Vísir - 02.10.1971, Qupperneq 2
Brynner kvæntur
Yul Brynner, leikari kvæntist
fyri,- rúmri viku. Sú hamingju-
sama heitir Jacqueline de Croiss-
et, ekkja eftir franskan blaða-
mann.
Hjónavigslan fór fram í borg-
inni Deuville í Frakklandi, og
fréttist ekkert af þeim skötu-
hjúum fyrr en á laugardaginn var,
þegar frá því var skýrt, að þau
hefðu gift sig fimmtudaginn
næsta á undan.
Brúðhjónin eru nú að skemmta
sér i Saint Tropez.
Brynner, sem er fæddur í Rúss
landi fyrir 51 ári, hefur tvisvar
áður verið kvæntur. Síðast var
hann kvæntur amerisku ieikkon-
unni Virginíu Gilmore og þar áð-
ur sýningarstúlku frá Chile sem
Doris Kleiner heitir. Hann á 24
ára gamlan son og 9 ára dóttur.
Hin nýja frú Brynner á 18 ára
dóttur og er ekkja eftir Philippe
de Croisset, sem síðast var fram-
kvæmdastjóri franska kvenna-
blaðsins „Marie-Claire“.
Bara þrjú ár eftir
Sammy Davies jr. var sleppt
út af spítala í Las Vegas um dag-
inn, þar sem hann hefur verið i
nákvæmri rannsókn síðan 18. sept
ember. Hefur sá frægi leikari og
söngvari átt í vandræðum með
lifrina í sér — og „er ekki góður
— langt frá því. Læknar segja
að ég eigi aðeins eftir þrjú ár
enn .. . nema ég hafi stranga gát
á sjálfum mér. Og það ætla ég að
gera. Ætla að vinna Iftið og ekki
drekka brennivín. Sérhver maður
sem hefur drukkið eins Og ég hef
gert s.l. 15 ár getur átt von á
einhverju eins og þessu“, sagði
sá 45 ára Davies.
= BS = = SHS
Hálfétið epli kom upp
um skúrka
Þeir John M, McLean, 2B ára
innbrotsþjófur og stéttárbróðir
hans, Robert N. Beesley, 32 ára,
væru að líkindum frjálsir menn
og hamingjusamir að skipujsggja
innbrot, hefði þeim ekki ororojjna
á f messunni um daginn.
Þeir brutust inn í hús f Chester
í Englandi og höfðu þaðan með
sér margt góðra gripa, sem þeir
komw & pcctþéttan felustað. Svo
kom löggan og handtók þá, þar
sem þeir voru grunaðir um glæp-
inn. Ekkert var hins vegar hægt
að sanna, fyrr en glöggur póli
kom auga á hálfétið epli á arin-
hillunni á innbrotsstaðnum. Plast
mót voru gerð eftir tannaförun-
um, og kom í ljós, að McLean
hafði sannanlega bitið í það epli.
Af þessum of stóra bita leiddi,
að þeir félagar og vinir játuðu
á sig sex innbrot til viðbótar, og
naga »ú sjálfa sig í handarbökin
fyrir eplanagið.
Eldar kveiktir í
ENGLANDI
— herferð gegn „víkingn-klúmi nú
ii
Frá því á víking.aöld, þegar
norrænir víkingar réðust hvað
eftir annað með brauki og bramli
á íbúa Englands, var það lengi
TAKIÐ |
TÍGRANA!!
John Aspinall heitir maðurinn á myndinni, og hefur sá gert veð- J
mál að lífsbrauði sínu. Og það hefur gengið vel. John hefur jafn •
an teflt á tæpasta vaðið, segir hann sjáifur, og hefur t.d. efni •
á að eiga sérstakt hús og í því fimm unga tígra, sem hann hefur •
alið upp frá því þeir fæddust. Stundum bregður hann á leikj
með gæludýrum sínum. J
siður á Suður-Englandi að kveikja
bál á hæstu hæöum og hólum,
ef sást til skipa fjandmann.a.
