Vísir - 15.10.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 15.10.1971, Blaðsíða 7
» » V í S IR . Föstudagur 15. október 1971. cTVIenningarmál Um gesti og leiki TjjöðarbaSlett Senegals dansar hér í næstu viku, og er sagt að þegar hafi allir miðar seizt á sýningar dansflokksirrs sem verða þrjár í Þjóöleikhús- mn. Heimsöknir af þessu tagi eru langsamlega aígengustu gestaleikir, eða réttar sagt: einu gestaleikirnir sem þar koma nokkum veginn reglulega og ganga má aö vísum frá ári til árs. I afmælisriti Þjóðleikhúss ins á 20 ára aftnælí þess 1970, em taldir 12 erlendir gestaleikir áratuginn 1060—70, þar af níu danssýningar af ýmsu tagi, ein söngskemmtun þýzks barnakórs og tvær sýningar franska lát- bragösieikarans Marcels Marce- au. Engin erlend leik- né óperu- sýnmg í heimsókn allan þann áratug! En áhugi sá sem bein- ist aö heimsókn Senegal-balletts ins fyrirfram sýnir að gestaleik ir af þessu tagi hafa unnið sér hefö í iandi og ganga að mark aöi nokkurn veginn vísum. Leikár Þjóðleikhússins var í fyrra tilbreytilegra en einatt áð- u-r aö viðfangsefnunum til. Þá kom skozkur óperuflokkur í heimsókn með tvær ópemr eft ir Benjamin Britten. Og síðar tim veturinn Bayanihan, dans- flokkur frá Filippseyjum, sem eins og Senegalsmenn mun hafa dansað fyrir nokkurn veginn fuiisetnu Þjóöleikhúsi. Það var meira um dans: Helgi Tómas- son kom í heimsókn og dansaði ásamt íslenzkum ballettdönsur- um, og undir vor var árleg dans sýning ballettskóla Þjóðleik- hússins. En þar sem 1184 áhorf endur sáu gestaleik Filippsey- inga komu aðeins 280 til að horfa á eigin verk Þjóðleikhúss ins á þessu sviði. T fyrrahaust var þráfaldlega frá því sagt að von væri á mexíkönskum þjóðarballett, Aztlan-ballettinum sem mikiö þætti til koma. en aldrei varð úr þeirri heimsókn. Engin skýr- ing gaf‘-t á.því — en vera má aö Filippseyingar hafi komið í Mexikana stað. Undir vor var á hinn bóginn tilkynnt að meö haustinu væri loks von á er- lendri leiksýningu á gestaleik: Dramaten í Stokkhólmi, þjóð- leikhús Svía ætlaði að sýna hér eitt af síðustu verkum Strind- bergs. Branda tomten, undir stjórn Alf S.jöbergs, eins hins mikilhæfasta ieikstjóra í Svi- þjóð. Nú mátti hlakka til að fara í leikhús! En haustið kom og leikár hófst og enginn nefndi Iengur þessa leiksýningu á nafn, svo rækilega sem þó var frá henni skýrt í vor. Er það til of mikillar kurteisi mælzt að þegar slíkar sýningar falla af óviðráðanlegum ástæðum niöur sé þeim að minnsta kosti form- lega aflýst? Þetta er meöal annarra orða fjarska algengur ljóður á ár- legri leikskrá Þjóðleikhússins þegar hún er birt að haustinu: að þar séu boðaðir leikir iog sýningar sem aldrei verður úr, aliir mega kannsfci vita .að aldrei verði úr. Ráðagerðir leikhússins um að sýna Eirík XIV eftir Strindberg urðu á sinum tíma að skrýtlu. I hitti- fyrra var boðað nýtt leikrit eftir Kristján Albersson, fyrra nýtt leikrit, Víxlarnir, eftir Agnar Þórðarson, en hvorugs hefur síð an heyrzt getið. Eru báðir þess ir leikir alfarnir í óminnisdjúp eða má kannski vænta þeirra á ný á komandi verkefnaskrám? |7rlendir gestir koma eins og endranær einatt við sögu á leikskrá vetrarins sem hófst með færeyskum gestaleik í Iðnó, þar sem írskur leikstjóri sfetti Plóg og stjörnur síðan á sviö. Leik- myndin í Höfuðsmanninum í Köpenick er eftir Þjóðverja, Ekkehard Kröhn sem aðdáun vakti í fyrra með leikmynd Fásts í Þjóðleikhúsinu. Dania Krupska, dansstjóri úr Zorba, er hér stödd til að undirbúa sýn- ingu leikhússins á söngleiknum Oklahoma sem hún setur á svið sfðar í vetur. Hún hefur þeg ar gefið leikurum Þjóðleikhúss ins þá einkunn að þeir séu bezt- ir í heimi, og má þá líklega vænta nokkurs af sýningu Okla homa þegar að henni