Vísir - 15.10.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 15.10.1971, Blaðsíða 4
4 V í S I R . Föstudagur 15. október 1971 Ferða- manna- tíminn lengist Stöðugt er unnið að því að lerifija ferðamannatímabilið, en sem kunnugt er hefur straum ferða- manna farið að leggja hingað er líða tekur á júní, hámarki naer ferða mannafjöldinn í júlí og í lok ágúst mánaðar hefur mátt heita, að ferða mannatímabilið væri liðið. Af töl- um útlendingaeftirlitsins má loks merkja einhverjar breytingar eftir sumarið í ár. Flestir komu raunar — sem endra nær í júlímánuöi, eða rúmlega tólf þúsund manns. Það er þó ekki nema lítið eitt meira en í júlí í fyrra. ekki nema 4,7 prósentum. Öðru máli skiptir um ágústmán uð, hann st’igur nú upp að hlið júlímánaðar hvað vinsældir snert- ir. Með 23% aukningu frá í fvrfa urðu ferðamennirnir í þeim mán- uðí rúmlega tíu þúsund. Helmingi færri komu í septem- ber, en þar var þó um aukningu að ræða. Nú komu í þeim mánuði 14 prósent fleiri en i fyrra og er það öllu betur gert en af júlímánuði, — Ef til vill erum við farin að sjá fram á lengingu ferða mannatímabilsins ... —ÞJM // Útfærsla ætluð tíl hagsbétar öllum // segir Scotsman um landhelgismálið „Útfærsla íslenzku fisk- veiðilögsögunnar er til þess ætluð að verða til hagsbóta öllum þjóðum, sem stunda fiskveiðar í hafinu umhverf- is ísland“. Þetta segir í brezka blaðinu The Scotsman 2. október. Því er þó ekki að heilsa, að Bretinn hafi tekið sinnaskiptum í landhelgismálinu. Greinin, sem Scotsman birtir, er eftir íslend- inginn Arnór Hannibalsriin. Hins vegar er hún birt nokkuð áberandi undir þriggja dálka fyrirsögn: „Vörn fyrir fiskveiðar Islands“. Arnór bendir á í greininni, að það sé brýn nauðsyn að ver'ida fiskstofninn á þessu svæði. Þaö sé aðeins unnt að gera með út- færslu fiskveiöilögsögu Islend- inga, s“/o að hún taki til land- grunnsins. Efnahagur Islendinga byggist á fiskveiðum, og þeir verði að vernda þær auðlindir. sem líf þeirra byggist á. Því verði að harma þá ákvörð un skozkra togaramanna að óska eftir því ekki aðeins við brezku stjórnina heldur stjórnir annarra Ianda, að þær beiti Is- lendinga viðskiptalegum refsiað- gerðum. Þetta hljóti að stafa af skilningsleysi á aðstæðum og markmiði íslenzku stjórnarinn- ar. Verði að vænta þess að gagn kvæmur skilningur á mál-inu skapist í umræðum milli brezim og íslenzku stjórnarinnar, svo að engin truflun verði í sam- skiptum þeirra. — HH Verkfræðinemar út í atvinnulífið Á fjárlögum nýju rikisstjórnar- innar er gert ráð fyrir kostnaðar- aukningu við Verkfræðideild Há- skólans, sem nemur 15.530 þús. krónum, og mun sú kostnaðaraukn ing m. a. koma til vegna heimildar um ráðningu 12 nýrra kennara með fullri kennsluskyldu og 40 prósent- um af launum prófessora. Þessir nýju kennarar verða undanþegnir rannsóknaskyidu, enda er ætlunin að þeir verði jafnframt starfandi úti í atvinnuiífinu. „Það er enn ekki ákveðið, hvern- ig þessi tenging við atvinnulífið verður framkvæmd", sagöi Magnús Tilkynning til söluskattsgreiðenda í Hafnarfirði og Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þann 11. október var, að kröfu innheimtu ríkissjóðs kveðinn upp úrskurður um lögtök vegna söluskatts fyrir júlí- og ágústmánuð 1971, sem féll í gjalddaga 15. september sl., svo og vegna hækkana eldri tímabila og á- föllnum og áfallandi dráttarvöxtum og kostn aði. Lögtök verða látin fara fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessarar auglýsingar, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Jafn- framt verður hafizt handa um stöðvun at- vinnurekstrar þeirra, er eigi gera skil á réttum tíma. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Gullbringu- Kjósarsýslu Einar Ingimundarson og Már Lárusson, rektor Háskólans, er Vísir ræddi við hann í gær, „þessi nýskipan miðast viö það, að umræddir kennarar sinnj jafnframt öðrum störfum á sviði þjóðlífsins. Þetta getur orðið erfitt að fram- kvæma, einkum hvað snertir skipa- verkfræði, vegna þess hve skipa- verkfræðingar hér á landi eru fá- ir“, — En er ætiunin að fara þá með verkfræðinema út úr skólanum, gefa þeim kost á að neipa . eða starfa hjá fyrirtækjum? „Einhvern veginn þannig verður að framkvæma þetta, því aö aðstaö an hér í skólanum er engin til slíkr ar verklegrar kennslu". Af þeim 12 kennarastöðum sem fjárlög gera ráð fyrir, eru 4 í bygg- ingaverkfræði, þrjár í véla- og skipaverkfræði og fimm í rafmagns verkfræði. Einnig tvær dósentsstöður í efna fræði ásamt tækjaverði, dósent f hagnýtri stærðfræði og tveir aðjúnktar í stærðfræði, svo og prófessor og fjórir aðjúnktar í nátt úrufræöi. — GG .-t Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar auglýsingar víSlsT lesa allir ^__ J Það er ekki alltaf dans á rósum að vera blaðaljósmyndarl, eins og þessi mynd ber með sér. Hún sýnir, hvar Bragi Guðmundsson, ljósmyndari Vísis, er að ná tígrisdýrum Sædýrasafnsins á fflmu, en til þess að ná almennilegum myndum varð hann að láta hleypa sér inn f búrið. Þessi dýr hafa að vísu ekki náð fullum þroska ennþá, eins og safngestir geta kannað sjálfir frá deginum í dag að telja, þegar dýrin losna úr sóttkví, en þau hefðu kannski ekki mikið á móti því að fá sér svona einn og einn Ijös- myndara í svanginn. — Þess má geta að lokum, að myndin, sem einn blaðamaður Vísis tók, er ekki fyllilega skýr, enda mega myndavélar ekki hristast mikið, þegar teknar eru með þeim myndir. — Blaðamaðurinn þurfti nefnilega líka inn í búrið til að taka mynd af tígrisdýrunum og Ijósmyndaranum. Kaupum hreínar léreftstuskur Félagsprentsmiðjan hf., Spítalastíg 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.