Vísir - 15.10.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 15.10.1971, Blaðsíða 9
 V1SIR. Fðstudagur 15. október 1971. 9 „Hvað ætli þeir séu margir þessir veðurguðir?“ spurði maður einn, sem leit til okkar hingað á blaðið um daginn. — „Maður lítur á almanakið og sér að það er október og maður lítur út um glugg- ann og sér að það er frost í jörð og heldur kulda- legt um að btast. Og maður fer niður í kjallara og grefur upp vetrarfrakkann, hanzkana og skinnhúf- una, og þegar maður Ioksins kemur út undir bert loft, þá finnur maður að það veitir ekkert af frakk- anum, og maður lofar sjálfum sér að fara í föður- landið í fyrramálið og reyna að fá fyrirfram af kaup inu svo maður geti fengið sér kuldaskó.“ „Svo fer maður og fær fyrirfram fyrir kulda- skóm. Daginn eftir er komið úrhelli, og maður verður aftur að hendast niður í kjallara að sækja regnkápuna og skóhlífarnar — ég nennti því raun- ar ekki, og það er þess vegna sem ég stend hér í gegnblautum ullarfrakka og það standa af mér svitagufurnar af því að ég var kominn út á strætó- biðstöð þegar ég áttaði mig á því að ég fór í ullar- nærfötin eins og ég hafði lofað sjálfum mér! Óþol- andi veður“. Veðurguðir — „Hvað eru veðurguöir pabbiT*1 heyrðist lítill drengur spyrja frakkaklæddan föður sinn í strætisvagni um daginn. „Veðurguðir?" sagði pabbinn, „æ — það eru þeir sem hafa fyrir okkur veöur Þú getur séð þá í sjónvarpinu á kvöldin." Og leikmenn spyrja oft veður fræðinga hér á landi, hvort það sé ekkí V senn erfiðara starf og skemmtilegra, að vera veð- urfræðingur hér en t. d. á Mæjorku, þar sem sólin skín alltaf. Þær hafa a m. k. verið nokkuð „fjörmiklar" veðurspárnar. að undanfömu. Á miðvikudaginn hringdi Vísir í Veöurstofuna, og Páll Bergþórsson tjáöi okkur, að þann dag til kvölds myndi verða lygnt veður, og frost allt að sjö stigum. Reyndist það rétt vera, en um kvöldið var hann kominn hva'ss á suðaustan. „Og hann heldur sér í suð- austrinu til fimmtudagskvölds“. sagðj Páll „þá vendir hann yf- ir í suðvestrið og kemur með skúrir". — Hvaö skyldi þaö nú standa lengi? „Hann verður kominn í norð- austrið á fimmtudagskvöldið og jafnframt kólnar þá eitthvað, þótt ekki verði eins kalt og va'r fyrr í vikunni." „Regnhlífaveður“ eða „frakkaveður“ „í Reykjavfk er aldjft fr.ákk^ veður,“ sagðj Norðlendingur einn við Vísismann nýlega, „það er ævinlega einhver fjárans suddj hér og dugir ekkert ann að en gúmföt — aftur á móti ættj hver einasti maður hér aö ganga með regnhlíf — lfkar þeg ar snióar eða sólin skín.“ - Nú? „Það er svo ágætt að hafa uppspennta regnhlYf til að bregða fyrir andlitið í þann mund sem maður arkar yfir göturnar. Bílar stoppa þá skyndi lega þegar rigning er, að maður kemst yfir án þess að þurfa að bíða lengi. Svo er lika nauðsynlegt ,*ð . vera ævinlega í uppháum stig- vélum, vegna þess að bYIar aka svo hratt um götumar, sérstak lega þegar rigning er, að maður verður með einhverju slíku móti að verjast ágjöf frá þeim. Flest- ar götur eru svo illa gerðar, að vatnshallinn hefur gleymzt, eða þá að niðurföllin eru stffl uð, og bílarnir aka því eins og í grunnu stöðuvatni. Óþægilegt fyrir gangandi en þeir veröa einhvem veginn að verjast." stjórar eiga vont