Vísir - 22.12.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 22.12.1971, Blaðsíða 1
„REYFARAKAUP í ÞORSKBLOKEINNI “ — segir Guðjón B. Olafsson hjá Sjávarafurðadeild SIS, en blokkin hefur enn hækkað i verbi # Þorskblokkin hefur nú enn I markaöi og er nú komin í 46 sent hækkað í verði á Bandaríkja-1 pundið, en hefur lengi undanfarið DA6PRÍSARÁ GJALDCYRI — er verið oð refsa bröskurunum? — jb/oð- bankar opnuðu aftur á lægstu mörkum 0 Búast má því við, að verð á gjaldmiðli hinna ýmsu þjóðlanda verði nokkuð breytilegt frá degi til dags á næst- imni eins og verið hefur undanfarnar vikur og mánuði. Breytingin frá því verði á gjaldeyri, sem Seðlabanki íslands skráði í gær getur þó ekki orðið nema í hækk unarátt, þar sem þjóð- bankar flestra landa opn uðu gjaldeyrisviðskipti sín á lægstu mörkum, en eins og Vísir hefur skýrt frá eru leyfð 2.25% frávik í skráningu gjaldmiðla frá skráðu miðgengi. Athygli vakti, hve þessi regla, að þjóðbankamir opnuðu gjalld- eyriisviðsikipti sín á lægri mörk- unum, var almenn í gær. Skýr- ingin á því getur legið í mörgu. Þannig má t.d. 'hugsa sér, að tíu rfkin hafi gert um þetta sarnn- ing „undir borðið“ meðifram til að refsa spekúilatörum, sem und anfarið hafa skipt úr dollurum í þá gajldmiðla, sem fyrirsjáan lega myndu hækka. Þeir hafa mangir orðið að taka doillaralán á háum vöxtum tiil að skipta yfir í t.d. mörk, sterlingspund og franka til að hirða svo skjót- fenginn gróða með aö skipta aft ur yfir um leið og breytingar höfðu átt sér stað. Með því að halda þessum gjaldmiðli, sem hækkaði í lægri mörkum er dreg ið mikið úr þessum gróða, en jafnframt er hæpinn gróði brask aranna á því að iiggja iengi með þessa gjaldmiðia meðan dýr lán koma á mót i. — Með þessum að- gerðum er hugsanlegt að draga úr áhrifum braskara á gjaldeyris mál heimsins á næstunni. Brennt bam foröast eldinn. Önnur ástæöa tii þess, að þjóðbankamir völdu þá >leið í gær, að opna á lægri mörkun- um er svo auðvitað sú, að spilia sem minnst fyrir útfiutningsat- vinnuvegum viðkomandi landa meðan beðið er eftir að könnuð verði áhrif gengisbreytinganna á þá og hversu miklar hækkanir þeir þoila gagnvart dolilar. Skráning Seðlabankans á gengi ýmissa gjaldmiðia var óbreytt í morgun frá því sem var í gær, en um hádegi verður gengið skráð aö nýju, ef einhverjar breytingar hafa orðiö á aiþjóð- legum peningamörkuðum, sem búast má við i meira eða rninna mæli. — VJ Sjá bls. 9 urn gengisbreytinguna. verið í 45 sentum. Eins og fram hefur komið áður hefur veröið á þorskblokkinni nú um tvöfaldaztá tveimur árum. Að því er Guðjón Ólafsson. ffamkvæmdastjóri sjávar afurðardeildar SÍS sagði í viðtali við Vísi í morgun telur hann þetta verð ekki óeðlilega hátt. Mér er til efs að unnt sé að kaupa mat- væli á hagstæðara verði. Það eru reyfarakaup í þorskblokkinni, sem er beinlaus gæðafæða, þar scm hver biti er ætur. Guðjón taldi að gengisilækkun doMarans gagnvart öðrum gjaM- miðli mundi ekki í sjálfu sér hafa áhrif á verð þorskblakkarinnar tii hækkunar Verðið á þorskblokkinni ákvarðast algjörlega af framboði