Vísir - 21.08.1971, Page 9

Vísir - 21.08.1971, Page 9
9 V 1 S I R . Laugardagur 21. águst 1971. iniWf'i <— »m m iraw—n m Það kostar aðeins 400 m iHj ónir ■~SP/o//að við Pál Sveinsson, sandgræðslustjóra Gunnarsholt á Rangárvöllum lagðist í eyði árið 1925. Þá var haft fyrir satt að þar hefði bóndinn heyjað um sumarið í hálfan meis. Bæjarhúsin höfðu þá tvisvar áður verið flutt undan uppblæstri, fyrst 1836, síðan 1856 og loks lagðist þessi forna land- námsjörð í eyði. — Ekki þó fyrir fullt og allt. — Nú hefur dæminu verið snúið við.Gunnarsholt er einhver mesta grasnytjajörð á landinu. Þar verða í sumar framleidd um 1000 tonn af graskögglum og um 200 hestar af heyi að minnsta kosti, að sögn Páls Sveinssonar, sandgræðslustjóra. Páll sandgræðslustjóri við tilraunablett, sem græddur hefur verið upp með áburði einum saman. unnarsholt er talandi dæmi um þann árangur, sem landgræöslan hefur náð í byggð um landsins. Þegar fréttamenn voru á ferð um Rangárvelli nú um miðja vikuna tók Páll Sveins sön sandgræðslustjóri í Gunn- arsholti á móti þeim í landi Ketilhúshaga þar sem geröar hafa verið nokkrar tilraunir með gróöurbletti. Þær tilraunir sýna mjög ljóslega hvernig hægt er að umbreyta óræktarlandi, mosa- þembum í iögræn tún meö á- burði einum saman. Allt upp í 700 metra hæð — Það hefur veriö sýnt fram á þaö meö tilraunum, meðal ann ars þær tilraunir, sem dr. Sturla Friðriksson hefur gert uppi á hálendinu, hér sunnan lands að hægt er að græða upp landið, hér sunnan lands að minnsta kosti, allt upp í 6—700 metra hæö. Uppgræöslan sem gerð var á Hólssandi 1955 er til dæmis mjög góður vottur um það, hvað hægt er að gera við þessa fok- sanda á öræfum. Þar tókst upp græðslan mjög vel. Viö urðum að ráðast á hann með offorsi, enda átti hann ekkert annað eftir en æöa niður í byggö. Þarna voru girtir 6 þúsund hekt arar og haldið áfram að sá í þetta og bera á fram til 1960. Síðan hefur ekkert þurft fyrir þetta að gera. Gróðurinn breið ist út af sjálfu sér. Og þetta hefur verið notað sem beiti- land að takmörkuöu leyti Strax og melgrasið hefur heft fokið koma íslenzku grastegundirnar á eftir og dreifa sér fljótt. Þama hefur meira að segja fylgt þeim grávíðir, sem er ágæt beitar- jurt og sterk, eitt það síöasta, sem gefst upp fyrir'-' UPpblæstr- inum. Girðingar Land greeðsl un nar eru nú alls 800 km „langar og innan þeirra eru 200.00 hektar- ar lands. Stærstu svæðin eru í Rangárvallasýs’.u og á Suður- landi víðar og á Norð-Austur- landi, aðallega í Þingeyjarsýsl- um. Elzta girðingin er í Selvogi, frá 1907 En stærsta girðingin og jafnframt ein sú nýjasta er inni á Landmannaafrétti. Þar hafa nú verið girtir af 40.000 hektarar. Helmingur gróðurlend- isins ofnýttur Ingvi Þorsteinsson, magister, sem mikið hefur fjallað um gróð urvernd og landgræðslu og annazt mælingar þar að lútandi, hefur haldið þvi fram að allt upp undir helmingur af öllu gróðurlendi landsins, á 40 — 50 þúsund ferkm. lands, sé of- nýttur og byggir þar á rann- sóknum, sem gerðar hafa verið. Sums staðar er þessi ofnýting aðeins lítilleg, en annars stað- ar mjög veruleg og þá ekki sízt i fréttum sunnanlands, þar sem nú um áraraðir hefur verið ofbeitt. Þannig verður enn gróöurtap á hálendinu_ Og þó svo að jafnvægi væri í hlutunum og gróðurtapið væri ekki meira en það sem ávinnst með land- græöslunni, þrótt fyrir það •myndi taka hvorki meira né minna en 1000 ár að græða upp það land, sem orðið hefur ör- foka síðan land byggöist með þeim hraða, sem nú er unniö að Iandgræðslu. — Þegar landgræðslan hófst, var fyrst og fremst ráðizt á uppblásturinn í byggöum lands- ins sem var hárrétt stefna, seg ir Páll, sandgræöslustjóri. Ég er nokkurn veginn sannfæröur um að ef landgræðslan hefði ekki komið tii væri ekki búið á Rangárvöllum núna. Og við höfum snúið