Vísir - 27.11.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 27.11.1971, Blaðsíða 9
V í SIR . T,augardagur 27. nóvember 1971. O Jóhannes B. Guðmundsson, bif- vélavirki: — Ja ... nú veit ég ekki. Það á aö hafa falizt æðimikil ádeila 1 þess* skaupj hans Ég hef að visu ekkert á móti ádeilu í skopi, en það er ekki gott að vita nema Flos; kunni að hafa gengið of langt þaraa ... ; „Hvar á Jóhann landlausi að íá gríðastað ná" tfSRSPTE: — Teljið þér rétt af dag- skrárstjóra sjónvarpsins að stöðva áramóta- skaup Flosa? ÍfiV: Axei Rögnvaldsson, járniðnaðar maður: — Já, það mundj ég segja. Þau áramótaskaup F'.osa, sem ég hef séð hafa mér þótt það léleg að ég vil heldur taka sénsinn á kabarett í sjónvarpinu á næstu áramótum. Páll Bjarnason, tækniteiknara- skólanemi — og hana nú: — Nei, þau fyrr; voru áð minnsta kostj á þann veg, að maður gæti vej sætt sig við fleiri áramóta- skaup frá hendi Flosa Jóhannes Jónsson, simamaður: — Eftir þeim upplýsingum. sem ég hef fengið um þáttinn, finnst mér engin ástæða hafa verið til að stöðva gamanið. Þetta á að hafá verið þjóðfélags ádeiia hjá Flosa Viö búum í svo ágætu þjóðfélagi, en svo ágætt verður það að vera, að þa þoli ádeilul Lára Kristinsdóttir, húsmóöir: — Nei. Þau tvö sem ég hef áður séð í sjónvarpinu fundust mér nefnilega mjög góð. Ég vil miklu heldur eiga von á einu slíku tii viðbótar um næstu áramót, held ur en einhverjum kabarett, sem maöur getur séð allt árið um kring. Rabbað v/ð Pétur Eggerz, sem á að baki 30 ár i utanrikisþjónustunni ÞRJÁTÍU ár í utanríkisþjónustu er drjúgur tími, — og sitthvað hlýtur að hafa drifið á daga manns, sem á slíkan feril. Við hittum Pétur Eggerz, prótokollmeistara utanríkisráðu neytisins að máli á dögunum og röbbuðum stundarkorn við hann yfir kaffibolla í tilefni af nýútkominni bók hans, Minningar ríkis- stjóraritara. — Tímabil það, sem Pétur tekur fyrir í bók sinni er einmitt tímabil sem ekki hafa verið gerð nein veruleg skil enn sem komið er. „Ég taldi rétt að láta utanrík isráöuneytið vita af því að ég vær; að rita þessa bók,“ sagði Pétur, „þótti það rétt, enda þótt ég sveigi fram hjá ýmsu, sem ég óhjákvæmilega hlaut aö kom Pétur Eggerz á Austurvelli einn kaldan nóvemberdag fyrir skömmu, — hér í grennd lágu hans fyrstu spor sem ríkis- stjóraritara. ast að í starfi núnu á fundum ríkisstjóra með ráðherrunum. Hins vegar er það svo ótal margt sem ég tel aö veröi að koma fram, verði að varðveit- ast. Gerj ég það ekki nú, er hætt við að það verði ekki gert af öðrum." Fyndin atvik úr ferðalögum rikisstjóra íslands, sögur af stríöni Einars Arnórssonar við samráðherra sína, frásagnir af nýjum siðum, sem mæltust illa fyrir hjá mörgum. Þetta er með al efnis bókarinnar Pétur Eggerz var kornungur lögfræðingur og starfandi hjá ríkisféhirði sem vel að merkja var fyrsta konan T stóru emb- ætti hér, Ásta Magnúsdóttir, þegar hann var sóttur til að verða ritari ríkisstjórans nýja, Sveins Björnssonar. Það var ár- ið 1941, þegar við vorum sam- bandslausir við Dani vegna styrjaldarinnar, að alþingi kaus Svein til að gegna þessu emb- ætti Embættinu gegndi Pétur þar til 17. júní 1944, — þá varö hann forsetaritari. —Þú ert Reykvíkingur, Pét- ur? „Eiginlega er ég Mýrdælingur. Þar fæddist ég, en fluttj til Reykjavíkur ársgamall árið 1914. Mfna fyrstu bernskuminn ingu á ég úr Reykjavík. Sú hrollvekja stendur mér ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum. Þetta frostaveturinn mikla; þééár'' spánska veikin herjaði hér. Ég átti heima uppi á loftj T ráð- herrabústaðnum í Tjarnargötu. Ég man það alltaf að í her- berginu þar sem nú eru haldnar minniháttar veizlur í bústaðnum, lá sjúkt fólk. Það gat sér enga björg veitt þar sem það lá i rúminu. Skyndilega birtist stór rotta, sem tók að klifra upp eft- ir