Vísir - 15.01.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 15.01.1972, Blaðsíða 9
f sS *?ÍS1R . Laugardagur 15. janúar 1972. Mun minna byggt í Reykja- yík 1971 en árið áður / skýrslu byggingafulltrúa kemur fram oð meðalstærð ibúða er lika minni Lokið var við færri byggingar á síðasta ári í Reykjavik en árið 1970. Meðalstærð byggðra íbúða á árinu 1971 var 33 rúmmetrum minni en árinu áður. Alls var Iokið við að byggja á árinu 1971 71.546.6 fermetra og 480.002 rúmmetra, sem er 12.76% minna en árið 1970. I smíðum um áramótin voru 1118 íbúðir í Reykja vík og voru 711 fokheldar eða meira. Á árinu var hafin bygging á 664 nýjum fbúðum. Lokið var við 110 fbúðum færra á árinu 1971 en árinu áður og hafin bygging á 21 íbúð færra en 1970. Meðalstærð nýbyggðra íbúða á árinu 1971 er um það bil 372 rúmmetrar, 33 rúmmetrum minni en árið 1970. Mest var byggt af fjögurra herbergja íbúðum á árinu, þá af þriggja herbergja íbúðum og næst af tveggja herbergja fbúðum. Þar á eftir koma fimm herbergja íbúðir. I„Það er áberandi hversu miklu minna hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði í Reykjavík á árinu 1971 en árinu áður. í fyrra var tala íbúða, sem lokið var við að byggja 530 en árið áður 640, þannig aö fækkunin nemur 110 íbúðum“, segir Sigurjón Sveinsson byggingafulltrúi Reykjavíkur. ISikýrsla byggingaifulltrúa yfir byggingar í Reykjavfk árið 1971 hefur verið lögð fram. Þar kem um m.a. fram að fyrir utan það að dregið hefur úr byggingafram kvæmdum er meðalstærð íbúða einnig minmi. IBýggingafulltrúi segir, að samdráttar í byggingum gæti einnig f byggingu félagsheimiila | og skóla. „Þótt fermetrafjöldinn sé svip aður og áriö 1970 þá er rúm- metrafjöldinn um 30 þúsund minni, sem þýðir lægri bygging ar og að meira hefur verið byggt af minnj byggingum á sl. ári en árinu áður, t.d. skólum á einni hæð og öðrum minni bygg ingum. Samdrátturinn f verzlun ar- og iðnaðarhúsnæði er hlið stæður. Fermetrafjöldinn er meiri en rúmmetrafjöldinn minni. Aukningin er 1 þeim lið, sem bílsikúrar og gripahús falia undir og þar vegur þyrtgáf'á'ttét' unum bygging hesthúsanna í Sel ásnum, þar hefur orðiö tvöiföid aukning í fennetramáli. Mun fleiri mál voru afgreidd í bygginganefnd á árinu en ár inu áður. Samþykkt var leyfi fyrir byggingu 53'3 ibúða en árið 1970 947 íbúða. Á síðasta ári var skortur á f jölbýlishúsalóðum enda kemur það fram núna að auglýstar hafa verið lóðir undir 900 íbúðir. Það er útjöfnun á lóðaveiting um frá ári til árs enda er betra, að byggingarsvæði byggist upp hraðar og hægt sé að ganga frá þeim í staðinn fyrir að leyfa byggingar á mörgum stöðum í einu, sem hefur það í för með sér að erfitt er fyrir borgina að ljúka gatnaframkvæmdum og öðrum frágangi í nýbygginga- hverfum. Á síðasta ári var mest byggt af fjögurra herbergja íbúðum. Við stöndum hinum Noröurlönd unum langtum framar hvað viðkemur íbúðastærð, Þegar 2ja til 3ja herbergja íbúðir eru byggðar á Norðurlöndum byggj um við 3ja til 4ra herbergja íbúö ir. Það að við erum stærri f sniö um stafar sennil. af því að við erum háðari fbúðunum en aðrir vegna veðráttunnar og einnig eiga einstaklingar fremur sfnar fbúðir hér og menn leggja metn að sinn í að gera þær sem bezt úr garði.