Vísir - 15.01.1972, Blaðsíða 7
Jón Óskar:
Gangstéttir í rigningu.
Líf skáida og listamanna f
Reykjavík.
Ióurni, Reykjavik 1971. 224 bls.
I þessari bók lýkur Jón Ósk-
ar, a.m.k. í bili, að segja frá
skáldatíma sínum og sinna
jafnaldra, ungra skálda á ára-
tugnum 1940—50. Frásagnir
hans hefjast þessu sinni með
lýðveldishátíðinni á Þingvöllum
1944 en lýkur á árunum 1951—
2. Þá hafa jafnaldrar hans ýms-
ir birt sínar fyrstu bækur, ým-
ist farnir eða á förum til út-
landa, nýir menn bætast í hóp-
inn og láta að sér kveða. Sjálf-
ur gefur Jón Óskar enga bók
út, ekki að svo komnu, og hann
situr eftir heima þegar hinir
fara. Hann er kominn í ein-
hvers konar kreppu sem enn
sér ekki fram úr. Tónlistariðk-
« anir hans snúast upp í spila-
mennsku í danshljómsveit,
skólaganga leggst á hilluna, rit-
störf hans beinast nú í vaxandi
mæii að þýðingum:
„Alit bjástur mitt við þýð-
ingar og tungumálanám varð
(áns konar vítahringur sem
mér ætlaðist seint að takast að
losna út úr aftur,“ segir hann.
„Það eru í rauninni ekki nema
átta ár síðan ég losnaði út úr
hringnum fyrir einskæra til-
viljun. En frá stríðslokum og
fram á næsta áratug ímyndaði
ég mér að ég væri að afla mér
þekkingar sem ég hafði ekki
fjárráð til að afla mér með
námsferðum til útlanda eins og
ég hefði helzt kosið.“
Ársetningin bendir til að
honum þyki ljóðaþýðingar sín-
ar úr frönsku, sem út komu
1963, skipta sköpum. Og það
má allténd taka eftir þvi að síð
an hefur Jón Óskar gefið út
sjö bækur, en áratuginn á und-
an aðeins þrjár.
Það er ekki því að neita að
minningaþættir Jóns Óskars í
þessari bók, eins og Hernáms-
áraskáldum í fyrra, auðkennast
af mikilli, líklega langstæðri
beiskju — sem alveg að kalla
yfirgnæfa hina léttu, dálítið
undirfurðulegu kímni hans
fyrstu frásagna af þessu tagi.
Það grúfir mikiil dapurleiki
yfir minning eftirstríðsáranna
í frásögnum hans. Sumpart
kann þetta að stafa af persónu-
legum ástæðum. Hann er svo
slæmur til heilsu, undirlagður
af bakveiki að hann fer aö ótt-
ast að hann deyi. Starf hans í
Idanshljómsveit er andlega
dautt og snautt. Skáldskapur
hans hefur lítinn sem engan
framgang iengur, og forlag
hinna ungu og róttæku, Mál og
menning eða Heimskringla,
fæst ekki til að gefa út þær
* bækur sem hann ráögerir. Á
hinn bóginn getur hann eða
áræðir ekki að gefa út bók sína
á eiginn kostnað eins og félagar
hans ýmsir gera þó um þetta
leyti.
En það er meir en persónu-
legar ástæður sem valda
beiskju Jóns Óskars að tuttugu
árum liðnum. Honum finnst að
skáldskap sínum og sinna jafn-
ingja hafi verið fálega tekið af
þeim sem sízt skyldi: hin rót-
tæku menningaröfl þessara
tíma reynast ekki hóti skár en
sjálft íhaldið. Þess í stað eru
þeir hafðir að háði og spotti,
uppnefndir atómskáld, yrking-
ar Jónasar Svafár gerðar að
dæmi þeirra allra. Var þetta
virkilega svona þungbært í þá
daga? Nú er háðsmerkingin
horfin að mestu úr oröinu
„atómskáld", hafi hún nokkurn
tíma verið alveg einhlit. En var
ekki öll athyglin, umtalið sem
kveðskapur atómskálda vakti,
þótt að hlátur fylgdi, skárri
kostur en sá þagnarmúr sem nú
lykur einatt um ljóð ungra
skálda, þrátt fyrir vingjarnlega
ritdóma og umtal í fyrstunni?
