Vísir - 28.08.1971, Page 1
840 utanbæjarbílar í
árekstrum í Reykjavík
61. tbl. — Laugardagur 28. ágúst 1971. — 194. tbl.
„Um 840 utanbæjarbílar hafa
lent í árekstrum í Reykjavík á
fyrstu 7 mánuðum þessa árs,“
svaraði Óskar Ólason, yfirlög-
regluþjónn, spurningu eins les-
enda Vísis.
Dregið i verðlauna-
krossgátunni
— Sjá bls. 6
Vitinn leysir
af hólmi
Ijósin á
Sellátrum
— Þess hefur verið saknað, Ijóss
ins, sem við létum ávallt lifa þeg
ar dimmt var orðið í Sellátrum,
til þess að sæfarendur áttuðu sig
betur á leið inn fjörðinn, sagði
Guðrún Einarsdóttir, kona Dav'iðs
Davíðssonar, oddvita á Tálknafirði,
en hún hefur mjög beitt sér fyrir
bvggingu vita sem nú er verið
að reisa á Kópanesi, yzta tanga
milli Arnarfjarðar og Tálknafjarð-
ar. Sá viti mun væntanlega leysa
af hólmi ljósið, sem logaði hjá
ábúendum á Sellátrum.
Slysavarnafélagið stendur og að
byggingu þessa vita, sem verður
jafnframt skipbrotsmannaskýii.
— Það er mikið nauðsynjamál
að koma þarna upp vita, þvi að
innsiglingin hér inn fjörðinn hefur
eKkert verið lýst, sagði Guðrún,
sein er einn af forvigismönnum
Slysavarnafélagsins í Tálknaf. Við
fiuttum frá Sellátrum 1966 og oft
höfum við rætt um það síðan að
nauðsynlegt væri að koma rafstöð
inni, sem þar er í gang tii þess að
geta haft þarna ijós, en ábúandi
hefur enginn verið á iörðinni. s'iö
an við fórum þaðan — Og nú er
verið að athuga möguleika á að
gera það.
Nú fyrir nokkrum árum var safn
að fé til byggingar skýlis á vegum
Sl-vsavamadeildarinnar Auk bes=
^áru afkomendur Guðmundar á
Sveinseyri fé í sjóð til slíkra þarfa.
Þetta fé mun líklega renna til þess
arar byggingar á Kópanesi.
NÝ VATNSVCITA
ICYSIR eVCNDAR■
BRIINNA AF HÓIMI
— nýju vafnsbólin verba lokuð
Innan tíðar mun Gvend-
arbrunnavatnið, marg-
rómaða, hætta að leka
úr krönum Reykvíkinga.
Gagnger breyting a
vatnsbóli borgarinnar og
er raunar þegar hafin
fyrir nokkru. Um þessar
mundir er verið að
hanna útboð á fram-
kvæmdum sem kosta
munu 100—200 milljón
ir, en unnið verður að
þeim í áföngum.
Vatnið verður sótt í borhol
ur uppi í hrauninu ofan við
Gvendarbrunna. Unnið hefur ver
ið að gerð gangna, sem liggja
eiga að borholunum.
Að sögn Þórodds Sigurðsson
ar vatnsveitustjóra er tilgang
urinn með þessum framkvæmd
um, sem framundan eru þríþætt
ur: Að fá lokuð vatnsból, aö
auka afkastagetu vatnsveitunn-
ar og að endurnýja gömlu vatns
leiðslurnar, sem eru orðnar úr
sér gengnar. Þær elztu eru tré
stokkar frá 1923. Vatnsleiðslurn
ar nýju verða allar á þurru,
en munu ekki verða látnar
liggja í vatni eins og þær eldri.
Neðanjarðarmannvirkin í
hrauninu og aðalæöin frá Ár-
bæjarlóni að Gvendarbrunnum
eru mjög mikil mannvirki og
mun taka 4—5 ár að Ijúka við
þau. Auk þessa verður gerð
fylling framan við vatnsgöngin í
hrauninu, til þess að hindra
fióð, en vatnsbóli borgarinnar
hefur oft og tíðum verið mikil
hætta búin af flóðum á undan
förnum árum og vatn stundum
ekki verið hæft til drykkjar af
þeim sökum sem kunnugt er.
