Vísir - 27.11.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 27.11.1971, Blaðsíða 5
y t &l R, Laugardagur 27. nóvember 1971. Sr. Trausti Pétursson prófastur Djúpavogi: Sannleikans megin í morgun hefst jólafasta og þar með nýtt kirkjuár. — Hringrásin er byrjuð á ný, þar sem tímabil kirkjuársins taka við hvert af öðru, og minna oss á Jesúm Krist, Mf hans starf og dauöa. Og frá stórhátíðum kristninnar, leggur ljóma guS- legrar tignar og helgi yfir allt kirkjuáriö. Það er venja um hver áramót að 14ta til baka yfir liðna tíð og fflnxga hvernig vér höfum varið þeirn tíma og kröftum, sem Guð ihefur gefið oss, hvort vér höfum reynzt nýtir í þvi starfi, sem vér höfum tekið oss fyrir henaur, og hvort vér þurfum ei á einhvem hátt að bæta oss, til þess að geta þjonað lífinu af meirt trúmenns'ku, skyldúrækni og kícrleika, en vér höfum gert. Þegar vér lítum yfir hið liðna kirkjuár og hugleiöum hvers af oss var krafizt, sem meðlimum kristilegrar kirkju, bæði hvaö starf og þatttöku snertir, þá verð um vér að viðurkenna að það vantar mikið á að vér getum kallazt heil í starfi. Þess mis- skilnings gætir of víða, að það eitt að skrá sig meðlim kirkj- unnar sé nægilegt. Kirkjan er fyrst og fremst fólkið sjálft. Hver einstaklingur er lif henn- ar og æða^láttur. Ef mannlegt hjarta skynjar ekki þörf fyrir boðskap kirkjunnar hrynur hún Ef kristinm maður viil vera tsúr kristsheitinu, hefur hann skyldum að gegna, fyrst og fremst gagnvart Jesú Kristi, sem hðfundi trúar vorrar, og gagn- vart þeirri stofnun, sem breiöir út boðskap Krists, kirkjunni. Band kærleikans er sá þráður, sem tengir saman söfnuð Guðs. Samstarf og samhugur, skiln- ingur og trúarmeðvitund tengir saman hvem einasta söfnuð og gefur kirkjunni líf. Hafi því andvari heitra bæna og kærleiks rfkra húgsana stigið upp frá brjósti einstaklingsins á liðnu kirkjuáirii, hafi hugurinn leitað til Guðs I þakklæti og tiibeiðslu, veit ég að Guð vitjar vor og blessar oss hið liöna ár. Hins vegar veit ég að oss er þörf á að biðja þess að þjóðin komi auga á það, sem beinir sjönum hennar upp á við, til Guðs. — Hið almenna áhugaleysi á mál- efnum kirkjunnar og fagnaðar- boðskap Jesú Krists hefur meiri áfarif á daglegt líf og breytni manna en margan grunar. Hið gamalkunna orð Biblíunnar, að maðurinn lifi ekki á brauöinu einu saman, er enn f fullli gildi. Guðspjall hins fyrsta sunnudags í aðventu bendir oss á þá stað- reynd að vér þörfnumst meira en þess, sem hin kalda efnis- hyggja getur oss í té látið. Jesús Kristur kom í heiminn til þess að hafa áhrif á líf mann- anna með boðskap sínum og breytni. Hann kom til þess að færa mannkyninu gjafir. En hann segir sjálfur ,,Ekki gef é-g yður eins og heimurinn gefur“. Hann vissi að hamingja manns- ekki er af þessum heimi, riki kærleikans. Ef vér lítum á framvindu sög- unnar frá fyrstu timum kristn- innar, held ég að flestir verði að viðurkenna, að ríki Krists hefur unnið sigra í heimi vaids- ins, að jafnvel gagnvart valdinu og kúguninni hefur rödd sann- leikans náð fram til sigurs. Það var ekki stór hópur, sem við dauöa Jesú játaði hina kristnu trú. En hann var sann- ieikans megin, því hann hafði numið rödd Jesú. Likt og þegar steini er kastað í Vatnið og Hof í Alftafirði var kirkjustaður og prestssetur allt til ársins 1906 er sr. Jón Finnsson flutti þaðan til Djúpavogs. Á Hofi bjó Hallur af Síðu áður en hann fór að Þvottá. ins og sálarró var ekki komin undir gjöfum heimsins. Hann gaf ekki lærisveinum sínum veraldiega fjármuni, en hann-gerði þá ríka af þeirri and- legu auðlegð sem entist til ham ingju og farsældar og veitti þeim öryggi og rósemi. „Frið iæt ég eftir hjá yður minn frið ég gef yður“, var orð hans til þeirra. Verið því fullkomnir eins og yðar himneski faðir er fullkom- inn“. Þessi orð eru oss gefin sem brennandi hvatning til þess að hefja oss upp, afklæðast hinu lítilmótlega og lága, en leggja f þess staö stund á hið háa, vinna þau verk, sem þola að skfrast í eld; heilagleikans, hlusta eftir rödd Jesú. Meö öðr- um orðum vígjast því ríki, sem Sögn um sr. Valdimar Briem Ein er sú sögn um séra Valdimar Briem að við síðustu