Vísir - 28.08.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 28.08.1971, Blaðsíða 16
Ný reglugerð fyrir slökkvi- //ð/ð Ný refilugerð tekur gildi 1. sept. n. k. um útboðun varaliös tfl siökkvistarfa, en í varaliði slökkvi- liðs eru nú orðið eingöngu fast- ráðnir slökkviliösmenn (Þeir, sem eru á frívakt, þegar eldsvoða ber að höndum). Meginbreytingin liggur í því, að nú verður takmarkaður hópur vara- liðsins boðaður út til slökkvistarfa aeð tilliti til þess, hve eldsvoðinn er alvarlegur og krefst mikils mann afla. — En áður þurftu slökkviliðs menn á frívakt aliir að gefa sig fram til vonar og vara til aðstoðar vaktinni, þótt ekki væri þörf fyrir nema fáa varamenn. —GP Eldur i bifreið Einhvern tíma heíði þótt skaði að því, að þessi glæsivagn af Ply- mouth-gerð brynni, sem slökkviliðs maðurinn sést vera að slökkva eld inn í á meöfylgjandi mynd. En hann var sennilega búinn aö ganga sér til húðar, og kunnugir við Grensásveg segjast vera búnir að sjá bílinn standa yfirgefinn á b’ila stæðinu við Sláturfélagið langa lengi — hvort sem eigandinn hefur verið búinn aö gefa hann á bátinn ekki. Einhvern veginn komst eldur í hann í gær, og 'slökkviliðið var kvatt á vettvang til þess að bjarga því, sem eigulegt gat talizt eftir. Samt náði eldurinn að svíða allt' eldfimt innan úr gamla skrjóðnum. EKKERT lANDHClGISSAMNINt — Ákvörðun ekki tekin fyrr en eftir helgi, segir forsætisráðherra Ákvörðun verður ekki tekin um það fyrr en eft ir helgi, hvort landhelg- issamningnum við Breta og V-Þjóðverja verður sagt upp nú fyrir 1. sept., sagði Ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra í viðtali við Vísi eftir fund Landhelgisnefndar í gær. Forsætisráðherra kvað það ekki endanlega afráðið, hvort samningn um verður sagt upp með árs fyrirvara eða hálfs árs fyrirvara. Hins vegar mun það væntanlega liggja ljóst fyrir nú strax eftir helgina. Landhelgisnefnd kom aðeins saman í gær til þess að ræða málin, en ákvöröun var ekki tekin á fundinum. Fulltrúar Is lands á hafsbotnsráðstefnunni í Genf koma heim um helgina, og munu þeir væntanlega gefa rík- isstjórninni skýrslu um ferð sína strax eftir heimkomuna. — Hins vegar sagði forsætis- ráðherra, að ákvöröun um upp sögnina hefði ekki verið frest- að af þeim sökum. Eins og kunnugt er hafa stjórnarflokkamir heitið því að útfærsla iandhelginnar kæmi til framkvæmda ekki síöar en 1. september að ári. — Engin á- kvæði eru í landhelgissamningn um um uppsagnarfrest, en verði sú ákvöröun tekin aö segja hon- um upp meö árs fyrirvara, verð ur rikisstjórnin að taka þá á- ákvörðun nú fyrir mánaðamót in, það er aö segja fyrir 1. september, sem er á miðvikudag inn. Næstu daga verða því ör- lagaríkar ákvaröanir teknar í iandhelgismálinu. Jóhann Hafsteinn, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst vfir þeirri stefnu flokks síns að rétt sé að bíða þess að taka ákvarðanir um uppsögn* samn- ingsins, þar til þing hefur kom ið saman og fjallað um máliö. Á þeim forsendum mun fulltrúi flokksins í Landhelgisnefndinni ekki samþykkja uppsögn sarnn- ingsins að svo stöddu. —JH bílflak — fá nú fjárkröfu : Fjarlægðu „ÞaS er misjafnt, hvað mönnum finnst eignarréttur- inn heilagur. Sumir verða viti sinu fjær, ef hróflað er við einhverju drasli, sem þeir eiga, þrátt fyrir að allir aðrir telja það einskis virði og til óþrifa og skapi jafnvel hættu.“ Þannig fórust Pétri Hannes- syni hjá hreinsunardeild borgar innar orð, þegar blm. Vísis hafði samband við hann, vegna þess að eigandi bílflaks, sem hreins unardeildin fjariægði hefur nú farið fram á að fá tíu þúsund krónur í skaðabætur. „Um þetta bílflak er það að segja,“ sagði Pétur, „að við hirt um það og fleygðum því vegna þess að það var talið til óþrifa og sömuieiöis gat það verið hættulegt. Flakið stóð að vísU inni á lóð, en sú lóð var óaf- girt, svo að krakkar gátu hæg lega meitt sig í flakinu. Annars er ég ekki einn um að úrskurða, • hverju skuli fleygt, því aö ég • hef jafnan lögreglumann með J mér, og í þetta sinn vorum við' • sammála um aö rétt væri að * fjarlægja bílflakið.