Vísir - 10.09.1971, Blaðsíða 6
6
Jónas Guðmundsson stýrimaður:
MEÐ DÚMM DÚMM
KÚLUR 1 SÁLINNI
Ciguröur Þórarinsson, jarðfræS
^ ingur taldi myndlistina
standa meS riestum blóma allra
listgreina á íslandi, þetta sagði
hann þegar hann opnaði kjallar-
ann í Norræna húsinu undir list.
Það er líklega nokkuð til í þessu
og þó kattalágujafningur sé á-
líka algeingur og brauð og vín
á borði listgyöjunnar, er ekki
því aö leyna, að vakning er mikil
í myndlistinni núna og því ekki
að ófyrirsynju að so eldfimt
hjarta og í brjóstinu á honum
Steingrími Sigurðssyni verði eld-
inum að bráð, standi í Ijósum
logum.
Steingrímur byrjaði aö mála
upp úr þurru. Var áður bara
einhversskonar kúnstner, vit-
stola af gleði og þjáníngu á vfxl
og með dúmm dúmm kúlur I
sálinni alla daga út af kúnst-
inni, sona almennt. Sona maður
hlaut að geta orðið hvað sem
var, — líka myndlistarmaður.
Það er dálitið erfitt að skil-
greina málningu Steingrlms,
sona fyrir sjómenn f það
minnsta. Kannske er hann sama
í málningunnj og Jósefina frá
Nauthóli er f hinu dulaifull'a?
Fyrst og fremst manneskja, en
segir samt óorðna hluti og flett-
ir onaf leyndarmálum. Það kann
því aö gæta nokkurrar vantrúar
á heila gillið, á hrókerínguna
■} miklu, að menn geti þrátt fyrir .
.] allt orðið kúnstinni að liði með
því einu að komast yfir máln-
ingu. Líkast til hefur Steingrím-
ur alltaf verið málari sona innst
innj og málaö heilmikið í sál-
inni uppúr blóði og þjáníngu og
það er kannski þessvegna sem
tíminn er so naumur og so hratt
riðið og nú stendur hann enn
meðal vor eftir stóra sýningu í
New York og so aðra á Akur-
eyri, en þángað kemur hann með
sýningar einsoft og stóriborinn
frá Jarðborunum ríkisins og
stormur og amsúgur og andagift
fer um kyrrláta bæinn, sem nú
er orðinn hálfgildis japan eftir
að hafa I mannsaldra haldið uppi
danskri siðmenningu og öllu því
skásta í mannlíf; og menn-
ingu vesturlanda. Steingrimur
getur því ekki lengur þótzt vera
eitthvað annað en málarj og
þessvegna getur hann haldið
áfram að selja baunkum mál-
verk, þegar aðrir verða að láta
sér nægja víxla, haldið áfram að
keppa um viðurkenníngu, ef það
er þá á annað borð hægt að
verðlauna myndlist eða kúnst
Casa Nova
Casa nóva er merkileg búla.
Sona stendur allt á haus á fs-
landi. Þetta gallerí, sem er nán-
ast rekið af óvitum; hefur líklega
gert meira fyrir myndlistina en
sjálft stjórnarráðið. Seinna. þeg_-
ar menn eldast,' fletjast auga-
steinamir út og líka sálin og
listin verður að hafa ofanaf fyrir
sér sjálf og leita fyrir sér aö
nýjum óvitum með opin augu
og opið hjarta. Hérna sýnir Stein
grímur í hópi jafningja, þvl
hann kemst ekki á máfastells-
aldurinn, né á hin andlegu eftir-
laun, er einkenna miðaldra fólk
á íslandi. Þegar menn leggja
ekki neitt á sig nema hægt sé að
éta það. Þessvegna sker hann sig
úr hinum eldri og minnir á
ítalskan götusala, fremur en
virðulegan íslenzkan listmálara,
sem selur baunkum og stórlöx-
um myndir og hann gengur ljúf-
lega um salinn með vinum sínum
sem virðast flestir annaðhvort
vera kúnstnerar, eða hreinir
gangsterar og myndirnar hugsa
upphátt á veggjunum.
Málverkin eru 50. Fimmtí
alsystkin, mest landslagsmyndir
og abstraktssjónir. Skemmtileg-
astar finnast sjómönnum þó lík-
lega myndir frá Snæfellsnesi, en
Steingrímur lá undir jökli I sum-
ar, I Hellnaplássi og víðar. Skin-
andi fallegar myndir. en hann
sýnir djöfulli vond málver.k líka,
sosum eins og málverk af Akur
eyri sem minnir á uppþvott i
kínversku eldhúsi og andlits-
myndir sem minna á vissan ræf-
iídóm sem er seldur einfeldníng
um og drukknum sjómönnum I
staðinn fyrir listaverk. Svona
geiga skotin hjá þeim, sem ekki
eru I æfingu, eru snöggsoðnir.
Þar er tilviljunin ýmist hola I
höggi, eða kúlan týnd.
Það er komið rökkur og ljósiö
bunar út úr kassanóvu. Gangster
ar með sólgleraúgu og gangster-
ar með bamsandlit skima I
voveifleg portin við bókhlöðu-
stíginn, einsog þeir eigi von á
kúlnadembu og so hraða þeir
sér út í bílana sína sem þeir
hafa lagt hér og þar og myrkrið.
hefur rennt niður, meðan þeir
dokuðu við hjá kúnstnemum
mikla, sem nú selur baunkum
og stórlöxum málverkin sin.
