Vísir - 15.01.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 15.01.1972, Blaðsíða 5
yf S'T’R . Laugardagur 15. janúar 1972. 5 N O G Uppskrift lífs- hamingjunnar iSýárshugleiðing eftir sr. Bernharð Guðmundsson, æskulýðsfulltrúa r Vramót ný-afstaöin — eitt ár borfiö í aldanna skaut og annað iiafið. Margir hafa að venju minnzt þess í fjölmiðlun- um sem þeim fannst merkast skeð bafa á liðnu ári bæði innan lands og utan. Þetta eru sögu- legir viðburðir Afleiðingar þeirra vara lengi e.t.v. um aldir fram. Hins vegar eru svo atvik, | sem okkiir skipta mestu sem ! einstaklinga, þau komast aldrei á sögunnar spjöid En þau eru S stórviðburðir á okkar ævi, af i þvi að þau snerta okkur svo mikið sjálf. Og vonandi hafa sffkir atburðir ársins verið ófáir — því að er það ekki lífið sjálft að hrífast — berjast — finna að eitthvað vex ög gerist. Nýár.stextinn (I.úkas 13 4-9) er um fíkjutréð, sem kann að verða höggvið upp vegna á-1 vaxtaleysis En vTngarðsmaður- inn biður því vægðar. Hún fæst. Frestur í eitt ár, sem á að nota tii að byrja nýtt líf, . .. skila þeim ávöxtum, sem þvi . ,ber. Þetta er auðsæ líking. Hkju- tréð erum við mennirnir — eig- andinn er skaparinn — sá sem um trén annast er Kristur sjálf- ur. Það er minnt á frestinn, sem úti er innan tíðar. Við erum minnt á skyldur okkar. Við erum ráðsmenn, ekki eigendur. Kristur kemur til að kalla okkur ti] starfs og ábyrgðar Oft er um það talað — ekki sízt kringum áramótin — aö byrja nýtt líf. Það er á máli Ritningarinnar að iðrast — þ.e. Höfundur nýárshugvekjunn ar aö þessu sinni er sr. Bern harður Guömundsson. Hann er fæddur 28. janúar 1937. Aö loknu stúdentsprófi í Reykjavík 1956 stundaði hann nám í Frakklandi og síðar í Skotíandi og Sviss en guðfræðinámi lauk hann 1962. Sama ár var hann sett- ur prestur í Ögurþingum viö ísafjaröardjúp ‘ og vígöur 30 sept. Þann 1. ágúst 1965 fékk hann veitingu fyrir Stóra- Nópsprestakalli í Árnessýslu þar sem hann var unz hann varö æskulýðsfulltrúi þjóð kirkjunnar. Kona sr. Bernharös er Raouiveig Sigurbjörnsdóttir biskups Einarssonar. sjá eftir því sem gerzt hefur en byrja síðan á nýjan leik á réttan hátt. Við notum þetta ekkj sízt um drykkjumennina Þeir eiga sér félagsskap, þar sem tvennt er meginatriöi: Að trúa á Guð og að eiga sér öflugan stuðning í félagsskapnum. Reynslan hefur kennt þeim, að þetta er undir- staða þess að geta byrjað nýtt líf. í daemisögu textans eru gerðar miklar kröfur til manns- ins. En honum er ekkj ætlað að beriast einum. Jesús er hon- um við hlið. Enginn veit hvers fresturinn er langur — en nú er tækifærið — nú er hægt að byrja nýtt líf með nýju ári — 1972. Við óskum hvert öðru gæfu og gengis á nýju ári. En óskin ein veitir ekkj öðrum hamingju. En sameiginlega getum við rifj- að upp ýmislegt úr reynslu for- tíðarinnar Allir menn hafa keppt að sama markicvÞftir hafa átt þessa -sömu þrá eftir ham- ingju, sem við erum að reyna að öðlast sjálf og óska öðrum. Þekkium við ekkj öll fólk, sem hefur alit til alls en er samt leitt og óánægt? Hið ytra skapar ’ nefnilega ekk; lífsham- ingjuna. Hún verður að eiga slna innri uppsprettu sú sæla sem maðurinn öðlast fyrir innri andlega vell’íðan „Sæluboðanir Fjallræðunnar eru uppskrift aö lífshamingjunni". er haft eftir Winston Churchill. Fyrirgefningin er ein undir- staða lífshamingjunnar. Við höf- um öll gert rangt, hluti, sem við fyrirverðum okkur fyrir og reynum að fela djúpt í vitund- inni. Þess vegna getum við ekk; veriö fulikomlega