Vísir - 28.08.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 28.08.1971, Blaðsíða 9
9 VISIR. Laugardagur 28. ágúst 1971 Til hægri er hús Bjarna Sívertsens, en stóra húsið er pakkhús frá sama tíma, sem einnig á að varðveita. ar hlúa að húsi — Rætt við Gisla Sigurðsson, lögreglu- varðstjóra, um jbær endurbætur, sem verið er að gera á húsi Bjarna riddara Sivertsens í Hafnarfirði er verið að dytta að húsi, sem um langa hríð hefur staðið til að hresst yrði upp á og endurnýjað. Það er merkilegt hús og hefur sögulegt gildi, enda bjó þar eitt sinn Bjami Sívertsen eða Bjarni riddari, eins og hann er líka kallaður. Og nú eru Hafnfirðingar að gera við þéttá fíús til að forða því frá glötun. Um þessa björgunar- starfsemi var stofnað félag, og varaformaður þess er Gísli Sigurðsson, lögregluvarðstjóri í Hafnar- firði, sem er manna fróðastur, og til hans leitaði blm. Vísis til að frétta af þessu starfi, sem er til fyrirmyndar. Jú,“ segir Gísli. „Það er for- saga þessa máls, að Bjarni heitinn Snæbjörnsson læknir flutti erindi í Rótaryklúbbnum hérna um, að nauðsynlegt væri að reyna aö gera eitthvað til að varðveita hús Bjarna riddara og sömuleiðis væri rétt að gera tilraun til að komast yfir muni, sem voru í eigu hans, og koma þeim síðan fyrir í húsinu. Síðan var sent bréf um málið til allra félaga og samtaka í Hafnarr'irði, og upp úr því var stofnað fé- lag til að koma upp húsi Bjarna. Fyrst þegar fariö var að huga að húsinu kom það á dag- inn að jörð hafði hækkað um- hverfis húsið: og hlaðizt aö því. Fyrir bragöið var húsið mjög fúið neðst. Þá var tekið til við að skipta um þann við, sem fú- inn var, og vandað vel til verks- ins. Eitt og annaö smálegt var líka gert, en þar kom, að féð þraut. Þetta var fyrir nokkrum árum. Mig rriinnir, að Bjarni Snæbjörnsson hafi fyrst vakið máls á þessu árið 19S6. Nú höfum við fengið styrk frá bæ og ríki til aö lagfæra húsið. í tvipinn er verið að taka þá uppfyllingu, sem hefur safn- azt kringum húsið; sá jarðvegur er fjariægður Síöan verður unnið, þar ti] búið er að ganga frá umhverfi hússins. Þá verður tekið til við endurbyggingu hússins sjálfs. Þjóðminjavörður ætlar að útvega okkur fagmenn til þess starfa, líkast til menn- ina, sem hafa verið að vinna 1 Viðey.“ ■yið spyrjum um sögu hússins, ~ og þar er ekki komið að tómum kofanum hjá Gísla. „Það er kannski ekki gott að segja fyrir víst hvenær þetta hús var byggt,“ segir Gfsli. „En ég hef nú samt minar kenning- ar um það, þótt ég geti því miður ekki rökstutt þær jafn óvéfengjanlega og ég vildi helzt En svoleiðis var, að hér úti á Langeyri stóöu verzlunarhús, og 1804 dó sá, sem þar höndlaði. Dánarbúið, sem var líka þrota- bú, var boðið upp. Bjarni hefur greinilega haft áhuga á einu húsinu því að hann bauð Y' það 163 ríkisda’i, en það var verzl- unarstjóri héðan úr Firðinum, sem það hreppti fyrir 303 rfkis- dali. Ég held, að Bjami hafi síðan gengið inn í kaupin, og látiö rífa h'úsið og flytja þangað sem það stendur nú og byggt það þar ofurlítið stærra, en það var í upphafi. Þetta finnst mér l’ikleg skýr- ing á tiikomu hússins, einkum af því. að á þessum árum finnst mér vafasamt, að Bjarni hafi átt skipakost til að draga að sér við til húsagerðar, ef hann mögulega gat fengið efnið á annan Hátt, því að hann hafði Gísli Sigurðsson er lengst