meö að komast hjá að aka ofan t drullufenið og ausa því yfir gangstéttina: Og þá er lítið gaman að vera gangandi þar framhiá, kannski í betri fötunum að fara á áríð andi fund. Af einhverjum ástæðum veit ist starfsmönnum gatnamála- stjóra erfitt að halda niöurföll- um í lagi a. m. k. viröast þau illa þola að fá ofan í sig vatn. Þarna myndast því iöulega stöðuvatn, heldur forugt, og bíl Tveir geðstirðir Undirritaður var eitt sinn I slagviöri á leið upp Laugaveg. Rétt innan við Heklu, bílaumboð ið, var maður á gangi, og stefndi sá líka austur Laugaveg. Það venjulega „stöðuvatn" var komið á sinn stað. náði frá gagn stéttarbrún og út undir miðja akbrautina Allt f einu kom Trabantbfll á mikill ferð og ók fyrst fram hjá undirrituðum. Sem betur fer var ég ekki kominn að fyrrgteindu „stööuvatni". en það var hins vegar sá er á undan gekk, Og sá fékk aldeilis baðið! Hann var frakkaklæddur og í hvítri skyrtu, hafði þar að auki hatt á höfði Ég reikna ekki með að hann eigi lengur bessar flík ur, bví í þann mund sem Trab antinn var kominn gegnum vatn ið. stóð maöurinn á gangstétt- inni, rennand; blautur og for- ugur upd fyrir haus Frakkinn orðinn að forar druslu og hatturinn hafði tekið á sig einhverja undarlega lög un. Maðurinn steytti hnefann á eftir b’flnum, og þegar ég gaf mig á tal i;ið hann og bauðst , til að aðstoða^ ef eitthvað væri hægt að gera,' rak hann upp skræk og tók á rás. Fyrst hent ist hann inn Laugaveginn á eftir bílnum, en breytti fljótt um stefnu, og stökk upp holtið, yfir óbyggða svæðið neðan við Tónabíó og hvarf upp í Skip- holtið Aumingja maðurinn Það er hins vegar af Trabant inum að frétta, að hann komst ekk; öllu lengra en yfir poll- inn. Hann fékk nefnilega sjálf ur þvílíka gusu yfir sig og upp undir, að hann blotnaði illa. Brátt fór hann að hósta og skyrpa. og loks stoppaði mótor inn alveg. Ég fór og hjálpaði ökumann inum að koma bílnum út fyrir götuna, og fékk að heyra hvem ig komið var fyrir skapsmun- um hans Það stendur nú ekki tij að ég haf; orðbragð hans hér eftir, enda óprenthæft, en kannski einhverjir borgarstarfs- menn hafj fengiö hiksta þennan eftirmiðdag. —GG „.. .vaða með regnhlífar fyrir andlitinu út á umferðar- götur...“ „Ávallt viðbúinn“ Við birtum í fyrradag grein meö ráðleggingum til handa b'il eigendum fyrir veturinn. Verra er aö semja slíka rullu handa gangandi fólkj að fara eftir. Eina ráðið sem dugar, er að vera ávallt viðbúinn — eða svo sa'gði okkur garpur einn í Kópa vogi, sem vinnur í Reykjavík, en gengur yfirleitt til vinnu sinnar. Þetta er nú soldið kaldhæðni legt, því að varla getur maður inn dröslað með sér regnfötum eða kuldaúlpum 1 vinnuna dag lega, tij þess að vera viðbúinn veðurfarsbreytingunni, sem ef- laust verður einhvern tíma dags ins. — Nei. Reykvíkingar, sem hugsa sér að fara allra sinna ferða um borgina, óháðir blikk beljunni eða strætisvögnum, eiga sannarlega úr vöndu að ráða. Mjög margir þurfa t. d. að storma .nn Laugaveg og Suður landsbraut daglega. Þessi leið verður svo að segja ófær yfir ferðar ef aðeins ýrir úr lofti. „Ég veit hann er skritinn .. .en hann er nú einu sinnl veðurfræðingur.“ «!0 -nbo </ h

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.