“ • Pétur sagði, að alitaf væri • töluvert um, aö menn gerðu J kröfu til að fá bætur fyrir það, J sem hreinsunardeildin fjar- • lægöi. J „Hvað hafa þeir upp úr því?“ • „Mest lítið, svona yfirleitt," 2 sagði Pétur. —ÞB 2 l••••••«>••■e••••••••••••••••••>•••••■•••••••••■••••••••••l Er „Straumsvíkur- dómurinn44 feimnismál? Alllangt er nú umliðið síðan málsaðilum í Straumsvíkurmál- inu voru sendar niðurstöður gerðardóms í þessu máli, sem - iochtief höfðaði á hendur Hafn •víarðarkaupstað vegna fram- wæmdanna í Straumsvíkur- höfn. Allt bendir til þess, að íslending- um sé samkvæmt þessum dómi gert að greiða hinu þýzka fyrirtæki veru legar fjárhæðir, en krafan hljóðaði upp á um 300 milljón króna greiðslu frá Vita- og hafnarmála- skrifstofunni fyrir hönd Hafnar- fjarðarkaupstaðar. Síðan málsaöilum var birtur dóm urinn hafa lögfræðingar unnið aö því fyrir hina íslenzku aðila aö yf- irfara dóminn til að benda á leiðir til túlkunar, áfríjunar eða ógilding ar. Að sögn hinna íslenzku aðila hafa lögfræöingarnir ekki enn lokið þessu verki sínu, svo að enn hef- ur ekki verið ákveðið, hvernig brugð izt skuli við niðurstöðum gerðar- dómsins. Þetta er eðlilegt, en hins vegar vekur það furðu, að ekki skuli vera veittar upplýsingar um dómsniður- stöðurnar sjálfar, sem hafa þó veriö málsaöilum kunnar alllanga hrið. Þarna er um stórmál að ræða, sem eðlilegt er, að fólk láti sig skipta. Hvers vegna er ekki skýrt frá niðurstöðunum? Er „Straums víkurdómurinn" svo mikið feimnis mál? —ÞB „JARÐFRÆÐINGARN- IR SPJARA SIG ' 2 danskir jarðfræðingar, kven- kyns, lögðu á fjöll upp frá Hrafn- kelsdal og ætluðu inn að Lauga felli eystra Voru konurnar ak- andi á jeppa. Þar sem ekkert hefur frétzt til kvennanna, þótti rétt að menn frá Orkustofnun færu að svipast um eftir þeim, en ekki þykir rétt að kalla út meiri háttar leit, þar sem vitað er að konumar voru með bil aða talstöð, og því ekkert hægt til þeirra að heyra. Guömundur Þorleifsson, stjórn- andi björgunarsveitarinnar á Egils stöðum, sagði að reiknað væri með þvi, að konumar hefðu komizt í hús einhvers staðar og væri jeppi frá Orkustofnun að komast að þvi húsi. og kæmi í ljós um hádegið, hvort eitthvað hefði orðiö að hjá j arðfræðingtinum. „Þetta eru eitilharöar bonur, og láta ekkert henda sig — þeir pluma sig alltaf þessir jarðfræð ingar“, sagöi Guömundur, „það hef ur reyndar verið krapahrfð á fjöll- unum hér eystra undanfama 2 daga, en við búumst við að þaö fari aö hlýna núna og komi þá rigning“ — GG Færri en vilja sjá færeysku leiksýninguna # Færri en vildu fengu miða á sýningar færeyska leik- flokksins frá „Hafnarsjónleikar fél.“ á leikritinu „Uppi í einni eikilund" eftir Jens Pauli Heine sen. Um miðjan dag í gær var uppselt á allar þrjár sýningar félagsins í Iðnó, í gærkvöldi, laugardag og sunnudag. Fær- eyski leikflokkurinn dvelur hér í boöi Leikféiags Reykjavíkur. Alls taka 9 leikendur þátt í sýn ingunni, en hópurinn sem hingað kom er yfii 20 manns, eru þar með taldir sviðsmenn, „pall- menn“ og makar, sem slógust i förina. ® Færevsku gestirnir hafa far ið í kynnisferð um Reykja- vík, setið boö Leikfélagsins og í gær var fagnaöur í IÖnó að lokinni frumsýningu. I dag mun leikflokkurinn skoða Þjóöleik- húsið og á morgun hefur danska \ sendiráðið boð inni á Hótel Sögu i fyrir hópinn. Færeyingamir fara í í ferð úr bænum á mánudag, en 7 heimleiðis halda þeir á þriðju- J dag. —JH 1 v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.