Vísir - 15.01.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 15.01.1972, Blaðsíða 16
i^gssas ISIR Laugardagur J5. janúar 1972. Hlýjo sér / Akureyrar- peysum Rússar virðast kunna mæta vel við s.ig í íslenzkum lopa- peysum, því nú nýlega geröi iðnaðardeild SÍS samninga við fyrirtækið V/O Raznoexport um sölu á islenzkum ullarvörum fyrir 121.3 milljónir króna. Rússarnir kaupa 160.000 hlýjar og fallegar peysur, — og 66.800 ullarteppi. Það eru Akureyringar, sem fá þann starfa að framleiða fyrir rússn- eska markaðinn, þ.e. Verksmiðj- ur SÍS, Hekla og Gefjun. Að sögn Harry Frederiksen, framkv.stjóra iðnaðardeildar SÍS er hér um að ræða betra verð en I samningum fyrrj ára, — en dugar þó ekki til að mæta auknum framleiðslukostnaði eft- ir hina nýgerðu kjarasamninga. — JBP \ Gjaldeyrisstaðan „bætt" með eriendum störiánum Gjaldeyris„sjóður“ ís- lendinga stækkaði á liðna árinu, en það kom allt til af mikilli aukn- ingu á erlendum lánurn. Nettógjaldeyriseign bankanna var um áramótin 4.750 milljön ir króna og hafði vaxið um heil ar 1490 milljónir á árinu. Auk erlendra lána sem hafa komið inn í gjaldeyriskaupum bankannna voru miklar aðrar er lendar lántökur á síðasta ári. — Það var einkum vegna innflutn ings skipa og flugvéla sem var meiri en fyrr, Nægir þar að minna á þotukaup flugfélaganna og skipakaup Eimskipafélagsins og SIS en eins og venjulega um slík kaup er mikill hluti kaup- verðs í formi lána. Viö þetta bætast togarakaup og mikill fjármagnsinnflutningur varð hjá álfélaginu bæði vegna fjárfestingar í stækkun verk smiðjunnar og mikillar aukning- ar birgða vegna söluörðuleika er lendis. Viðskiptajöfnuðurinn hefur orðið mjög óhagstæður árið 1971, sennilega ekiki langt frá því að vera óbagstæður um tvo millj. Innfiutningur fer langt fram úr útflutningi en þjónustu , jöfnuður bætir nokikuð úr sikák, en þar koma fcil tekjur aif ferða mönnum og varnarliðinu. Þetta nægir þó hvergi nærri. En bilið var jafnað með geysi legum lántökum á árinu. Við það, sem að framan er nefnt, bætast svoikölluð dráttarréttindi sem er úthlutað úr Alþjóðagjald eyrissjóðnum til aöildarríkja hans, og fengu íslendingar í sinn hlut 216,6 milljón krónur með þessum hætti. Þá fengu íslendingar af þess um „dráttarréttindum“ 214,5 milljónir nú eftir áramótin, sem munu bæta stöðuna á yfirstand andi ári. —HH „Nú á ég að bera hest!" — segja húseigendur / Eyjum i bréfi til þingmanna — segir hestamaburinn Indribi G. Þorsteinsson, sem fékk silfurhest gagnrýnenda „Hross hafa löngum verið mér til yndisauka“, sagði Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur, er 'iann hafði í gær þegið úr hendi gagnrýnenda dagblaðanna, silf- urhestinn, bókmenntaviðurkenn ingu ársins. „Hestar báru mig á æskuárum. Nú er skipt um Mér er gert að bera hest ... Gagnrýnendur hafa verið mér mildir. Þann hest sem ég verð nú að bera met ég mikils því að hann er kominn úr ykkar hönd- um ...“ Jóhann Hjálmarsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins afhenti Indriða silfurhestinn, og sagðj Jóhann í ræðustixf að í ár hefðu gagnrýnend ur verið „óvenjusammála um að velja beztu bók ársins 1971“ skáld sögu Indriða, „Norðan við strið". Atkvæðagreiðsla gagnrýnenda fer þannig fram. að hver gagnrýn- andi, en þeir eru fimm talsins, greiðir þremur bókum atkvæðj sitt, hverri bók misháa stigatölu. Bók Indriða hlaut samtals 450 stig. Önnur í röðinnj varð „Rímblöð" Hannesar Péturssonar, sem hlaut 300 stig „Farðu bur.t skuggi" eftir Steinar Sigurjónsson hlaut 100 ,9tig og einnig „Orð skulu standa'' eftir Jón Helgason (sem er ritstjóri við Tímann eins og Indriði). „Gunnar