Vísir - 15.10.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 15.10.1971, Blaðsíða 16
Föstudagur IS. október 1971. Dúkkulísu- andlit er ekki nóg Vilja norðlenzkt rafmagn en ekki „hund ' að sunnan Hinum megin á Kringlumýrar- braut rákust saman tveir bílar, sem komu aö sunnan. á BÆTTU UM — til að verða fulltrúi ungu kynslóðarinnar Miss Young-keppnina japönsku sem Henný Hermannsdóttir og Helga Eldon hafa tekið þátt í er nú verið að endurskipuleggja. Einari Jónssyni, sem árlega sendir sex íslenzkar stúlkur til fegurðarsamkeppna erlendis, hef ur verið falið það hlutverk að velja íslenzkan þáttakanda til keppninnar, en síðast var það hlutverk í höndum Hennýar. Úrslitakeppnina hyggst Einar halda strax eftir áramót og er hann farinn að undirbúa keppnina, „Hún skal sko verða með miklum „ele- gans“,“ segir hann, „Ég hef hug á að halda hana á einhverjum hinna betri veitingastaða borgarinnar og þá með sama sniði og ég hafði á Fegurðarsamkeppni íslands hér áður fyrr.“ „Og með svipuðu sniði og Henný hafði á keppninni síðast?" „Já, mér skilst, að yfir þeirri úrslitakeppnj hafi verið sú reisn, sem beri að keppa að. Ég kysi líka helzt að Feguröarsamkeppni Islands faeri fram með sama hætti, þ. e. a, s. á fínu balli, sem sótt er af prúðbúnum gestum, allt matar- gestum. Ég tel ekki sveitaball vera rétta staðinn fyrir fegurðarsam- keppni.“ Fulltrúa ungu kynslóðarinnar, sem Einar hyggst sendá til keppn- innar í Japan, segir hanh þurfa að vera stúlku á aldrinum 15 til 18 ára. „Það sem hún þarf að hafa til að béra er ekki endilega dúkku- lísuandlit, en fegurð samt, góð fram koma, sterkur persónuleiki og snyrtimennska,“ sagði Einar að lokum. — ÞJM Eftlr að strætó hafði rekizt á jeppabíl á Kringlu mýrarbraut komu tveir vörubílar á eftir og bætt ust í þvöguna. ------------------------------------------------------------® Eru komnar framfals- anir á Hópfíugi Itala? upp á síðkastið fallið í verði. — Framboð hefur aukizt og verðið lækkað á þessum frægu frimerkjum Yfirstimpluðu frí- merkin, sem gefin voru út í sambandi við Hóp- flug ítala 1933 hafa löng um verið með dýrustu safngripum íslenzkra frímerkja. Það vekur hins vegar mikla athygli að þessi merki hafa nú Merkin þrjú, 1 kr. 5 kr. og 10 kr„ óstimpluð eru nú verðsett á 200 pund fyrir uppboö Rob- son Lowe 'i London, en þessi merki hafa- selzt á 60—70 þús- und Þama er að vísu ekki um endanlegt verð að ræða. Ó- stimpluðu merkin eru mun ó- dýrarj en stimpluð, en merkin eru langdýrust, ef þau eru á umslögum. Umslög með hópflug- inu hafa selzt á allt upp í 200 þúsund. Flogiö hefur fyrir að skýring- in á lækkuðu verði á þessum frægu frímerkjum ætti rætur sfnar aö rekja til falsana, sem komiö heföu á markaöinn. — Þetta hefur flogið fyrir, sagði Haraldur Sæmundsson hjá Frímerkjamiðstöðinni En slíkar sögur eru mjög oft á kreiki, án þess nokkur fótur sé fyrir þeim Menn eru þá að reyna að skýra þannig aukið framboð, eins og orðið hefur á Hópflug- in«. Ég býst við að það eigi ndkk- urn þátt i þessu aukna fram- boöi, að talsvert hefur komið fram af þessum merkjum frá ítölskum söfnurum. Þeir hafa haldið uppi verðinu á Hópflug- inu. Nú virðast þeir hafa selt nokkrir og þá lækkar auðvitað verðið á markaðnum. En það á örugglega eftir að jafna sig aftur, sagði Hara'ldur að lokum. Og uppboösfyrirtæki eins og til dæmis Robson Lowe hafa auð- vita sínar tryggingar fyrir þvi að þeir selji ekki falsanir. Þarm- ig að sennrlega er nú hægt að gera reyfarakaup á Hópfluginu um þessar mundir. i—: JH BETUR „Við vorum að ljúka athug- unum okkar á línustæðinu norð ur þégar þyrlan fórst, Ekki hef- ur verið ákveðið hvort