Vísir


Vísir - 28.08.1971, Qupperneq 4

Vísir - 28.08.1971, Qupperneq 4
4 V1SIR • Laugardagur 28. ágúst 1971. Enn eru brezkir pop-karlar að gera sér vonir um að af útihljóm leiknum á Isle of Wight veröi á þessu sumri. Við sögðum frá því í Pop-punktum síðast, að Georg Harrison hefði tekið Ringo með sér sér til USA og haldið þar með honum útihljómleika. Nú hefur George staðið fyrir enn merkilegri hljómleikum. Fyrir fáeinum dögum tókst honum aö teyma sjálfan Bob Dylan með sér fram á hljómleikapallinn. Höluðu þeir inn einar tuttugu milljónir króna með tiltækinu og runnu þær krónur allar til stuðnings við flóttafólk í Austur Pakistan. Blood, Sweet and Tears sitja nú með sveittá skallana við að semja tónlistina fyrir þeirra fimmtu LP-plötu. Hana er fyrir hugað að hljóðrita í janúar n. k. og hefur hljómsveitin farið þess á leit við Paul McCartney, að hann stjórni hljóðrituninni. Kveðst hljómsveitin reiðubúin til að bregða sér yfir til Bretlands frá heimalandi sínu Ameríku, og taka plötuna upp í London til að Paul þurfi ekki að ómaka sig yfir pollinn til þeirra. Enn hefur Paul ekki gefið neitt svar við málaleitan BS&T. Deep Purple hafa loksins sent frá sér nýja LP-plötu. Nefna þeir hana „FirebalT'. Hljómsveit in hafði ekki sent frá sér LP- plötu síðan „Deep Purple in Rock“ ,varð til í fyrrasumar. „Ég geri hverjum hljómieik- um mínum þau skil, að þeir geti allt eins veriö mínir síðustu," segir Keith Emerson í Emerson, Lake and Palmer. íslenzkir sjón varpsáhorfendur fengu nasasjón af sviðsframkomu hans er sjón varpið sýndi í vetur þátt með Nice, en þar spilaði Emerson á orgel. Hljómsveitina Yes þekkja fjöl margir íslenzkir plö.tukaupend ur. Yes-félagarnir verja nú öll- um stundum í stúdíói við hljóm plötugerö og verða allt til næstu mánaðamóta. Þá ætla þeir held ur betur að bæta sér upp inni- veruna. Þeir ætla að fara þá í hljómíeikaferð, sem á að standa allt fram að jólum. Fyrst herja þeir á Ameríku með hljóðfæra- slætti, en snúa síðan til baka og halda viðstöðulaust til Ástra- iíu. Því næst til Japan og síðan til hvers landsins á fsetur öðru. — Og jólagæsina éta þeir svo heima í Bretiandi — sælir og endumærðir að vonum. Jethro Tull hefur veitt við- töku gutlplötu öðru sinni. í fyrra skiptið var það fyrir metsölu plötunnar „Benefit", en nú var það fyrir plötuna ,,Aqualung“. Platan hafði selzt fyrir nær 100 milljónir ísienzkar í Ameriku einni. Ekki vitum við hvaö Jethro Tuil hafa gert við guil plötuna nýju, en þá fyrri hefur Ian Anderson, söngvari hljóm- sveitarinnar hengt upp á salern isvegg hjá sér. Hliómsveitin á g’ffuríegan fjölda aðdáenda bar í USA, sem sýndi sig og sannaði í þeim tveim hljómleika ferðum, sem hljómsveitin hefur farið þangað á þessu ári. T. d. seldust 19 þúsund aðgöngumið- ar að hljómleikum þeirra í Los Angeles upp í einni svipan. Grand Funk Railroad — tríóið ameríska — brá sér nýverið til Bretlands og hélt þar „ókevpis" útihljómleika í almenningsgarði skammt fyrir utan London. Fengu þeir 100 þúsund áheyr- endur og geysigóðar undirtektir. Hver var að taia um að safna hári eins og Mick Jagger? Sá liggur laglega í því! Jagger er nefnilega og hefur lengst af ver ið snöggklipptur og notað hár- kollu er hann hefur komið fram opinberlega. „Mömmu var alltaf svo skelfing illa við síðu „lufs- umar“,“ útskýröi þessi marg- frægi orðhákur er hann opinber aði krúnuna blaðamönnum. Ginger Baker, sá ágæti tromm ari stendur stöðugt í ströngu. Það nýjasta er, að hann innlim- aðist í afrikanska „dans“-hijóm sveit, sem leikur einkum á veit ingastöðum og næturklúbbum í Lagos í