Vísir - 10.09.1971, Page 9
VlSIR. Föstudagur 10. september 1971.
9
„ ... .og jafnframt sæti á-
kærði þriggja mánaöa fangelsi".
les dómarinn upp og hvarflar
augunum til gæzlufangans til
þess að sjá, hvernig honum verð
ur við. — Engin svipbreyting.
Ekki þá, en um kvöldið nckkr
um klukkustundum síðar, þegar
dómarinn skotrar grem'ulega
augum til sessunauts síns á
kvöldsýningu í bíó, vegna þess
að skrjáfið í sælgætisbréfinu
ergir hann, mætir honum háös-
legt giott þjófsins, sem hann
hafði dæmt til fangelsisvistar
fyrr um daginn.
Spurði einhver, hvar slíkt gerð
ist? — nú, bara hér í Reykja-
vík.
Á lögreglustöðinni horfir varö
stjórinn þungur á brún á gleið-
gosalogan unglinginn, sem hlær
háðs’.ega framan í hann
„Já, já, ég er búinn aö segja,
að ég gerði það. Er þetta þá ekki
búið? — Hvaða predikun er
þetta eiginlega? Til hvers eruð
þið annars að þessu? Þið vitið
vel, að ég er ekki nógu gamall
ti! þess að þið megið loka mig
inni— nema ef það væri vegna
þess, að það þarf að rannsaka
málið. En það þarf ekkert að
rannsaka neitt. Ég er búinn að
eefa skýrsluna og búinn að játa
allt.
Þið hafið ekkert leyfi til þess
að halda mér. Ég veit að ég má
fara.“ segir gæinn og getur illa
leynt fyrirlitningu sinnj á
béssu yfirvaldi, sem svo auð-
v er að leika á, — bað er jafn
vel einfaldara en að taka brjóst
svkur frá krakka
Varðstjórinn r á hann
orðlaus, því að iiann veit, að
hvert orð er satt. Hann lætur
leiða pi’tinn burt og forla . að
mæta ásakan'ti ’ujnr'11 manna
sinna, sem höfðu staðiö piltinn
að innbroti og grioið honn glóð
volgan. — Þeir höfðu komið til
hans fvrir nokkrum dogum. þee-
ar þeir einmitt höfðu handsam-
að bennan sama pilt. staðið ’ ann
að b’ófnaði og farið með hrnn á
stöðina, en mætt honum síðan
nokkrum klukkustundum siöar á
götunni. Auðvitað héldu þeir, að
hann hefði strckið, og fóru með
hann aftur. — En nei, ‘hann
hafði ekki strokið, og um leið
og strákur fékk að fara út aftur
rak hann framan í þá tunguna.
Já einmitt — það gerist líka
hér í Reykjavík.
Heima við morgunverðarborð-
ið situr borgarinn yfir kaffibolla
sínum og rennir augum yfir fyrir
sagnir fréttablaðanna. „Brotizt
var inn á 10 stöðum í Reykja-
vík um síðustu helgi. — Varð-
stjóri handsamar pilt, sem farið
hafði inn í niu íbúöir og stolið
samtals milli þrettán og
fimmtán þúsund krónum. — Tíu
piltar á aldrinum 12—16 ára upp
vísir að fiörutíu innbrotum, sem
þeir höfðu framið á undanförn-
um mánuðum. — Lögreglan hef
ur hendur í hári þjófaflokks. —
Læddist um fimm íbúðir á einni
nóttu og stal, meðan heimilis-
fólkið svaf. — Skartfri’num fyr
ir tug; þúsunda stolið úr sýn-
ingarglugga."
Á fimm ára - starfsferli lög-
reglufréttaritara Vísis hefur
aldrei liðið svo vika aö ekki væri
hægt að sep’a frá að minnsta
korti 3 eða 4 innbrotum.
Fnginn hccur tíma til þess að
dnnda við að kasta ttMu á þessi
afbrot, þeir einir sem hafa með
,iau að gera dags daglega, geta
borið um, að þeir hafi það á til-
finningunni, að þessu fari fjölg-
andi. Síhækkandi staflar af
skýrslum á borðum þeirra eru
hið eina áþreifanlega, sem segir
þeim þetta.
Sagöi einhver; Léleg löggæzla?
— Um fjörutíu eða fimmtíu
lögregluþiónar ganga hér að
störfum í Reykjavík um hádag
inn: Nær þrjátíu um nætur. Aft
ur og aftur eru þeir að hand-
taka söniu afbrotamennina og
svo nýja og nýja, sem bætast i
hóþirin. Á stundum finnst þeim
sjáifúm að starf þeirra minni á
söguna um sjúklinga geðspítal-
ans, sem voru látnir eyða tíman
um með þvi að moka sand í
poka niðri i kjallara, bera upp
stiga unp á loft og hella þar
niður um trekt niður í kjallara
aftur — og byrja svo á nýjan
leik á öllu saman.