kemur. Ennfremur kemur brezkur leik- stjóri, John Fernald til að stjórna sýningu leikhússins á Óþelló. En ekki verður minna vert um gestaleik í aðalhlut-- verkinu: Jón Laxdal Halldórsson sem mikið orð. hefur fariö af ferli hans í Þýzkalandi mörg undanfarin ár. Og það hefur flogið fyrir að hann muni einnig leika engan minni mann en Garðar Hólm { fyrirhugaðri þýzkri kvikmynd eftir Brekku- kotsannál, sem gerð verði hér á landi. Hitt er verra ef hann Róbert Arnfinnsson verður svo mikil músikal-hetja í Þýzkalandi eft- ir sigurinn í Lúbeck á dögunum Erlendir dansflokkar eru tíðir gestir í Þjóð Ieikhúsinu, næst flokkur frá Senegal, og hafa þá gestir úr öllum heimsálfum nema Ástralíu sótt leikhúsið heim að sögn þjóóleik- hússtjóra. Myndin er úr sýnlngu Bayanihan-flokksins frá Filippseyjum í fyrra. að hann snúi seint eða ekki heim aftur, Upphefðin kemur að utan hér á landi sem kunnugt er. En ekki ætti að þurfa þýzk ar umsagnir til að mönnum verði Ijóst i Þjóöleikhúsinu, staðar- mönnum og áhorfendum þess, hversu mikilhæfur leikari Ró- bert Arnfinnsson er. Með allri virðing, aðdáun á músikal-verk um Róberts er það samt í stór- um eiginlegum leikhlutverkum á sviöi Þjóðleikhússins sem áhorf endur hans eiga hans mestu og beztu verka að vænta, Á hann völ slíkra viðfangsefna annars staðar en hér? T fyrrnefndu afmælisriti Þjóð- leikhússins er getið 42ja er- lendra gesta í Þjóðleikhúsinu áratuginn 1960—70 sem lang- flestir hafa komið hingað til einnar eða í hæsta lagi tveggja sýninga. Af þessum hóp hafa 15 komið ti! að stjórna óperum og öðrum söngleikjum í Þjóð- leikhúsinu, leikstjórar, dans- og hljómsveitarstjórar, 10 Voru list dansarar f tveimur söngleikjum leikhússins, My Fair Lady og Fiðlaranum á þakinu, 7 söngvar ar { aðalhlutverkum í óperum og söngleikjum, 7 leikstjórar annarra verka og 3 leikmynda- höfundar. Af gestunum komu að eins tveir til samfelldra starfa í leikhúsinu um nokkurt skeið. Kevin Palmer og Una Collins sem hér dvöldust á árunum 1966-67. Tjað hefur margsinnis verið rakið aö erlendir, aðfengnir leikstjórar leysa aldrei vanda innlendrar, nýskapandi leikfor- ustu. Ekki heldur á sviði óperu- flutpings, dans og söngleikja: þær tölur sem nú voru taldar mega einmitt verða til marks um það hvernig Þjóðleikhúsið hefur færzt undan vanda þess að koma á fætur eigin starfs- flokkum á þessu sviði. Þótt eggj un og uppörvun, ýmiskonar hag nýtur lærdómur geti stafað af vérkum erlendra leikstjóra, eru annmarkarnir á störfum þeirra einnig auðsénir. Þeir skilja ekki máliö, þekkja ekki leikhópinn sem þeir eiga að starfa með, hafa einatt skamman tíma til verka — allt aðstæöur sem bjóða þeim kærulausri og óvándlegri vinnu. Þar fyrir geta erlendir leikstjórar vitaskuld komið að verulegu gagni, sér í lagi ef ráðnir væru til lengri tima en einnar sýningar, til þess hremt og beint að þjálfa og kemia inR- lendum leikstjóraefnum. Og gest ir geta vitaskuld notazt til fleiri verka en leikstjórnar og söng- leikjasýninga: leikmyndahöfund ar, tónlistairnenn og dansfólk þar sem það á við, gestaleikar- ar í einstök hlutverk — en sliks heyrist aldrei getið nema í söng leikjum. Þaö væri t. a. m. efcki ónýtt að fá stöku sinni mikils háttar norska eða sænska leik- ara til Ibsen eða Strindberg- sýninga hér. Og það er vita- skuld fráleitt að erlendar leik- sýningar skuli öldungis afræfct- ir gestaleikir í Þjóðleikhúsinu — að þegar loks var til slikrar sýningar boðað falli hún þegj- andi niður. Byggingatæknifræðingur eða maður vanur tæknistörfum óskast til starfa hjá Vegagerð ríkisins. Uppl. um nám og fyrri störf óskast sent til Vegamálaskrifstofunnar fyrir 1. nóv. 1971. Vegamálastjóri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.