Vísir - 22.12.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 22.12.1971, Blaðsíða 9
9 VISIR. Miðvikudagur 22. desember 1971. Meðalgengisbreytingin aðeins innan við 1°jo 'i gær — Frankinn eini gjaldmiðillinn, sem hækkar umtalsvert eða um 5% £ „Fjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús.“ — Þetta orðtæki kemur eflaust upp í hugum margra nú þegar ljóst er, hvaða breytingar hafa orðið á skráningu íslenzku krónunnar gagnvart helztu gjaldmiðlum viðskiptaþjóða okkar. Þegar Seðlabankinn tók upp skráningu á helztu gjald- miðlum eftir hádegi í gær varð ljóst, að fall ís- lenzku krónunnar hafði aðeins orðið að meðaltali innan við 1% miðað við þá skráningu, sem gilti fyrir helgina. Og ef tekið er tillit til þess að skrán- ing gagnvart dollar er óbreytt þýðir þetta innan við Vz% í viðskiptum. — Skýringin á þessu er sú, að þjóðbankar allra landanna, sem Vísir hafði tök á að kynna sér skráningu hjá í gær völdu þann kost, sem fyrir hendi var og skýrt var frá í Vísi í gær, að opna gjaldeyrisviðskipti sín á lægstu leyfilegu skráningu eða 2,25% neðan við opinbera skráningu gjaldmiðlanna. „Nú eru þeir famir að skrá gengið eins og þeir hafa selt það í allt haust — það er ekki lengur fljótandi“ — gengisfell ing sem nemur innan við 1%. Eins og Vísir skýrði frá í gær föi samkomulag 10 mesitu vest rænua iðnaöarþjóða heims í sér 'það ákvæði, að þjóðbanka hvers lands væri leyfilegt að hnika gengissfcráningu sinni tíl um 2.25% upp eða niður eftir vi!d. Þetta þýðir, að menn geta átt von á því, að gjaldimiölar sveifl- ist tíl um 4.5% eftir eftirspum á markaðinum hverju sinni. Talið er líklegt, að þjóðbank- amir haifi valið þá teið að byrja skráningu gjaldmiðla sinna eins neðarlega og þeim var unnt til að geta kannað í næöi, hvaöa áhrif hinar nýju stofngengis- skráningar hafa á viðskiptailíf landanna. Því má búast við, að verð á hinum ýmsu gjaldmiöl- um kunni að breytast nokkuð dag frá degi. Frankinn steig um 5% Eins og Vísir skýrði frá í gær var töluvert af gengisfelMngu krónunnar komið tii smám sam- an frá því í sumar. Þannig hafði markiö t. d. stígiö um 11.37%, holilenzka gyllinið um 11.57%, svissneski frankinn um 13.57%, pundið um 4.9% og skandinav- ísku krónumar um 4.02% — 5,14%. Þetta fal krónunnar var þegar komið til fyrir helgi. — Franski frankinn haföi þó ekki stígið neitt í verði fyrir heigi í almennum viðskiptum og því varð gengishækkun hans hiut- fallslega langmest í gær, þegar hann hækkaöi um rúm 5%. Þess sfcal getið, að stofnskrán ing íslenzku krónunnar er að- eins bráðabirgöaskráning og get- ur þess vegna breytzt með Hti- um fyrirvara, ef verulegar breyt ingar verða á skráningu hinna ýmsu gjaldmiðla frá því sem var hjá Seðlabankanum í gær. Cortína hækkar um 4000 krónur „Pundið hafði hækkað fyrr i haust — þannig að við bjugg- urnst ekki við neinni verulegri hækkun að þessu sinni“, sagði Þörir Jónsson hjá Sveini Egils- syni hf., sem flytur inn brezka bíla, t. d. Cortínur. „Við erum nú í óða önn að reikna út hverjar verðbreytingar verða á Cortínabílum — og okkur sýnist að svona miðlungs- bíH hjá okkur hækki um 4000,00 kr. eða þar um bii — það er nú ekki meira“. Enskt pund hækkar úr 220,30 krónum í 222,50 krónur, eða um innan við eitt prósent. Frankinn hækkar mest „Okkur sýnist f.ranldnn koma verst út úr þessu“, sögðu þejr hjá Kristni Guðnasyni, sem flyt- ur| inn - Renault-bíJa frá Frakk- landi, „hann gæti hækkað um 2.50—3.00 krónur — þetta á nú eftir aö skýriast betur, en við er- um hér kófsveittír að reikna út“. — Hækkar Renault-bfH kann- ski um 10,000 krónur eöa svo? „Það gæti farið svo — ég veit ekki vel