ham- ingjusöm, fyrr en við höfum . horfzt f augu við hið liðna og öðlazt fyrirgefningu hans, sem lifið gaf. Minnumst þessa fyrir- heits: „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og rétt- látur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öliu ranglæti“. Fyrirgefning Guðs á þvT, sem við höfum gert rangt er raun- veruleg Hann getur mildað og mýkt bitra minningu. Hann þurrkar hana ekki út Pétur gleymdi því aldrei að hann af- neitaði Kristi. Hann grét beizk- lega er hann minntist þess. Hinn sári broddur veröur verö- mæt reynsla vegna fyrirgefn- ingar Guðs. Sú tilfinning eða vissa að við séum að gera einhverjum gagn eða leggja þjóðfélaginu eitthvað af mörkum, færir okkur ham- ingju. Við erum ráðsmenn hæfileikanna og áranna sem Guð gefur okkur. Fullnægjan felst í því að nýta þá og vinna sitt verk Guöi til dýrðar og mönnunurn bil biessunar, fjnna ; sig vaxa og þroskast, ekkj sízt að samúð, ,mÓð-öðrum,.o^-.þált- , töku í kjörum þeirra Pálj postuli bendir á, að Bfs- takmarkið sé' að líkjast Kristi. Það felur í sér, að hamingjan er ætíð samofin þjáningunni. — Það var eitt sinn sagt um ungan iistamann: Hann getur enga gleðj tjáð, af því að hann hefur ekkert þjáðst, Gleðj og þjáning — hvort tveggja mun biða.okkar á kom- andi ári — 1972. — Við fet- um okkur fram á leið. En styrk hönd býður okkur handtak sitt og leiðsögn. Okkur er boðið að ganga með Guði á nýju ári og með hann viö hldð er framtíðin björt og örugg — þvf að T nærveru hans samverkar allt til góðs. Síðan hef ég haldið þeim sið í ævisögu sinni „Ka.'dur á köflum“, segir Eyjólfur á Dröngum frá því, að á 14. ári var hann um tíma á „spekúlantskipi" á Vestfjöröum. Það hét „Arnold.“ „Á þessu ferðalagi bar dálítiö við, sem mikil áhrif hafði á mig. Meðan ég var heima hjá foreldrum min um, las ég alltaf bænir mínar og vers, sem móðir mín hafði kennt mér. Þegar ég kom í Rauðseyjar, ætJaði ég að halda því áfram, en þá hló fólk að mér, þö ekki fóstra mín. Ég hætti þess vegna að lesa bænir mínar. Einn íslendingur var meðal skips hafnarinnar á Arnold og hét hann Óli Þormóðsson. Ég var látinn sofa hjá honum. Ég varö var við það, að hann las bænir á hverju kvöldi, en ég leit upp til Óla og þótti vænt um hann, enda var hann hvort tveggja í senn ágætur sjómaður og drengur hinn bezti. Ég fór því aftur að lesa bænir mínar og vers og síðan hef ég haldið þeim sið.“ i 1 fyrsta sinn, sem Kirkju- síðan birtist á þessu ári vill hún senda öllum lesendura sínum kveðju friðar og fagn aðar. Hún óskar þeim áf hjarta blessunar Guðs á nýju ári og hún biður fyrir þeim og öllum ísJendingum meö orðum Páls postula í bréfi hans til Efesusmanna: „Guð gefi yður af ríkdómi dýrðar sinnar að ftyrkjast fyrir anda sinn að krafti hiö innra með yður til þess aö Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar og þér verða rótfestir og grundvaliaðir í kærleika." SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS ORÐSENDING TIL ÁSKRIFENDA Fyrstu tóa'eikar á síðara misseri verða haldnir 27. janúar. Endurnýjun áskriftarskírteina óskast tilkýnnt nú þegar. Þeir, sem ekki hafa tilkynnt endurnýjun eða sótt skírteini sín fyrir 20. janúar, eiga á hættu að þau verði seld öðrum. Salan fer fram í Ríkisút- varpinu Skúlagötu 4, sími 22260. Verzlunin Æsa Fyrir árshátíðir: Perluhálsbönd, indverskir skartgripir og festar í úrvali. Einnig bongótrommur og tréandlitsmyndir. Verzlunin ÆSA — Skólavörðustíg 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.