þyrla Andra Heiðbergs verður notuð til að ljúka þessum rannsókn- um, en við höfum haft hana á leigu undanfarin þrjú ár“, sagði Jakob Björnsson hjá Orkustofn un í viðtali við Vísi í gær. Helzt hefur verið rætt um að leggja línuna, ef af veröur — yfir Sprengisand, en Jakob sagði leiðina norður Kjöl ekki sfður koma til greina. Þá væri hægt að koma rafmagni í Skagafjörð f leiðinni og þyrfti ekki að Ieggja sérstaka línu þangað frá Akur- syri. Þegar rætt er um raflínulögnina norður er almennt talað um að Norðlendingar fái „hund“ að sunn- an. Norðanmenn eru ekki á eitt sátt ir um þennan hund og vilja margir hverjir að Sunnlendingar eigi sjálfir sína hunda og hundavandamál. M. a. lýsti síðasta þing Fjórðungssam- bands Norðlendinga yfir því að frekar bærj að fá raforku frá norð- lenzkum virkjunum en hinum sunn- lennzka hundi. Kann því svo að fara, að nýtt hundamál rísi upp þótt það verði nokkuð óKkt því er mest hefur verið umtalað í Reykjavik. Ja'kob Björnsson sagði, að eftir væri að gera veðurfarslegar rann- sóknir uppi á hálendinu með tilliti til vinda, ísingar o.s.frv. Kvaðst hann ekki búast við að unnt yrði að framkvæma þær á komandi vetri. 1 Höfnum á Reykjanesi er ver ið að endurbyggja kirkju, sem upphaflega var smíðuð árið 1861. Endurbygging kirkjunnar er mikið verk og kostnaðarsamt, „þetta verður okkur dýrara en að byggja nýja kirkju, og við enda voðalega fámennur söfn- uður, ekki nema um 100 gjald- skyldir einsta,',!"— cem hér Aðspurður um, hvort unnt væri að leggja hund frá Lagarfossvirkjun til Norðurlands sagðj Jakob að samanburðarrannsóknir yrðu gerð- ar á austfirzkum og sunnlenzkum hundum, en Lagarfossvirkjun væri mun minni og ekki hægt að bera þessar tvær virkjanir saman á raun- hæfan hátt. — SG búa“, sagði Jósef Borgarsson oddviti hreppsins er Vísir átti við hann spjall. „Við reiknum með að kostnað- urinn verðj 1.300,000,00 krónur, og hreppurinn ræður reyndar ekkert við það. Við urðum að taka lán“. — En kirkjan er svo merkileg, að þið hafið viljað endurbyggja hana? „Já, þjóðminjavörður mæltist til þess, og þetta mun vera eina timb- Þegar lögregliunenn voru rétt að ljúka' við rannsókn á vettvangi á- urkirkjan í öllum prófastsdæminu, sem er svo gömul. Við endurnýjum hana svo að segja gersamlega, og það gefur að skilja, að það er mik- ið verk og kostnaðarsamt" Kirkjuna í Höfnum byggði Vil- hjálmur Hákonarson, 1861, og upp á síðkastið hafa tekjur hennar ver- ið 40.000 kr. á ári. Til endurbygg- ingarinnar veittj Alþingi í fyrra 150,000 kr. ,,og við vonum að sú fjárveiting haldi sér, þVi að hún gæti sem bezt staðiö undir afborg- unum af lánum“, sagðí Jósef Borg- arson. — GG reksturs, sem varð milli Kópavogs- strætisvagns og jeppabifreiðar suð- ur á Kringlumýrarbraut, rétt sunn- an við gatnamót Sléttuvegar, komu að tveir vörubílar og bættu um betur. Báðir vörubílamir voru á suður- leið og óku samhliða, en sá sem var á hægri akrein, ætlaði að sveigja til vinstri framhjá strætis- vagninum, en rakst þá utan í hinn og skall um leið á strætisvagninn. Strætó hafði rekizt á jeppann af sömu sígildu ástæöunni og allir hinir árekstrarnir þarna á gatna- mótunum hafa orðið. Jeppanum hafði veriö ekið af Sléttuveginum og inn á Kringlumýrarbr. (aðalbr.) í veg fyrir strætó. En rétt skömmu síðar varð ann- ar árekstur á hinni akbrautinni á Kringlumýrarbraut, þar sem bílar voru á leið norður Kringlumýrar- baut og rákust á, þegar þeir vildu skipta um akreinar. — GP KIRBCJUENDURNÝJUN VELDUR NÆR SJÓÐÞURRÐ — Aldargömul kirkja endurbyggð / Hófnum, — kostar hvern gjaldanda 13000 krónur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.