Vísir - 28.08.1971, Blaðsíða 8
V í SIR • Laugardagur 28. ágúst 1971,
8
VISIR
•Skerum hver annan á háls'
Otgefandi: Reykjaprenr bt.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjótfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdlmar H. Jóbannesson
Auglýsingastjóri: Skiili G. Jóhannesson
Auglýsingar; Bröttugötu 3b Slmar 15610 11660
Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Simi 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 llnur)
Askriftargjald kr. 195.00 ð mánuöi innanlands
f lausasöíu kr. 12.00 eintakið
Prentsmiöia Vtsis — Edds hí.
Kjaramálin
I útvarpsviðtali við núverandi forseta Alþýðusam-
bands íslands, nú í vikunni, kom fram að flest verka-
lýðsfélög hafa annaðhvort nú þegar sagt upp kjara-
samningum eða munu gera það fyrir næstu mánaða-
mót. Ríkisstjómin er þarna vafalaust í nokkrum
vanda stödd, bæði vegna þess að miklar kauphækk-
anir auka mjög hættuna á vaxandi verðbólgu
og sumar af þeim ráðstöfunum sem stjómin hefur
þegar gert, eru líklegar til að torvelda samningagerð-
ina. Verður fróðlegt að fylgjast með, hvort núverandi
stjórnarflokkar telja nú þessi mál eins auðleyst og
hækkanir jafnsjálfsagðar og þeir gerðu meðan þeir
voru í stjórnarandstöðu.
Þrátt fyrir góðærið og miklar tekjur ríkissjóðs hef-
ur fjármálaráðherrann sagt að nauðsyn beri til að
afla nýrra tekna fyrir næstu áramót. Aðgerðir hinn-
ar nýju stjórnar hafa nú þegar valdið því, að greiðslu-
halli er fyrirsjáanlegur hjá ríkissjóði. Enn liggja ekki
fyrir upplýsingar frá stjórninni enn, hvernig hún
ætli að afla þessara tekna, en augljóst er að hún
verður með einhverjum hætti að taka þær af þjóð-
inni sjálfri. Þetta er gamla sagan, hverjir sem með
völdin fara: Á móti auknum útgjöldum þarf auknar
tekjur. Og ekki er ólíklegt að t. d. atvinnurekendur
fýsi að vita, hvemig ríkisstjórnin hugsar sér að afla
teknanna, áður en farið verður að semja, því að
greiðslugeta atvinnuveganna er takmörkuð, og sé
ætlunin að leggja á þá auknar byrðar til viðbótar
launahækkunum er hætt við að sumir telji þá lengra
gengið en svo, að þeir fái undir risið.
Væntanlega skýrist þetta allt á næstunni og von-
andi tekst stiórninni að finna réttu ráðin. En undar-
legt væri þaC, cT bessi r^isstjóm réði yfir þeim töfr'5-
sporta, sem kæmi í vcy fvrir. r.C niikiar launahækk-
anir leiddu til aukinnar verobólgu. Enginn ríkisstjóm,
hvorki hér á landi sé annars staðar, hefur enn getað
komið í veg fyrir að svo færi. Niðurgreiðslur koma
þar ekki að haldi nema að litlu leyti, enda er gallinn
sá við þær, að til þeirra þarf einnig að afla fjár.
Ríkisstjórnin hefur m. a. lofað láglaunafólki 20%
aukningu kaupmáttar á næstu tveimur ámm, og virð-
ist því auðsætt að hún verði nú þegar að byrja á að
efna það loforð. Hvorttveggja er, að láglaunafólkið
ætlast til að efndanna verði ekki langt að bíða og að
ætlun stjórnarinnar hefur eflaust verið sú, að láta
þessar kjarabætur koma í áföngum, en ekki einu
stökki rétt áður en þessu tveggja ára tímabili lyki.
Þá er hætt við að margir væru orðnir langeygðir
eftir efnd loforðsins. Og svo hættir sumum til að
velta fyrir sér, hvort ekki verði þá tekið af þeim eitt-
hvað í staðinn!
• Howard Smith, þingmaður í Norður-frlandi, og sertni-
lega einhver áhrifaríkasti maður brezku stjórnarinnar
þar, stendur að baki kröfu um rannsókn á hegðun brezkra
hermanna í Norður-írlandi. Smith, sem áður var sendiherra
Breta í Tékkðslóvakíu hefur næsta mikil völd þar í írlandi
núna. Hann er fulltrúi stjórnarinnar gagnvart hemum —
hann getur þegar honum svo sýnist haft þð nokkur áhrif1
á herinn.
• Á fimmtudaginn fyrir viku, kallaði hann Tuzo, hers-
höfðingja yfirmann brezka heraflans f Norður-írlandi
á sinn fund — og síðan sá fundur stóð, hefur verið skipt
um ýms herfylki sums staðar I Belfast. Nýir herflokkar hafa
tekið við af gömlum f hverfum kaþólskra, og einn herfor-
inginn, sem kallaður var til Belfast utan úr sveitum, segði
f blöðum, að hans starf f kaþólska hverfinu væri „að vinnai
að friði.“
En á föstudaginn varð enn frekari breyting. Þá kom í ljós
aö slíkar breytingar dugðu skammt: Smith fór fram á að
hegðun hersins í Belfast væri rannsökuð ofan f kjölinn.
Ruddaskapur hefur verið áberandi.