Þögn og tómlæti er reyndar
umkvörtunarefni Jóns Óskars
ekki síður en andstaða og að-
hlátur á mannafundum. Hann
tekur dæmi af Jóni úr Vör sem
orðið hafi fyrir þungbærum rit-
dómi fyrir aðr^ þók sírja^SUmd
milli stríða, en um Þorpið, nú-
orðið óumdeilt tímamótaverk
í bókmenntunum, hafirikt grai-
arþögn þegar það kom út árið
1946. Undarlega hefur ritdóm-
ur Símonar Jóh. Ágústssonar í
Helgafelli oröið mönnum
hugstæður — en sama dæmi
tók Einar Bragi í inngangi að
ljóðasafni Jóns úr Vör fyrir
nokkrum árum. En hvað sem
fyrstu viðtökum Þorpsins líður
hygg ég að Jón úr Vör hafi
hlotið sina fyrstu verulegu
viðurkenningu, á prenti, í bók-
menntasögu Kristins E. And-
réssonar, 1949. Sú umsögn vís-
aði mörgum ungum lesanda f
þá daga veg að Þorpinu. Og
þrátt fyrir allt var Timarit Máls
og menningar á þessum árum
langhelzti vettvangur hins unga
og tilkomandi í bókmenntunum
•— sem .ekki var einasta kveð-
skapur ungra „atómskálda“, en
einnig og ekki síður tilrauna-
ljóð Steins Steinars og síöan
Jóhannesar úr Kötlum og þorps-
kvæöi Jóns úr Vör. Og þegar
loks kom að því að Jón Ósícar
gæfi úr bækur komu þær
reyndar út hjá Heimskringlu.
Eins og glöggar kom fram i
Hemámsáraskáldúm í fyrra
stafa vonbrigði Jóns Óskars
með hina róttæku forugtu, só-
síalistaflokkinn og fyrirtæki
hans, ekki aðeins af þröngsýni
og íhaldssemi þessara aðilja í
menningarlegum efnum heldur
fyrst og fremst af pólitískum
ástæðum. Kynslóð atómskálda
tók í arf róttækar skoðanir og
forustusveit kreppuáranna og
þar af leiðandi fékk formbylt-
ingarstefna þeirra öðrum þræði
pólitískan lit í augum lesenda
og almennings — svo að sér
vart enn í dag fram úr því
samkrulli sem brátt hlaut að
leiða til gagnkvæmra vonsvika
og beiskju. Frásagnir Jóns Ósk-
birta af því að það væri móðg-
un við Halldór Kiljan Laxness,
sagði Kristinn. Hver var sómi
íslands, sverð og skjöldur ef
ekki hann?
1 ávarpsorðum til lesandans
segir Jón Óskar að þessi bók,
hin þriöja, verði sú síðasta að
sinni um líf hans meðal skálda
og listamanna í Rcykjavík. „1
upphafi gerði ég ráð fyrir tveim
bókum, en þær eru nú orðnar
þrjár, án þess ég hafi lokið við
að gera skil þéim hlutum sem
ég ætlaði mér. Bíður það hag-
kvæmari aðstæðná.“
Eins og þessi orð gefa til
kynna eru minningaþættir Jóns
Óskars í þessum bókum anzi
lausir i reipunum — hverju
sem hann hefur upphaflega ætl-
að þeim að „gera skil“. Þetta
eru fyrir alla muni læsilegar
frásagnir og þær miðla margs-
konar vitneskju um andlegt líf
og andrúmsloft þeirra tíma sem
sagt er frá, eflaust nytsamleg
heimild ef einhverntíma verður
grafizt fyrir sögu atómskálda
og formbyltingar. Umfram allt
eru þær auðvitað skáldskapar-
saga Jóns Óskars sjálfs — saga
um ótíð og kreppu f andlega
lifinu. engu síður en hinu ver-
aldíega. Leiðir hann likur að
því að hann og hans kynslóð
hafi liaft eitthvað „mikið“ til
brunns að bera, eitthvaö sem
farið hafi forgörðum í áhuga-
og skilningslausu umhverfi
þeirra? Það held ég nú ekki.
En vísast lýsa þessar frásagnir
tima óhallkvæmum skáldum,
nýjum skáldskap — sem brauzt
þó fram til sigurs að lokum.