dæminu við í byggö um landsins. Þar erum við í sókn gegn eyöingaröflunum. Hins vegar skortir nokkuð á á hálendinu. Og hættulegustu ' svæðín'' eru einmitt afréttimir hér sunnanlands, eins og til dæmis Biskupstungnafréttur. Það er næsta verkefni okkar aö snúa okkur að honum og auk þess liggur fyrir núna að ráð- ast á Haukadalsheiði og svo Landmannaafrétt, sem ógnað hefur Landssveitinni. Auk þess Hwffis mKKfm Heykögglaverksmiöjumar munu taka í talsverðum mæli við þeirri auknu grasnyt, sem verB- ur af aukinni uppgræðsiu lands. Þarna er beyið úr Gunnarsholti látið í kvörn kögglaverk- smiðjunnar á staðnum. Verkstjóriim í verksmiðjunni Ágúst Brynjólfsson, stendur þar við inntakið. bíða svo verkefni á Norð-Aust- urlandi. Gamall draumur Einars Ben. Um næstu helgi verður hleypt á áveitu úr Rangá — vestri yfir stórt svæði suð-vestur af Heklu. Þetta er mjög merkileg fram- kvæmd, sem landgræðslan stend ur' >að ásamt Rangæingum 'Árveitan’' ^mun liklega lfara þ?nína •hátL,á.-aonaði þús- und hektara lands. Við vorum hræddir um aö vatnið myndi nú kannski hripa allt niður í einhverja hraungjótuna, en á þvl' virðist lítil hætta, þar sem undir hrauninu reynist vera leir mold, sem heldur vatninu uppi. Þarna eru miklar vikur og ösku breiður og tilgangurinn með þessari áveitu er að festa jarð veginn sem er fyrsta skilyrðið til þess að fá hann til þess að gróa Síðan er hægt að græða þetta land upp, þegar rakinn er kominn í það. Þarna er raunar um mjög gamla hugmynd aö ræða. Einar Benediktsson, skáld, stakk upp á að þetta yrði gert og það er ekki sú eina af hans framsýnu fyrirœtlunum, sem rætist. Þurfum 100 miljónir í stað 18 Á hálendinu er landeyðingin ennþá meiri heldur en upp- græöslan og þar bíða mikil verk efni. — En okkur skortir aðeins fé til þess að græða upp landið. Það er stutt síðan fyrsta hálend isgirðing var reist. Okkur skort ir fé til þess að ráðast í stærri verkefni Fjárveiting til Landgræðslunnar er 18 milljónir á ári. Þar af fara um 80% í girðingar, áburð og fræ. Það kostar ekki nema svona 400 milljónir að græða upp landið allt, ef það yrði gert í einum ■ áfanga. Við þyrftum að fá svona 100 milljón króna fjárveitingu á ári og þá væri hægt að gera stórkostlega hluti. Tilkoma flugvélarinnar við landgræðsluna er stórbylting. hluti áburðar og fræ- dreifingarinnar fer nú fram úr úr flugvél, Þannig hafa skapazt allt önnur viðhorf varðandi upp græðslu á hálendinu heldur en áður var —JH VBIRSPYE: — Gætuð þér hugsað yð ur að vera bóndi? Halldór Guömundsson, rafvéla- virki: — Væru öll sumur jafn veöursæl og það í ár, heföi ég ekkert á móti þvi. Ég var jú fæddur og uppalinn í sveit, svo að það er svoh'tilj sveitamaður í mér. En ég skal ekki segja, hversu hann kynni að duga ef á reyndi. Einar Sigmundsson, Alþingis- húsvörður: — Væri ég yngri væri ég óöara farinn upp í sveit. En eins og komið er, verð ég aðláta mér nægja minningarn ar um mín 52 fyrstu aldursár. Þeim eyddi ég við búskap. Guðbrandur Jezorkin, gullsmið ur: — Já svo sannarlega, Það er bara svo fjári strembiö að starta búi, að það fælir mann frá því. Væri öllu einfaldara, að gerast bóndi en raunin er, gæti ég vel hugsað mér að falla fyrir þeirri freistingu. Jónas Þórir Dagbjartsson, fiðlu leikari: — Ég geri mér fyllilega grein fyrir því, „að mörg er búmannsraunin", en þó er ég ekki frá því, að búskapur sé sú atvinnugrein, sem veitir mönnum mesta lífshamingju. Jóhann Sigurðsson, iðnverka- maður: — Ég heföi ekki haft neitt á móti þvi að vera bóndi á þessu sumri eins og það hef ur veriö gott. Það freistaði mln líka á mínuns. yngri árum, að fara út í búskap. En það er nú svo, aö maður vill festa rætur á þeim stað, þar sem mað ur er borinn og bamfæddur — og ég er fæddur Reykvíking ur. m

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.