og Kjartan" fyrri hluti skáldsögu eftir Vélstein Lúðvíksson hlaut 75 „Öllum er Ijóst, aö höfuðhugs un hvers ábyrgs fjölskylduföður á íslandi er aö eignast þak yfir höfuðið fyrir sig og fjölskyldu sína. Hinn almenni borgari spar ar oft fjármagn heillar ævi í að geta um frjálst höfuð strokið í eigin húsnæði, er ellin fer að og þrek þverr,“ segir í bréfi frá Húseigendafélagi Vestmanna eyja til allra alþingismanng. Húseigendur í Eyjum fara þess á leit við alþingism í bréfj þessu að þeir beiti sér fyrir því að horf ið verði með öllu frá fyrirhugaðri fasteignaskattheimtu sveitarfélaga. 1 framhaldi af þvi sem að ofan getur benda þeir á í bréfi sínu aö sparifé í banka sé réttilega skatt- frjáls en svo þurfí einnig að leiða í lög um fjármagn í eigin íbúð. — Geta húseig. þess aö rúml ' 80% af íbúðarhúsnæði á íslandi séu í sjálfseign, sem sé alger sérstaða ís- lendinga og mikið öfunduö af grann þjóðunum og beri aö keppa að því að haida þvi við en ekki drepa nið ur. Eyjaskeggjar segja íbúð margs alþýðumanns sparifé heillar ævi hans og hann sé búinn að greiða alla skatta af því, þegar hann afl aöi þess. Og þessi fjáröflun hins opinbera sé óeðlileg, óréttlát og þjóðhagslega skaðleg. Húseigendur í Eyjum benda á að óheimiit sé að lögum aö hækka al mennt skatta af fasteigmum f sam bandi við gildistöku nýja fasteigna- matsins. Þeir brýna fyrir alþingis mönnum að hafa hugfast ákvæði 1 lögum nr. 28 frá 29. apríl 1963, sem hljóðar: „Áður en nýtt aðalmat fasteigna gengur í gildi skal fara fram endur skoðun á gildandi ákvæðum laga, sem fasteignamat hefur áhrif á, og miðist endurskoðunin við að skatt ar af fasteignum hækki ekki al- niennt vegna hækkunar fasteigna matsins.“ „Hverjum þeim, sem fjallar um löggjöf er felur í sér skattaálögur á fasteignir“, segir ennfremur f bréfi Eyjaskeggja til alþingismanna verður að vera Ijós nauðsyn þess I þjóðfélagi, sem er £ örum vexti og uppbyggingu að komið sé upp og viðhaldið eðlilegu húsnæði fyrir at vinnurekstur og íbúðir. Miklar og vaxandi gjaldálögur á fasteignir hljóta að verka stöðvandi á þessa fjármunamyndun. — Og íbúðaiihús næöi til eigin nota er ekki arðgef- andi sem slíkt.“ — GP stig og Spítalasaga Guðmundar Daníelssonar fékk 50 stig. Einnig „Vísur jarðarinnar" eftir Þorgeir Sveinbjamarson Silfufhesturinn var afhentur í hófj gagnrýnenda að Hótel Sögu síðdegis £ gær og var þar meðal annarra mektarmanna Matthías Johannessen, ritstjóri Morgun- blaðsins og formaður rithöfunda- samtakanna. Vísir spurði Mafcthías, hvort hann væri ekkj ánægður með verðlaunaveitinguna í ár: Matthías: Þessu hefðj ég aldrei trúað að Indriði fengi silfurhest-^ inn. Hann er þvílíkur maður — og Indriðj var nærstaddur og svaraði strax: Mér er sama hvaö Matthías sagir, ég hef aldrei trúað orði í Morgunblaðinu — Og þá ekkj ég, svaraöi Morg- unblaðsritstjórinn að bragði. — GG Indriði G. Þorsteinsson með, silfurhestinn. Jbúðirnar eru okkar sparifé" Stökkva inn í nútímann Þeir voru að fcaka fyrsta stökkið inn í nýja tæfcni, prent ararnir sem viö hittum fyrir i gærdag i Blaöaprenti, hinu nýja prentfyrirtæki fjögurra Reykja vfkurblaða. Fimm erlendir sér fræðingar starfa nú við að þjálfa starfsfólk fyrirtækisins og setja upp hinn margflókna tækja- búnað i gang. Of'fsetprentun mun væntan- lega hefjast eftir rúma viku, og mun lifclega fara hægt af stað, og ekki vist að öll blöðin verði með frá upphafi. Starfsmenn Blaðaprents sem er til húsa að Síðumúla 14, verða 40—50 talsins en með hinni nýju prenttækni verður gjörbylting á útliti og prentgæðum blaðanna. —JBP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.