Þegar frásögn lýkur er að því
komið að Jön Óskar gefi út sín-
ar fyrstu bækur, losni um siðir
úr átthagafjötri. Af þvi sem þá
tekur við er önnur saga. En
fleira er til marks um það en
þessar minningabækur hve
æskureynslan hefur orðið hon-
um hugföst. f Ijósi minninga
hans verður margt skýrara en
ella í síðustu og líklcga veiga-
mestu ljóðabók hans, Söng í
næsta húsi. Undanfari minn
ingabókanna var skáldsagan
Leikir í fjörunni, augljós minn-
ingasaga. í rauninni heyra allar
bækur hans eftir 1963 náið sam-
an efnislega. Fjarska sýnist lík-
legt að enn sé bókarefni í
brunni þessarar reynslu, hve-
nær sem höfundur kemur svo
alkominn upp úr honum.
Tvær helztu hljóm-
sveitirnar stokka upp
Nú liefur heldur en ekki
dregið til stórtíðinda í honuni
poppheimi. Tvær af allra vin-
sælustu hljómsveitum lands-
ins, Náttúra og Ævintýri
hafa stokkað allhressjlega
upp og önnur hljómsveitin
hreinlega ákveðið að hætta.
Mergurinn málsins er sá, aö
tveir úr Náttúru og aðrir tveir
úr 'Ævintýri haía ákveðið að
stofna nýja hljómsveit í félagi
við fimrnta hljóðfæraleikarann.
en sá kemur úr hljómsveitinni
Tilveru (sem er nýhætt eins og
svo oft áöur)^
Það er Ævintýri sem leggst
niður, en Náttúrulausir verða ísl.
ungmenni ekki þrátt fyrir þess-
ar miklu breytingar. í stað
þeirra Péturs söngvara hljóni-
sveitarinnar og Sigurðar Rúnars
Jónssonar hefur Náttúra fengið
til liðs við sig þá kunnu hljóð
færaleikara Áskel Másson og Jó
hann G. Jöhannsson.
í nýju hljómsveitina fara úr
Ævintýrj þeir Birgir Hrafnsson
og Sigurður Karlsson, en eftir
standa þeir Björgvin Halldórs-
son, Arnar Sigurbjömss og Sig
urjón Sighvatsson óákveðnir í
sínum málum...... en ef við kom
um tii með að gera eittbvað vilj
um við vera þess fullvissir að
það sé „súper‘‘“ sagði Björgvin
i viðtali við Vísi í gærkvöldi.
Björgvin sagði ennfremur að
Ævintýri mmidi að minnsta
kosti spila saman út janúar og
jafnvel eitthvaö fram í næsta
mánuð. Náttúra hyggst hins veg
ar spila saman með gamla lag
inu i síðasta sinn um þessa helgi
en að því búnu hefjast æfingar
nýju Náttúru af fullum krafti.
Þeir Ævintýra og Náttúru
menn sem Visir haföi tal af í
g'ær lögöu ríka áherziu á að
það kæmi fram aö breytingar
færu allar fram í friði og spekt
„Þetta er bara eðlileg afleiðing
af því að tónlistaráhugi okkar í
hljómsveitunum hefur tekið nýj
ar stefnur og fer ekkj saman
upp á gamla mátann1', sögðu
þeir. —ÞJM
ars eru anzi fróðlegar um hug-
arheim sinna tíma, undirrætur
hinnar pólitísku vonblekkingar
sem átti eftir að setja svo sterk-
an svip á bókmenntirnar. Þann-
ig er dálítið gaman t.a.m. að
lýsingu hans á andrúnislofti á
„kommakaffi“ og annarsstaðar
i hóp hinnar róttæku æsku, frá-
sögnum sem væru býsna neyð-
arlegar ef þær væru ekki svo
mengaðar beiskju og andúð sem
•faun ber vitni. Qg frásögn hans
af viðskiptum við Kristin É.
Andi'épson, út. af kva^ði.um
„blðma Isiands; . . sómá, sverð
og skjöld“, er alveg óborgan-
leg. Kvæði þetta mátti ekki
Ævintýri.
Sviptingar i poppheiminum:
. Lattgítrdagur 15. janúar 1972.
cTWenningarmál
Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir
SKALD
KREPPL