Vísir - 15.01.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 15.01.1972, Blaðsíða 13
73 hamingjusamt — jbað er aðalafriðið, segir Tony Sandy enskur hárgreiðslumeistari, sem klippti hárprúða Islendinga i vikunni Tyað var óvenjuleg sjón, sem Iblasti við blaðamanni og Ijösrayndaira Fjölskyldusíðunna-r, þegar litið var inn á Hérgreiöslu stofuna Kleopötru á fimmtu- dagmn — það voru nefnilega ftlénS karlmenn en kvenfólk, eem biðu klippingar og hár- grelðslu, ,,Nú þora þeir“, sagði Ragnar Guðmundsson hárgreiðslumeist- airi, og sennilegast er, að ástæð- ona megj rekja til þess, að þar voru enskir hárgreiðslu meistarar að störfum sem klipptu og snurfusuðu í grið og erg og fóru ffijög iipurlega með höfuðbúnað viðskiptavin- anna — en Bretar hafa nú ára- langa reynslu af að temja og fást við sítt hár, jafnt á körlum sem konum TT árgreiöslumeistararnir, sem fóru svo fimlega meö skæri, greiður, bursta og hárþurrkur heita Tony Sandy og Valerie Miller. Þau tóku þátt í og sýndu nýjustu greiðslurnar á sýningu, sem var haldin á Hótel Sögu helgina er leið og eyddu síðan vikunni í að snyrta hárprúða íslendinga. Við náðum tali af Tony Sandy í smáhléi, sem hann tók sér og komumst að raun um, að hann hefur unnið hjá hinum þekkta enska klippara Vidal Sassoon, sem hefur verið falið á undan- förnum árum að snyrta hár ' T'r* 'iuvmidlgmVnlmKJP Tony Sandy greiðir, klippir, burstar og þurrkar hár eins þeirra, sem „nú þorði“. Þeir, sem muna fjórtán ár aftur í tímann kannast við aðferðina þegar burstinn og handhár- þurrkan eru notuð jöfnum höndum yið greiðsluna — en I London nota þeir ekki rúllur í hár nema eins lítið og komizt veröur af með. ýmissa stórstjarna kvikmynd- anna og kóngafólks Hjá honum var Tony í þrjú ár og hefur einnig unnið hjá Leonard, sem er annar þekktur klippari, en nú rekur Tony Sandy s’ína eigin hárgreiðslustofu í London og er að koma annarrj á iaggirnar. Hann hefur ekki áhuga á því að krefjast tæpra níu þúsund króna af viðskiptavinum sínum fyrir hárgreiðslu, klippingu og kannski litun — en hann segir það vera verðið hjá hinum stóru hárgreiðsiumeisturum í London en verð hjá honum roun vera milliverð ellefu hundruð krönur, eða fimm pund. Bretar eru mikiö fyrir að láta snyrta hár sitt og fara oft í meö- ferð hjá hárgreiðslumeisturum og eyða í það fé — en við erum heppin ;— Tony segir að okkar góða vatn komi I veg fyrir ýms- ar skemmdir á hárinu sem enskir strföi við og láti lagfæra með tTðum heimsóknum hjá hár- greiðslumeisturum. Auðvitað forvitmumst við um nýjustu greiðsluna. Hártízku- frömuðir leita aftur í öldina okkar og staðnæmast við ára- tuginn millj 1920—30 þegar stuttkiippta hárið var vinsælt. Gott dæm; um það er hárgreiösl an, sem Twiggy útvegaöi sér, þegar hún lék nýiega í kvik- mynd, sem gerist á þessum tíma. „Kvikmyndin The Boyfriend hef-ur haft mikil áhrif á hár- tízkuna. Við hárgreiðslumenn höfum kynnzt því að ýmsar kvikmyndir hafa mikil áhrif á hártízkuna £ London og það sama gildir í New York“ segir Tony. Hanii ’sdgir 1 síðá hárið alttaf' " ei'ga jafn miklum vinsældum að fagna og jafnve] eldri menn láti hárið á sér síkka en hann er vanur að klippa -fólk úr öllum -stéttum og með allar hársTddir. Hann le-ggur áherzlu á að fara eftir útlitj manneskjunnar, þeg- ar hann ákveður klippingu, and- litsla-gi hæð og fleira og velji það sem hann ha-ldj að fari bezt. En hefur tízkan hverju sinni þá ekkj áhrif? „Jú, auðvitað gerir hún það“. Og reyndar sýnist okkur tjásugreiðslan og hundahárs- greiðslan vera furðu vinsæl hjá þessum ensku hárgreiðslumeist- urum jafnt á karlmönnunum, sem voru klipptir sem konunum, sem nú voru komnir í meirihluta á stofunni. Og svo fær Tony Sandy síð- asta orðið þar sem hann segir mjög vingjarnlega að hann hafi orðið miög undrandi við komuna til Islands. „Ég gæti aiveg hugsað mér að se-tjast hér að og hið sama finnst Valerie. Vinir míni-r i Englandi höfðu varað mig við og sagt að það væri fremur leiðinlegt hérna, en það finnst mér ekki. Hér er fallegt, og mér geðjas-t að því, þegar fólk er hamingjusamt, eins og hér virðist vera. það er aðalatriðið/' — SB Og hér er Valerie með annan viöskiptavin og þar er burstinn og hárþurrkan einnig notuð og klippingin látin standa fyrir sínu. Meðeigandi óskast «ftt I’ ■ -- tj,.-— aö Jítrlli bamafataverzlun á góðum stað í bænum. Þyrfti aö geta lagt fram 100—150 þúsund, Tilboð merkt „5213“ sendist afgr. Vísis fyrir þriðjudags- kvöld. Auglýsingadeild VÍSIS ■ . ' ■ ( IR TIL HÚSA AÐ HVERFISGÖTU 32 Opið alla virka daga kl. 9-18 nema laugardaga kS. 9-12 SÍMAR 11660 og 15610

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.