Níeeríu. Er hijómsveit- in kennd við hljómsveitarstjór- ann, hann Fela Ransme-Kuti. (Nei, þið þekkið hann ekki baun.) Ekki fylgir það sögunni, hversu lengi Baker hyggst leika með hljómsveitinni. Söng-kvartettinn ástralski, The Seekers, hefur verið endur vakinn og hefur að undanfömu unnið kappsamlega að því, að endurveþia sínar fyrri vnisæld- ir og orðið vel ágengt við þá iðju sína. Kvartettirin hefur á stuttum tíma náð að koma fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og nú stendur yfir söngferðalag um 15 borgir í Bretlandi. — ÞJM HÚSHJÁLP Stúlka óskast frá kl. 9—2, gott kaup. Uppl. í síma 42719. aðhurðarbörn óskast á Hringbraut Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna frá kl. 10—6. Úrval úr dagskrá næstu viku SJONVARP Mánudagur 30. ágúst 20.30 Syrpur úr söngleikjum. Lúðrasveitin Svanur leikur undir stjórn Jóns Sigurðssonar. Lögin, sem leikin verða, eru úr söngleikjunum My Fair Lady, The Scound of Music, Kiss me, Kate og The Fantasticks. 20.50 Nana Framhaldsmynda- flokkur frá BBC, byggður á samnefndri skáldsögu eftir Emile Zola. 2. þáttur. Gleði- konan. Leikstjóri John Davies. Aöalhlutverk Katherine Scho- field, Peter Craze, John Bryans og Freddie Jones. Þýðandi Brlet Héðinsdóttir. 20.50 Eskimóar. Bandarísk kvik- mynd um Eskimóa í Alaska, stöðu þeirra í þjóðfélagi nú- tímans, og erfiöleika þeirra við að laga sig að breyttum hátt- um og öðrum tækniframförum. Þriðjudagur 31. ágúst 20.30 Kildare .læknir. Gervinýrað. 6. og 7. hluti. 21.20 Sameinaður framhalds- skóli. Umræðuþáttur um hug- mynd að nýjum tilraunaskóla I Reykjavík. Þátttakendur: Jó- hann S. Hannesson, fyrrv. skólameistari, Guðni Guð- mundsson, rektor og Andri ísaksson, deildarstjóri í mennta málaráöuneytinu, sem jafnframt stýrir umræðum. 21.55 íþróttir. M. a. mynd frá landsleik í knattspyrnu milli Dana og Vestur-Þjóðverja. Miðvikudagur 1. sept. 20.30 Venus í ýmsum myndum. Desmond. Sjónvarpsleikrit eftir John Mortimer úr flokki brezkra eintalsþátta, sem all- ir eru fluttir af frægum leik- konum og samdir sérstaklega fyrir þær. Flytjandi Moira Lister 20.50 Nýjasta taekni og vísindi. Millj hálofta og hafdjúpa, frönsk kvikmyndasyrpa. Nýjar kjamorkustöðvar, Er úrvísirinn senn úreltur? — Umsjónarmað ur Örnólfur Thorlacius. 21.20 Illur fengur ... (The Riv- er‘s Edge). Bandarísk bíómynd frá árinu 1957, byggð á skáld sögu eftir Jacob Smith. — Leikstjóri Allan Dwan. Aðal- hlutverk Aanthony Quinn, Ray Milland og Debra Paget. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Afbrotamaður nokkur tekur að sér ferð á hendur í því skyni að hitta fyrrverandi vinkonu sína, sem nú er gift og búsett ekki allfjarri landamærum Bandaríkjanna og Mexikó. — Hann hefur þjófnað á samvizk- unni og þýfi í fórum sínum, og hyggst nú fá hjálp þeirra hjóna, til þess að komast und an yfir landamærin. Föstudagur 3. sept. 20.30 Lucy Ball. Lucy og Bob Crane 20.55 Hausttízkan 1971. Kynning á því, sem framundan viröist vera í tizkuheiminum. 21.15 Gullræningjamir. Brezkur framhaldsmyndaflokkur um bíræfið gullrán og afleiðingar þess. 2. hluti. Lokuð simd. Aðalhlutverk Peter Vaughan, Artro Morris og Richard Leech. 22.05 Erlend málefni. Umsjónar- maður Jón Hákon Magnússon. Laugardagur 4. sept. 18.00 Endurtekið efni. Mývatns- sveit. 18.45 Enska knattspyman. Leicester City — Liverpool. 20.25 Smart spæjari. Olíufrarst- inn. 20.50 Myndasafnið. M. a. fransk ar myndir um fiskimenn á Bretagne-skaga. keramik og sól gleraugu, og sovézik mynd um stóra og óvenjulega vöm- flutningabifreið. — Umsjónar- maður Helgi Skúli Kjartans- son. 21.20 Diroh Passer skemmtir. Ásamt honum koma fram: Agnete Bjöm, Lily Broberg, Preben Kaas, Robert Larsen og fleiri. 