Vísir - 28.08.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 28.08.1971, Blaðsíða 7
7 VMfSíMl. temgzráagvr 28. ágóst 1971. \ Blessuð börnin mega lika vera t á báðum áttum, ekki síður en k stjórnmálamennimir okkar, sem / segja já-já eða nei-nei eftir þv' 1 sem henta þykir. Hún litla ; m:-' i ið fékk aldeilis að kenna á pessu I< stefnuleysi, því systirin -prlaði til vinstri en bróðir til hægri. Sjálf ætlaði hún beint af aug- um með innkaupapokann sinn, einbeitt á svip. Dani stórslasast í Vestmannaeyjum Skipverji á skipinu Henry P. Lading, sem kom með enda nýju vatnsleiðslunnar, varð fyr- ir þvi slysi að falla niöur á milli skips síns og bryggjunnar. Varð Slysið um 3-leytið í fyrrinótt og var veöur vont, hvasst og fnikið sog við bryggjuna. Var skip- verjinn, Jörgensen að nafni, liðlega þritugur, kominn út á landganginn þegar hann féll niður. Klemmdist Jörgensen illa. Jörgensen var fluttur til Reykja vikur á sjúkrahús rneo sjunra- flugvél, sem lenti þrátt fynr slæm veðurskilyrði Reyndist maðurinn höfuðkúpubroíinn, mjaðmagrind var brotin og rif- bein hafði gengið inn að lunga auk þess sem hann var illa marinn. Ekki var Daninn þó tal- inn í lífshættu. Samið við háseta Viðræðum milli háseta á tog- urunum og Félags ’isl. botn- vörpuskipaeigenda um kaup og kjör lykt^ði ’.meöi! samnirtgi á miðvikudagsmorgun Gildir samningurinn fii áís. Samniagar þessara aðila hafg gengið vel undanfarin ár, því þetta er 10. árið, sem aðilarnir semja án þess að koma þurfi til kasta sáttasemjara rikisins Sýnir í fyrsta sinn 1 sjálfstætt \ Björg Þorsteinsdóttir heitir 1 ung Reykjavíkurmaer, sem opn \ ar í dag sína fyrstu sjálfstæðu \ myndlistarsýningu. Björg opnar i kl. 3 sýningu á 41 grafíkmynd / í Unuhúsi við Veghúsastíg. Frá \ stúdentsprófi lá leið Bjargar í \ mvndlistamám, fyrst hér heima l viö Myndlista- og handíðaskól- / ann, sVðan í Staatliche Aka- \ dþmie der,; bildenden KUnst,e í \ Stuttgart, þá Myndlistarskólánn » > í ,,Reykjavík og lokg Atelier.. 17 i í París. Hefur hún tekið þátt í í samsýningum heima og erlendis. / Myndin er af Björgu við eitt 1 verka sinna. 1 Hingað, — nei þangað legir í umferðinni í Reykjavík. Hvenær sem menn sjá utanbæj- arbifreið nálgast þá. búast þeir við hinu versta. Sá grunur læðlst að oklmr, ökumönnum í þéttbýlinu, að þeir sem njóta ökukersnslu úti í dreifbýlinu, sleppi léttara frá þvf en við, sem keyrum hérna í akreinafyrirkomulaginu. Og að ökukunnátta þeirra sé ekki upp á mjög marga fiska; þegar beir koma á malbikið þótt þeii spjari sig ágætlega á túnunum, þar sem engrar umferðar er von. — Ég hef Iíka heyrt þv*i fleygt, Eru utanbæjaröku- menn háskalegir í umferðinni? Ökuþör skrifar: „Eitt er það, sem er á allra vörum hér í bænum, en aldrei er minnzt á í blöðum — og það er akstur utanbæiarbílanna hérna Y bænum. Kannski eruö þið orðnir hræddir við að blaka hendi í átt til utanbæjarfólks, því að þá er alltaf hrópað upp: „Sko, hrokann í þessum Reyk- víkingum. Það er ekki að spyrja að illvilja þeirra í garð okkar utanbæjarmanna." En það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn eins og strút- urinn. Það er allra manna mál hérna í umferðinni í bænum, að utanbæjarmenn séu stórhættu- að sumir í þéttbýii leiti sér öku- kennslu utan Reykjavíkur, vegna þess að auðveldara sé að ná bílprófi þannig. Viljið þið nú hjá Vísi spyrj- ast fyrir um, hve margir utan- bæjarbílar lentu í árekstrum í ReykjavVk á undanförnum árum, og hvað það er stór hluti af þeini bílafjölda, sem er í árekstr um hérna. Ætli það komi ekki sitthvað í ljós þá.“ „Við öfluðum okkur upplýs- inga um fjölda utanbæjarbfla í árekstrum á þessu ári, og er nánar frá bví sagt í frétt á bls. 16. Þurfti brezkt flug- félag til þess að lækka fargjöldin? Ungur Reykvíkingur hringdi: Það er ánægjulegt til þess að vita að flugfargjöld skuli nú vera að lækka á leiöinni milli Islands og meginlandsins, Þaö er dálítið kátlegt til þess að vita að fargjöld yfir Atlantshafið til Ameríku skuli hafa verið hærri en fargjöld milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar. Hins vegar er það dálítið 4 hart fyrir okkur að una þvi, að það skuli vera brezka flugfélag- ið BEA, sem ríður á vaðíð með Iækkun fargjaldanna. Hvers vegna hafa íslenzku flugfélögin ekki sótt um lækkun fargjalda á leiðunum til meginlandsins og Englands? Enn um hár- greiðslunema Hárgreiðslunemi hringdi: Ég vil aðeins taka undir það, sem sagt var i blaðinu V gær um kjör hárgreiðslunema. Hver treystir sér tii þess að lifa af rúmum 4000 krónum á mánuði? Hárgreiðslunemar fá i mörgum tilfellum ekkert fram yfir þetta, þótt þeir vinni mikla auka- vinnu. Að vísu er meisturunum gert að greiða opinber gjöld og námskostnað, meðan nem- arnir eru i Iðnskólanum, en eigi að síður eru þetta smánarkjör og ætti það að vera réttlætismál að nemarnir fengju að minnsta kosti greitt fyrir aukavinnu. Ekkert eftirlit virðist vera haft með þessum hlutum af hálfu iðnfræðsluyfirvalda. — Það mun einsdæmi að iönnemar séu leiknir svona. . Hárskeranemar eiga til dæmis við mun betri kjör að búa. HRINGIÐ í SÍMA1-16-80 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.