Vísir - 15.10.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 15.10.1971, Blaðsíða 5
VÍSIR. Föstudagur 15. október 1971. HMilfiCAflUC — tveir leikir verða háðir um helgina. Annar / Vestmannaeyjum, en hinn / Reykjavik Tveir leikir í 2. umf erð Bikarkeppni KSÍ verða háðir um helgina og þau lið, sem sigra þar eru kominn í undanúrslit keppninnar ásamt Akur nesingum og Víkingum. Það er því til mikils að vinna í þessum leikjum og sigur í bikarkeppni veitir rétt í Evrópu- keppni bikarmeistara. Fyrri leikurinn verður í Vest- mannaeyjum og hefst kl. tvö á laugardag. Þar leika ÍBV og Fram og ef dæma má eftir ár- angri Eyjamanna á heimavelli sVnum í sumar ættu þeir að vera sigurstranglegir í þessum leik. Á Islandsmótinu í sumar í Vest- mannaeyjum sigraði ÍBV með 4—1, en Fram var um þær mundir í miklum öldudal. í leiknum í Reykjavík sigraöi Fram hins vegar i viðureign fé- laganna með 3 — 1 Fram leikur án Jóhannesar Atlasonar, sem hefur verið fyrir- liði liðsins í sumar, en hann er nú á förum til Englands og mun dvelja þar við nám í íþróttafræð-i um, en Jóhannes er íþróttakenn- ari að atvinnu. Einnig mun hann sennilega' leika með einhverju áhugamannaliði á Englandi. Síðari leikurinn verður á Melavellinum á sunnudag og hefst kl. tvö. Þar mætast Valur og Breiðablik, sem vakt; lang- mesta athygli ’i 1. umferð, þegar það sigraði íslandsmeistara Keflavíkur Þetta ætti að geta orðið skemmtilegur leikur en sennilega hallast þó fleiri að sigri Vals í leiknum. Hins vegar er rétt að benda á, að í leik liðanna í 1. deild í sumar á Melavellinum sigraöi Breiðablik með 2—0, og var sá sigur mjög verðskuldaður, og einn fyrsti leikur Breiðabliks, þar sem liðið vaktj verulega athygli. I hinum leik liðanna i 1. deild á Laugardalsvelli sigr- aði Valur með 4 — 2 og skoraði tvö síðustu mörkin rétt fyrir leikslok_ Ekki er enn fyllilega ákveðið hvar og hvenær leikirnir í und- anúrslitum bikarkeppninnar veröa háðir Það verður þó sennilega um þar næstu helgi — en mótanefnd KSÍ hefur leyfi til aö ákveða hvar leikirnir verða háðir — eða þar, sem hún telur mesta tekjumöguleika. Þetta finnst mér persónulega ófært fyrirkomulag. Það lið, sem dreg- ið er úr hattinum á undan, á auðvitað að leika á sínum heiiiia velli. Hins vegar er sjálfsagt að úrslitaleikurinn sé á Melavell- inum eins og alltaf hefur verið. — hsím. Opið mót í badminton Opið mót verður haldið í bad- minton í Laugardagshöllinni 30. okt næstkomandi. Keppnisgreinar verða: Einliðaleikur karla einn flokkur. Einliða og tv'iliðaleikur kvenna einn flokkur Ekki verður um hreinan útslátt. að ræða í einliöaleik karla, þar sem þeir er tapa fyrsta leik ganga yfir í aukaflokk. Þátttaka tilkynnist til Hængs Þorsteinssonarí sími 35770 eða 82725 fyrir 18. október Tennis oð Badmintonfélag Reykjavíkur. Á morgun verður stóri leikurinn í Evrópukeppninni í handknatt leik í Laugardagshöllinni. Þá mæta íslandsmeistarar FH frönsku meisturunum Ivry og þyrfti FH helzt að tryggja sér nokkurra marka forskot fyrir hinn síðari, sem verður háður í Frakklandi. Myndin hér aö ofan er af íslandsmeisturum FH og við vonum að þeim takist vel upp á morgun. Leikurinn hefst kl. 15.30. Einar Hjartarson dæmir í Glasgow Það verður íslenzkt dóm aratríó, sem dæmir leik Celtic og Slima Wanderes frá Möltu, í Glasgow á mið vikudaginn. Þá mætast þessi lið í 2. umferð Evr ópukeppni meistaraliða. Ákveðið hefur verið að Einar Hjartarson verði dómari leiksins, en línu veröir verða þeir Guðjón I Finnbogason frá Akranesi og Valur jBenediktsson, Reykjávík Þetta ! verður þriðji leikurinn í hinum ýmsu Evrópumótum í haust, sem . íslenzkir dómarar sjá uni dóm- igæzluna í. Sem kunnugt er mætti Akranes Möltu-liðinu í 1. umferö ^keppninnar og var slegiö út — tapaði fyrri leiknum, en jafntefli ; var í hinum síðari. Báðir voru leikn- ir á Möltu. Celtic er eitt kunnasta knattspyrnulið á Bretlandseyjum og sigraði í þessari keppni 1967 — fyrst, brezkra liða. Aibert Guðmundsson Albert út oð semja Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu verður háð ’i Þýzkalandi 1974 og ísland er þar meðai þátt- takenda. Albert Guðmundsson, for- maður KSÍ fer utan á sunnudag til BrUssel 'i Belgíu til að semja um væntanlega leikj islands í keppn- inni. Dregiö var fyrir nokkru og er ísland í riðli með Belgíu, Hollandi og Noregi og er sennilegt, að ein- hverjir leikir í riðlinum verð; þeg- ar háðir næsta sumar — en um það mun Albert semja úti. Leikinn er tvöföld umferð — bæði heima og að heiman. Dregið á sunnudag Strax eftir leik Vals og Breiða- bliks á sunnudaginn verður dregið um það hvaða lið mætast í undan- úrslitum Bikarkeppni KSÍ. Tvö lið, Akranes og Víkingur, hafa tryggt sér rétt ’í undanúrslitum, en hver hin tvö liðin veröa kemur í ljós í leikjunum tveimur í bikar- keppninni um helgina. Formanna- fundur K.S.Í. Formannafundur KSÍ verður að Hótel Loftleiðum á laugardag og hefst kl. 13.30 og veröur þar unn- in einhver undirbúningsvinna fyrir ársþing KSÍ, sem veröur haldið 27. og 28 nóvember. Landsliðið til Irlands Unglingalandslið íslands í knatt- spyrnu, sem sigraði írland hér heima á Laugardalsvellinum á dög- unum, heldur til írlands á mánu- dag og leikur síöari leikinn við íra í Dublin á miðvikudaginn. Það lið- ið, sem sigrar ’í þessari keppni, mætir næst Wales. Ef fsiánd vinn- ur skapast mikið vandamál fyrir ísl. piltana, sem nær allir eru námsmenn, og leikirnir viö Wales yrðu þá að fara ffam einhvern tímann í vetur. En nánar verður rætt um þetta hér á íþróttasíðunni eftir helgina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.