Vísir - 21.08.1971, Page 8

Vísir - 21.08.1971, Page 8
V í S I R . Laugardagur 21. ágúst 1971. Otgefandi: Reykjaprenr nf. Pramkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri: Jðnas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. ióhannessoD Auglýsingastjóri: Skúli G. .Tóhannesson Augiysingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegl 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiöis Visis — Rdds hf. Óbeinn hagur og vandi IJndanfarna daga hefur stundum verið rætt um ferða- mál í leiðurum Vísis og þá aðallega um hinar beinu tekjur, sem við höfum og getum haft af heimsókn- um- erlendra ferðamanna. En hinar beinu tekjur segja ekki alla söguna, því að við höfum líka ómetanlegan, óbeinan hag af ferðamannastraumnum og raunar einnig óbein vandamál. Aukinn fjöldi erlendra ferðamanna veldur aukn- um framkvæmdum í ferðaþjónustunni. Og hin bætta aðstaða kemur auðvitað innlendum ferðamönnum að gagni, jafnt sem erlendum. Hún auðveldar okkur að ferðast með þægilegum hætti um eigið land. Veit- ingastaðir og gistihús verða sífellt fleiri og betri, Hreinlætisaðstaða og önnur aðstaða á ferðamanna- stöðum fer batnandi. Sundstöðum er haldið opnum meira en áður. Og þannig mætti lengi telja. Ekki má gleyma samgöngunum. Ferðamanna- straumurinn veldur því, að flugsamgöngur við út- lönd og innanlands eru mun tíðari en ella væri. Þá eru líkur á því, að vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna muni fyrr eða síðar leiða tii þess, að rekstur strand- ferðaskipa í farþegaflutningum verði hagkvæmur. Og ferðamennimir auka líka flota ferðabílanna. Enn- fremur gefa ferðir með útlendinga aukið fé í vegasjóð, vegna bensínskattanna, og aúkna umferð á vegunum, en hvort tveggja þrýstir á, að varanlegri vegagerð verði hraðað. Atvinnuvegirnir hafa margvíslegt hagræði af ferða- mönnum. Verzlanir og þjónustustarfsemi nýtast bet- ur vegna aukinna viðskipta. Ýmis iðnaður, svo sem gerð leirmuna, ullarvara og minjagripa, nær meiri framleiðslu og þar af leiðandi aukinni hagkvæmni í rekstri. Afurðir sjávarútvegs og landbúnaðar seljast betur, sem einkum kemur landbúnaðinuiu i.Z gagni, því að þær afurðir, sem ferðamennirnir neyta, munu annar^ verC.: '• Mdar úr landi'fyrir mik’u minna en framleiðsluverð. En svo eru líka vandarnál á ferðinni. Verðlags- stefna ríkisvaldsins hefur tilhneigingu til að falsa verð. Það kemur greinilegast fram í niðurgreiðslum iandbúnaðarafurða. Hinn gamalkunni skollaleikur með vísitöluna veldur því, að ríkissjóður borgar gíf- urlegar fúlgur með landbúnaðarvörum. Aðeins sá hluti, sem erlendum ferðamönnum er gefinn á þennan hátt, skiptir milljónum króna á hverju ári. Þeir kaupa matinn langt undir kostnaðarverði, og ríkið borgar mismuninn. Þá veldur spennitreyja verðlagseftirlitsins því, að verzlanir og þjónustufyrirtæki ná ekki sannvirði fyr- ir þjónustu sína við erlenda ferðamenn. Þeir fá hér vörur og þjónustu fyrir minni álagningu en í heimalöndum þeirra. Þetta stuðlar auðvitað að því, að starfsfólk og eigendur hafi lægri tekjur hér en í öðr- um löndum. Þannig valda niðurgreiðslur og óheilbrigð verðlagsstefna okkar töluverðu tjóni í viðskiptunum v:5 cr’c:: :!r. frðamenn. ekki hitta Sir Alec — Alec Douglas Home lávarður er talinn nær einvaldur um brezk utanrikismál Það var óheppilegt, að Einar Ágústsson utanrík isráðherra skyldi fara á mis við brezka utanríkis ráðherrann, Sir Alec Douglas Home. Alec er talinn einráður um utan- ríkismál Bretlands, — nema hvað Heath for- sætisráðherra skiptir sér af afstöðunni til Efna- hagsbandalagsins og beitir sér á fáeinum öðr- um sviðum. Það er hins vegar sagt, að utanríkis- ráðherrann, sé sá, er hef ur máttinn og dýrðina um önnur utanríkismál. Hunza nú ekki brezka fíölmiðla Brezki utanrfkisráðherrann er f leyfi um þessar mundir. Þetta leyfi var ekki afráöið í seinustu viku heldur fyrir alllöngu. Einari Ágústssyni hefur þó fundizt, að hann yrði að fara ferð sina nú en ekki ) september. Sá hraði, sem núverandi ríkisstjórn vill hafa á útfærslu og uppsögn landhelgissamninga viö Breta og Vestur-Þjóðverja, knýr fslenzka utanríkisráðherrann