grófriðnum gluggatjöldunum ógnvekjandi mjög. Þá^ kom þarna inn danskur skipstjóri, Kronika, kvæntur móðursystur minni. Hann var að þvT er virt- ist ónæmur fyrir veikinni. Hann sagði ósköp rólegur: „Ég verð víst að sækja hanzkana mína“, og sótti leðurhanzka mikla, greip síðan rottuna heljartaki. Og það. þurfti ekki að hafa áhyggjur af henn; framar. — Svo þú hefur þá sprottið upp úr sama jarðvegi og ýmsir aðrir diplómatar og embættis- menn okkar úr Tjarnarbrekk- unni? „Já, Tjarnargatan var minn heimur, og margra annarra, sem síðar fóru T utanríkisþjónustuna. Þessj heimur okkar var ; ekki stór. Náði frá húsum ísbjarnar ins við Skothúsveginn. og niður götuna að húsinu hennar Gúnku gömlu, — hún var eins konar fjölmiðill þess tíma, hafði jafn an á takteinum ógrynnin öll af sögum um menn og málefni." — Væntanlega hefur andinn yfir vötnunum verið allólíkur því sem nú er hjá þvT opin- bera? „Já, það má segja það. Ég man t. d. eftir því, þegar Sveinn Björnsson fékk húsgagnasend- inguna frá London, þá var ekki um annað að ræöa en að rfkis- stjóraritarinn gengi í það með húsverðinum að taka upp kass- ana sem var mikið verk. LTk- lega þyrfti forsetaritari ekki aö annast slíkt f dag. Nú, úr þess um kössum komu húsgögn sem enn eru notuð. Líklega þekkja flestir þingmenn fundarborð mikið, sem kunnugir kalla æv inlega Jóhann landlausa. — Af hverju stafaði þetta skemmtilega nafn? „Það kom til af þvf að borðið, sem var nokkuð þungt og viða- mikið, passaðj ekki allskostar T þrönga skrifstofu Sveins Björns sonar. Bað hann því um að það værj fjarlægt eftir hvern ríkis- stjórnarfund. Var borðið þvf sf- fellt á fartinni, enda þótt þaö væri erfitt T flutningi. Einhverju sinni kom Jónas frá Hriflu að okkur f þessum flutningi. „Hvar á Jóhann landlausi að fá griða- stað nú?“. spurði Jónas kím- inn á svip Þar með var nafnið 1 fengið." — Að loknu starfi hér heima lá leiðin utan? „Já, í október 1945 hélt ég til London þar sem ég var sendi ráðsritari, sem varð mér marg vísleg reynsla. Okkur var ekk- ert mannlegt óviðkomandi, ég var á feröinni í fangelsum, geð- veikrahælum og sjúkrahúsum. Enskukunnátta landans var lak- ari þá en nú, allir þurftu á að- stoð að halda. Mjög oft þurfti að túlka mill; fslenzks sjúklings og læknis." , Síðan lá .léið Péturs Eggerz til Washington, og Bonn, og þá var hann fastafulltrúi í Evrópu ráðinu og alþjóða kjamorku- málastofnuninni f VTn og haföi sendiherranafnbót, þar til hann kom heim og gerðist prótokoll- meistari Sér hann m. a. um að útbúa helztu veizlur rfkisstjórn arinnar. Þannig höguðu örlögin þvi svo að æskuheimili Péturs frá þvf í gamla daga varð T hans umsjá — Þið hljótið að hafa orðið varjr við aíþjóðlegar njósnir f starfi ykkar ytra t. d. í Bonn? „Njósnarar era víðast hvar á höttunum eftir sendiráðsmönn- um. Þeir vilja vita sem mest \um þá, ekk; sTzt hverjir e'ru brestir þeirra og veikleikar. Venjan er sú að utanríkisráðu- neyti viðkomand; landa hefur skrá yfir diplómatana og gefur þeim plús eða mínus f einkunn- ir. Hins vegar era það útsend- arar ýmissa þjóða. sem ég gat um, sem eru á höttunum eftir ýmsum upplýsingum. Veikleik- ana geta þeir svo notað sér, hvort heldur þar er um að ræða kvenfólk eða vin. eða eitthvað annað. Sjálfur kannaðist ég við danskan diplómat, sem sendur var til Danmerkur sem' fangi, drykkjuskapurinn var hans veik leiki, 'og hann var grunaður um að hafa lekið út einhverjum upplýsingum. — Er þess að væntá Pétur, að þú skrifir bók um ár þTn erlendis? „Já, það hef ég einmitt á prjónunum um þessar mundir. Ritstörfin eru mitt tómstunda- gaman og ég tel að með því geti ég bjargað frá gleymsku ýmsu skemmtilegu sem gerzt hefur í utanríkisþjónu'-tunni okkar meðan ég starfaðj við hana.“ — JBP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.