embættisgerö hans í Stóra-Núpskirkju hafi borið þá sýn fyrir konu eina þar í kirkjunni, að henni þótti sem horfinn væri annar hliðveggur kirkjunnar, sá er að núpnum veit, og sýndist henni otór söfnuður þar úti, er hlýddi á messugjörðina og tók fullan þátt í henni. Þessa sýn bar fyrir um stund, en hvarf síðan, Þessi saga minnir mjög á helgisögur þær, sem sagð- ar eru um guösmenn liðinna aldai Og í táknmáli henn- ar er sú spá fólgin, að lengi mun séra Valdimar Briem syngja messu miklum söfnuði með þjóð sinni, er finn- ur andlega nautn og trúarlega svölun og sálubót í sálrn- um hans. (Kirkjuritið 14. ar 1. h.) bylgjurnar breiðast út yfir stærra og stærra svæði, þannig breiddist boðskapur Jesú Krists smám saman út yfir heiminn til ólíkra landa og þjóðílokka og festi rætur. f þessum boðskap bærðist guðleg rödd, sem snerti hvert hjarta á áður óþekktan hátt. Það gaf þessum boðskap líf og sigurmátt, að sjálfur Jesús Krist ur bjó í honum og vígði hann með lífi sínu og dauða. Mörg stórmenni sögunnar hafa stofnað voldug ríki, en þau hafa fallið, vegna þess að þau voru af þessum heimi, grund- völluð á valdi heimsins. Ríki Krists er af öðrum heimi, en þó ekki svo fjarlægt að sér- hver minnsti smælingi geti ekki átt þar þegnrétt. Hans ríki er grundvallað á hreinleik sálar- innar og sannleiksást. Hans ríki grundvallast, á því að við, ég og þú, hlýðum rödd samvizkunnar, rödd Guðs, óg látúm ekki þær gjafir, sem heimurinn getur veitt jíss, glepja oss sýn. Boðskapur aðventunnar er boðskapurinn um komu Jesú Krists til mannanna. Innan tíðar fögnum vér komu frelsarans á sérstakan hátt, þá fögnum vér fæðingu hans, þá hlustum vér á raddir englanna, sem syngja frið og heigi inn í hjðr.tu mannanna, þá lútum vér í auðmýkt barninu, sem í jötuna var lagt. En í dag erum vér minnt á guölega rödd þess manns, sem kom í heiminn til þess að bera sannleikanum vitni. Höfum vér hlustað á þá rödd? Viljum vér hlusta á hana? Efiaust viljum vér öll ganga veg sannleikans, vér viljum stefna í rétta átt, en vér vitum e. t. v. ekki hvaða stefnu skal taka. Til þess þurfum vér aö hlusta á rödd Jesú Krists, rödd hans, sem er konungur vor og Drottinn. Boðskapur jólaföstunnar er boðskapur um konunginn sem gerðist fátækur vor vegna, svo að vér mættum auðgast af fá- tækt hans. Konungstign hans dregur oss að sér, og fær oss til að gleyma um stund ósamlyruli og hversdagslegum þrætuefnum, en sameinar oss í bróðurhug og kærleika. Og sama konungstign fylgir j>eim fagnaðarboðskap sem fæddist með Jesú Kristi. Þar í er fólginn kraftur kærleik- ans til að breyta heiminum til batnaðar. Ekkert er meira vert en að þessum boðskap sé gaum ur gefinn, að hann fái að snerta hjörtu vor, að honum sé ekki vis að frá með tómlæti eða ofmetn- aði, því með því vörpum vér frá oss þeim eina möguleika, sem vér eigum hér í ]>essu lífi, til að bæta það og fegra og ■skapa oss bjartari heim. Og er það ekki það, sem vér erum stöð ugt að keppa. að? Að því hníga ailar óskir vorar og viðleitni. Gefi Guð pss náð, til .þess að hlusta á boðskap Jesú Kristjs og nema orð hans. Mætti rödd hans hjálpa oss til að ganga frarj> tii kærleiks- rikrar þjónustu nú í byrjuh þessa kirkjuárs og búa oss á þann veg undir að mæta fæð- 'ingarhátíö frelsara vors með réttu hugarfari. Prófasturinn á Djúpavogi, sr. Trausti Pétursson, skrifar að ventuhugvekju fyrir Kirkju- síðuna að þessu sinni. Hann er Svarfdælingur að ætt f. á Dalvík 19. júlí 1914, stúdent frá Akureyri 1940 og lauk guðfræðiprófi 4 árum síðar. Var einn af þeim níu guðfræð ingum sem hlutu prestsvígslu 18. júní 1944 og var vígður til Sauðlauksdals i Barðastrand- arprófastsdæmi. Þar vestra var hann í 5 ál*. Vorið 1949 varðt hann prestur á Djúpa- vogi og hefur þjónað því brauði síðan. Prófastur varð hann 1960. Þar eystra gegnir hann ýmsum trúnaðarstörf- um. Kona sr. Trausta er María Rögnvaldsdóttir, kaup manns á Akureyri. f Athugið! aðventukransar okk- ar eru úr Nobelþgreni sem ekki hrvnur af. Kaupum notaðar körfur. Opið um helgina. Velkomin í Rósina Glæsibæ. SILLA & VALDAHUSINU \Ifheimum 74 Simi 23-5-23

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.