Vísir - 06.08.1971, Side 1

Vísir - 06.08.1971, Side 1
LÉLEGRI EN LANDPÓST ARNIR! Á öld þotunnar stendur íslenzka póststjómin enn í sömu spor- um varðandi dreifingu á pósti hér innanlands, — okkur hefur jafnvel hrakað frá tíð 'andpóst anna. I júK sl. gerö; Vísir at- hugun á því hvað daglegur póst ur er íengi að berast milli tveggja staða hér innanlands. Útkoman var hryggileg fyrir Póst og síma. — SJÁ LEIÐARA VÍSIS I DAG — BLS. S. Þr'ir 'islenzkir skátar á ofviðrissvæðinu i Japan: VORU FLUTTIR 1 SKJÓL 1 NÁLÆG BÚDDAMUSTERI Þátttakendur í Jam- boreemótinu í Japan mun ekki hafa sakað í öf viðrinu þar samkvæmt erlendum fréttum í morg un. Ofviðrið er eíttnveri hið versta, sem orðið hef ur í Japan. Óttazt er, að 60 hafi farizt. Þátttak- endur í 13. alþjóðamóti skáta, Jamboree, hafa verið fluttir brott frá tialdsvæðinu og eru þeir nú í Búddamusterum, skóíum og herbúðum í grenndinni. Þrír íslendingar sækja mótið, Eggert ísberg, Haukur Haralds- son og Eggert Lárusson. Þeir eru þar á eigin vegum, þar sem Banda'.ag íslenzkra skáta gat ekki borið kostnaö af þátttöku í móti, þegar svo langt þurfti að fara. Á óveðurssvæöinu höfðu í morgun fundizt 27 lík, og 33ja var saknað og óttazt. að þeir hefðu farizt í skriðuföllum og flóðum. Óveðrið náði allt til Kóreu. í Suður-Kóreu haía tuttugu farizt. Óveðrið olli þar skriöuföllum. Um tvö þúsund manns hafa misst heimili sín í Suður-Kóreu á óveðurssvæðinu. Bandalag íslenzkra skáta hafði í morgun ekki fengið nein skeyti um hag íslenzku skátanna. Á mótinu munu vera um 16 þúsund skátar frá ýmsum lönd- um heims. Mótið var haldið við rætur hins kunna eldfjal’.s Fujiama. — HH Straumsvikurdómurinn: Dómurinn okkur mjög í óhag — en aðilar verjast eindregið allra frétta Flugu í sælunu í Herjólfsdul Það var allt í sælunni hjá þessum tveim, þegar ljósmyndari Vísis smeUti af þeim mynd klukkan hálf- ellefu-I morgun. Þau voru þá á leið inni úpp í Flugfélagsvél sem flutti bau til þjóðhátíðarinnar í Eyjum, en þangað flytur Fí um 600 manns í dag og nokkra til viðbótar á morg- un. — Hvort þau þessi hefðu farið á þjóðhátið í Eyjum? „Já ég árið 1967 en hún hefur aldrei komið til Eyja. Við ætlum ,að búa í tjaldi í Herjólfsdal um helgina“, sagði pilt urinn og var að svo mæltu horfinn með vinkonuna upp í flugvélina. —ÞJM --------------------------<?> ,Jrúi ekki oð dýrunum hafi fækkað svo • •• ✓/ mjog — segir Egill Gunnarsson 6 Egilsstöðum i Fljótsdal „Það má búast við, að menn verði óánægðir og komi með gagnrýni á talninguna“, sagði Egill Gunnarsson bóndi á Egils stöðum í Fljótsdal í viðtali við Vísi í morgun, en hann er eft- irlitsmaður með hreindýrum. Niðurstöður hreindýratalningar- innar haifa verið gerðar kunnar og kom þar fram, að hreindýrum hefði fækkað um 675 frá síðasta ári og að' menntamálaráðuneytið muni ekki heimila hreindýraveiðar í ár. Egill taldi, að ekki gæti verið um svo mikla fáekkun dýranna að ræða og að of áliðið hafi verið orð ið, þegar hreindýratalningin fór fram 21.—23. fyrra mánaðar þann- ig að erfitt hafi verið að sjá hrein- dýrin végna litar á feldinum. Þó taldi hann, aö talning gæti einnig orðið erfiðari fyrir þá sök, að hrein dýrip hafi dreift sér meira og jafn vel/að þau hafi lent í verri högum vej’ að þau haf lent í verri högum og kunni það að hafa haft áhrif á fjölda þeirra. Hann sagðj að bændur þar aust- ur frá stunduðu mestmegnis hrein- dýraveiðar og séu ekki ánægðir með útkomu talningarinnar. — SB Niðurstaða gerðardóms í máli Hochtief á hendur Hafnarfjarð- arkaupstað vegna framkvæmd- anna i Straumsvíkurhöfn liggur nú fyrir. Eftir því sem Vísir hefur frétt af ínnihatdi þeirra, mun það hafa ver ið mat gerðardómsins að verktak- inn eigi rétt til frekari greiðslna — og það verulega stórra fjárhæða. Eins og kunnugt er gerði þýzki verktakinn Hochtief kröfu til 300 milljón króna greiðslu úr hendi Hafnarfjarðarhafnar (eða Vita- og hafnamálaskrifstofunnar fyrir hönd kaupstaðarins) — til viðbótar þeim greiöslum, sem þegar hafa veriö inntar af hendi til uppbótar á ó-. fyrirsjáanlegum kostnaði við fram kvæmdirnar. Niðurstöður gerðardómsins eru nýkomnar í hendur aðilanna hér heima, og fréttamanni Vísis var skýrt svo frá, að meðan aðilar væru ekki búnir aö hittast til þess að ræða niðurstöðurnar og kynna sér þær ítarlega, yrðu þær ekki gerðar kunnar. —GP Hershöfð- ingjar „jafn- vægisins" Föstudagsgrein Þorsteins Thor- arensens í blaðinu í dag fjallar um einhver ægilegustu fjölda- morg sögunnar og manninn að baki þeirra Jaja Kan, forseta Pakistan. Sjá bls. 8 Margir hafa misst flug- hæfniskír- teinin Hvernig er háttað eftiriiti með flugi og flugmönnum? Lfklega veit almenningur fátt um þau efni. í viðtali í Vísi f dag er rætt við Sigurð Jónsson for- stöðumann loftferðaeftirlitsins um þessi mál. — „Skírteinin hafa verið tekin af þó nokkuð mörgum fyrir gáleysislegt flug“, segir Sigurður. „Ekki eru sendar kærur til yfirvalda vegna þess, heldur afhenda menn skírteinin I góðu. Glannalegt flug held ég hafi minnkað með árunum.“ Sjá bls. 9 Páfinn í stríði við stuttbuxurnar Vatíkanið er í stöðugu stríði við bem tovenleggi og læri. Stutt buxurnar og pínupilsin eru páf anum og hans möinnum þymir í augum. Réðist páfi harkalega að klæðnaði þessum (eöa tolæð- leysi) í ræðu, sem hann flutti ný- lega. Fyrir ungar íslenzkar stúlkur, sem ætía að heimsækja Róm og þar með Vatíkanið á næstunni, er ráðlegt að lesa sér betur til um þessi efni. Sjá bls. 2

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.