Við framhaldsrannsókn þess-
ara mála taka um 20 rannsóknar
lögreglumenn. Frá morgni til
kvölds vinna þeir við yfirheyrsl
ur og skýrslugerðir, gagnasöfn-
un og endurheimt stolins góss
— eöa önnur lögreglustörf.
Við dómsrannsóknir, dóms-
uppkvaðningar og önnur dóms-
störf i sakamálum vinna 6
sakadómarar í Reykjavík og 5
fulltrúar Keim til aðstoðar. Þeir
taka viö öllum málum, sem rann
sóknarlögreglumenn hafa lokið
undirbúnimrsvinnu viö.
Hjá saksóknara ríkisins starf-
ar enn einn hópur manna við
meðferð þessara sakamála.
Og slíkt er annríkiö. að sumir
þessara manna taka sér ekki
sumarfrí um árabil. Kannski
bara á þriggja ára fresti.
jifh árangur starfsins er svpna
ámóta og bóndans, sem smalar
saaðfénaði sínum að hausti inn
i rétt, en verður síöan aö hleypa
því öllu út úr réttinni aftur út
í hagana — án bess að eiga
nokkurt hús til þess að setja
aiöröina í.
í fangelsinu að Litla-Hrauni
rúmast 20 fangar. Éf dæmdir
eru á öllu landinu 5 afbrota-
menn í hverri viku til fangelsis
vistar, þá fyllist þetta eina fang
elsi á einum mánuði. — Ef þeir |
hafa hver um sig fengið 3 mán 1
aöa refsingu. sem er ekkert sér |
lega strangur dómur bá kpmart 1
ekki aðrir þar fvrir næstu þrjá ’
mánuði. \ meðan safnast c-rir
60 afbrotamenn, sem bíða þess
að afplána sína dóma. Þegar
fyrsti hópurinn hefur afplánaö
sína refsingu geta næstu 20 kom
ist að, og eftir bíða 40. Og á
meðan hópur nr. tvö afplánar
sína refsingu safnast fyrir aðrir
60, svo að hundrað eru komnir
á biðlista eftir 6 mánuði.
Þetta er nánast eins og dæmið
um fjölgun rottunnar, ef mönn-
um finnst þaö ekki alltof óvið
fe'ldin samlíking.
Og ef hinir dæmdu, sem biða
þess að röðin komi að þeim.
halda áfram iðju sinni á meðan.
þá er ekkert undarlegt við það,
þótt innbrotum og þjöfnuöum og
öðrum afbrotum fari fjölgahdi.
Né er heldur neitt ótrúlegt viö
það, að dómarinn hafi að sessu
naut í kvikmyndahúsinu ótínd-
an þjóf, sem hann dæmdi fvrr
um daginn til fangelsisvistar. —
Eða að lögreglumaðurinn hand-
’aki í miólkurbúð um kvöldið
innbrotsþjóf sem hann greip f
fiskverzlnninni í birtingu um j
morguninn.
Þess vegna finna menn ekki j
meira fyrir því, þegar refsivönd j
ur laganna er reiddur tii höggs
heldur en þegar fluga sezt á
handarbak þeirra. —GP j
VfsmSFYB:
— Hvað vildir M láta
gera við innbiotsþjóf-
ana?
Helga Þorkelsdóttir, húsmóðir.
Sandprýði í Vestmannaeyjum:
„Reyna að leiða þeim fyrir sjón
ir hve rangt þetta athæfi þeirra
er. Leiöa þá þannig á rétta braut
en nota hins vegar ekkj mjög
stranga hegningu".
Egill Gestsson, tryggingamiðl-
ari: „Tja svei mér, að ég sjái
neitt sem hrífa mundi. — Nema
það sem Kristján Albertsson
stakk eitt sinn upp á; Að setja
þá i búr á Lækjartorgi og vita
hvort þeir sjái ekki að sér eftir
að hafa dúsað þar“.
Kristján Þórðarson. tækninemi:
„Þaö væri nú undir ýmsu komið
— aldri og hve forhertir þeir
væru. — Vægilega á þeim yngri,
en þó ákveðiö — Og ef það dug
ar ekki, þá bara rassskella þá á
Lækjartorgi."
Bragi Eggertsson, húsgagnasmið
ur: ,Hegna þeim stranglega fyr-
ir — jafnvel taka enn haröar á
þeim en nú er gert — Lengra
fangelsi og tryggari gæzlu á
þeim Þeir sæju sig þá kannski
um hönd“
„Ég vil helzt láta þá vinna fyrir
b\ö tjóni, sem þeir hafa bakaö
fólki. Það hygH ée. að hrifi
— Þeir sleppa nefnilega yfirfeií:-
án þess að bæta mönnum skað
ann, og reyndar mikið ti! án
þess að taka út nokkra hegningu
fyrir afbrotið".