Þann 23. september s.l. var
þessi siövenja endurvakin. Og I
þetta skiptið dugir ekki að kveikja
aðeins bál í Suður-Englandi og
meðfram ströndinni, heldur var
þá kveiktur eldur um allt landið
til að vara almenning við nýrri
og annars konar danskri innrás
frá „óvinalandinu" Danmörku —
sem sé kláminu.
Nú stendur yfir þriggja vikna
löng barátta undir nafninu
„National Festival of Light“ (Þjóð
lega Ijósahátíðin) og á nú að vekja
fólk til umhugsunar um „mengun
hugarfarsins". og merkilegt nokk
hafa aðstandendur hreyfingarinn-
ar fengið hernaöarlega aðstoð frá
Danmörku.
Haldinn var mikill opnunarfund
Uj í Westminster Hall í London
og voru þar viðstaddir sendimenn
frá „Unge kristne" í Danmörku
og ræður héldu þeir Johannes
Facius, ritstjóri og séra Johnny
Noer, sem og munu ferðast um
landið og halda ræður í kirkjum
um skaðleg áhrif klámsins í
heimalandi þeirra.
Dreift hefu,- verið fréttabréfum
og áróðurskortum út um allt, og
mikið gert til að vekja áhuga
brezkra dagbiaða á málinu og er
helzt stefnt að því að hrekja þau
rök klám-sala og margra félags-
fræðinga í Danmörku fyrir klám-
frelsinu, að kynferðisglæpum hafi
fækkað í Danmörku og að hin
frjálslega löggjöf hafi alls ekki
reynzt skaðlaus.
Segja hinir ungu og kristilegu
baráttumenn mót kláminu, að
kynferðisglæpum hafi alls ekki
fækkað í Danmörku, heldur sé Iög
gjöfin aðeins breytt — nú þyki
það ekki lengur refsivert,
sem menn voru áður dæmdir fyr-
ir. Nefna þeir sem dæmi blíðu-
sölu kynvillinga, drýgða blóð-
skömm innan fjölskyldna (t. d.
þegar faðir tælir eigin dóttur —
þá er það aðeins faðirinn sem
refsingu hlýtur) o fl. af Kku tagi.
Þá nefna baráttumennirnir se"”
klámi, að kynsjúkdómar ha''
færzt i vöxt í Danmörku upr •»
síðkastið: „Við vörum brezku .vé*
ina við því, að fara inn á söm’’
braut og Danir", segja hinir
kristilegu, ungu Danir í fréttatil-
kjmningu til allra fjölmiðla í
Englandi, „látið ekki guðlausa
menn og gróðaæsta aðila, sem að
baki klámöldunni standa menga
hugarfar ykkar“.
TOKIO
SEKKUR
í ár hefur Tókíó sigið
meira en nokkru sinni áð
ur, þessi stærsta borg
veraldar hefur sigið und-
anfarin ár frá einum og
upp í átta þumlunga.
Frá því síðari heimsstyrj
öldinni lauk, hafa sumir
borgarhlutar Tókíó sokk
ið meira en sex fet, og er
sá sighraði meira en tvö
faldur á við það sem hún
næstu 50 ár á undan.
Michitaka Kaino, forstjóri þeirr
ar stofnunar í Tókió sem annast
sérstakar rannsóknir til verndun-
ar umsverfis við Tókíó, segir
þetta sigvandamál vera versta
vandamálið sem borgin hefur við
að glíma í umhverfismálum.
Brýr, sem liggja yfV ár og
skurði í útjaðri borgarinnar, hafa
sokkið svo mikið, að bátar eða
skip komast ekki lengur undir
þær.
Um það bil 30 af 810 fermilum
borgarinnar eru neðan við sjávar
mál þegar fjara er mest og meira
en 80 fermílur eru neðan við
sjávarmál á stórstraumsflæði.
Byggingar sökkva niður I jarð-
veginn, en enn sem komið er,
heldur Kaino, að byggingarnar
sem slíkar, séu ekki í hættu, en
vandinn verður að líkindum marg
falt meiri að fáum árum liðnum.
Kaino forstjórj heldur að bygg-
ingar og mannvirki hvers konar
sökkvi hraðar núna en áður,
vegna þess að iðnfyrirtæki dæla
æ meira vatni úr jarðveginum.