina framan á sér." ^ ^ f t • Jaques Esterel tilheyrir hirö flflategundinnj og hefur hæfileika, ekki sízt verzlunar- vit. Um tízkuna almennt hefur hann sagt: „Þessar tízkusýning ar vor og haust eru ejnn háttur- inn á því þegar betri borgarar geta grobbað sig fyrir framan hina sem verr eru settir. Um sína eigin skop afstöðu: „Væri ég alvarlega þenkjandi maður hefði ég ræktað korn stundað nautgripabúskap eða flogið til Bíafra." • „Hvers vegna eiga konur að ilma sem blóm þegar þær eru það ekki“? sagði Coco Chanel eitt sinn. Þrátt fyrir lát hennar í fyrra svífur andj henn ar enn yfir vötnum hjá tiizkuhúsi Obanel þar sem vinna 2400 manneskjur og umsetningin er meira en 1500 milljónir á ári. Chanel hafði mikil áhrif á fata- tízku þessarar aldar. Hún kom með „fátæklega útlitið" og kunni að klæöa sig á einfaldan hátt fyrir mikla peninga. En ilmvatn ið sló allt annað út „Númer 5“ var uppreisn gegn fjóluilmi og lavenderlimi. • Hið sama má segja um Dior að andinn svifur yfir vötn- unum þótt hann sé látinn. Hann er æðsti maður tízkunnar 14 ár- um eftir lát sitt. Margir eftir fylgjendur hans hafa starfað sem fremstu menn í húsi Diors en það er nafn, sem selur. Fiölskyldan og Ijeimilid % Cardm hefur eigiö leikhús, hann lýsti yfir trúlofun sinni og frönsku leikkonunnar Jeanne Moreau og í fyrra hóf hann tízkusýningu sína með þvi að láta sex allsbera karlmenn koma fram. „Við eigum ekki að skammast okkur fyrir líkama okkar“, sagði hann við það tæki færi. Einn af þeim stærstu er hann, sambland skops og alvöru, alhliða tízkuteiknari — t.d. í úr- um og skartgripum — og umsetn ing hans er meira en 6000 millj- ónir á ári. • Yves Saint Laurent er nú 35 ára og einn af fáum ein- völdum tízkunnar, sem eftir eru. Hann hefur oft verið sfeammaður en hugmyndir hans sigra venju- lega. Hann er núna aðalklæð- skeri ungra borgara og hinna auðugu Bandarfkjamanna. Hann býr til föt handa sjálfum sér, en fær konur til að ganga með þau. -Fyrir löngu hefur hann lýst stríði á hendur binum þröngu jaldíaifötum karlmanna. 1 raun og veru hermaður í striði kvenna fyrir réttmdum sínum. Ekki sem ákveðið takmark, frem ur sem tilfinning fyrir því sem er að gerast í kringum hann. — Stálharðir bandarískir verzlun- armenn hafa uppgötvaðþessa.til finningu og hefur það í för með sér, að Saint Laurent mun alltaf eiga bakhjarla. —SB Saint Laurent ■— hefur til- finningunafyrir þvi-sem er að gerast. Auglýsing um úthlutun verzhmarlóBa Hér með er auglýst eftir umsófoam um ®Sð- ir undir verzlanir í hverfamiðstöð sem mynda verzlunarsamstæðu í Breiðholti Ifl, suður. Nú þegar hefur verið úthlutað: kjöfe- og mat- vöruverzlun, bakarí, fatahreinsun, skóviðgerð arstofu, en gert er ráð fyrir að auki m.a. efteir farandi þjónustu: bókaverzlun, fískbúð, hár- greiðslustofu, rakarastofu, þvottahúsi. Fleiri og eða öðrum þjónustufyrirtækjum, verður gefinn kosteur á lóðum, ef lóðarými leyfir. Lóðin er byggingarhæf. Gatnagerðagjöld og gjalddagi þeirra verða ákveðin samkvæmt nánari ákvörðun borgar- ráðs. Taka skal fram í umsóknum áætlaða þörf í ferm. fyrir sölurými, framleiðslurými og lag- errými eftir því sem við á. Ennfremur fyrri verzlunarrekstur eða störf umsækjenda. Skilmálar og aðrar upplýsingar eru fyrirliggj- andi á skrifstofu borgarverkfræðings í Skúla- túni 2. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n. k. Borgarstjórinn I Reykjavfk.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.