“ — Nú viröist af tölum um ibúðastærð að fólk sé að minnka viö sig, er sú raunin á? „Það hefur kannski heldur þrengzt að fólkj en þar veldur einnig um að við höfum hingað til verið að byggja íbúðir fyrir fjölskyldur, en lítið gert af því að byggja íbúðir fyrir einstakl inga. Núna eru menn farnir að hugleiða þaö og farnir að byggja minni íbúðir til þess að ná til þess markaös. Bn í tölunum gæt ir einnig samdráttarins árin 1968 — 69 . þegar iðnaðarmenn fluttu út því yfirleitt standa ibúðarbyggingar hér lengi.'* — En hefur byggingarhraði aukizt? „Já, hann hefur aukizt vegna þess að stór fyrirtæki hafa kom ið á markaöinn t.d. Breiðholt Framkvæmdanefndin, Einhamar og Byggingasamvinnufélag Hreyfilsmanna o. fl. Byggingar hraðans er farið að gæta en ekki í tölunum yfir fullgerðar íbúðir.“ — f samþykkt bygginganefnd ar fyrir nýjum byggingum kem ur fram óvænt hlutfall í eldri hverfum leyfi fyrir mörgum ný byggingum á síðasta ári. „Þaö eru ýmsar stórbyggingar kom koma þar inn í t.d. áburðar verksmiðjan f Gufunesi sem var sett þar inn f en þar er verið að byggja um 1200 fermetra birgðaskemmu, þá er það hús Ör yrkjabandalagsins, sem er mjög stórt, fiskiðnaðarhús í Örfirisey Heymleysingjaskólinn og kom- skemman og vöruskemma stór kaupmannna við Sundagaröa. — En aðalbyggingarsvæðið á árinu ' er Breiðholt III og sfðan Foss vogur og umhverfi." — Verður meira byggt á þessu ári en í fyrra? „Ég hef ekki trú á því en á- Iika miikiö. Ég held að þessi eft irspum sem varð f haust á íbúð um hafi verið kapphlaup um peninga vegna þess að fólk hafi haldið að verðstöðvun lyki um áramót og vildi koma peningum sínum í fast en ég held að þetta kapphlaup sé núna aö stöðvast.“ —SB Byrjað á byggingu 100 fleiri íbúða í Hafnarfirði í Hafnanfirði voru 205 fbúðir i smfðum þann 1. janúar 1970 og síðan var byrjað á 153 íbúðum á árinu. 50 nýjar íbúðir voru teknar f notkun á árinu og voru því 308 íbúðir í smiðum um ára mótin 1970/71. Á síðasta ári var byrjað á 258 íbúöum £ Hafnar- firði og vom því samtals 566 ibúðir í smíðum á árinu. Ekki er búið að vinna úr skýrslum um, hve margar íbúðir var lokið við á árinu en auðsjáanlega er um mikla aukningu að ræða frá ár Íinu áður. Friðþjófur Sigurðsso” bygg- ingafulltrúi sagði í samtali við Vísi að á síðasta ári hefði verið úthlutað lóðum undir 27 einbýiis hús. í raðhúsum var byrjað á 24 ri iDúoum og haffin var bygging | þriggja tvfbýlishúsa. Þá var eitt fjölbýlishús í bygg ingu með samtals 42 íbúðurn í sjö stigagöngum. Og þá em ó- taldar 60 íbúðir í verzlunarmið stöðinni. Friðþjófur sagði að ekki væri hægt að fulinægja eft irspum eftir íbúðarhúsalóðum í Hafnarfirði. í fyrra var einnig út hlutað 25 lóðum fyrir iðnaðarhús næði. Elkki