ennþá". Óbreytt gengi gagnvart dollar Gengi íslenzku krónunnar stendur óbreytt gagnvart dolJar, þar sem ákveðiö var að láta haná fylgja honum í þessu stökki, og kcstar doiilar því eftir sem áður 87,10 krónur. „Þetta var skynsamilegasta leiðin — mér finnst þetta hafi verið fyliilega eðlilegt“, sagði Guðjón Ólafsscn f.ramkvæmda- stjóri sjávarafurðadeildar SÍS er Vísir spurði hann hvort geng isbreytingin hefði áhrif á fisk- útflutning okkar. „Þar sem krónan stendur eins gagnvart dollar þá er breytingin næsta Ml“, sagði Guöjón „og við flytjum engan fisk til Evr- ópu — engan ferskfisk. Þetta hefur afskaplega lítil áhrif á út- flutninginn“. „Áfram selt á sama verðif< ’T'; t v 7 * * rif-í' „Þessi breyting á gengisskrán ingunni mun hafa fjarskalega lítil áhrif hjá okkur“, sagöi Ólaf ur Johnson, forstjóri O. Johnson og Kaaber, er Vfsir hringdi í hann í gær „við hér flytjum raunar mest inn frá Evrópu- löndum og kannsfci feliur gengið um innan við 1%. Það hefur mjög Mtið að segja vegna þess að Landsbankinn h'ér hefur selt okkur Evrópugjaldmiö'a á því verði sem þeir verða nú skráðir á — gengið hefur verið fljót- andi að undanförnu eins og menn vita“. Ólafur sagði að menn þynftu þvi etoki að óttast verðhæfckun á kaffi eða öðrum vörum sem hann flytur inn. Til hagsbóta fyrir iðnaðinn Þessar breytingar á gengis- skráningu eru tvímælalaust til hagsbóta fyrir iðnaðinn, sagði Úifur Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri útflutningsskrif- stofu Félags ísl. iönrekenda, „nú feliur niður 10% innflutn- ingstollurinn, sem Bandaríkja- menn settu á i haust, og kom sérstaklega illa við ullariðnað- inn. Og þegar aillt kemur til aills, þá hafa þessar breytingar á Bandaríkjaviðskiptum þau áhri'f, aö við verðum samkeppnishæf- ari á Evrópumarkaöi" . — Var því sjálfsagt mál að fylgja dollarnum? ,,Já — mér finnst það liggja í augum uppi. Við erurn vanir því að gera viðskipti í doilurum, og þar fyrir utan hefði sjávar- útvegurinn tapað hundruðum milljóna á því að fylgja ekki doliarnum“. — GG/VJ Jólaannirnar í gjaldeyrisdeildum bankanna margfölduðust, þegar skráning gengisins var hafin á ný í gær. i t;j2aa»agr.Tia)«B — Hvað ætlið þéx að borða á jölunum: Sverrir Guðmundsson, lögreglu- þjónn og Þórdís Jónsdóttir: — Við hjónin höfum hugsað okkur að snæða svínabóg á aðfangadag og svo eitthvað kalt á jóladag, eins og t.d, nautstungu. Humar í tartalettum er lika vinsæli og eins heimatilbúin lauksúpa. Steþa Steingrímsdóttir, húsmóð- ir: — Ooooo, ætli það verð; bara ekki þetta vanalega, asso hangi- kjöt. Nú og svo lærissteik á jóladag Á minu heimili þykja þaö hátíðaréttir aö minsta kosti. Kolbrún Guðjónsdóttlr, af- greiðslustúlka í matvöruverzlun: — Mér er nú bara boðið i mat annars staðar um jólin þannig, að ég get tæplega farið að taka ákvarðanir um þann matseðil Ég get t$,. ekkj að því gep;, en Geir Stefánsson, heildsali: — Ætlj þaö verði ekki hangikjöt eins og venjulega Annars hef ég nú verið að svipast um eftir rjúpu. Ég er nefnilega gömul skytta og skaut mér alltaf rjúpu í jólamatinn. Það er þvi orðinn mér illlæknanlegur ávani að snæða að minnsta kosti eina slíka um hver jól. Hannes Þórólfsson, iögreglu- þjónn: — Ja, ég er þvl vanastur að borða þá steik og geri ráð fyrir að svo verði einnig þenn- an aðfangadaginn. Nú og svo verður maður líkast til með hangikjöt á jóladag. Steinunn Axelsdóttir: — Það get ég ekki sagt um. Ég \*>*ö nefni’ega að vinna á Fæðingar- heimilinu á aðfangadagskvöld og kem því til með að borða þar. Það verður ábyggilega eitthvað gott sem óg borða þar, veit eg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.