Vísir - 21.08.1971, Page 5

Vísir - 21.08.1971, Page 5
wtféíwWSm ■<-í\. . - . ■ ■ ■ Helgidómar austan heiðar . vh S1 R . Laugardagur 21. ágúst 1971. Hveragerðiskirkja. Kirkjugarðshliöiö á Reykjum. Frá vigslu safnaðarheimilisins í Hverageröiskirkju. í dag kynnir Kirkjusíöan kirkj ur í Ö'lfusi í myndum. Nú stend ur yfir bygging kirkju í Hvera gerði — þorpi blómanna. Henni hefur verið valinn staður á brekkubrún ofarlega f miðju þorpinu, framan við húsahverfi Eiliheimilisins. Þetta verður stórt hús ög rúmgott;‘enda er Hveragerði vaxandi býggð og þar fjölgar fótki ári. Kirkjan er nú orðin fokheld, og er unnið að innréttingum. Salur vestan inngangs hefur verið tekinn í notkun og eru þar haldnar guösþjónustur. Hins vegar standa vonir manna til að ekki líði á löngu áður en hægt verður að vígja kirkj- una, máske þegar á næsta vetri. Margir hafa stutt. Hvergerð- inga í þessari kirkjubyggingu, en þó enginn eins og Gísli forstjóri Sigurbjörnsson, sem stutt hefur þetta mái meö ráðum og dáö af sínum alkunna dugnaði. Þegar hin nýja kirkja í Hvera gerði er komin í notkun veröa heigidómar þnr í Ölfusi. Hinir eru kirkjurnar á Kotströnd og Hjatla, sem hér eru birtar mynd ir af. Þæ eru báðar hin beztu hús, vistlegar og vel við haid- ið. Hjaliakirkja var vígð á A-lira - herlagra messu 1928. Eyrir 4 ár- um fékk húh'mjög rækilega við Þorlákshöfn er í Hjallasókn. Kotstrandarkirkja er 20 árum eldri. Hún var reist 1909, kom í stað Arnarbælis- og Reykja- kirkju, sem þá voru lagðar niöur og sóknirnar san'ieinaðar. Það ár voru 4 kirkjur vígðar í Árnes sýslu svo það var engin furða þótt sr. Valdimar fyndist hann þurfa að yrkja kirkjuvígslusálm: Dýr drottins lýður drottinn þér býður dýrðlegt í hús. Kristnin þig kaillar konungs til haliar komdu þá fús. Kom þú og hlusta‘ á Guðs heilaga mál hressandi1 og iffgandi dauöþreytta sál. Reykir í Öifusi eru frægur staður í fslenzkri kirkjusögu. Þar bjó Oddur lögmaður Gott- skálsson,.sá er þýddi Nýja testa mentið á íslenzku itneð þeim á- gætum að bókmenntafræðingar telja hann „einn af mestu stíl- snillingum, sem við höfum átt.“ Hin nýja kirkja í Hveragerði er í raun og veru arftaki hinnar fomu Reykjakirkju svo að ekki væri það illa til fundið að hún væri helguð minningu Odds Gottskálkssonar. Svo mikið gagn hefur hfijin unnið íslenzkri kristni þótt ekki væri hann vígð ur maður. Prestur Ölfusinga er nú sr. Tómas Guðmundsson. Hann ritaði hugvekju 1 síðustu Kirkjusíðu. meö-hVerju ■- gérð-. -Sókniiiv er fjölmenn því Amarbæli var mn aldaraðir kirkjustaður og prestssetur Ölfusinga. mm

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.