Vísir - 21.09.1971, Síða 8

Vísir - 21.09.1971, Síða 8
3 VISIR Þriðjudagur 21. september 1971. VISIR PKr^etanai: Reyxiapienr K, maakvœmdastjóri: Sveino R- EyJðMsaoa Ritstjóri • Jónas RristJðnsaoB FréttastJóri: Jón Birglr Pétursson RitstjórnarfulltnM: Valdlmar H. Jðbannessoo Auglýsingastjóri: Skóli G. Jóhannessoo Auglýsingar: Bröttugðtu 3b. Simar 15610 11660 Afgrefðsla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstlóra: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 tlnnr) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði famanlande f lausasölu kr. 12.00 eintaldð Prentsmiðia Vtsis — Edda hl. Dýrt og gallað J heilbrigðismálum eru íslendingar rík þjóð. Við verj- um 6—9% af brúttótekjum þjóðarinnar til heilbrigð- ismála. Vafasamt er, að nokkur þjóð geri betur, nema ef til vill ísraelsmenn. Og við höfum fleiri lækna mið- að við íbúatölu en Norðmenn og Svíar hafa og þykja þær þjóðir þó vel settar. Hér eru aðeins 700 íbúar um hvern lækni. En milljarðar heilbrigðismálanna nýtast okkur allt of illa. Almenningur hefur ekki nógu greiðan aðgang að læknisþjónustu. Jafnvel í Reykjavík er oft erfitt að ná í lækni, ef skyndilega sjúkdóma ber að garði. Viðkomandi heimilislæknir getur auðvitað ekki verið á þönum allan sólarhringinn allan ársins hring. Og bakstuðningurinn, sem hann hefur af neyðarvaktinni og næturlækninum er ákaflega ófullnægjandi. Samstilling á þjónustu heimilis- og héraðslækna, sérfræðinga og sjúkrahúsa er afar frumstæð. Úti á landi talar fólk um „að fara suður til lækninga“ eins og það sé hálfs eða heils árs verkefni. Menn fara stið-' ur með haustinu, þurfa lengi að bíða eftir tíma hjá fyrsta sérfræðingi, þvælast síðan jafnvel með löng- um biðtímum milli annars, þriðja og fjórða sérfræð- ings og komast svo loks á sjúkrahús með vorinu. Þar á ofan skiptir öllu máli, að menn séu svo heppnir að veikjast í ákveðnum líffærum, sem eitt- hvert hinna þriggja stóru sjúkrahúsa í Reykjavík hefur menn og tækni til að ráða við. Þrátt fyrir sam- anlagða stærð þessara sjúkrahúsa, er verkaskipting þeirra ekki nægilega mikil til þess, að þau nái með sómasamlegum hætti yfir öll helztu svið læknisfræð- innar. Og svo verða menn að bíða eftir pláscl, þútt þeir séu með réttan sjúkdóm, því að hin dýru sjúkrarúm eru upptekin ar fólki, sem er í eftirmeðferð, einfaldri rannsókn, eða ætt1’ ■ *' " um f^- jum frekar aj vera á heilsuhæli, sem er mun ó ’ýrari stofnun 6n sjúkra- hús. Frumkvæði að úrbótum gæti komið frá frjálsum samtökum lækna, félagssamtökum lækna, sjúkra- samlögum, sjúkrahúsum, tryggingastofnuninni eða heilbrigðisráðuneytinu. En það er eins og hver vísi á annan. Ef til vill væri heppilegast, að hið opinbera veitti utanaðkomandi aðiia eins og Stjómunarfélagi íslands fé tii að fá sjálfstæða stjómunar- og skipu- lagsfræðinga til að skoða þetta vandamál ofan í kjöl- inn og koma með úrbótatillögur, er henti almenningi. Læknar og embættismenn heilbrigðismála virðast yfirleitt gera sér grein fyrir göllum kerfisins og hafa áhuga á endurbótum. En það er einhver tregða í kerf- inu sjálfu, einhver þunglamaleiki, sem menn ráða ekki víð. Þess vegna er heilbrigðisþjónustan áfram svona gölluð, þótt hún sé orðin hin næstdýrasta eða dýrasta í heimi. Kennaraskólinn við Stakkahlíð — engin heimavist risin þar enn — „og lítið um hana hugsað síð- ustu árin“. SKÓLAFÓLK í YANDRÆÐUM — mikill fjöldi framhaldsskólanema i Reykja- vik býr úti á landi — Nú sverfur oð með leiguhusnæði i Reykjgvik................... -ÓiiÍOíl i liiVCÓJciliOlÍ 1L Framhaldsskólarnir í Reykjavík eru að hefja vetrarstarfið. Til Reykjavíkur verður mikill fjöldi námsmanna, sem úti á landi búa, að sækja alla sína menntun. Og er