til hægri á myndinni að sýna nokkrum gestum loftið í Sívert- sens-húsinu. Myndin er tekin fyrir nokkrum árum. Bjami heitinn Snæbjörnsson stend- ur næstur Gísla á myndinni. nóg með alla aðdrætti til verzl- unarinnar." Gfsli telur líklegt, að húsið hafi verið reist árið 1805, og dregur þá áiyktun meðai annars af því, að til er heimild un að húsið hafi verið risið árið 1809, en árin þar á milli má sngja, að Bjarni hafi haft öðrum hnöpp um að hneppa en standa f hús- byggingum. Hann ferðaðist til útlanda, og var með indæmum óheppinn f því ferðalagi, þvl' að hann var hernuminp gf skozk- um vfkingum og fluttur tii Bret- lands Honum tókst eftir langa mæðu að fá Joseph Banks f Englandi til að aðstoða sig við að losna, en þá tók ekki betra viö, þvf að hann var varla fyrr sloppinn úr haldinu en hann lenti aftur í klóm víkinga og var fluttur til Skotlands á nýj- an leik. i^fsli lætur ekki á sér standa að segja okkur allt, sem okkur fýsir að vita um Bjama riddara Sívertsen, þennan merka hafnfirzka borgara: ,,Bjami fæddist austur í Sel- vogi 6. apríl 1763. Hann viröist hafa verið mesti efnispiltur, þvi að Jón Halldórsson lögréttu- maður í Nesi tekur hann til sín, þá 17 til 18 ára gamlan. Þá ger- ist það eftir tiltölulega stuttan tíma, að Jón Halldórsson drukknar, og þá er Bjami eftir til að hugga ekkjuna. Þau gift ust skömmu sfðar. Hann var 21 árs og hún 37 ára og átti sjö böm Þau Bjarni eignuðust síðan sex börn saman, og af þeim komust tvö á legg. Til að gera langa sögu stutta, er næst að segja frá þvf, að verzlun er gefin friáls, og Bjarni fer aö höndla á Evrarbakka, en hrökklast þaðan vegna misklYð- ar við kaupmenn á staðnum. Sfðan hélt hann til Danmerkur og festi sér Hafnarfjörð, sem verzlunarstað, og umsvif hans þar ætti að vera óþarfi • að rekia.“ Og við látum þetta nægja um Bjama Sívertsen, þótt Gísli geti eflaust sagt okkur ótal margt til viðbótar. og iátum það bíða þess tfma, þegar hægt v*rÖur að hlusta á framhaldið í húsi Bjarna innan um Þá muni, sem þar stóðu árið 1805, þegar þeir Napóleon og Bjami voru upp á sitt bezta. — ÞB ÍÍSIR SPYR: — Hverjir eru verstu bílstjórarnir? Kristján Friöbergsson, bóndi: — Strætisvagnabílstjórarnir finnst mér verstir Y umferöinni. Það er þó ekki beint hægt að segja, að þeir séu frekir. Stærð strætis vagnanna er bara of mikil fyrir innanbæ j arakstur Rúnar Mogensen, nemi: — Þetta er fjári víðtæk spurning. í fljótu bragði mundi ég segja, að strætisvagnabilstjóramir væm frekastir, en þeir verða að vera það. Leigubílstjóramir eiga nú alltaf göturnar. Og konur eru á- berandi klaufskir bflstjórar. Halldór Þorsteinsson, húsgagna- smiður: — Það K^ri ég ekki að segja til um. Hins vegar hef ég mikið orðið var viö hvað leigu- bílstjórar eru latir við að nota stefnuljósin. Annars he'.d ég að ökukunnáttu flestra sé. ábóta- vant Ég hef heyrt, að f Dan- mörku falli um 80% á fyrsta prófi, Vel gæti ég trúað, aö þaö sama væri hér. ........ Karl Þorsteinsson, nemi: — Ég hef nú lftiö veitt þvf athygli. Ek ekki sjálfur. Er þetta ekki bara upp og ofan eins og meðannað? Guðbjörg Guðmundsd., starfs- kona Y mötuneytl: — Það veit ég ekki. Er nefni'ega svo iftið á götunni og ek ekki sjálf, Ég fer alltaf gætilega sjálf og hef alltaf komizt ferða minna slysalausL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.