tókst að fá upplýsingar um byggingar í Kópavogi á síð- asta ári og ekki lágu fyrir upplýs ingar um byggingafframkvæmdir í Seltjamarneshreppi á liðnu ári Burtséð frá þeim stöðum virðist Hafnarfjörður hafa vinn- inginn á Stór Reykjavikursvæð inu þar sem íbúðabyggingar hafa dregizt saman í Reykjavfk á árinu eins og fram kemur hér á sföumni. — SG Lítil breyting í „Ég hef ekki undir höndum nákvæmar tölur um fjölgun íbúða á síðasta ári þar sem ekki er búiö að ganga endanlega frá byggingaskýrslum", sagði Pálm ar Ólafsson byggingafulltrúi Garðahrepps. Hann sagði að um áramótin 1970—71 hefðu 170 íbúðir verið fuligerðar eða í smíðum og bjóst hann við að talan væri svipuð um þessi áramót, Pálm ar sagði að yfirleitt væru byggð einbýlishús f Garðahreppi eða þá einnar hæðar raðhús. Eftir spum eftir lóðum væri mun meiri en hægt væri að sinna og Garðahreppi I bjóst hann við að jafnvel hefði | verið úthlutað heldur færri lóð I um I fyrra en árið áður. | Húsbyggjendur f Garðahreppi byggja nú heldur minni hús en | áður en þó er meðalstærðin 1 ósköp viðunandi eða 140—150 jj fermetrar. | „Fólk er fariö að byggja á 1 skynsamlegri hátt og binda sig 1 meira við kröfur Húsnæðismála- !| stjómar“ sagði Pálmar. Garða hreppur reynir að láta gatna ■ gerðina fylgja byggingahraðan- J um og hefur það gengið fremur 1 vel. Þó er gatnagerðin orðin svo lítið á eftir húsbyggingunum. '2 —SG | 9 TÍSIESm — Mættu verzlanir vera lokaðar á laugar- dögum yðar vegna? Leifur Þorsteinsson, háskóla- nemi: — Já, það held ég bara. Ég get að minnsta kosti auð- veldlega klárað mig af meö mín innkaup aðra daga vikunnar. Ég er afar meömæltur þvf, að verzlunarfólk fái fri á laugar- dagsmorgnum eins og flestir aðrir. Jón Sigtryggsson, bókari: — Já, alveg væri þaö f lagi frá minnj hálfu. Ég þarf að minnsta kostj ekki svo mikið á opnum verzlunum að halda á laugar- dagsmorgnum. Þá hef ég oftast lokið öllum mínum helgarinn- kaupum. Bryndís Guðmundsdóttir, hús- móðir: — Siður vildi ég það nú, en hitt er annaö mál. að ég get vel skilið það, að verzlunarfólk vilji eiga fri á laugardagsmorgn um. Ég tala nú ekkj um á sumr- in. Ég mundi þvf ekk; hafa svo hátt, þó aö þeim yröi veitt þetta frf. Ég geri líka oftast mín inn- kaup öll á föstudögum — Á mánudagsmorgnum verzla ég svo sjaldnast, svo að þá mega allar verzlanir vera lokaöar mín vegna. Steinunn Gunnarsdóttir, hús- móðir: — Já, já, þess vegna. Ég er alltaf svo fjand; löt að koma mér út að verzla á morgn ana, þannig að verzlanirnar mega mín vegna vera lokaðar á bæð; laugardags- og mánu dagsmorgnum. — Jafnvel alla morgna, og á kvöldin lfka. Mér fellur bezt aö verzla á eftir- miðdögunum. Kjartan Jóhannesson, verk- fræðingur: — Nei. Það er alveg klárt mál, að þann verzlanatfma má maður ekk; missa. Ég geri að minnsta kostj mfn innkaup að mestu þá morgna. Annað mál er með mánudagsmorgnar?a þá mættu þær allar vera harðlok- aðar mfn vegna. .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.