það ekki svo smávægilegur kostnaðarliður, að kosta uppihald eins nemanda á menntaskólastigi hér í Reykjavík. Húsaleiga er orðin næsta óhóflega dýr, og þar fyrir utan erfitt að finna húsnæði. Margir hafa undanfarið hringt hingað á Vísi utan af landi og spurt okkur, hvort við gætum á einhvern hátt liðsinnt um útvegun á húsnæði. Það getum við ekki og gerum ekki, en í gær höfð- um við samband við fáeina skólamenn í Reykja- vík og inntum þá eftir húsnæðismálum nemenda. Hjfl'l'm'tr Ólafsson varð fyrir s""rum f Menntaskólanum við Hamrahrið, og tjáði hann Vfsi, að Hamrahlíðarskðlinn tæki æv inlega inn talsverðan fjölda ut anbæjarmanna, en ekki heföi halin orðið var við, að pemendur væru í húsnæðishraki — „enda er það ekki í okkar verkahring að útvega mönnum húsnæði — þeir snúa sér eitthvað annað í þeim vandræðum. Við spvrjum hins vegar æv- inlega nemendur að því, hvar þeir hyggist búa. og ef þeir verða búsettir í öðru skólahverfi en okkar, bendum við þeim S að fá inni f öðrum mennta- sköla.“ — Er heimavist á byggin«ar- áætlun Hamrahlíðarskó’ans? „Nei, ekki er það nú. Hér á hins vegar að koma í framtíð- inni matsalur. Nemendur eiga þannig að geta haft hér full- komna vinnuaðstöðu, og er þetta eini skólinn á landinu. sem þannig er skinulagður. Væntan lega verður slík aðstaöa utan- bæjarmönnum til hægðarauka.“ Skólavist með fyrirvara Dr. Jón Gíslason, skólastjóri Verzhuiarskólans, tjáði Vísi að ævinlega væri slangur af utan- bæjarmönnum í Verzlunarskói- anum, og í ár, sem undanfarin ár, hefðu þeir átt f erfiðleikum með að finna sér húsnæði. „Raunar skiptir skólinn sér ekki af því beinlínis — en mað u r hevrir það á fólki sem er aö sækia um skólavist, að það hiður um hana með fyrirvara: Ef húsnæöi fæst fyrir veturinn. Og það er satt að segja stjórn völdum þessa lands til skammar- fvrr o” síðar. hvemig húsnæð- ismái nemenda' hafa verið hunz uð,“ sagði dr. Jðn, „það hefur verið rætt um að nýta hótel eða annaö slfkt fvrir þetta utanbæj arfólk. en ekkert orðið af neinu. Þama verður að gera stórátak." Hoimavist við Kennarask _ !ann „Það er nú einhvers staðará byggingaáætlun hjá okkur hér í Kennaraskólanum, bygging heimavistarhúsnæðis,“ sagði Baldur Jónsson, yfirkennari, er Vísir hafði tal af honum ,,en sú bygging hefur ekkert komið til taJs í mörg ár — við eigum nefnilega nógu erfitt með' að fá það fé sem viö þurfum til brýnustu þarfa.“ Ævinlega er mikiíl fjoldi kennaramema utan af landi, og því stórmál, ef afflur sá fjöldi á í basli með að finna sér húsaskjól innan borgarmark- ana. Baldur sagði að skólastjómin hefði ekki fundið neitt inn á það hjá nemendum, að þeir væm f vandræðum með hús- næði enda em skólayfirvöldin ekki sá aðili sem nemendur myndu snúa sér til í vandræð um sínum. „Það var nú rætt um það í fyrravetur að taka Hótel Esju lil þessara nota,“ sagði Baldur. „en ætli það verði nokkuö núna, þegar búið er að inn- rétta þarna fínasta hótel — og f svona stóm húsi er vont að hafa heimavist. Ég vildi a. m. k. ekki vera heimavistarstjóri þar.“ \ „Svakaleg heppni“ „Það var alveg svabaleg heppni að við skyldum detta njður á húsnæði — við vorum búin að tryggja okkur tveggja herbergja íbúð í vor — borguð um 6000.00 kr. í leigu á mán- uði og svo misstum við hana — eigandanum var nefnilega boðið hærra verð," sagði vél- skólanemi einn, sem setti sig í samband við blaðið, „ég var svo orðinn úrkula vonar um að fá inni með systmm mínum tveim ur, sem em í KennarasfcðJan- um, en svo fengum vlé fyrtr kunningsskap fbúð f vesturbæn- um. Og sú er þriggja herbergja. kostar ekki nema 5000 kr. á mánuði — og þarf ekki að borga nema hálft árið fyrir fram!“ —GG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.