Líka þeir hafa gaman af þessum
óskiljanlega listamanni, sem
heillar með persónu sinni og
málníngu.
Jónas Guðmundsson, stýrimaðuf
Blaðburðarbörn
óskast
Njörvasund — Skipasund — Lækir I —
Lækir II
Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsl-
una.
Dagblaðið Vísir
Hópferðir
Margar staérðii hópferöabíla
alltaf til leigu.
BSÍ
Umferðarmiöstöðmni.
Slmi 22300
VISIR . Föstudagur 10. september 1971.
Eru tölvurnar
mannlegri en
mennirnir
sjálfir?
S.S. skrifar:
„Tölvunum var um kennt 'i
frétt I Vís; um manninn, sem
fékk hótunarbréf frá Gjald-
heimtunni vegna nokkur hundr-
uð króna skuldar, sem „heimtu
frekjan" ta'ldi sig eiga hjá mann-
inum, en hann hafði borgað.
Er þetta nú nógu „lógískt?“ —
Ég held að það geti varla verið
að tölvurnar eigi nokkra sök á.
Þetta er kerfið. sem stofnunin
sjá’f hefur valið sér, — og ekki
bara þessi stofnun heldur fjöl
margar aðrar Símum, hreinum
öryggistækjum, er umsvifalaust
Jokað vegna smáskulda, ráðizt er
að rafmagninu, jafnvel meðan
fólk er I fríum o.s.frv. Þvá' mið-
ur virðist mér aö það séu MENN
IRNIR sem eru hættir að geta
hugsað, en frekar von til að hitta
fyrir mannlega TÖLVU, sem
gætj skiliö að það er ekki á-
stæða til stóraðgerða út af ein-
um litlum 420 krónum."
Hrakspár um
Ástralíufara
Öm Ásmundsson hringdi og
sagði:
„Það er engu líkara en þeim,
sem héðan hverfa til . þess að
leita gæfunnar annars staðar,
sé óskað a'lls hins versta og
menn geti ekki unnt þeim neins
brautargengis.
Þannig virðast flestir leggjast
á eitt um að segja hrakfara-
sögur af þeim, sem fóm til
Ástra'íu, eins og sjá mátti t d.
H frétt I Tfmanum núna í vik-
unni.
Og þagað er vandlega yfir
því hvort einhverjum hafi vegn
að vel.
En svo vill til að við þekkj-
um nokkra þeirra, sem fóru til
Ástralíu, vitum að það fara af
þessu misiafnar sögur. Og ég
meina mis'afnar að því levti. að
það eru ekki eineöngu hrakfarir.
— Tvo menn þekki ég þar suður
frá. annar rafvirki og hinn
smiður, og báðum vegna betur
en begar beir voru hér heima.
Svo bað blióta að vera til
dæmi um velgengni manna sem
fara héðan.“
Ótækt oð
líða atbrota-
mönnum allt
Æ.P símar:
Það var minnzt á það hér \
dálkinum í gær að við ættum
að taka upp strangara eftirlit
með út'endingum. sem hér
koma, og var Þar bent á hætt
una á smiti, sem þeir geta flutt
með sér. Þetta er rétt. En það
var annað sem ég ætlaði að
minnast á, — þessa Islenzku
dóna, sem vaða uppi að þvá er
virðist átölulítið og ráðast aö
fólki með svívirðingum og láta
jafnvei hendur skipta, eins og
sagt var frá I mánudagsblaði
Vísis. Svona nokkuð má ekki
láta átölulaust. Gestir okkar
veröa að fá að vera í friði með
an þeir gista land okkar Ætli
útlendingar aftur á móti aö
gista hér um nokkurn tlma og
eiga samskipti við íslendinga.
verðum við að viðhafa fyllstu
varúðarráðstafanir.
Gamii
götuslóðinn
hjá Skáfa-
heimilinu
stórhættu-
legur
Einn á Egilsgötu skrifar:
„Það verður að vara menn við
hættunni, sem fy'gir því að fara
um gamla götuslóðann fyrir neð
an Domus Medica, meðfram
Snorrabrautinni.
Þessum slóða hefur ekkert ver
ið haldið við. enda orðinn nær
ófær I mvrkri (engin götulýs-
ing þar heldur), en samt sé ég
marga álpast til aö stytta sér
leið þar.
Þó er mesta mi'di, að ekki hef
ur orðið ennþá slys, þegar bíl-
ar koma af slóðanum og ætla
út á Egilsgötuna. Það verður aö
fara yfir gangstétt en beggía
megin við innkevrsluna þar er 1
bílum lagt í þéttri röð. Menn
sjá þvl hvorki til hægri eöa
vinstri þegar þeir fara út á göt
una, og renna a'veg blint I sjó-
inn með það. hvort þeir sleppa
við bilaumferð eftir Egilsgöt-
unni.
Yfirvöld þyrftu þarna annaö
hvort að loka innkeyrslunni —
eöa mála gular gangstéttarbrún
irnar til beggja hliða."
HRINGIÐ í
SÍMA1-16-60
KL13-15