22.05 Maídagur í Mayfair. Brezk bíómynd frá árinu 1949. Leikstjóri Herbert Wilcox. Að- alhlutverk Anna Neagle og Michael Wilding. Maður nokkur erfir tlízkubús i Lundúnum. En h'ann er óvanur slikum rekstri, og fer því ma-rgt úr skorðum, er hann tekur við stjóminni. UTVARP chvusa T7TTT Mánudagur 30. ágúst 19.30 Daglegt mál. Jón Böövars- son menntaskólakennari sér um þáttinn. 19.35 Um daginn bg veginn. Helga Magnúsdóttir á Blikastöð um talar. 19.55 Mánudagslögin. 20.20 „Brúðuleikhúsið". Guðlaug Magnúsdóttir, Jón Sigurðsson, Þorsteinn Helgason og Elin Hjaltadóttir sjá um þáttinn 21.30 Útvarpssagan: ,Innan sviga' eftir Halldór Stefánsson. Erl- ingur E, Halldórsson les fyrsta lestur. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðarþátt- ur: Minningar frá Hólum. 'Guð mundur frá Brandsstöðúm flyt ur síðari þátt sinn. •: . 22.35 Hljómplötusafnið í umsjá Gunnars Guðmundssonar. Þriðjudagur 31. ágúst 19.30 Frá útlöndum. Magnús Þórðarson og Tómas Karlsson sjá um þáttinn. 20.15 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drífa Steinþórsdóttir kynnir. 21.05 fþróttir. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 21.45 „Sjóferð i Æðarvik", smá- saga eftir Böðvar frá Hnífsdal. Hjörtur Pálsson les. Miðvikudagur 1. sept. 19.35 Norður af hjara, frásögn af fundi Norður-Þingeyinga á Kópaskeri Stefán Jónsson segir frá. 20.20 Sumarvaka. a. Heklueldar. Frásaga Þor- leifs Þorleifssonar ljósmynd- ara Baldur Pálmason flytur. b. Ljóð eftir Guðrúnu Guð- jónsdóttur. Höfundur les. c Kórsöngur. Karlakor Reykja lalsgyfkur. syngur nokkur lög, Sig- ■ urður Þórðarson stjórnar.. ó„zdr, ,Eiri„siordægra í ævi smal- ans. Guðmundur Þorsteinsson » frá Lundi segir frá. Fimmtudagur 2. sept. 19.30 Landslag og leiðir. Hall- grimur Jónasson talar um ættlandsband og gróöurminj- ar. 19.55 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur í útvarpssal. Konsert í c-moll fyrir selló og hljóm sveit eftir Johann Christian Bach. Einleikari og stjórnandi: Hafliði Hallgrímsson 20.15 Leikrit: „Hrútur stofnar til hjónabands" eftir Guðmund G. Hagalín. Leikstjóri Helgi Skúla sóft. 22.35 Kristilegt yoga. Geir Vil- hjálmsson sálfræðingur kynnir kristnar hugleiðsluaðferðir með tónlist eftir Bach, Messiaen o. f 1. Fostudagur 3. sept. 19.30 Frá dagsins önn í sveitinni. Jón R. Hjálmarsson raeðir við Klemenz Kristjánsson fv. tál- raunastjóra á Komvöllum og Jóhann Franzson forstöðu- mann heykögglaverksmiðjunn- ar á Hvolsvelli. 2®.15 „Hljómfall Brasilíu og jarðiifsvíxillinn“. Ámi Johnsen sér um þáttkm. 20.45 Frá tónlistarhátiðinni í Ohimay i júní sl. Kvartett i e-moll op. 59 eftir Beettooven. Amadeus-kvartettinn leikur. Laugardagur 4. sept. 15.15 Stanz. Björn Bergsson stjórnar þætti um umferðar- mál. 19.30 „Myndir 1 laufi". Ævar R. Kvaran flytur erindi. 20.00 Lúðrasveit Húsavíkur leikur í útvarpssal. Jarislav Lauda stjórnar. 20.55 Danshljómsveit útvarpsíns i Dresden leikur létt lög, Giinther Hörig stjórnar. (Hljóðritun frá útv. í Dresden). 21.30 Þjóðemishreyfing Islend- inga. Baldur Guðlaugsson ræoi- við Ásgeir Guðmundsson. Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík TIL SÖLU tvær þriggja herbergja íbúöir í 3. og 4. byggingar- flokki við Stórholt. Þeir félagsmenn, sem vilja neyta forkaupsréttar að íbúðum þessum, sendi umsóknir sínar til skrifstofu félagsins í Stórholti 16, fyrir kl. 12 á hádegi föstudag- inn 3. september n. k. Félagsstjómin

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.