Borgarráð hefur nýlega heim
ilað Vatnsveitunni að láta hanna
þetta verk til útboðs og mun
Almenna verkfræðiþjónustan hf.
sjá um að undirbúa útboð
—JH
Eftir því, sem næst verður kom
izt, munu um 3000 bílar alls hafa
lent f árekstrum í Reykjavík og
hefur þá á að gizka fjórði bver
verið utanbæjarbíll.
„Þaö er mjög vafasamt að draga
nokkra ályktun af þeim tölum,“
telur yfirlögregluþjónninn í um-
ferðardeild lögreglunnar. „Tölu-
verður fjöldi bíla á utanbæjarnúm
erum er hér í Reykjav’ik allan árs
ins hring, og svo vnargir á Seltjam
arnesi, úr Garðahreppi og Hafnar
firði á sínum G-bílum stunda at-
vinnu sfna í Reykjavík — að ekki
sé nú minnzt á Kópavogsbúa á sín
um Y-bflum — að það er varla
hægt að Kta þetta sem utanbæjar-
bíla.“
Og í Ijós kemur, að af þessum
840 utanbæjarbifreiðum, sem lent
hafa í árekstrum á fyrstu 7 mán-
uðum þessa árs, eru 296 bílar með
G-númerum og 236 með Y-númer-
um G- og Y-númerin eru þvf 532
af þessum 840 utanbæjamúmer-
um. Hin 308 skiptast á önnur um
dæmi og fæst númerin eru frá
þeim undæmum, sem' em í mestri
fjarlægð frá Reykjavik.
Athyglisvert er, að aöeins 60
fleiri bflar með G-númerum hafa
lent i árekstrum f Reykjavik —
miðað við bíla með Y-númer —
þó voru tvöfalt fleiri G-bflar á
skrá um siðustu áramót (4800 bíl
ar) heldur en Y-biIar (2400 bílar).
í 130 árekstrum af alls rúmlega
1700, sem urðu fyrstu 7 mánuði
ársins, voru bæði ökutækin í hverj
um árekstri skráð utanbæjar. —GP
Sunnudagssteikin
verður of dýr
— salan á sumarslátruðu er þvi dræm
Hvað veiztu
um heymar-
laus börn?
Sjá bls. 13
„ÞaS hefur verið nokkuð
dræm salan á nýslátraða kjötinu
Fíll í Guð-
brandsdal
Þaö hefði þótt útrúlegt, hefði
það gerzt í Afríku í safari-ferð,
en að fíll kæmi aö bíl á þjóðvegi
í Guðbrandsdal í Noregi og sett
ist ofan á vélarhlífina, meðan
ökumaðurinn var að skipta um
hjólbarða ... þaö er í stffasta
lagi. Og þó má um það.
Sjá bls. 3
Hús Bjarna
riddara
í Hafnarfiröi er verið að dytta
að húsi Bjarna riddara Síverts-
sens. Hús þetta var selt á upp-
boði 1805 fyrir 303 rfkisdali og
komst í eigu Bjarna, sem lét end
urreisa það, en nú eru Hafnfirð-
ingar að forða því frá glötun
Sjá bls. 9
en við vorum þó búnir að fá 440
skrokka og selja þá alla síðan á
miðvikudag“, sagði Vigfús Tóm-
asson, sölustjóri hjá Sláturfélagi
Suðurlands.
Ástæðan fyrir því, að fólk er
ekki sólgnara V nýmetið, mun eink
um liggja í verðinu á nýja kjöt-
inu og svo vitneskjan um, að það
muni lækka meö hverri vikunni
sem líður fram að haustslátrun.
Kflóið a'f niðursöguðum skrokk-
um (sumarslátruðu) kostar með
söluskatti kr. 147.00, meðan gamla
kjötið kostaði kr. 101.50 og tölu
vert mun vera til af því ennþá
á markaönum.
En strax 1. sept. lækkar verð
ið á nýja kjötinu niður í kr. 133.60,
og svo aftur 8 sept. niður í kr.
122.40. en það gildir svo til 15.
sept. og kemur þá haustverðið.
Kaupmenn gera ekki stærri inn
kaup, en sem nemur því, er þeir
selja örugglega á einni viku, til
þess að bíða ekki of mikinn skaða
af verölækkuninni en neytendur
draga svo aftur á móti við sig að
kaupa fyrr en 1 næstu eða þar
næstu viku. —GP
Starfsmaður SS vigtar út siðasta skrokkinn úr fyrstu sendingu
nýja kjötsins — samt er dræm sala.
—JH