Smith, þingmaður og Tuzo,
hershöfðingi fóru saman til
London-Derry til að hlusta á 25
kaþöl'skra leiðtoga, sem höfðu
dregið sig í hlé frá störfum 1
miðborginni — alls hafa 32
kaþólikkar hætt störfum hjá
borginni, og er orðrómur á
kreiki um að miklu fleiri muni
gera svo á næstunni — þessu
til viðbótar er vitað, að I gangi
er undirbúningur að nýrri bar-
áttuaðferð kaþólskra: Að óhlýön
ast öllum boöum og bönnum
og aö rfkis og borgarstarfs-
menn hundsi vinnu sína sem
mest þeir mega.
Kaþólikkarnir í Derry, sem
þeir Smith og Tuzo ræddu við,
skýrðu þeim frá því, að þeim
væri ómögulegt að hverfa aftur
til sinna starfa, nema því aðeins
að opinber rannsókn væri fram-
kvæmd og vandlega athugað
hvers kon’ar óréttlæti káþó'ískW
hafa orðið fyrir í Ulster — svo
sem þeir vilja vera láta.
25 féllu í síðustu hríð
12.500 brezkir hermenn eru
núna i Norður-írlandi. Eftir síð-
ustu hörðu hríð. fyrri hluta
ágústmánaðar, lágu 25 karlar og
konur í valnum, og þar varu
þrír brezkir hermenn. Þessi á-
tök urðu þess meöal annars
valdándi, að 5.500 kaþólikkar
lögðu á flótta vfir landamærin
og leituðu hælis í írska lýðveld-
inu. Að minnsta kosti 1500
mótmælendatrúar menn flýðu
heimili sín, og V átökunum voru
fasteignir og verðmæti annars
konar eyðilögð fyrir tugi mill-
jóna króna: 500 heimili í rústit
lögð, 50 verksmiðíur og verzl-
anir í borgarhluta, sem fyrir
þessi átök var einhver hinn
ömlegasti í allri Evrópu.
Þrátt fyrir alla eyðileggingúna
máttu þegnar þessa stríðandi
lands. sem meirihluti íbúanna
(mótmælendur) kallar „UIster“,
og minnihlutinn (kaþólskir) kall-
ar „Hinar sex sýslur“, þakka
fyrir aö eyðilegginging skyldi
þó ekki verða meiri en raun
varð á.
Ulster-búar máttu líka þakka
fyrir, að átökin skyldu ekki
verða ennþá víðtækari en þau
buðu. Hann bannaði írski lýð-
veldisher (I.R.A.) hafði ekki lát-
ið gamminn geisa um hið stríð-
andi svæði, eins og óttazt var
í fyrstu.
„Nútíma stríð — ekki
trúarstyrjöld"
Þótt rígurinn milli mótmæl-
enda og kaþólskra íra sé upp-
raunalega af trúarlegum rótum
runninn, þá er varla hægt að
segja að trúarmunurinn skipti
þá máli n'úna. Málið er raunar
það að í N.-írlandi eru núna
500.000 kaþólikkar og þeim
finnst þeir vera svo að segja
valdalausir í samanburði við
milljón mótmælendur. Mótmæl-
ömurlegasti í allri Evrópu.
lega öllum uppreisnar tilraunum
mótmælenda — í og með vegna
þess að þeim finnst sér einhver
ógn búin af hinum 2.700.000
kaþólikkum sem búa sunnan
landamæra í Irska lýðveldinu.
„Byssumaðurinn
hættulegi“
Eldsnemma morgunn einn K
síðustu vikuð byrjuðu hermenn
að berja á sumar húsdyr í Beí-
fast. Derry og nokkrum smærri
borgum út um landið. Drógu
hermennirnir brezku kringum
300 manns upp úr volgum rúm-
um og sökuðu um að vera fé-
laga í hinum bannaða írska
frelsisher (I.A.R.), „við gerum
þetta,“ segir Brian Faulkner,
innanríkisráðherra landsins,
„ekki tii að svipta fðlk frelsi,
eða þrengja að mönnum, heldur
til þess aö sjá til þess að hinn
Brezkur hermaður leitar á
kaþólikkum, grunuðum um
að vera f Frelsishemum.
Borgarhverfi í Belfast f björtu báli.
Kaþólsk kona veifar fána
Frelsishersins.
mikli meirihluti friðsamra borg-
ara geti verið í friði fyrir þess-
um hættulegu byssumönnum,
sem sprengja hús upp um næt-
ur og halda íbúum £ greipum
6ttans“.
Kaþólikkar urðu frávita af
reiöi, og átök brutust út í bæj-
um og borgum, verzlanir voru
sprengdar upp og bens'insprengj
ur lýstu upp næturhimininn,
nótt eftir nótt
Kannski er ömurlegasta dæm-
ið frá þessum átökurtt, það sem
gerðist í Belfast-hverfinu Farr-
ington Gardens þar sem ka-
þólikkar búa innan um mótmæl-
endur, og hafa lengi gert. Þegar
ótti greip um sig meðal kaþól'skra
vegna handtakanna, létu einir
200 ofstækismenn, kaþólskir til
skarar skríða gegn mótmælend-
um í hverfinu, sem flýðu heimili
sín, og lögðu frekar eld í sin
eigin hús en að sjá þau falla '
í hendur kaþólskra. Kaþólikki
einn í þessu hverfi sagði: „Aö
vetrinum til vorum við vanir
að moka snjónum af gangstétt-
unum hver hjá öðrum. Núna
skerum við hver annan á háTs“.
— GG