tii skjótrar feröar. Þótt viðræður utanríkisráð- herrans við óæðri brezka ráða- menn hafi ef til vill ekki verið hið beztá sem kostur var á, þá hefur hann ástundað )' Bretlands ferðinni mjög „diplómatískar" aöferðir. Nú hunza íslenzkir ráöamenn ekki BBC og aðra fjöl- miðla í þessu ríki, sem er okkar aðalgagnaðili i landhelgismálum. Utanríkisráðherra hefur þvert á móti talað yfir brezkum blaða- mönnum og með því náð, eins og aö likum lætur, að koma á framfæri íslenzkum málstað. „Lífsspursmál fyrir ís- land," segir Times. Fyrir fáum vikum heyröist ekki önnur rödd frá Stóra-Bret- landi um landhelgismál Islend- inga en hin stóryrta rödd tak- markaðra fiskveiðihagsmuna á Bretlandi. Það verður því að teljast nokkur árangur, að leið ari í hinu virtasta brezkra blaða The Times skyldi byrja þannig: „Það er skiljanlegtí að íslenzka ríkisstjómin beri fiskveiðilög- söguna mjög fyrir brjósti. Þetta er viökvæmt mál fyrir fiskveiöi- flota allra ríkja, eins og samn ingaviðræður Bretlands við Efna hagsbandalagið hafa sýnt. Fyrir ísland er þetta lffsspursmál, vegna þess hversu háð landið er fiskveiðum. Meira en fjórir fimmtu hlutar útflutnings Islend inga og fimmtungur heildar- framieiðslu þjóðarinnar eru frá sjávarútvegi runnar. íbúarnir lfta á hafið umhvefis landið sem aöal-náttúruauðlind þess“. „Ættu að getað samið um grundvallar- nauðsynina“. Enginn bjóst við, að Times mundi lýsa stuöningi við út- færslu, íslenzkrar landheigi, enda kemur í framhaldi framan- greindra ummæla yfirlýsing um, að „ekki sé unnt að réttlæta einhliöa ákvörðun um útfærsiu íslenzku fiskveiöilandhelginnar V 56 miiur ..“ Times segir, að fyrirætianir íslendinga um ein- hliða útfærslu séu að sjá'.fsögðu í andstöðu við samninginn við Breta frá 1961, en með þeim samningi hafi iokið síðustu ill- vígu deilunni milli ríkjanna. Times segir síðan, „þetta ber að harma, því að enginn vill endur- tekningu hins svokallaða þorska stríðs“ Það sé ekki aðeins hætt. an á því, „að gengið verði á hlut brezkra fiskiskipa“, heldur miklu fremur, að einhliða út- færsla sé brot á alþjóðlegum samningum. Blaðið viðurkennir, að grundval'arnauðsynin sem Bretar og íslendingar ættu að Sumarleyfi Sir Alec var á- kveðið fyrir löngu. geta komizt aö samkomulagi um, sé verndun fiskistofna í haf- inu umhverfis ísland. Stórillindalaus fundur Um fund Einars Ágústssonar og brezka ráðherrans Joseph Godber var sagt eitthvað á þá leið, að þeir hefðu skipzt á skoö unum og íundurinn sem sé verið stórillindalaus Einar Ágústsson kom fram í útvarpi og sjónvarpi og ræddi við blaðamenn, Af því sem fram hefur komið verður ekki annað séð, en koma utan- (Jmsjón: Haukur Helgason ríkisráðherra hafj vakið mikla athygli og honum tekizt að koma sjónarmiðum íslendinga í landhelgismálum til skila, eftir því sem föng eru með Bretann. Út úr gini brezka ljónsins fór utanríkisráðherra I gær til fund- ar við vestur-þýzka utanrikis- ráöherrann Walter Scheel. Næstir Bretum eru Vestur-Þjóð- verjar líklegastir til að beita sér að marki gegn ákvörðunum Islendinga Markmið íslendinga eru varðveizla mikilvæg- ustu auðlindarinnar. Um aðferðir við útfærslu landhelgi var deilt hér á landi fyrir seinustu alþingiskosningar, eins og ekki þarf að rekja. Um takmarkið var ekki deilt. Rök Einars Ágústssonar í London og Bonn eru að því leyti rök ís- lenzku þjóðarinnar Ofveiði er- lendra veiðiskipa hefur höggvið nærri fiskstofninum og með því stofnaö 1 hættu lífsafkomu ís- lenzku þjóöarinnar. I þeim mál- um ber að komast eins langt og unnt er til -þess marks að varðveita þessa auðlind Islands. Það er matsatriði þeirra, sem hafa umboð til stjórnar á ís- landi, hvaða aðferðum beita skuli til að ná því marki, til dæmis að hve miklu leyti viö komumst einir upp með aðgerðir og hve mikils samningar og kynn ing málstaðarins skuli metið. Um þetta sýnist sitt hverjum, en núverandi ríkisstjóm hefur umboð til stjórnar máianna og aðrir hafa umboð og skylduti! að leiðbeina og gagnrýna, þvl að þaö er niðurstaðan, sem öllu skiptir Vestur-þýzki utanrikisráðherrann, Walter Scheei.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.