Vísir - 28.08.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 28.08.1971, Blaðsíða 13
VI SIR. Laugardagur 28. ágúst 1971. 73 Hvað veizt þú um heyrnar- laus börn? „Þess eru dæmi, að foreldrar misskilji heymleysi barna sinna og skynja það sem gáfnatregðu eða heimsku," sagði Brandur Jónsson, skólastjóri heyrnleys- ingjaskólans, í samtali við blm. Vísis eitt sinn. Varla þarf að útmála það, hve bagalegur slíkur misskilningur gebur verið eða hver áhrif það hefur á þroska barna, sem fyrir þessar sakir fer á mis viö rétta umönnun „Sem betur fer hefur skiln- ingur fólks ögn breytzt á þess- um málum hin siðari árin — einkanlega eftir árið ’68, þegar við fengum á einu ári í skóla 37 heymarskert börn vegna far- aldurs rauðra hunda," sagði Brandur skólastjóri Til þess að vekja fólk til enn frekari umhugsunar um þessa hluti hefur Félag íslenzkra sér- kennara gefið út Htinn pésa undir fyrirsögninni: HVAÐ VEIZT ÞÚ UM HEYRNAR- LAUS BÖRN? Þar er að finna ýmsar upplýs- ingar og fróðleik um heyrnar- leysi barna — sett fram f spurn- ingum og birt með þeim svörin — og hvernig foreldrar og að- standendur eiga að bregöast við uppgötvun sinni. Hve snemma er hægt að upp- götva heymarleysi hjá börnum? Skömmu eftir fæðingu, ef nýjustu heymarmælingaraðferðum er beitt. Hvað geta foreldrar haft til marks um heymarleysi hjá barni? Ef barnið hættir að hjala við 6 mánaða aldur eða bregzt ekki eðli- lega við heymaráreitun eftir 3ja mánaða aldur. . . í - T • ' ^1» m t. .i v, ■€ - Heymarskert böm við sérkennslu í landafræði í heymleysingjaskólanum. ~' i t, as£»i>,.. „jL.# ?.* Er hægt að lækna heymar- leysi hjá bömum? Aðeins í örfáum tilvikum. En þegar um venjulegar orsakir heyrn- arleysis er að ræða, er engin lækning til. Er hægt að hjálpa heymar- lausum með heymartækjum? Já, mjöig mörgum. Hve snemma eiga heymarlaus böm að fá heymartæki? Eins fljótt og heymarleysið verður greint með öryggi. Hvert eiga foreldrar að snúa sér, ef beir hafa gmn um að barn beirra sé heymarskert? Til Heymardeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, Félags Heymarhjálpar, Háls- nef- og eyrnalækna, héraðslækna, heym- leysingjaskólans. Hver er afleiðing heyrnar- leysis? Heyrnarlaust barn getur ekki spurt á sama hátt og heyrandi bam, þótt spumingar vakni með eðlilegum hætti í huga þess. — l<að getur ekki sagt frá því, ef það er svangt, kalt eða þreytt. Það getur ■ ekki kallað á móður sína á venjulegan hátt. Eru heymarlaus börn greind- arKtil? Nei, þau em misjöfn að greind eins og önnur böm. Fólk (heldMX þau oft með litla greind af því aö þau eiga erfitt meö að tjá sig. Að hvaða leyti er vandamál heyrnarlauss bams annað en fullorðins manns, sem missir heym? Hinn fuilorðni heldur ailri þeirri þekkingu, og reynslu og orðaforða, sem hann hafði öðlazt, áður en heyrnin tapaðist og orðin er þáttur f persónuleika hans. — Heyrnarlausa bamið hefur ekkert siíkt til að byggja á og veröur m.a. að beita sjóninni til að læra, hvaö orð era og tengja merkingu við þau. Er sérmenntaður kennari á- byrgur fyrir öllu uppeldi heym- arlauss bams? Nei, sérmenntaður kennari getur hjápað mikið, en tilfinningaþroski bamsins og það að iæra að lifa sjálfstæðu lífi, krefst hjálpar for- 'éídra bamsins og þjöðfélágsíris alls. Þú getur hjálpað heymarlausu barní á ýmsan hátt: — Reyndu aö skiija vanda mál þess. — Vertu þolinmóður og snúðu ekki baki við baminu, þótt eitthvað skorti á tján- ingargetu þess. — Mundu að bros hefur dýpri merkingu í augum heyrnarlausra en annarra. En bros er ekki nóg. Heym- arlaust bam er einstakling- ur sem reynir að tjá tilfinn- ingar og skoöanir — og skiija þínar. — En umfram ailt — komdu eðlilega fram við heymarlausa bamið og geröu það að félaga þfnum. — + MUNIÐ RAUÐA KROSSINN Em heymarlaus böm fædd mállaus? Heyrandi börn læra málfarið, af þvf að það er fyrir þeim haft. Heyrnarlaus börn læra málið ekki þannig. Þau þarfnast sérkennslu. Er hægt að kenna heymar- lausum bömum að tala? Já, en það er langsótt og erfitt verk fyrir bamið og vandasamt fyrir kennarann, sem þarf að vera sérmenntaður heyrnleysingjakennari. Er málið mikilvægasta atriðið í lífi heyrnarlauss bams? Nei, mikilvægastur er skilningur annarra, — það að vera skilinn rétt. En málið gerir barninu auðveldara að lifa eðlilegu lífi. Era heymarlaus börn frá- y brugöin þeim heyrandi í útliti? Nei, takist að hindra minnimáttarkennd j einangrun í uppvextin um, verður framkoma þeira eðlileg og þau ekki frábragðin öðrum bömum í útliti. V Nútíma . skrautmunir, meiioghálsfestar. ít l SKOLAVÓRÐUSTIG13. Laugardalsvöllur I. DEILD VALUR - KiFLAVÍK leika sunnudag kl. 18.00. — Enn er hver leikur úrslitaleikur. Valur -—.^Smurbrauðstofan 1 BJORIMIIVIIM Njálsgata 49 Sími 15105 |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.