og eftirspum. — Þá taidi hann ekki, að hækkun gjaldmiðla í V-Evrópu miðað við íslenzku krónuna og dolilar heföu þau áhrif, aö útflutn- ingur okkar þangað á sjávarafurð- um ykist verulega. ísiendingar eru búnir að koma sér upp dýru söJu kerfi og verksmiðjum í Bandaríkj- unum og eigum við fullt í fangi með aö afla nægjaniegs hráefnis í verksmiðjur okkar þar. Fyrir ufan þetta reikna ég ekki með því. að Bvrópumarkaðurinn veröi okkur mikilvíegur á næstu árum. Þar nægir t. d. að benda á, að toiiar t. d. í V-Þýzkalandi em 16% á sjávarafuröum og gerir því hækk- unin á markinu um 13,57%. ekki mikið til að bæta markaðsaðstöðu okkar þar, sagði Guöjón. —VJ Krónan hefur fallið um 5% síðan í vor Gengisfelling krónunnar er orðin um fimm prósent sfðan í vor að öllu samanlögðu, ef mið- að er við inn- og útflutning. Gengislækkun krónunnar gagn vart gulli er þó meiri, 7,89% eins og dollars. Gengislæfckunm, sem var ákveð- in í gær, er talhn nema um 1% að meðaltali en doliarinn vegur mjög þun-gt í þeim útreikmngi þar sem um 63% af gjaldeyristekjum þjóöar innar eru í bandarískum döliurum. Gengisbreytingin er því mun meiri gágnvart helztu gjaldmiðlum öðrum en dollair. Fyrir gengisbreytinguna í gær hafði íslenzka krónan falMö gagn- vart erlendum gjaldmiölum um 4% síðan í vor að meðaltal; og vegið á þennan hátt. Eins og kunnugt er var krónan látin fylgja dolter, þegar igjaildeyris- kreppan skall á í heiminum á jniðju síðasta sumri. Þá voru helztu gjald miðlar látnir „fljóta“ frjálst, og gengi þeirra gagnvart doilar hækk- aði verutega. Með þessu fóM gengi krónunnar eins og doiMars. — HH ; Islenzkur skíða- i maður vekur { uthygli ytru ! Sjá bls. 5 Þjófabjalla Seðlabankans glumdi þegar krónan féll — dularfull hringing kvaddi lögregluna á vettvang Það var mönnum hulin ráð- gáta, hvers vegna þjófabjalla Seðlabankans fór allt í einu að hringja upp úr hádeginu í gær — einmitt í þann mund, sem umræður um gjaldeyrismálin stóðu sem hæst, og menn biðu eftirvæntingarfullir tíðinda af öriögum krónunnar. Niðri á lögreglustöð rufcu menn upp til handa og fóta, þegar bjall- an glumdi, Sú klukka kaillar nefni lega aðeins í pigerri neyð, svo sem þegar bankinn hefu.r lent í ræningja höndum eða eitthvað þvíumlíkt. En þegar til kom, reyndist svo ekkert vera á seyöi, og undrunar- svipur skein úr andliti hvers manns sem lögregluþjónarnir mættu í bank' anum. — Nei, ekkert rán, bara iækkun krónunnar. Því miður fæst sennMega aldrei lausn á þeirri gátu, hvaða duildnn kraftur það var, sem studdi á neyð I arbjöMuhnappinn. — Gp „Göngum viö í kringum ...“ eöa öllu heldur þá tróðu þau marvað- ann í sundlaugunum í morgun, 97 brezk börn, sem hér hafa verið I heimsókn hjá jólasveinunum. Þetta er síðasti dagurinn í landi jólasveinsins að þessu sinni, en hópurinn fer í kvöld. M. a. sem þau hafa að segja félögum símim í heimalandinu eftir ævintýraferð ina er heimsókn i íitilaugar í ís- Iandinu, ef það ekki hverfur f gleymsku vegna aðalævintýrsins, þegar þau hittu sjálfan jólasvein- inn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.